Morgunblaðið - 17.01.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
7
Ekki spyrja
hvers vegna
Eftir John Crosby
NÝLEGA var skýrt frá
því í fréttum, að senni-
lega kæmi Brasilía sér upp
kerfi gervihnatta. I>að eina,
sem stendur i vegi fyrir því, er,
að enginn í Brasilíu hefur enn
getað fundið út, til hvers ætti
að nota gervihnattakerfið.
Talað var um, að nota mætti
gervihnettina fyrir sendingar
fræðslusjónvarps til afskekktra
héraða þessa víðattumikla
lands.en sú hugmynd fékkekki
nægar undirtektir. há var uppi
sú hugmynd. að gott væri að
nota gérvihnettina fyrir síma-
kerfið — en andstæðingar
þeirrar hugmyndar bent u á að
örbylgjur væru til dæmis mun
údýrari. Sú hugmynd skaut upp
kollinum hjá sumttm, að herinn
vildi gjarnan fá einkaafnot af
gervihnöttunum — en það væri
nú einum of dýrt. En eins og
yfirmaður geiinrannsökna í
Brasilíu, dr. Fernando
Mendonea. sagði eitt sinn: „Ef
stefnan er ekki mótuð, þá er
fait accompli það be/.ta." Með
öðrum orðum, upp með þessa
hnetti — og finnum út seinna
til hvers.
Þessar vangaveltur minna
mig mjög á skrýtlu, sem ég las
fyrir mörgum árutn í timaritinu
The New Yorker. Einhver af
ritstjörum New Yorker sat í
rakarastól við hliðina á náunga.
sem ætlaði ásamt nokkrum
félögum sínum að fara að gefa
út nýtt tímarit í Bandaríkj-
unum. Þeir höfðu allt til alls.
peninga. starfslið, húsnæði og
langan lista áskrifenda.
„Um hvað á nýja ritið að
fjalla," spurði New Yorker rit-
stjórinn.
„Það er nú vandamálið, sem
hefur tafið okkur," svaraði
náunginn.
„En þegar það er le.vst, getum
við farið af stað."
Eg veit ekki hvort timaritið
fór nokkurn tima af stað, en
gæti þó bezt trúað því. I Banda-
rikjunum er fullt af tímaritum.
sem hafa öljösan tilgang.
í rauninni er ég hissa á því,
að einhver í Brasilíu skuli vera
að spyrja uin tilgang einhverr-
ar tækniþróunar. Það er ekki
vaninn. Það minnir tnig á það.
þegar Alan King og kona hans
voru i París, komu i Eiffelturn-
inn Frúin spurði: „Til hvers er
hann?“ Vitið þér bara, frú
King, ég held þér séuð sú
fyrsta, sem spyr. Segja má að
turninn sé ágætis sjónvarps-
mastur, en mastrinu var ekki
komið fyrir i turninum, fyrr en
um hundrað árurn eftir að hann
var reistur.
Þetta er háiígert feimnismál
— að spyrja til hvers hlutirnir
séu.
Til hvers er Concorde-þotan?
Ef til vill til þess að koina,
ykkur fljótar héðan og þangað.j
En í rauninni komizt þið nú
þegar mjög fljött héðan og1
þangað. Farþegaþoturnar voru
ekki fyrst og fremst smíðaðar
vegna hraðans, heldur vegna
þess að þær voru stærri. orku-
meiri, hagkvæmari. ödýrari í
rekstri, áreiðanlegri og örugg-
ari en skrúfuvélarnar. Til
hvers er þá Concord eiginlega
— lítil. óheyrilega dýr. og að
sumra áliti ekki mjög iirugg?
Nú, hún er glæsijegt tækni-
afrek, er það ekki? Aður þurfti
ekki meira tii. Þá var ekki verið
að spyrja dónalegra spttrninga
•eins og: til hvers er hún? Hún
er falleg. Horfið bara á hana.
Frakkar eru að Ijúka við
annað glæsilegt tækniafrek,
nýja de Gaulle flugviillinn, sem
verður sá albezti i Evröpu og
þótt víðar væri leitað. Það er
aðeins einn galli við hann. Það
er erfitt að komast frá honum
til Pan'sar. Unnt er að komast
til þessa nýja Parisarflugvallar
frá Lundúnaflugvelli á 40 mín-
útum, en siðan tekur það
tveggja og hálfstíma akstur að
koinast inn til Parísar. Það
verður ekki fyrr en eftir mörg
ár, að lokið verður við gerð
brautar fyrir sérstaka hraðlest
til flutnings á flugfarþegum
þennan síðasta áfanga.
Svo til hvers er de GauUe
flugvöllurinn eiginlega? Min
skoðun er sú að Frakkar séu að
reyna að halda ferðamiinnum
frá Pan's. Borgin er þegar vfir-
full af fólki, og umferðin gifur-
leg. Þeir eru sniðugir þessir
Frakkar. Hverjum öðrum hefði
dottið í hug að smíða flugvél,
sem er hraðfleygari en flug-
vélar hinna, en of dýr bæði i
smiði og rekstri. og á að nota
flugvöll, sem enginn kemst til?
Aðal gallinn við alla þessa
mikltt tæknisígra, er, að þeir
taka svo langan tíma. Þegar
þeir loks hafa verið unnir hafa
allir gíeymt þvi, hver tilgangur-
inn var í upphagi. Til livers að
senda menn til tunglsins. svo
dæmi sé tekið. Hve mörg ykkar
muna, að upphaflegi tilgangur-
inn var sá einn að komast þang-
að á undan Rússuin, og gela
grett sig framan í þá og sagt:
„Hi, hil Eg þori að veðja að þið
getið það ekki!" Þegar svo —
tíu árum seinna — loksins tókst
að koma mönnum til tunglsins.
virtist hugmyndin ekki lengtir
jafn góð. Mennirnir stöðu á
tunglinu. og spurðu: „Hvern
fjárann erum við að gera hér?
Við skulum tína nokkra steina.
Við getum ekki snúið tóm-
hentir heim." Svo nú eigum við
fjórðung smálestar af tungl-
grjöti, sem kostar aðeins
hundrað milljarða dollara.
Eg efast stórlega um. að
nokkur hætti við að fara til
tunglsins eða Mai-z, þött við
spyrjum hann fyrst. hver til-
gangurinn sé. Ef það þýddi
nokkuð, hefði til dæmis enginn
farið að finna Brasilfu í
upphafi. er það?
Þegai’ Kólumbus fyrstur
manna fann Nýja heimmn (ef
það þá var hann, en ekki norr-
ænir menn eða eiiihverjir
aðrir), sagði hann þá við
sjálfan sig: „Nú ætla ég að fara
og finna tvö ný meginlönd, þar
sein 440 milljónir manna geta í
framtíðinni búið, og sent frá
sér um helming allrar fram-
leiðslu heimsins, auk margra
höfuðverkja hans"? Nei. það
sagði hann ekki. Hins vegar
sagði hann: „Nú legg ég af stað
til að finna nýja leið til Ind-
lands, svo við getum fengið
silki og krvdd á verði, sem
venjulegir aumingjar hafa ráð
á." Eða eitthv.að í þessa áttina.
Það er min skoðun. að við
vitum ekki tilgang neins f.vrr
en það er orðið of seint. Þegar
John D. Rockefeller réð yfir svo
til öllum olíubirgðum lieims.
hafði bíllinn ekki einu sinni
verið fundinn upp. Ekki heldur
gerviefnaiðnaðurinn, sem vinn-
ur úr oliunni þessi dásamlegu
plastleikföng, sem brolna á
annan i jólum.
Enginn hafði hugmynd uin.
að nokkuð annað væri við oli-
una að gera en hella henni á
illa lyktandi lainpa.
Svo haldið bara áfram, komið
ykkur upp kerfi gervihnatta,
Brasi líubiíar. Einhvern tíma
kemur éinhver með ástæðu.
þött hún þurfi ekki endilega að
vera góð. Haldið þið ef til vill.
að Mareoni hafi haft hugmvnd
tim, að það sem hann var í
rauninni að finna upp var
David Frost?
STÚLKA ÓSKAR EFTIR VINNU Vön afgreiðslu. Hringið í sima 10861 milli kl. 4 — 6 BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatúni 27, sími 25891
GÓBELÍN STRENGIR púðar og löberar, ný sending frá Gunnari P Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut. LISTAVERKAM YNDIR í fjölbreynu úrvali, úttaldar og á- málaðar Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut.
FRANSKA C.D BÓMULLAR GARNIÐ í öllum litum. Fjölbreytt úrval gobelinteppum frá Gunnari Peter- sen Hannyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg Sími 86922 NJARÐVÍK — KEFLAVÍK 2ja—3ja herb, ibúð óskast i Ytri- Njarðvikum eða Keflavik strax. Upplýsingar i sima 1 1976, Reykjavik.
NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL af hannyrðavörum. Dúkaefni fjöí- breyttir litir og munstur. Flosnálar og teppi Höldur á klukkustrengi í öllum stærðum. Hannyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg Sími 86922. GÓÐ 4RA HERB. ÍBÚÐ i fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga á- samt bilskúr til leigu strax. Tilboð er greini fjölskyldustærð sendist blaðinu merkt: 4867.
DÖIVIUR Snið sið pils og kjóla Þræði sam- an og máta. Sigrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlið 48 2hæð, simi 1 91 78 SNIÐNÁMSKEIÐ hefjast 23. janúar. Kenni nýjustu tizku Innritun i sima 19178 Sigrún Á Sigurðardóttir, Drápulhið 48, 2 hæð.
TILSÖLU • Rambler Amrican árgerð 1 965 til sölu. Tilboð óskast. Uppl. i sima 42467. VÖN SKRIFSTOFUSTÚLKA óskar eftir hálfdagsstarfi Uppl i síma 14947 eftir hádegi.
STÝRIMAÐUR vanur nótaveiðum óskar eftir plássi á loðnubát. Upplýsingar i síma 14429. TILSÖLU 4ra herb ibúð í Vesturbaenum Kostar aðeins 3'/z millj Tvær út, skiptanlegt Tilboð sendist Mbl fyrir 20 feb merkt: „1974—30872
COLLIE HVOLPAR (LASSY) til sölu. Sími 41 588 TIMBURHREINSUN Vanir menn og vandvirkir óskast i fráslátt og timburhreinsun i Breið- holti III Upplýsingar i sima 81936 og 84555, eftirkl. 19.
ÍBÚÐ TIL LEIGU 3ja herb. ibúð til leigu i Breiðholti. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist Mb. fyrir 21. þm. merkt „31 28". TILSÖLU Citroen I.D. super árgerð 68. Inn- fluttur '70 uppgerður frá verk- smiðju. Skráður '70. Simi 43624 eftir kl. 7.
GARÐUR, TAKIÐ EFTIR Húseignin Guðlaugsstaðir, i Gerðahreppi er til sölu. Getur ver- ið laus fljótlega. Upplýsingar i sima 92 — 7080. KEFLAVÍK Stór 3ja herb. ibúð i tvibýlishúsi til leigu Teppalögð. innb skápar ög þvottaherb Simi 25600 aðeins frá 9 — 5 á virkum dögum
TILSÖLU Bedford vöruflutn bifr. (ca. 7 t ), árg. '66. með mjög góðu húsi. Leyland vél og drifi. Vökvastýri. Til greina kemur að taka fólksbifr sem hluta af greiðslu. Uppl i s 41511 e kl 1 9.00 HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Ódýrar reyktar og saltaðar rúllu- pylsur Útbeinar hangikjöt 795 - kr kg Hamborgarlæri með spekki 495 - kr kg Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12
ÞORRAMATUR — VEIZLUMATUR Matarbúðin, Hafnarfirði sér um þorramatinn 1 þorrablótin. 1 6 teg- undir innifaldar Einnig köld borð og annan veizlumat. Matarbúðin, Hafnarfirði S 51 1 86 HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Ódýrar fyrsta flokks niðursoðnir á- vextir. Tekex 6 pk á 198 - kr Ódýr jarðarberjasulta. Súrsaðar gurkur Verð frá 55 - kr. glasið Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12
JÁRNSMÍÐI
TÖKUM AÐ OKKUR JÁRNSMÍÐI
OG VIÐGERÐIR Á VINNUVÉLUM.KRÖNUM O.FL.
Vélsmiðja Jóns & Guðmundar
BÍLDSHÖFÐA 14SÍMI 34333
mmm^mi^^^^mmmmmmámmmmmmmmmmmm^m
iðnaðarhúsnæðl óskast
tíl leigu Stærð 100 — 150 fm.
Blikksmiðja Gylfa,
Ingólfsstraeti 21 b,
Sími 11362