Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 Þútur í skóginum “ Nú leið að því, að veizlan skyldi hefjast. Froskur hafði farið beint upp í svefnherbergi sitt og sat þar enn þungt hugsi. En syndilega fór að birta yfir svip hans og hann fór að brosa með sjálfum sér, hikandi í fyrstu, en svo breiddist brosið út og breyttist í undurfurðulegan hlátur. Loks stóð hann upp, læsti dyrunum, dró gluggatjöldin fyrir, raðaði öllum stól- unum í herberginu í hálfhring á gólfið, tók sér stöðu fyrir framan þá og þandi út brjóstið. Svo hneigði hann sig, ræksti sig tvisvar og hóf síðan upp raust sína og söng fullum hálsi fyrir ímyndaða áheyrend- ur, sem auðvitað voru uppnumdir af hrifningu: Síðasta vísukorn frosks. Þegar-froskur-kom þá kvíuðu kettir og mjálmuðu merðir og máttu sín lítils þeir útsettu verðir, en marðarforinginn í einum hvelli var lagður að velli þegar-froskur-kom. Dósaspil Hér er tillaga aS enn einu spili eða leik, sem gott er aS geta gripiS til, ef veSurguSirnir koma í veg fyrir útiveru. FáSu þrjár eSa fjórar dósir lánaSar hjá móSur þinni, og stilltu þeim upp í röS, meS um 10 em millibili og láttu botninn snúa upp. Þú og félagar þínir stilla sér nú upp bak viS línu, sem mörkuS er í hæfilegri f jarlægS frá dósunum. Hver þátttakandi fær 5 tölur eSa „dam“-spilapeninga. Keppnin er svo f því fólgin aS láta sem flesta af spilapeningunum eSa tölunum lenda á dósbotnunum og stöSvast þar. Hver tala eSa peningur sem stöSvast á dósabotn- inum gefur 5 stig, og sá sem fyrstur nær 100 stigum hefur unniS. Þegar-froskur-kom þá brotnuðu gluggar og beygluðust dyr, er brandi var sveiflað sem aldregi fyrr allt lá þá í hrönnum grimmt óvinalið um það orustusvið þegar-froskur-kom. Þegar-froskur-kom þá hátt létu lúðrar og dunaði dans um gólfin í Glæsihöll í vinafans frækinn þá ágætur froskur sér undi á fagnaðarfundi. Húrra fyrir hetjunni! Húrra fyrir hetjunni miklu!! Hann söng þetta fullum rómi og af mikilli innlifun og tilfinningu. Og þegar hann hafði farið með vísurn- ar einu sinni, byrjaði hann aftur upp á nýtt. Að söngnum loknum stundi hann þungan. Mjög þungan. Siðan deif hann hárbustanum í vatnskönnu, skipti vandlega í miðju og greiddi slétt niður með vöngun- um. Að svo búnu lauk hann upp dyrunum og gekk prúður í fasi niður stigann til að heilsa gestum sínum, sem hann vissi, að voru þegar farnir að safnast að. Allir viðstaddir fögnuðu honum, þegar hann kom inn í stofuna og hópuðust í kring um hann til að óska honum til hamingju og hrósa honum fyrir hugrekki og gáfur og bardagafimi. En froskur brosti bara lítið eitt út í annað munnvikið og tautaði: „Minnstu ekki á það,“ eða stundum til tilbreytingar: „0, þvert á móti.“ Oturinn stóð fyrir framan arininn og var að lýsa því fyrir hópi aðdáenda, hvernig hann hefði farið að, hefði hann verið þátttakandi. Hann gekk til móts við frosk, heilsaði honum innilega, lagði fram- löppina um háls hans og ætlaði að leiða hann um stofuna, svo allir fengju tækifæri til að hylla hann. En froskur smeygði sér vingjarnlega, en þó ákveð- inn undan og sagði: „Greifinginn lagði á ráðin. Moldvarpanog rottan báru hita og þunga bardagans. Ég var í bakvarðarliðinu og gerði lítið sem ekkert.“ Dýrunum komu greinilega mjög á óvart þessi óvenjulegu viðbrögð frosks enfroskur fann, þar sem hann gekk á milli gestanna, að hann átti óskipta athygli þeirra allra. c^Vonni ogcTYÍanni Jón Sveinsson „Þú manst eftir sögunni, sem mamma sagði okkur af Franz Xaver, trúboðanum mikla í Indlandi“. „Já, Manni. Eg man vel eftir henni“. Mamma átti ævisögu hins heilaga Franz Xaver, enda þótt við værum mótmælendatrúar, og hún sagði okkur stundum sögur frá trúboðsstarfi hans í Indlandi og Japan. Líka hafði hún nú síðustu dagana sagt okkur margt um Péturskirkjuna í Róm. „Það er“, sagði hún, ,.stærsta og fallegasta kirkja í heimi. Þar er frelsarinn nálægur og heyrir bænir allra góðra manna, sem til hans leita“. „Á miðöldunum“, sagði hún ennfremur, „gengu margir íslendingar suður til Róm. Þá var ísland kaþólskt land“. Þessar frásagnir höfðu haft mikil áhrif á okkur. Þess vegna minntist Manni þeirra nú. Hann sa ðL Freysteinn Gunnarsson þýddi „Manstu, hvað hann var heilagur maður, hann Franz Xaver?“ „Já“, sagði ég. „Heyrðu, Nonni, ættum við ekki að heita því að vinna fyrir guð eins og hann og boða heiðingjum kristna trú, þegar við verðum stórir?“ Ég varð hissa á þessari uppástungu Manna. Mer fannst það vera í mikið ráðizt. Þó féllst ég á það og sagði: „Það er mikið heit, en samt vil ég gera það með þér“. „Þá skulum við gera það undir eins, Nonni. Annars gæti það orðið of seint“. Við hugsuðum ráð okkar örstutta stund og hétiun því svo hátíðlega að feta í fótspor hins heilaga Franz Xaver, ef guð bjargaði okkur úr hættunni. mch (Qunkoffinu — Þessar smákökur, sem þú varst að baka, eru bara ágætar. Hvenær bakar þú fleiri. ..? — Þú færð ekki að fara út, fyrr en þú hefur hjálpað föður þínum við að þvo upp. — Kemur Júlíus út að leika. ..?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.