Morgunblaðið - 17.01.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
Allt er þá þrennt er
Guðmundur Böðvarsson: Lfnur
upp og niður.
Safnrit III. . . og fjaðrirnar
fjórar“
Hörpuútgáfan — Prentverk Akra-
ness 1973.
HÖRPUUTGAFAN á Akranesi og
Guðmundur skáld Böðvarsson
munu hafa komið sér saman um
það, að vel færi á, að safnrit ljóða
hans og þess, sem hann teldi
merkast af því, er frá hans hendi
hefur komið í lausu máli, væri að
öllu leyti borgfirzkt. Og í haust
sem Ieið kom út þriðja bindið af
sögum hans og frásögnum. Hefur
mér verið tjáð, að með fjórða
bindinu hæfist útgáfan á ljóðum
skáldsins.
Ekki er því að neita, að Guð-
mundi Böðvarssyni lætur ekki
jafn listilega að skrifa smásögur
og að yrkja ljóð, og þó að raun-
sannar frásagnir hans séu yfir-
leitt með snillibrag, fær ekkert af
því, sem ég hef séð eftir hann í
lausu máli, jafnazt á við ljóð hans,
enda er margt af þeim í flokki
þess snjallasta í íslenzkum skáld
skap. En með útgáfu þeirra bóka,
sem frá hans hendi hafa komið
siðustu þrjú árin, hefur hann í
rauninni sagt við þá, sem kynnu
að vilja að honum gengnum gefa
fleira út af því, sem hann hefur
ritað: Allt er þá þrennt er — og
hingað og ekki lengra.
Þessi seinasta bók skáldsins er
aðeins 153 blaðsíður, og í henni
eru tvær langar smásögur og tvær
frásagnir, Önnur smásagan, Dyr í
vegginn, kom út sem sérstök bók
árið 1958, enda fyllir hún 72 af
147 lesmálssíðum þessarar bókar.
Þá er hin sagan, Þáttur Ásláks
Hanssonar, 38 siður, svo að frá-
sögurnar tvær, í kolum og Komið
við i Möðrudal, taka minnst rúm.
Sitthvað er vel um Dyr 1 vegg-
inn. Táknrænt séð er söguefnið
merkilegt og áhrifaríkt. Sagan
fjallar um einn þeirra manna,
sem búnar eru villudyr á lífsvegi
sínum og verður til inni í veggn-
um. Skáldinu hefur sollið svo
mjög móður við að hyggja að
slíkri griinmd örlaganornanna, að
hann hefur ekki gætt sin nógsam-
lega í lýsingum þeirra persóna,
sem spinna söguþráðinn og móta
sögulokin og verður hvort tveggja
með meiri ólíkindum en svo, að
sagan nái tilgangi sinum. En frá-
sögn höfundar er samt oft gædd
sliku lífi og lýsingar á mönnum og
atburðum svo vel ritaðar, að sag-
an gleymist ekki þeim lesanda,
sem skilur það, er felst í þeirri
tilvitnun i íslenzk þjóðleg fræði,
sem prentuð er í ramma ofan við
fyrirsögnina:
,,Sá var einn galdur, að láta þar
sýnast dyr á vegg, sem engar
voru, og ef sá gekk þar í, sem til
var ætlazt, þá laukst saman vegg-
urinn. Það voru kallaðar villu-
dyr.“
I fyrri hluta þáttarins af Ásláki
Hanssyni er dregin upp lifandi
mynd sérkennilegs drengsnáða og
kostulegs atferlis hans, en þegar
svo síðari ferill Ásláks er sýndur í
mjög löngum og fáum skrefum,
verðu'r sagan að ágripi, sem ekki
uppfyllir það, sem fyrri hlutinn
lofar.
í kolum er sörm frásaga, sem
gerist hér í Reykjavík fyrir hart-
nær hálfri öld. í henni er brugðið
upp mynd af þvi, hvernig upp-
skipunarvinnu var háttað í þann
tíð. Þá var enginn kolakrani og
enn voru í notkun hestvagnar. Er
allvel lýst vinnubrögðunum, en
þó eru þau ekki aðalatriðið í frá-
sögninni, heldur sá munur, sem
ólíkt uppeldi og gerð sögumanns-
r-
Islands
Richard Beck: Undir hauststirnd-
um himni
Ljöð — Prentsmiðjan Leiftur
Reykjavík 1973
Dr. Richard Beck starfaði í
meira en þriðjung aldar sem
ins og annars sveitapilts veldur á
viðbrögðum þeirra, annars vegar
við nýstárlegu og óhrjálegu verk-
sviði, hins vegar við þvi smábæj-
arlega snobbspotti höfuðstaðar-
búa, sem sveitapiltar sættu sakir
framandlegrar framkomu og
klæðaburðar.
Lokaþáttur bókarinnar segir
frá komu þeirra Kirkjubólshjóna
að Möðrudal. Hann er með ágæt-
um frá upphafi til enda, lýsingin
á hinum listhneigða, sérstæða og
stórbrotna bónda, Jóni Stefáns-
syni, sú snjallasta af mörgum,
sem ég hef séð i letur færðar. A
leiðinni frá Möðrudal hafði kona
Guðmundar orð á því að hann væri
svo þegjandalegur, að vart togað-
ist út úr honum orð, enda ekki
furða, því að áður en þau kæmu
að Mývatni, hafði hann ort níu
ferskeytlur, sem þau hjón sendu
Möðrudalsbóndanum, þegar þau
voru komin heim. Þrjár síðustu
vísurnar hljóða þannig:
kennari í Norðurlandabókmennt-
um — og þá fyrst og fremst norsk-
um — við bandarískan háskóla og
rækti það starf af miklum áhuga,
þekkingu og meðfæddum
dugnaði, en hvenær sem honum
barst um land- eða loftvegu beiðni
um að bregða við og leggja í riti
eða ræðu lið sitt til kynningar og
viðgangs íslenzkri tungu, sögu og
bókmenntum vestan hafs eða til
að treysta persónulega tengslin
milli Islendinga báðum megin
Atlantshafsins, var hann þegar í
stað reiðubúinn til að víkja öllu
öðru til hliðar — eða, ef þess var
ekki kostur, leggja nótt við dag til
úrlausnar, rétt eins og þegar hann
á unglingsárunum gerði engan
mun dags og nætur sem aflasæll
og sóknharður formaður á „gömlu
miðin“, þar sem:
„Brýtur enn á Brökum,
brotnar hrönn við Skrúð,
þungt er sog við Seley,
svarrar brim á flúð,“
„Ömuðu honum ýmist
hryggar
eða glaðar,
mildar eða refsireiðar
raddir hinnar stoltu heiðar.
Auðlegð varð að eiga í brjósti
arf frá henni;
brýst það út sem býr þar inni
— barnið líkist móður sinni
Hann er samur hvað
sem breytast
heimsins veður,
heiðumhár og gestum glaður,
göngulúnum dýrðarmaður."
Skáldið segir:
Við bjuggumst ekki við að fá
nokkra kvittun fyrir svo lítinn
hlut. En þar reiknuðum við
skakkt. Jón í Möðrudal lét ekki
kveðskap ólaunaðan frekar en
stólkonungar fyrr á dögum.
Innan Iítils tíilia fengum við
póstböggul hvar í voru tveir góðir
gripir, smíðaðir úr kjörviði af
Nú er hann orðinn maður meira
en hálfáttræður og hefur flutzt
búferlum yfir landamærin, sem
skilja á milli hinna víðlendu
enskumælandi landa Norður-
Ameríku, og allt vestur að Kyrra-
hafi. Nú eru á milli hans og föður-
landsins ekki aðeins Atlantshafið
og mörg þúsund kílómetra sléttu-
land, heldur og hin hrikalegu
Klettafjöll. En þrátt fyrir þaðeru
honum ávallt jafnhugstæðir gaml-
ir vinir, svo að öðru hverju skrif-
ar hann skemmtileg bréf og um
fram allt yljuð glóð kærra
minninga og órofa tryggðar. Nú
birtir hann einnig þeirri þjóð,
sem framar öllum öðrum er og
verður hans þjóð, hugsanir sinar
og tilfinningar í ljóðabók, sem
heitir Undir hauststirndum
himni. Hann vottar þar i tileink-
un eiginkonu sinni ást sína og
þökk, hann tignar þar sem ávallt
áður fegurð og gróanda, hvar sem
þær dásemdir koma honum fyrir
sjónir, og sú Jólabæn hans, sem
þeim gamla höfðingja efstu grasa,
hálfníræðumog á báða skorin með
höfðaletri nöfn okkar hjóna. Eng-
in undur þótt við værum stolt af
þessari gjöf og hefðum hana mjög
í heiðri."
Svo:
„Og enn eru þessir gripir hið
næsta mér hér í kompu minni, —
þó að margt hafi breytzt og marg-
ur fallið 1 val síðan við Inga fór-
um norður Kjöl.“
Þarna slær heitt og sært hjarta
undir hófsömu orðalagi.
hér fer á eftir, sýnir ljóslega,
hvað honum býr í brjósti til alls,
sem er:
„Legg þú oss Kristur,
lífsorð þitt á tungu
Láttu það festa rót
í vorum hjörtum,
leiðina vísa öldnum
sem þeim ungu
út yfir gröf það varpar
geislum björtum.
Láttu þitt mildiríka
máttarorðið
mýkja þau sár, er þúsundum
blæða;
Lát oss, er sitjum lífs
við nægta borðið,
líkna þeim sjúku og hina
snauðu klæða.
Láttu þitt orð í brjóstum
hatrið bræða,
blóðugum vígum svo að
mannkyn hafni.
Lát oss, með nýrri sjón
til himinhæða,
halda vor jól í þinu
kærleiks nafni.“
En fyrst og fremst dvelur hug-
ur hans við ísland. Hann minnist
bernskustundanna, hvort sem
hann naut unaðar með öðrum eða
einn með náttúru lands síns. Ljóð-
inu Auðnuskelin lýkurþannig:
Framhald á bls. 18
HUGARFLUG
Erich von Danikcn:
í GEIMFARI
TIL GOÐHEIMA
Örn og Örlvgur. 1973.
Eftir að raunvísindi urðu til í
nútimamerking orðsins, hefur
þráfaldlega verið leitast við að
samlaga þau trúarbrögðunum, og
er splritisminn, sem byggir á
„rannsóknum', gleggsta dæmi
þess; „sálarrannsóknarfélög"
sömuleiðis. Erich von Dániken,
höfundur þessarar bókai’, fer að
því leyti í gagnstæða átt, að hann
vill nota trúarbrögðin til að renna
stoðum undir vísindi framtíðar-
innar; telur sem sé, að guðirnir,
sem mannkynið tilbiður i ýmsum
myndum, hafi upphaflega verið
geimfarar frá öðrum sólkerfum,
er komið hafi til jarðar í egglaga
geimförum endur fyrir löngu, síð-
an horfið á braut, en gevmst í
minni k.vnslóðanna.
í lokaorðum bókarinnar spyr
Dániken: „Er nú ekkí hugsanlegt
að þessir blessaðir „guðir ', sem
mannkynið hefur þráð og gert
bænir sínar til um allar aldir-, hafi
skiiið eftir hér á hnetti fyrirmæli
tæknilegs eðlis, sem gætu gert
okkur fært að leita þá uppi úti í
geimnum?"
Hræddur er ég um, að þetta
þættu miður skynsamleg vísindi,
ef íslenskur höfundur hefði
skrifað bokina: til aðhláturs eins
fallin, ef nokkuð væri, býst ég við.
Og víst eru fræði Dá’nikens á tak-
mörkum þess, sem fært er að
trúa. Hins ber þó að geta, að hann
byggir ekki á hugarflugi einu
saman. Hann er semsé þaullesinn
í fornfræðum ýmiss konar og hef-
ur skoðað með eigin augum
flestar, ef ekki allar þær fornleif-
ar víðs vegar á jörðinni, sem hann
telur máli skipta vegna kenninga
sinna.
Vel kann hann að lýsa slíkúm
hlutum. Ferðasögu kann hann
líka að segja. En ímyndunaraflið
ber frásögn hans víða ofurliði: er
hann óðar en varir kominn út í
ævintýralegar tilgátur, ef ekki
hreinar og beinar „sannanir',
jafnframt því sem hann hleypur
úr einu í annað.
Segja má. að rödd Dánikens
hljómi að því leyti vekjandi í nú-
tímanum, að vísindin. tækniaf-
rekin verða honum tilefni bjart-
sýni, líkt og þau urðu þjóðum
heims fram að fyrri heimsstyrjöld
og að nokkru leyti fram að hinni
síðari, en ekki svartsýni, böl-
hyggju eins og þau verða flestum
á þessum síðustu og verstu tím-
um. Dáhiken lítur svo á, að mann-
inum sé ekkert ómáttugt, hann
geti allt. Flutninga fólks til sól-
kerfa í ljósára fjarlægð telur
hann hægan vanda. Og að gera
Venus byggilega og byggja hana
síðan fólki frá jörðinni virðist
honum nauðaauðvelt.
Er Dániken skýjaglópur? Eða
nýr Jules Verne? Því er ekki auð-
velt að svara. Bók hans kann að
vekja spurningar, þótt ekki sé
tekin afstaða til kenninga hans.
Staðreynd er, að vísindaleg afrek
vekja ekki sömu aðdáun nú sem
fyrrum. Hvor mundi t.d. hafa
verið meiri garpur í augum
heimsins, Lindberg flugkappi,
sem á sínum tíma flaug yfir
Atlantshafið, eða Neil Armstrong,
sem steig fyrstur manna á tunglið
1969? Ég er ekki í vafa um svarið:
Lindberg auðvitað.
Flug Lindbergs var ef til vill
ekki svo merkilegt í sjálfu sér, en
það gaf þó sýn inn í nýja og — að
mörgum fannst — gullna framtíð,
þar sem ferðalög heimsálfa milli
yrði leikur einn. En máninn, hvað
er hann? „Hrimfölur og grár“,
eins og segir í kvæðinu, ekki einu
sinni nýtilegur sem bílastæði eða
golfvöllur.
Dániken geymir enn með sér
bjartsýnina frá gömlu, góðu árun-
um. Og raunar sér hann hagnýtt
— ef ekki lifsnauðsynlegt gildi í
kenningum sínum: geimurinn er
frá hans sjónarmiði séð það
Lebensraum, sem bíður sí-
fjölgandi mannkyns; eina undan-
komuleið þess út frá kæfandi
þrengslum lítils hnattar.
Hvort bók hans á að teljast
leiðinleg, þreytandi eða þvert á
móti læsileg, skemmtileg, fer svo
eftir því, hvaða augum Iesandinn
litur þetta hugarflug hans, er eitt-
hvað til i því, eða verður það að
teljast einber fjarstæða, órar?
Fornleifar, trúarbrögð, geimferð-
ir — öllu þessu blandar hann
saman. Vist er unnt að fræðast
betur um þessi efni hvert í sínu
lagi af bókum ýmissa annarra höf-
unda, bókum sem settar hafa ver-
ið saman af sérfróðum mönnum í
hverri grein fyrir sig. En fáir
hafa hingað til freistast til að
hrista þetta saman á svipaðan
hátt og Dániken gerir þarna.
Kannski eru fræði hans, þegar
öllu er á botninn hvolft, tilraun til
að finna eitthvað mannlegt í þvi
ómennska umhverfi, sem
raunvísindi nútimans hafa þegar
búið mörgum þjóðum heims.
Dagur Þorleifsson hefur þýtt
bókina á islensku og gefið henni
nýtt heiti, en hún nefnist á frum-
málinu Zuruck zu den Sternen
Erlendur Jónsson