Morgunblaðið - 17.01.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDMlUR 17. JANUAR 1974
17
Eimskipafélag
r
Islands
60 ára:
Félaginu
nauðsynlegt
að eiga iafnan fullkomnustu tækin
Stjórn Eimskipafélags tslands fyrir árið 1974, talið frá vinstri: Hallgrimur Sigurðsson, Thor R.
Thors.ÓttarrMöIler, Einar Baldvin Guðmundsson, stjórnarformaður, Birgir Kjaran, Pétur Sigurðs-
son, Halldór H. Jónsson og Ingvar Vilhjálmsson.
I dag, 17. janúar 1974, eru sex
áratugir liðnir frá stofnun
Eimskipafélags íslands. Hygg
ég, að ekki fari á milli mála, að
með stofnun félagsins hafi ver-
ið stigið heillaríkt spor í at-
vinnumálum Islendinga. Þjóðin
keppti að þvf marki að verða
frjáls og fullvalda, en að beztu
manna yfirsýn varð því marki
ekki náð, nemaáður yrði lagður
hornsteinn að íslenzku athafna-
og atvinnulífi. Einn þessara
hornsteina var lagður, er Eim-
skipafélagið var stofnað.
Allur almenningur lagði sitt
af mörkum, ekki aðeins þeir,
sem efnaðirvoru, heldureinnig
hinir fátæku. Hér var um hug-
sjónamál að ræða, og allir vildu
leggja sitt af mörkum, til þess
að hugsjónin, sem Iá að baki
félagsstofnuninni, yrði að veru-
leika. Þekkjast þess ekki dæmi,
að nokkurt atvinnufélag hafi
verið stofnað með jafn al-
mennri þátttöku þjóðarinnar og
Eimskipafélag íslands.
Hlutafé Eimskipafélagsins
í árslok 1973 er tæpar 189
milljónir króna. Af því er rikis-
sjóður eigandi að 12,3
milljónum króna og Háskóla-'’
sjóður Eimskipafélags íslands
er eigandi að tæpum 8 milljón-
um króna. Sýndu frændur
okkar í Vesturheimi sannarlega
höfðingslund, er þeir gáfu
meginhluta af hlutafjáreign
sinni til stofnunar Háskóla-
sjóðsins, sem á að geta styrkt
Háskóla íslands í mikilvægu
starfi.
Svo sem landsmönnum mun
kunnugt, hefir Eimskipafélagið
neytt heimildar i gildandi
skattalöggjöf, til útgáfu
jöfnunarhlutabréfa, og hefir
upphaflegt hlutafé félagsins
með þessum jöfnunarhluta-
bréfum verið sextugfaldað. Hér
er um að ræða hlutabréf, sem
ekkert endurgjald er greitt
fyrir.
Enda þótt hlutaféð, tæpar 190
milljónir króna, segi sína sögu,
er þó hitt enn gleðilegra, hve
hluthafar eru margir. Er talið,
að f dag séu um 11.200 hluthaf-
ar i Eimskipafélagi Islands.
í hinni 60 ára starfssögu
Eimskipafélagsins hafa, sem að
líkum lætur, skipzt á skin og
skúrir. Hins verður að
minnast, að bjartsýni og stór-
hugur hafa jafnan ráðið gerð-
um félagsins. Félagið á í dag 14
skip, en hefir, auk eigin skipa-
stóls, orðið að taka fjölmörg
skip á leigu, íslenzk og erlend,
til að anna starfseminni. Auk
skipastólsins hefir félagið
byggt mikla og dýra vöruskála,
og fest kaup á fullkomnum og
afkastamiklum tækjum. Þetta
er því veigameira, sem
flutningar hafa vaxið ár frá ári.
Þess hefir orðið vart, að
margir sakna farþegaskipsins
GULLFOSS. Þvi miður var ekki
lengur rekstrargrundvöllur
fyrir þetta skip. Af hálfu fyrir-
svarsmanna Eimskipafélagsins
var þetta mál allt rækilega
kannað. Fór fram athugun á
því, hvort kleift væri að byggja
nýjan GULLFOSS, en fyrir-
sjáanlegt var, að byggingar- og
rekstrarkostnaður yrði svo
gífurlegur, að ekki þótti fært að
ráðast í þessar framkvæmdir.
Kannaðir voru möguleikar á að
byggja stórt farþegaskip, ásamt
öðrum, en þar var sömu
sögu að segja. Er svo
komið, að farþegaskip eiga
alls staðar í vök að verjast.
Flutningur á fólki fer svo að
segja allur fram í lofti, þ.e.
með flugvélum. Að svo myndi
fara hefir fyrirsvarsmönnum
Eimskipafélagsins verið ljóst
um langan tíma. Þess vegna var
það, að félagið gerðist stór hlut-
hafi í Flugfélagi Islands, og er
nú á sama hátt verulegur hlut-
hafi i sameiningarfélagi Flug-
félags íslands h.f. og Loftleiða
h.f. Þótt það hafi valdið sárs-
auka að sjá á bak m.s. Gullfossi,
verður um farþegaflutning,
eins og i öllum öðrum rekstri,
að horfast í augu við staðreynd-
ir. Fýlgst verður með þessum
málum svo vel sem nokkur
kostur er og breytist viðhorf,
kallar það á nýjar ákvarðanir.
Enda þótt margar blikur séu
á lofti i atvinnurekstri og at-
vinnumálum þeirra landa, sem
við íslendingar skiptum mest
við, vil ég þó fullyrða, að fyrir-
svarsmenn Eimskipafélagsins
horfa með sömu bjartsýni fram
á veginn, sem þeir jafnan hafa
gert. Eimskipafélaginu er nauð-
synlegt að auka og efla skipa-
stól sinn, og er mér það mikið
gleðiefni, að geta tilkynnt á
þessum timamótum, að félagið
hefir ákveðið að festa kaup á
5—6 nýlegum flutningaskipum
og hefir í því efni notið fulls
skilnings islenzkra stjórnvalda.
Er sérstaklega ánægjulegt að
gera sér þess fulla grein, að
aldrei hafa samgöngur á sjó
milli íslands og annarra landa
verið betri en nú, og á enn að
verða mikil bót i þessu efni i
náinni framtið.
Eimskipafélagið hefir ráðist í
byggingu stórra vöruskála í
Reykjavík, og er mér sérstakt
ánægjuefni að taka hér fram,
að vonir stánda til, að þörfum
félagsins í Reykjavík fyrir at-
hafnasvæði verði fullnægt af
hálfu hafnaryfirvalda. Lokið er
byggingu vöruskemmu á Isa-
firði og haldið verður áfram
byggingu vöruskála á Akureyri
þegar er skilyrði leyfa. Þá
verður og að hafa í huga, að
Eimskipafélaginu er nauðsun-
legt, að eiga jafnan hin full-
komnustu tæki í rekstrinum.
Allar þessar framkvæmdir
kosta að sjálfsögðu stórfé, en
það er einlæg von okkar allra,
að takast megi að vinna bug á
hvers konar erfiðleikum. Hinir
mörgu atgerfismenn, sem
starfa á vegum Eimskipa-
félagsins, bæði á sjó og i landi,
munu vissulega stuðla að þvi,
að hagsæld félagsins eflist
öllum til góðs.
Til fróðleiks má geta þess, að
starfsmenn í þjónustu
Eimskipafélagsins eru um 800
talsins. A skipum félagsins eru
um 330, á skrifstofum og við
vöruafgreiðslu að jafnaði 350
— 360. Af þeim verkamönnum,
sem vinna við vöruafgreiðslu,
eru um 320 fastráðnir og fá
greidd laun, enda þótt verkefni
séu ekki fyrir hendi við losun
eðalestun skipanna.
í ávarpi, er ég flutti i Rikisút-
varpinu á 50 ára afmæli Eim-
skipafélagsins, sagði ég þetta:
„Við íslendingar höfum um
aldaraðir deilt um margt og
stundum svo hart, að úr hófi
hefir verið. Fyrir rúmum aldar-
fjórðungi sagði eitt af góð-
skáldum okkar, Jón Magnús-
son, þessiorð í kvæðinu Frelsi:
„Litla þjóð, sem átt í
vök að verjast,
vertu ei við sjálfa þig
að berjast.”
Við byggjum ægifagurt land
og allir viijum við heill og heið-
ur hinnar íslenzku þjóðar. Bar-
átta þjóðarinnar fyrir bættum
lífskjörum hefir verið ströng og
erfið, og svo mun verða um
langa framtíð. Við erum svo
fáir, að við verðum að gera
okkur ljóst, að samheldni og
samhugur er okkur lifsnauðsyn
og Islendingar hafa sýnt, að
þeir geta staðið saman sem einn
maður. Þannig var það er lýð-
veldið var endurreist 17. júní
1944, og þannig var það er Eim-
skipafélag tslands var stofnað
17. janúar 1914."
Þessi ávarpsorð eru enn i
fullu gildi. Fyrir hina íslenzku
þjóð, er nauðsynlegt, að standa
saman sem einn maður í öllu
því, er land og þjóð má verða til
hagsældar og blessunar.
Eg fjyt í nafni Eimskipa-
félagsins stjórnvöldum þakkir,
og ég flyt öllum viðskipta-
mönnum félagsins, öllum
starfsmönnum og hluthöfum
þakkir og árnaðaróskir.
Forstjóra og stjórnar-
mönnum flyt ég þakklæti mitt
fyrir ánægjulegt og gifturikt
samstarf.
Reykjavik, 17. janúar 1974
í umboði
H/F Eimskipafélags Islands
Einar B. Guðmundsson.
Merk erlend læknapróf
Snorra Olafssonar læknis
NÚ fyrir skömmu lauk ís-
lenzkur læknir, Snorri Ölafs-
son, sérfræðingur við Land-
spítalann í brjósthols- og önd-
unarfærasjúkdómum, nierku
læknisprófi frá The Ro.val
College of Physicians and
Surgeóns of Canada og mun
hann vera fyrsti fslenzki lækn-
irinn, sem lýkur slfku prófi og
verður „FelIow“ þessara sam-
taka. Jafnframt lauk Snorrí
samsvarandi prófi bandarisku
læknasamtakanna og mun
vera fyrsti íslenzki l.vflæknir-
inn, sem lýkur þvf prófi.
Snorri Ölafsson kom til
starfa á íslandi í júlí 1970 eftir
8 ára framhaldsnám og starf í
Bandaríkjunum og Kanada og
var m.a. 4 ár við hina frægu
Mayolæknamiðstöð í Rochest-
er, Minnesota í Bandaríkj-
unum, 1963—1967. Arið þar á
undan nam hann læknisfræði
við Atlantic City Hospital í
New Jersey. Frá árinu 1967
þar til hann kom heini dvaldist
hann við störf og nám i Kan-
ada, einkum Winnipeg,
Manitoba og síðast i Montreal.
Meðan á dvölinni við Mayo
stóð, vann Snorri eitt ár á
styrk frá bandarísku ríkis-
Snorri Ölafsson
læknir
stjórninni við rannsóknir á
lungnasjúkdómum og eitt ár i
Kanada við rannsóknir á sama
sviði á styrk frá „The Medical
Researeh Council of Canada."
Snorri fæddist á Eskifirði ár-
ið 1932, sonur hjónanna Ólafs
Sveinssonar, sem lengi var úti-
bússtjóri ATVR við Skúlagötu
og konu hans Guðrúnar
Ingvarsdóttur. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1951 og
kandidatsprófi i læknisfræði
frá Háskóla íslands vorið 1959.
í stuttu samtali við Mbl.
sagði Snorri, að ástæðan fyrir
því, að hann hefði tekið þessi
próf nú, hefði verið sú, að
hann hefði verið búinn að afla
sér réttinda til að taka þau
áður en hann kom heim til
starfa. Hann hefði siðan verið
jafnframt störfum sinum hér
að undirbúa sig fyrir þessi
próf, enda gott fyrir lækni að
hafa ei'nhver próf eða verkefni
framundan til að viðhalda og
auka þekkingu sína í faginu.
Prófin kvað hann hafa verið
nokkuð strembin og munnleg
og skrifleg próf staðið í 2—3
daga. Allt hefði þó gengið ve!
og hann ánægður með þessa
áfanga.