Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 16
M. 16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreióslr. Auglýsingar hf.Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Eimskipafélag íslands á 60 ára afmæli í dag. Stofnun þess var stór viðburður í íslenzku þjóð- lífi á þeim tíma. Hlutafé var safnað um land allt og meðal íslendinga, sem flutzt höfðu búferlum vest- ur um haf. Stofnun Eim- skipafélagsins markaði tímamót í sjálfstæðisbar- áttu íslenzku þjóðarinnar. Með rekstri þess tóku Is- lendingar samgöngur á sjó í eigin hendur og þar með lauk margra alda tímabili, er þjóðin hafði verið öðrum háð um samgöngur og flutninga milli landa. Jafnan síðan hefur Eimskipafélagið verið í far- arbroddi, enda oft kallað óskabarn þjóðarinnar og haldið með sæind þeirri forystu í íslenzkum sam- göngumálum, er það tók í upphafi. í grein, sem Einar Baldvin Guðmundsson, stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, ritar í Morgunblaðið í dag, minnist hann stofnunar Eimskipafélagsins með svofelldum orðum: „Hygg ég, að ekki fari á milli mála, að með stofnun félagsins hafi verið stigið heillaríkt spor í atvinnu- málum islendinga. Þjóðin keppti að því marki að verða frjáls og fullvalda, en að beztu manna yfir- sýn var því marki ekki vildu leggja sitt af mörkum til þess að hugsjónin, sem lá að baki félagsstofnun- inni, yrði að veruleika. Þekkjast þess ekki dæmi, að nokkurt atvinnufélag hafi verið stofnað með jafn almennri þátttöku þjóðar- innar og Eimskipafélag Is- lands.“ Til marks um þýðingu Eimskipafélagsins í ís- lenzku atvinnulífi nú má geta þess, að hlutafé þess um síðustu áramót var tæp- lega 190 milljónir króna, og er talið, að hluthafar séu 11.200 talsins. Starfsmenn félagsins eru um 800 og félagið á í dag 14 skip, enda annast það meginhluta vöruflutninga milli íslands og annarra landa. í afmælisgrein sinni segir Einar Baldvin Guðmunds- son: ,,í hinni 60 ára starfs- sögu Eimskipafélagsins hafa sem að líkum lætur skála, og fest kaup á full- komnum og afkastamiklum tækjum. Þetta er því veiga- meira sem flutningar hafa vaxið ár frá ári. . . Enda þótt margar blikur séu á lofti í atvinnurekstri og at- vinnumálum þeirra landa, sem við islendingar skipt- um mest við, vil ég þó full- yrða, að fyrirsvarsmenn Eimskipafélagsins horfa með sömu bjartsýni fram á veginn, sem þeir jafnan hafa gert. Eimskipafélag-1 inu er nauðsynlegt að auka og efla skipastól sinn og er mér það mikið gleði- efni að geta tilkynnt á þess- um tímamótum, að féiagið hefur ákveðið að festa kaup á 5—6 nýlegum flutningaskipum og hefur í því efni notið fulls skiln- ings íslenzkra stjórnvalda. Er sérstaklega ánægjulegt að gera sér þess fulla grein, að aldrei hafa samgöngur á EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS 60 ÁRA náð nema áður yrði lagður hornsteinn að íslenzku athafna og at- vinnulífi. Einn þessara hornsteina var lagður, er Eimskipafélagið var stofn- að. Allur almenningur lagði sitt af mörkum, ekki aðeins þeir, sem efnaðir voru, heldur einnig hinir fátæku. Hér var um hug- sjónamál að ræða og allir skipzt á skin og skúrir. Hins verður að minnast, að bjartsýni og stórhugur hafa jafnan ráðið gerðum félagsins. Félagið á í dag 14 skip, en hefur auk eigin skipastóls orðið að taka fjölmörg skip á leigu, íslenzk og erlend, til að anna starfseminni. Auk skipastólsins hefur félagið byggt mikla og dýra vöru- sjó milli íslands og annarra landa verið betri en nú og á enn að verða mikil bót í þessu efni í náinni framtíð. Eimskipafélagið hefur ráðizt í byggingu stórra vöruskála í Reykjavík og er mér sérstakt ánægju- efni að taka hér fram, að vonir standa til að þörfum félagsins í Reykjavík fyrir athafnasvæði verði full- nægt af hálfu hafnaryfir- valda. Lokið er byggingu vöruskemmu á isa- firði og haldið verður áfram byggingu vöru- skála á Akureyri, þeg- ar er skilyrði leyfa. Þá verður og að hafa í huga, að Eimskipafélaginu er nauðsynlegt að eiga jafnan hin fullkomnustu tæki í rekstrinum. Allar þessar framkvæmdir kosta að sjálfsögðu stórfé en það er einlæg von okkar allra, að takast megi að vinna bug á hvers konar erfiðleikum. Hinir mörgu atgervis- menn, sem starfa á vegum Eimskipafélagsins bæði á sjó og í landi munu vissu- lega stuðla að því að hag- sæld félagsins eflist öllum til góðs.“ Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið mikl- ar breytingar í samgöngu- málum. Farþegaflutningar fara nú að mestu fram með flugvélum og hefur Eim- skipafélag Íslands horfzt í augu við þann veruleika með því að selja Gullfoss og hætta þar með að mestu farþegaflutningum á sjó. En félagið á engu að síður þátt í framþróun farþega- flutninganna með eignar- aðild að Flugfélagi íslands og Flugleiðum. Á þessuin tímamótum í sögu og starfi Eimskipafélags islands vill Morgunblaðið flytja þessu merka félagi og starfsfólki þess á sjó og landi beztu árnaðaróskir. Efnahagsstyrialdir ÞAÐ er almenn venja á meðal þjóða að hugsa aldrei í alvöru um efnahagsstyrjaldir fyrr en þær verða fyrir barðinu á þeim. Þetta er atriði, sem vert er að hugsa um svo sem eina kvöldstund, ef svo kynni að fara, að við fengjum ekki Iengur olíu eða gas til hús- hitunar. Og þetta er örugglega eitt af þeiin atriðum, sem hæst mun bera f viðræðum um alþjóðaverzlun, sem hefjast innan skamms. Réttur allra þjóða til þess að vérzla frjálst með alla þá vöru, sem nauðsynleg má teljast í daglegu lífi, hefur löngum verið varinn af heimspekingum og jafnvel stjórnmálamönnum, sem hafa rætt fíflsku mann- kynsins á mannfundum. Engu að síður halda menn áfram, jafnvel á friðartímum, að beita viðskiptalegum takmörkunum í pólitískum tilgangi. Þetta er vinsæl aðferð hér í Bandaríkjunum. Bandaríkja- menn voru helztu brautryðj- endur í þróun efnahagslegra styrjaldaraðgerða á þessari öld, þótt við bregðumst svo hinir verstu við nú, þegar Arabar beita okkur sömu vopnum. Þetta er auðvitað engin afsökun fyrir þá, sem beita fjárkúgun og efnahagslegum þvingunum. Sannleikurinn er sá, að þeim mun meira sem þjóðir heims verða að vera háðar hver annarri um inn- flutning, þeím mun óþægilegri verða þær viðskiptaaðferðir, sem beitt er á friðartímum. Kannski hefur olíusölubann Arabanna verið stóru iðnaðar- ríkjunum nauðsynieg lexia eftir alit saman. Ef styrjöld ríkir á milli þjóða verður auðvitað að líta málin öðrum augum. Engum dettur í hug að halda því frarn, að bandamenn hafi gert rangt í síðustu heimsstyrjöld, er þeir reyndu að hindra innflutning á hráefnum til þýzka hergagna- iðnaðarins. Og þrátt fyrir ógnir kafbátahernaðarins myndu fáir leyfa sér að haida þvi fram, að Þjóðverjum hefði ekki verið heimilt eins og á stóð, að reyna að koma í veg fyrir að hernaðartæki og birgðir bærust til Bretlands frá • Bandaríkj- unum. Báðir styrjaldaraðilir beittu hernaðartækni til hins ítrasta og engir liðu jafn óskap- lega og almennir borgarar. Jafnvei þá voru styrjaldar- aðgerðirnar fordæmdar sem villimennska. En að semja reglur um beitingu efnahagsmáttar í póli- tískum tilgangi á styrjaldar- timum er jafnvel enn erfiðara, einkum þó þegar svo stendur á, að erfitt er að greina á milli friðarins og stríðsins, á milli samkeppni og hreinna efna- hagsstyrjalda. Auðvitað eru ákveðin atriði viðskiptalegra takmarkana i senn augljós og fullkomiega réttlætanleg. Til dæmis gæti far- ið svo, að Israeiar og Arabar teldu sig þarfnast Kjarnorku- vopna til þess að verjast hvorir öðrum, en þeir geta þó varla ætlazt til þess, að Bandaríkja- menn eða Sovétmenn selji þeim þau á frjálsum markáði. Sovétmenn gætu heldur ekki eftir James Reston með réttu kvartað undan því, að Bandaríkjamenn neituðu að selja þeim háþróuðustu tölvur sínar. Þetta er að vísu svolitið úrelt, þar sem bæði Vestur- Þjóðverjar og Japanir selja tölvur og önnur háþróuð tæki til Sovétríkjanna. En þrátt fyrir allt eru ýmis atriði, sem þarfnast gaumgæfi- legrar athugunar. Höfðu Bandaríkjamenn rétt til þess að beita efnahagslegum þving- unaraðgerðum gegn stjórn Chile vegna þess að hún þjóð- nýtti koparnámurnar og aðrar eignir bandarískra stórfyrir- tækja í landinu og fyigdi \ 'v / JíeUrJIark Shnes v \s-. annarri hugmyndafræðilegri stefnu en þeirri, sem stjórnin i Washington lagði blessun sína yfir?" Þegar Sovétmenn settu upp eldflaugastöðvar á Kúpu, sem gátu orðið Bandaríkjunum hættulegar, lýsti Kennedy for- seti hafnbánni á Kúbu. Þessar aðgerðir nutu mikils fylgis bandarísku þjóðarinnar, en við hljótum aðspyrja, er réttlætan- legt að viðhalda banni á sölu venjulegrar vöru til Kúbu tíu árum eftir að deilurnar áttu sér stað? Flestir Bandaríkjamenn myndu svara þessu játandi, og þar liggur hundurinn grafinn. Ef það er stefna Bandaríkjanna að afneita öllum viðskiptum við Kúbu á þeim forsendum, að Kúbustjórn sé óvinveitt Banda- ríkjunum, hvernig í ósköpun- um eigum við þá að sannfæra Araba um, að þeir geri rangt með því að neita að selja okkur olíu á sama tíma og við seljum ísraelum vopn? Auðvitað er þetta ekki fylli- lega sambærilegt, en Arabar líta ekki þannig á málin og það gera ekki heldur ýmsar vanþró- aðar þjóðir, sem um árabil hafa selt Vesturlandabúum nauð- synleg hráefni á verði, sem kaupendur hafa yfirleitt ákvarðað sjálfir. En allt er i heiminum hverf- ult. Olíusölubannið hefur fært okkur heim sanninn um það, að Bandarikin eru afar háð inn- flutningi. Um það bil tóif af hundraði þeirra hráefna, sem nauðsynlega þarf til iðnaðarins, eru innflutt, og sú hundraðs- tala hækkar stöðugt. Við flytj- um inn nær allt gúmmí, tin, króm og magnesíum og mikinn hluta af þvi magni kopars, zinks og óunninnar ullar, sem við þurfum á að halda. Fram- leiðendur þessara hráefna hafa um árabil verið að koma á fót samtökum í þeim tilgangi að knýja sameiginlega fram hærra verð. Olíusölubannið er aðeins hástig þessarar þróunar og hinn góði árangur, sem náðst hefur með því, kemur til með að verka hvetjandi. Á sama hátt má það vera öll- um ljóst, að það er á engan hátt verjandi, að stórveldin selji og kaupi vörur á þvi verði, sem þau ákvarða sjálf, en beiti efna- hagslegum styrjaldaraðgerðum ef það hentar pólitískum hags- munum þeirra. Kissinger utanríkisráðherra hefur nógum öðrum hnöppum að hneppa í bili, og hann hefur aldrei fengið orð fyrir fjármála- vit, en engu að sfður getur svo farið, að hann verði að taka þetta mál upp, og þá fyrr en síðar. Arabar eru að vísu ekki liklegir til þess að veita orðum hans mikla athygli eins og á stendur, en sú tið mun koma, að þeir gera sér grein fyrir þeim hættum, sem fylgja því að reka efnahagslegt stríð. Smáþjóðirn- ar eru ekki jafningjar stórþjóð- anna í átökum. Enginn fær' neitað því, að smáþjóðirnar hafi orðið að líða á liðinni tíð, en stórveldin eru ekki likleg til þess að sætta sig við það til lengdar, að iðnaði þeirra sé haldið i úlfakreppu og fólk verði unnvörpum atvinnulaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.