Morgunblaðið - 17.01.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.01.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 5 VINSÆLUSTU LÖG DÉMIS ROUSSOS Á EINNIKASSETTU Forever and ever My friend the wind My reason When I am a kid Levely sunny days Lost in a dream Velvet mornings Rebecca Lay it down Goodbye, my love, goodbaye Tengdasonur Dayans tekur við í Genf Kario, 15. jan. AP-NTB TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Kario upplýsti í dag, að viðræðum hermálafull- trúa Israels og Egyptalands í Genf verði frestað til 24. janú- ar nk. Þeir áttu að koma sam- an til fundar f kvöld, en að tilmælum beggja aðila ákvað yfirmaður S.Þ. liðsins, Ensio Siilasvuo hershöfðingi, þessa frestun. Herstjórnin í Tel Aviv hefur tilkynnt, að aðalfulltrúi israels i Genf, Morchedai Gur her- höfðingi, muní nú taka aftur við fyrri störfum sínum á víg- stöðvunum í Sýrlandi en við starfi hans í Genf tekur, að sögn áreiðanlegra heim- ilda Dov Sion, tengdasonur Moshe Dayans, en hann hefur verið næstráðandi Gur í við- ræðunum. Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, held- ur áfram ferðum sínum milli Aswan í Egyptalandi og Tel Aðiiv í ísrael og tilraunum til að tala ráðamenn þar á að koma sér saman um áætlun um brottflutning hersveitanna við Suez-skurð. í dag settu Kissinger og stjórn israels á laggirnar starfsnefnd, til að semja drög að nýrri áætlun á grundvelli þeirra tillagna, sem fram hafa komið, Hyggst Kissinger hafa þessi drög með sér til Aswan á morgun og er haft fyrir satt, að hann sé bjartsýnn um árangur sátta- starfs sins, þar sem deiluaðil- um beri ekki lengur ýkja mik- ið í milli. Frystlklefl ca. 1 1 fm til sölu. Einnig manngengur kælir Upplýsing- Sælkerinn, Hafnarstræti 1 9. sími 12388. AUGLÝSING um gjaldfallin þungaskatt skv. ökumælum. Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiðaeigendur, sem hlut eiga að máli, á að gjalddagi þungaskatts skv. ökumælum fyrir 4. ársfjórðung 1 973 var 1 1. janúar. EINDAGI ER 21. JANÚAR. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skattinn á eindaga, mega búast við, að bifreiðar þeirra verði teknar úr umferð og númer þeirra tekin til geymslu, uns full skil hafa verið gerð. Fjármálaráðuneytið, 1 5. janúar 1 974. svnmGiiFáiKs DÖMUR — ATHUGID NÁMSKEIÐ í almennri framkomi^ snyrtingu og hár- greiðslu. Leiðbeint verður við: Hreyfingar, fataval, matarræði o.fl. 6 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 21. janúar. Innritun og upplýsingar í síma 38126 daglega frá kl. 13—19 Hanna Frímannsdóttir. Flug- freyjjur Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða til sín nokkrar flugfreyjur að vori. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 1 9—23 ára, vera 1 65— 1 74 cm á hæð, og svari þyngd til hæðar. Lágmarkskrafa um menntun er: Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf, og stað- góð þekking á ensku og einu norðurlanda- máli, þýzkukunnátta er æskileg. Ennfremur þurfa umsækjendur að geta sótt námskeið, virka daga kl. 18 00 — 20:00 og laugardaga kl. 14:00 — 18:00, á tíma- bilinu 15.febrúar— l.apríl. Umsóknareyðublöð fást á söluskrifstofu Flugfélags íslands h.f., Lækjargötu 2, Rvk. og hjá umboðsmönnum úti á landi. FLUCFÉLAC /SLAJVDS Umsóknum, merktum „Flugfreyjur", má skila á sömu staði, eigi síðar en 30. janúar n k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.