Morgunblaðið - 17.01.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftír kröfu Sigurðar Sveinssonar, lögfræðings, verður
haldið opinbert uppboð við lögreglustöðina Suðurgötu 8
Hafnarfirði, laugardaginn 26. janúar n.k kl. 4.00
Seld verður bifreiðin G-3874 Skania Vabis, vörubifreið
árgerð 1961.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Hestamannafélaglð Fákur
Árshátíð
félagsins verður haldin á Hótel Borg laugardaginn 7
febrúar og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19
Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins og hjá
Kristjáni Vigfússyni.
Borðpantanir verða að Hótel Borg milli kl 17 oy 19
fimmtudaginn 31. janúar og verða þá miðar afhentir ef
eitthvað er óselt.
Félagar fjölmennið á árshátið ykkar.
Frá Hofi
vorum að fá áteiknaða handavinnu.
Krosssaum, demantssaum, góbelín, rýapúðaog teppi
Fegursta úrval sem sést hefur lengi.
Alltaf eitthvað nýtt í garndeildinni
Hof, Þingholtsstræti 1
Ævlntýrahelmur
húsmædra
Kryddhúsið í verzl. okkar í Aðalstræíi 9.
Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna
ýmsu kryddtegunda kl. 2-6 í dag.
Verið velkomin.
Matardeildin
Aðalstræti 9.
DALE CARNEGIE
NÁMSKEIDIÐ
í ræðumennsku og munnlegum samskiptum.
Ný námskeið eru að hefjast.
Námskeiðið mun hjálpa þér að:
★ Öðlast hugrekki og sjálfstraust.
if Tala af öryggi á fundum
if Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að um-
gangast fólk
it Talið er að 85% af velgengni þinni, séu komin undir
þvi, hvenig þér tekst að umgangast aðra.
if Afla þér vinsælda og áhrifa.
if Verða betri sölumaður hugmynda þinna, þjónustu
eða vöru
ir Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreyndir.
+ Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnará fólki
if Uppgötva ný áhugamál, ný markmið að stefna að.
ic Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða.
FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVU
LANGT.
Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í símd
30216
Stjórnunarskólinn
KONRÁÐ ADOLPHSSON.
Utzon heiðraður
fyrir óperuhúsið
Canberra 15. jan. AP
DANSKI arkitektinn Jorn
Utzon, sem hannaði óperuhöll-
ina, er nýlega var vígð í Sidney
í Astralíu, hefur verið sæmdur
gullverðlaunum konunglegu
arkitektastofnunarinnar f
Astralfu. 1 greinargerð stofn-
unarinnar fyrir verðlaununum
segir, að Utzon hafi með þessu
húsi aflað húsagerðarlist í
Astralíu vegs og virðingar.
„Engin ein bygging f Astralfu
er eins víðkunn né nýtur eins
víðtækrar aðdáunar og óperu-
húsið,“ segir þar.
Óperuhúsið var ákaflega um-
deilt f Astralíu meðan á
byggingu þessstóð. Lenti Utzon
í stælum við stjórnvöld New
South Wales vegna
kostnaðarins, sem fór langt
fram úr áætlun. Fór svo að lok-
um, að Utzon sagði af sér um-
sjón með verkinu og aðrir tóku
við þvf árið 1966. Hann var ekki
viðstaddur hina opinberu
vígslu þess í vetur.
Athugasemd
Hr. ritstjóri,
i Morgunblaðinu 9. þ.m. birtist
„samtal ', sem Rigmor Hövring
hafði átt við Þorstein Stefánsson
rithöfund, þar sem hann kvartar
yfir þvi, að hann hafi ekki enn
fengið greidd höfundarlaun, sem
hann átti inni hjá Ríkisútvarpinu.
Ekki kemur fram, hvort þeirra
hefur sent blaðinu þetta „sam-
tal ', og ekki veít ég deili á'Rigmor
Hövring. Hitt hefði verið við-
kunnanlegra, að Þorsteinn hefði
— þrátt fyrir allt — snúið sér til
útvarpsins vegna þessa erindis,
því að aldrei var ætlunin að hafa
af honum ritlaun hans.
Skáldsaga hans, „Hin gullna
framtið ', var lesin sem síðdegis-
saga í Ríkisútvarpið á timabilínu
frá 17. sept. til 10. okt. í fyrra.
Nokkur bréf höfðu farið milli mín
og hans vegna þessa máls, en
draga mætti þá ályktun af „sam-
tali" hans og Rigmor Hövring, að
eftir að saga hans var lesin, hefði
hann skrifað mér mörg bréf til
þess að freista þess að fá ritlaun
sin greidd. Um það hefur hann
tvívegis skrifað mér og þar með
talið fullreynt.
íslenskir höfundar, búsettir
hérlendis, fá ritlaun sín fyrir út-
varpsefni að jafnaði greidd í
næsta mánuði eftir að það hefur
verið flutt, en erlendir höfundai
oftast nær þó nokkru síðar, enda
þarf að sækja um gjaldeyrisyfir-
færslu þeirra vegna, hafa upp á
heimilisföngum eða umboðs-
mönnum o.s.frv., sem reynst get-
ur tafsamt.
Þrír fjórðu hlutar þýðing
arlauna fyrir „Hina gullnu fram-
tíð" runnu að ósk Þorsteins
Stefánssonar til ættingja hans hér
á landi, sem tók við greiðslu sinni
25. október. Fjórðung þýðingar-
launanna auk höfundarlauna var
ætlunin að senda Þorsteini um
svipað leyti, sem hefði þá verið
fyrr en islenskir höfundar eiga
yfirleitt von á ritlaunum sínum.
En það dróst úr hömlu, og var þá
ákveðið að láta greiðsluna til hans
fylgja greiðslum til erlendra höf-
unda, enda virtist það ekki óeðli-
legt, þar sem saga hans var frum-
samin á dönsku og hann búsettur
erlendis Hefði hann þá að lík-
indum getað átt von á ritlaunum
sínum um miðjan desember eða
því sem næst, ef miðað er við
þann tíma, sem venjulega tekur
aðkoma greiðslunum tilskila.
Vegna annríkis sfðustu daga
fyrir jdl og fárra vinnudaga millí
jóla og nýárs dróst þó því miður
fram yfir áramót að senda Þor-
steini ávfsun hans en var þá gert
undir eins, og fylgdi henni afsök-
unarbón vegna þess dráttar, sem
orðið hafði á greiðslunni til hans
og virðist vera undirrót þeirrar
óánægju, sem fram kemur í „sam-
tali" hans og Rigmor Hövring.
Vona ég, að þar með hafi rikis-
útvarpið gert hreint fyrir sínum
d.vrum i þessu máli, svo að hvorki
Þorsteinn Stefánsson né aðrir
geti haldið því fram með rökum,
að stofnunin svíki þá vísvitandi
um ritlaun.
Óþörfum dylgjum Þorsteins
um, að Ríkisútvarpið hafi e.t.v
tekið sér Rússa til fyrirmyndar
um greiðslu ritlauna o.fl., visa ég
á bug.
Með þökk fyrir birtinguna
Hjörtur Pálsson
dagskrárstjóri.
Námshópur
um sögu
verkalýðs-
hreyfing-
arinnar
Fimmtudaginn 17. janúar kl.
20.30 tekur til starfa i fjórðu
kennslustofu háskólans námshóp-
ur um sögu verkalýðshreyfingar-
innar á vegum Norræna sumar-
háskólans. Námshópsstjóri
verður Ölafur R. Einarsson
menntaskólakennari. Sams konar
námshópar starfa í 10 öðrum
háskólabæjum á hinum Norður-
löndunum.
Meðal efna, sem um verður
fjallað, má nefna: Upphaf verka-
lýðsflokka á Islandi; Afstaða
verkalýðshreyfingarinnar til
Alþjöðasambandanna; Atökin i
Alþýðuflokknum og stofnun
Kommúnistaflokks íslands; Staða
kvenna í verkalýðshreyfingunni;
Samfylking og stéttasamvinna;
„Ministersósíalismi"; Þróun
verkalýðsflokka á íslandi saman-
borið við önnur Norðurlönd.
Þátttaka í námshópnum er öll-
um opin, jafnt félögum i verka-
lýðshreyfingunni, stúdentum sem
og öðru áhugafólki um verkaiýðs-
mál er sinna vill þessu vanrækta
sviði íslenzkra sögurannsókna.
(Fréttatilkynning.)
FOSTUR OSKAST
fyrir lítið gefinn dreng, sem gengur í Höfðaskóla. Þeir,
sem vildu sinna þessu og fá nánari upplýsingar, leggi inn
nöfn sín á afgr. blaðsins merkt: „Heimili — 3089"
MVNDUSTASKÓUNN í REYKJAVÍK
Mimisvegi 15, Ásmundarsal, sími 11990
Nýnámskeið hefjast 21 janúar.
Sérstök athygli skal vakirt á málaradeild (olíumálun).
Teiknideild fyrir byrjendur og teiknui málun og lát-
bragðsleikur fyrir 5 — 7 ára börn
Skólastjórinn.
Skritstofustúika
óskast til starfa á Borgarskrifstofunum, bókhaldsdeild,
Austurstræti 16. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð
menntun æskileg.
Laun samkv. kjarasamningi borgarinnar og Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar. Umsóknir með upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu borgarstjóra
fyrir 25 þ.m merkt ..bókhald — 3086"
Reykjavík, 1 7. jan. 1974.
Skrifstofa borgarstjórans i Reykjavík.