Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 32
i>. |Wor0uní)laí)ib
KmPRCFPLDBR
I mHRRHfl VÐHR
ragmtMfiMfe
|H®ir0i«n!t>Iaíiií»
nucLvsincnR
^[*-»22480
FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
Stjórnarkjör í Einingu um helgina:
Björn Jónsson á
framboðslista gegn
félagsstjórninni
Akureyri — 16. janúar.
STJÓRNARKJÖR f Verkalýðsfé-
laginu Einingu fer fram á Laug-
ardag og sunnudag f allsherjarat-
kvæðagreiðslu meðal félags-
manna. sem eru alls um 1800 — á
Akureyri. Dalvfk, Ölafsfirði og
Hrísey. Framboðsfrestur rann út
á hádegi í dag og höfðu þá tveir
listar komið fram. Sá fyrri var
borinn fram af stjórn og trúnað-
armannaráði félagsins, en hinn
síðari af Jóni Helgasyni og fleir-
um.
Þrfr loðnubátar héldu til loðnuveiða frá Reykjavfk f gær. A myndinni sést Ásgeir, þegar hann lét úr höfn.
Ljósm. IVIbl. Sv.Þ.
130 skip á loðnuveiðar
Gnðarmikið JL
Gríðarmikið
loðnumagn úti
f\rir Austfjörðum
„HINGAÐ vantar aðeins skip til
að veiða loðnuna, Börkur er
re.vndar á útleið, eftir að hafa
farið heim til Neskaupstaðar og
sótt þangað loðnunótina, og f
kvöld er Súlan EA væntanleg á
miðin og Eldborg GK f nótt, þann-
ig að það fer að rætast úr með
komu veiðiskipanna," sagði
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur og leiðangursstjóri á
Árna Friðrikssvni, í samtali við
blaðið f gærkvöldi.
Um tíma í gær leit úr fyrir, að
loðnuskipin færu ekki úr höfn
fyrr en loðnuverð væri komið.
Fundur var haldinn hjá Far-
manna- og fiskimannasambandinu
um málió. en samkomulag náðist
ekki meðal skipstjóra. Fóru því
bátarnir að tínast út sfðari hluta
dags í gær og má þar nefna Gísla
Arna, Þorstein og Asgeir. I dag
má svo búast við að fjöldi báta
leggi af stað til veiða, og nokkur
floti loðnuskipa ætti að vera kom-
inn á miðin úti fyrir Austfjörðum
um helgina. í næstu viku má svo
búast við, að flest öll loðnuskipin
verði komin til veiða.
Búizt er við að loðnuskipin í
vetur verði yfir 130, en í fyrra
voru þau ekki nema 87. 32 bræðsl-
ur hafa búið sig undir að taka á
móti loðnu, en 26 tóku á móti
loðnu í fyrra.
Hjálmar Vilhjálmsson á Arna
Friðrikssyni sagði í gær, að þeir á
Árna hefðu í fyrrakvöld leitað
ásamt Berki meðfram djiipkantin-
um frá Reyðarfjarðardýpi allt
undir Glettinganesgrunn. Fram-
an af nóttu var loðnan mjög
dreifð, og lítið fannst, utan nokkr-
ar stakar torfur um kvöldið.
Síðari hluta nætur fundust marg-
ar góðar torfur á svipuðum slóð-
um og í fyrrinótt, 55 sjómílur frá
Dalatanga og Gerpi. Voru þær
mjög þéttar, flestar 5 — 10 faðma
þykkar, á 5 — 10 faðma dýpi. Um
leið og birti í gærmorgun
dýpkuðu torfurnar á sér.
Sagði Hjálmar, að Börkur hefði
ekki kastað flottrollinu í fyrri-
nótt, heldur haldið heim um þrjú-
leytið og sótt nótina, en Börkur
var væntanlegur á miðin aftur um
kl. 17 í gær. Súlan var væntanleg
um miðnættið og Eldborg GK um
kl. 3 í nótt.
Að sögn Hjálmars lóðaði á mjög
mikilli loðnu í gær á svæðinu frá
Gerpi að Dalatanga og norður
með landgrunninu, á samtals 30
mílna svæði.Stóðloðnan djúpt, en
af og til fundust gríðarstórir
loðnuflekkir, einkum um há-
degisbilið.
Gerði Hjálmar sér vonir um, að
skipin þrjú, sem yrðu á miðunum
í nótt, fengju afla.
Frambjóðendur til stjórnar-
kjörs á lista Jóns Helgasonar eru:
Jón Helgason, formaður, Þor-
steinn Jónatansson, ritari, Jakob-
fna Magnúsdóttir, gjaldkeri, og
meðstjórnendur: Sigríður Pálma-
dóttir, Ólöf Jónasdóttir og Gunn-
ar Sigtryggsson.
Þess má geta, að Björn Jónsson
félagsmálaráðherra, heiðursfé-
lagi Einingar og formaður félags-
ins um árabil, hefur átt sæti í
trúnaðarmannaráði félagsins, en
hann skipar nú neðsta sæti vara-
manns á þessum lista og má skoða
það sem eins konar heiðurssæti.
Á lista stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs eru þessir frambjóð-
endur til stjórnarkjörs: Jón Ás-
geirsson, formaður, Rut Björns-
dóttir, varaformaður, Bragi Rós-
bergsson, ritari, Vilborg Guðjóns-
dóttir, gjaldkeri og meðstjórnend-
ur: Auður Guðjónsdóttir, Björn
Gunnarsson og Ananías Berg-
sveinsson.
Maður féll milli báts
og bryggju á Akranesi
Mjög góð viðbrögð fólks
við undirskriftasöfnun
VIÐBRÖGÐ fólks við undir-
skriftasöf nuninni, Varið land,
hafa verið injög jákvæð fvrir
söfnunina, og í gærkvöldi höfðu
900 listar farið út, en á hverjum
er rúm fyrir 20 nöfn. Þá var vitað
um að nokkur þúsund manns
voru búin að undirrita áskorun-
ina gegn uppsögn varnar-
samningsins.
Samkvæmt upplýsingum
Hreggviðs Jónssonar hjá undir-
skriftaskrifstofunni var geysileg-
ur fjöldi fólks búinn að hafa sam-
band við skrifstofuna í gær í síma
36031 og þar af var mjög mikill
fjöldi utan af landsbyggðinni, en
víða um land hefur verið beðið
um lista og verða þeir sendir í
þessari viku. Þó kvað Hreggviður
þá vilja hvetja fólk, bæði á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landi, að
hafa samband og samvinnu við
skrifstofuna.
1 húsnæðí skrifstofunnar, Varið
land, var fjölsótt í gær, og kom
fram geysileg ánægja fólks með
það að fá að tjá sig í þessum
málum. Fjölmargir lögðu einnig
pening i sjóð fyrir rekstur skrif-
stofunnar og var þ'ar um að ræða
fólk á öllum aldri. Skrifstofan er
opin milli kl. 2-7 alla virka daga í
Míðbæ við Háaleitisbraut, norð-
austurenda.
Börkur með
160 tonn
Þegar Morgunhlaðið
hafði samhand við
Hjálmar Vilhjálmsson
um horð í Arna Friðriks-
svni í gærkvöidi, kvað
hann Börk NK hafa kast-
að einu sinni um 55 míl-
ur réttvísandi austur af
Norðfjarðarhorni og
hafa fengið 160 tonn í
þessu fyrsta kasti. Súl-
an, Magnús NK, og Eld-
horgin áttu þá skammt
ófarið á miðin.
Akranesi — 16. janúar.
ALVARLEGT slys varð hér við
höfnina f gær, er maður féli milli
báts og bryggju og í sjóinn. 1
fallinu hlaut hann mikið höfuð-
högg og rifbeinsbrotnaði, auk
þess sem hann drakk mikinn sjó,
áður en honum var bjargað. Mað-
urinn lá í gær þungt haldinn í
sjúkrahúsinu á Akranesi.
Lögreglunni var tilkynnt um
slysið um kl. 16.50. V.b. Hilmir lá
hér við hafnargarðinn og var unn-
ið að því að taka loðnunót um
borð. Maðurinn, sem er Akurnes-
ingur, var að fara frá borði upp á
hafnargarðinn, er honum skrikaði
fótur í hálku og féll niður milli
bátsins og bryggjunnar.
Þorsteinn skipstjóri á Hilmi fór
þegar ásamt einum háseta sínum
niður á milli bátsins og bryggj-
unnar eftir manninum, en á
meðan hélt skipshöfnin á Akra-
borginni og fleiri menn Hilmi frá
bryggjunni. Björguðu þeir síðan
Tilboðið þykir ná skammt
» " Í M r. A —A 1 I .
ASÍ og VSÍ aftur á fundi í dag
ÞRJATÍU-manna nefndir Al-
þýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins voru á fundi
með sáttasemjara frá kl. 2—7 í
gærdag, og er annar fundur boð-
aður í dag kl. 2 — að þessu sinni í
húsakynnum sáttasemjara, en
ekki í Loftleiðahótelinu eins og
hingað til. Ólafur Jónsson, for-
maður Vinnuveitendasambands-
ins sagði í viðtali við Morgunblað-
ið í gær, að á þessum fundum
hefði tilhoð vinnuveitenda verið á
dagskrá og komið fram, að í því
væru ýmis ákvæði, sem verkalýðs-
foringjarnir væru ekki alltof
ánægðir með. Snorri Jónsson, for-
seti ASÍ, vildi ekkert ræða um
tilhoðið á þessu stigi.
Eftir upplýsingum, sem Morg-
unblaðið hefur aflað sér, hafa
vinnuveitendur í þessu tilboði
boðið hæst um 11% kauphækkun
þar sem tæplega 8% kauphækkun
er boðin þegar í stað, en síðan 3%
ofan á það 1. marz 1975. í tilboð-
inu gera vinnuveitendur ráð fvr-
ir, að gerð verði endurskoðun á
vísitölunni til að draga úr víxl-
hækkunum kaupgjalds og verð-
lags með því að fella úr henni
nokkra liði, svo sem áfengi og
tóbak, hækkun olíuverðs og að
hækkun óbeinna skatta komi ekki
fram í henni. Loks er gert ráð
fyrir því, að samningurinn gildi
til 1. nóvember 1976.
Morgunblaðið hefur einnig
fregnað, að innan verkalýðsfor-
ustunnar þyki þetta tilboð ná
skammt og verkalýðsfélögin muni
jafnvel ekki geta sætt sig við það
sem opnunartilboð í þeirri mynd,
sem það er lagt fram.
manninum naumlega úr sjónum,
en hann hafði þá drukkið mikinn
sjó. Maðurinn var þegar fluttur í
sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem
hann lá þungt haldinn í dag, eins
og áður segir.
Þá kom varðskipið Þór hingað
inn í nótt og hafði þá tilkynnt
lögreglu um komu sína og beðið
um að sjúkrabifreið biði á hafnar-
bakkanum. Var Þór með slasaðan
mann um borð, en sá hafði fallið í
stiga á hafi úti og lærbrotnað.
Maðurinn var fluttur í sjúkra-
húsið hér á Akranesi.
— Júlfus.
Samið við
Pólverja
um mjöl-
sölu í dag?
SAMNINGAR eru nú hafnir við
pólska sendincfnd, sem stödd er
hér á landi þessa dagana, um sölu
á loðnumjöli. Ekki hefur verið
gengið frá samningum, en vænt-
anlega verður það gert f dag og á
morgun. Pólverjar hafa verið ein-
hverjir stærstu kaupendur á
loðnumjöli frá Islandi undanfar-
in ár og f fyrra fengu þeir minna
en þeir vildu fá.
Verð á mjöli og lýsi hefur hald-
ist stöðugt síðustu vikur, þangað
til að lýsi hækkaði nokkuð i þess-
ari viku. Er nú hvert lýsistonn
selt á 510—520 dollara, en var
áður um 500 dollarar. Þetta mun
þó ekki koma íslenzkum seljend-
um til góða, því þeir eru búnir að
selja allt lýsi fyrirfram.