Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 3
AW'- ; ‘S*:
Leikstjóri, höfundur og leikmyndasmiður bera saman bækur sfnar, t.f.v. Gísli Alfreðsson, Andrés
Indriðason og Jón Benediktsson.
„Bezta íslenzka barna-
leikritið til þessa
Segir Gísli Alfreðsson leikstjóri um
leikrit Andrésar Indriðasonar
„Ifeíðardama”
Þjóðviljans
„ÞAÐ er búið að stela prinsess-
unni“, hrópaði smáfólkið og stóð
upp í mótmælaskyni, þegar aum-
ingja prinsessan var dregin út af
sviðinu f poka. Þetta var á lokaæf-
ingu Þjóðleikhússins á hinu nýja
barnaleikriti Andrésar Indriða-
sonar „Köttur út í mýri“, og
stemmningin í salnum var gífur-
leg.
„Köttur út í mýri“ er fyrsta
leikrit Andrésar, sem sett er á
svið, en hann hefur þó áður stigið
í vænginn við Thalíu, m.a. samið
þætti fyrir sjónvarp og leikið
sjálfur hér fyrr á árum. Leikritið
er byggt upp í formi ævintýris og
eru börnin í salnum látin taka
virkan þátt í atburðarásinni, en
við sviðsetningu þess naut höf-
undur góðrar aðstoðar Sveins
Einarssonar þjóðleikhússtjóra og
Gísla Alfreðssonar, sem er leik-
stjóri. Sagði Gísli að leikarar
hefðu haft sérstaka ánægju af að
vinna við þetta leikrit og fullyrti,
11
að þetta væri bezta íslenzka
barnaleikritið, sem Þjóðleikhúsið
hefði sett á svið fram til þessa.
Um 30 manns taka þátt f sýning-
unni, en með aðalhlutverk fara:
Ævar R. Kvaran, Einar Sveinn
Þórðarson, Flosi Ólafsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Jón Júlí-
usson, Þórhallur Sigurðsson og
Sigurður Skúlason. Tónlist er eft-
ir Magnús Ingimarsson, en hljóm-
listarmennirnir taka þátt i leikn-
um á sviðinu. Leikmynd er eftir
Jón Benediktsson.
„Köttur út í mýri“ verður frum-
sýnt i Þjóðleikhúsinu nk. laugar-
dag kl. 3.00.
Blaðastelpa við Þjöðviljann,
hefur heiðrað vistfólk, starfsfólk
og stjórnendur á DAS-Hrafnistu
— tvo síðustu daga með skrifum
sínum. i fyrri skrifum sfnum (15.
þ.m.) "fárast hún yfir undir-
skriftasöfnun meðal kjósenda á
Hrafnistu til að mótmæla fóstur-
eyðingarfrumvarpi því, sem nú
liggur fyrir Alþingi.
í sjálfu sér er ekki óeðlilegt,
þótt innri maður „dömu“
þessarar komi i Ijós við slíkar
aðgerðir. Hún er ein af höfundum
þessa frumvarps og tók sæti í
nefnd þeirri, sem það samdi þann
12. nóv. 1971. Auk þess þjáist hún
af ofstæki kommúnismans,
þeirrar trúar, sem hún vinnur sitt
trúboð fyrir. En eitt helzta ein-
kenni þeirrar trúar er algjör
fyrirlitning á skoðunum annarra
og full vissa fyrir því, aðlýðræðis-
legar aðferðir til skoðanaáhrifa
séu aðeins leyfilegar eigin trú-
bræðrum.
Ég hefði ekki séð ástæðu til
skrifa um það, sem i Þjóðviljan-
um segir, ef ekki hefði í skrifum
þessum verið látið liggja að því,
að stjórnendur Hrafnistu mis-
notuðu aðstöðu sína til að hafa
pólitísk áhrif á starfsfólk og jafn-
vel að það óttaðist um vinnu sína,
ef það gerði ekki eins og yfir-
boðarnir vildu.
Vegna þessara ómerkilegu
skrifa vil ég taka fram eftir-
farandi.
I þau 13 ár, sem ég hefi átt sæti
í stjórn Hrafnistu og gegnt starfi
forstjóra langtímum saman, hefur
enginn starfsmaður verið látinn
hætta störfum vegna pólitískra
skoðana, né hefur veríð reynt að
hafa áhrif á skoðanir starfsfólks
með hótunum um missi atvinnu.
Allan þennan tíma hafa fjölmarg-
ar trúsystur þessarar hlaðastelpu
starfað á Hrafnistu og eru þær
væntanlega svo sannleiks-
elskandi, að þær munu votta, að
hér sé rétt frá skýrt. Allt okkar
starfsfólk, stjórnendur sem aðrir,
hafa að sjálfsögðu fullt frelsi til
að mynda sér skoðanir og láta þær
i ljós á vinnustað. Þetta gildir
eins fyrir utanaðkomandi aðila,
svo framarlega sem velsæmis er
gætt, vistfólk verður ekki fyrir
óþarfa ónæði og heimilisreglum
um umgengni er fylgt. Þannig
hafa stjórnendur Hrafnistu veitt
fulltrúum allra flokka sérstaka
fyrirgreiðslu á kjördegi, en á
Hrafnistu er sérstakur kjörstað-
ur. Áróðursblöð óg bæklingar frá
skoðanabræðrum blaðastelpunn-
ar hafa ekki síður legið frammi á
Hrafnistu en frá öðrum, og stund-
um svo freklega, að óþrif hafa
verið að.
Þau ómaklegu skrif stúlku-
kindar þessarar, sem koma fram í
Þjóðviljanum í dag (16. jan.) um
forstöðukonu Hrafnistu fr. Astrid
Hannesson, dæma sig sjálf.
Framhald á bls. 18
Nýtt Fáks-
heimili að rísa
Ritgerðasamkeppni í
skólum um hestinn
1 Fákshesthúsunum er rúm fyrir
450 hesta og er hvert rúm nú
skipað. Vegna þessa harða vetrar
og hagleysis hafa hross verið tek-
in mánuði fyrr í hús en venjulega
og þarf Fákur um 15 tonnum
meira af heyi en annars. Verður
Ifklega um 200 daga innistaða hjá
hestunum á þessum vetri. Þetta
kom m.a. fram á blaðamanna-
fundi með formanni Fáks, Sveini
K. Sveinssyni framkvæmdastjóra
og fleiri hestamönnum, þar sem
þeir sögðu frá starfseminni.
Tvennt ber aðallega til tfðinda.
Efnt er til ritgerðasamkeppni um
hestinn í 8. bekkjum skólanna í
borginni og er gæðingur í verð-
laun og hirðing f vetur. A næsta
hálfum mánuði munu þvf um
1650 unglingar á aldrinum 14-15
ára skrifa ritgerð um hestinn.
Hins vegar er nú farið að slá upp
fyrir fyrsta áfanga í nýju félags-
heimili Fáks f Vfðidal og áformað
að álma með snyrtiherbergjum
o.fl. verði komin í gagnið fyrir
vorkappreiðar Fáks.
Það voru nokkrir félagar úr svo
nefndum Víðidal, þar sem sjálfs-
eignamenn innan Fáks reka hest-
hús, er ákváðu að gefa reiðhest til
verðlauna fyrir beztu skólarit-
gerðina um íslenzka hestinn fyrr
og nú. Er ákveðið aðnemendur úr
2. bekk gagnfræðastigs í skólum
borgarinnar verði þátttakendur.
Á ritgerðin að heita: Islenzki
hesturinn fyrr og nú og verður
ritgerðin skrifuð í tveim sam-
liggjandi kennslustundum í skól-
anum. íslenzkukennarar velja 1-3
beztu ritgerðirnar í hverri
bekkjardeild, en dómnefnd tekur
svo 120-150 ritgerðir, sem til úr-
slita koma, og úrskurðar verð-
launin. í dómnefnd eru frá Fáki
Árni Þórðarson, fyrrverandi
skólastjóri, fyrir æskulýðsráð er
Hinrik Bjarnason og þriðji maður
verður frá fræðsluráði.
Sagði formaður Fáks, að sfvax-
andi fjöldi ungs fólks gengi í
félagið, og mundi það hafa vak-
að fyrir Viðidalsmönnum, áð
stuðla að því að svo yrði áfram.
Jafnframt hefur Fákur tekið að
sér að veita f verðlaun hirðingu
og fóður fyrir hestinn fram á
næsta haust. Eru þessi verðlaun
því hin verðmætustu, sem veitt
hafa verið í skólum borgarinnar
fyrir ritgerðir.
Fjögur Fákshús víkja
Hið nýja Félagsheimili Fáks
verður á nýja svæðinu á Víðivöll-
um við Elliðaárnar. Gamla svæðið
er raunar ekki til frambúðar og
verður strax í vor að flytja 4 af 12
hesthúsum við gamla Skeiðvöll-
inn, þar sem hraðbraut kemur þar
yfir. Verður að reisa hlöðu við
Búið er að taka grunninn að hinu nýja Félagsheimili Fáks á Víðivöll-
um og f gær var byrjað aðslá upp fyrir fyrsta áfanga.
þessi hús á Víðivöllum í sumar en
þau hýsa 112 hesta. Önnur hús
standa eitthvað áfram, svo og
gamla Félagsheimilið, sem ein-
hvern tíma verður lfka að víkja.
Félagsheimilið á Viðivöllum
verður 450 ferm að stærð, þegar
allir áfangar eru risnir. Nú er
byggð 100 ferm. álma, þar sem
verða snyrtiherbergi, skápar fyrir
reiðföt félagsmanna og til bráða-
birgða kaffistofa, en síðar verður
aðalveitingasalur í síðari áfanga.
Um fjármagn til þessara fram-
kvæmda sagði Sveinn, að þetta
væri svo stórt átak, auk annars
sem verið er að gera, að nú
hrykkju ekki lengur til sem fyrr
félagsgjöld.fjáröflunkvennadeild-
ar, firmakeppnir o.fl. sem staðið
hefur undir kostnaði. Og mundu
Fáksmenn nú eins og önnur í-
þróttafélög leita til borgarinnar
um stuðning. En borgin er nú að
auka stuðning við íþróttafélögin
og félagsheimilin í borginni. Fák-
urer þó ekki f íþróttabandalögun-
um, hvorki ÍSÍ eða ÍBR, en um-
ræður fara fram um að svo verði.
870 f reiðskóla
Tamningastöð Fáks byrjaði upp
úr áramótum og er einn maður,
Skafti Steinbjörnsson frá Haf-
steinsstöðum, með 12 fola til
tamningar, en annar tamninga-
maður, Ragnar Hinriksson tek-
urtilstarfaí marz.
Reiðskólinn byrjar um mánaða-
mót febrúar — marz og verður við
hesthús Fáks til maíloka, en þá
flyzt hann í Saltvík og til sam-
starfs við Æskulýðsráð, eins og
fyrr. Var mikil ánægja með reið-
skólann í Saltvík í sumar. Af 400
rýmum í fyrra, voru 370 nýtt og
þarf sýnilega að auka við nú. En f
reiðskóla Fáks við Elliðaárnar
eru að jafnaði 500 manns á ári.
Reiðvegir í nánd við hesthúsin
hafa ekki verið góðir, enda mikið
um framkvæmdir á þeim slóðum.
Góður reiðvegur er kominn með
Suðurlandsbrautinni, en vegir út
úr borginni þyrfti að bæta.
Þá hafa Fáksmenn mikinn hug
á að lýsa svæði sitt á Viðivöllum,
svo og veginn og völlinn. Vatns-
veituframkvæmdir eru þar nú, en
þegar þeim er lokið verður reynt
aðráðast í það.
Hækkun í llð vinstri sljórnar.