Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 2

Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 Önnur djass- og ljóðadagskrá 1 Norræna húsinu ÖNNUR sænsk-íslenzka djass- og Ijóðadagskráin verður haldin í Norræna húsinu í dag, og verður hún með svipuðu sniði og dag- skráin á fimmludagskvöld. Allir miðar seldust þá upp í Norræna húsinu, og var þar mikil stemn- ing, að sögn IVIaj Britt Imnander, forstöðumanns Norræna hússins. Þrir Svíar taka þátt í þessari dagskrá — Lasse Söderberg, ljóð- skáld og þýðandi, sem stjórnar dagskránni, Rolf Sersam bassa- leikari og Jaeques Werup, rithöf- undur og saxófónblásari. Nóta þeír liðsstyrks íslenzkra djassleík- ara — þeirra Guðmundar Stein- grímssonar trommuleikara, Arna Elfar's píanóleikara, Gunnars Ormslevs saxafónleikara og Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Leik- konurnar Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Hjörvar og Margrét Helga Jóhannsdóttir lesa upp úr ljóðum Framkvæmda- stjóri Heilsu- verndarstöðvar islenzkra skálda, þeirra Jóns Óskars, Jóhanns Hjálmarssonar, Matthíasar Johannessen og Þor- steins frá Hamri, en tveir þeirra lesa einnig upp úr eigin verkum. Lýst eftir vitnum ÞRIÐJUDAGINN 15. janúar var ekið á bifreiðina G-8025, sem er Morris-fólksbifreið, rauð á lit. Gerðist þetta milli kl. 8-13 þar sem bifreiðin stóð í stæði við V itatorg. Vinstri framstuðari og svuntan þar fyrir neðan voru beygluð. A staðnum fannst brot úr bifreiðalukt, sem reyndist vera úr Volkwagen árg. 1968-74. Tjón- valdur er beðinn að gefa sig fram ásamt öðrum vitnum. Þá var ekið á bifreiðina R-9264, sem er Datsun 1600, gul að lit, þar sem hún stóð í stæði við Brautar- holt 6 milli kl. 17 og 18 á fimmtu- dag. Var afturhurðin dælduð nokkuð. Tjónvaldur er beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlög- regluna ásamt öðrum þeim, sem vitni urðu að þessu óhappi. Loks var ekið á R-6668, sem er Lada-fólksbifreið. árg. 1973, þar sem hún stóð við Kóngsbakka 1-18 einhvern tíma á bilinu frá mið- nætti á fimmtudag til kl. 8 í gær- morgun. Vinstra afturbretti var beyglað og mátti sjá í sárinu rauð- an lit. Á tímabilinu frá miðnætti til kl. 1 sást á þessum slóðum til Landroverbifreiðar sem dró rauða Cortinu með P-númeri, sem byrjaði á 12. Eru ökumenn þess- ara farartækja beðnir um aðgefa sig fram við rannsóknarlögreglu. Tvær skjaldbökur og tveir ungir krókódflar komu til landsins f sfðustu viku. Það er dýragarður- inn f Kaupmannahöfn sem lánar fslenzka dýrasafninu dýrin f tvo mánuði. Krókódílarnir, sem eru Nílarkrókódílar eru um metri að lengd, en eiga eftir að stækka mikið og geta orðið tvö tonn að þyngd og fimmtíu ára gamlir. Hálíónýt hafnarmann- virki á Akureyri A ÁRUNUM 1968—1970 var unnið að gerð nýrar vöruhafnar á Akureyri, og var um 30 millj. kr. veitt til þeirra framkvæmda. Eimskipafélag íslands hóf þá líka að reisa1 vöruskemmu á upp- fyllingunni innan við bryggjuna, en þá kom i Ijós, að mannvirkin byrjuðu að sfga. Var þá hætt við allar framkvæmdir og danskir að- ilar fengnir til að kanna gerð hafnarinnar. Þeir hafa nú skilað álitsgerð og segja, að þessi mann- virki séu ónothæf. Breyta verður hönnun þeirra og gerð. Á vori komanda mun vinna við gerð vöruhafnarinnar hefjast aftur, en Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum að ráða Gísla Teitsson framkvæmda- stjóra Heilsuverndarstöðvar. Nokkrar umræður urðu um stöðu- veitingu þessa og verður nánar skýrt frá þeim síðar. Sjálfboða- liðar hittast ÞRÁTT fyrir óhagstætt veður til byggingarframkvæmda hefur Sjálfstæðishúsið þokazt áfram og er nú kominn hiti á neðstu hæð þess. Byggingarnefndinni hefur því þótt ástæða til að kalla saman alls þá, sem unnið hafa í sjálfboða- vinnu við húsið, en þar eru Öðins- menn fjölmennastir. Ennfremur eru boðaðar stjórnir sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík, ásamt nokkr- um öðrum gestum. Eru þessir aðilar beðnir að koma í húsið kl. 2:00 e.h. í dag. laugardag. Hvatarkonur munu sjá um all- ar veitingar, en þær hafa að undanförnu séð sjálfboðaliðum við húsið fyrir kaffiveitingum þar á staðnum. verið er að hanna höfnina á ný hjá Vita- og hafnarmálastjóran- um. Pétur Bjarnason, hafnarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að byrjað hefði verið á þessum framkvæmd- um snemma á árinu 1969, eða síðast á kreppuárunum, og var talsverðu fé veitt til framkvæmd- anna m.a. til að auka atvinnu á Akureyri, en atvinnuástand var þá bágborið. Svo var það um vorið 1970, þegar framkvæmdir áttu að hefjast á ný, að menn tóku eftir, að undirstöður mannvirkisins höfðu sigið. Kom þá í ljós, að jarðlög voru þarna mjög laus í sér. Eimskipafélag Islands hafði árið áður byrjað að byggja stóra vöruskemmu á uppfyllingunni, og kom einnig í ljós, að grunnur hússins hafði sigið á kafla. Sagði Pétur, að 1970 og 1971 hefðu danskir sérfræðingar verið Gullpening- ar Bárðar uppseldir MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Bárð Jóhannessön gullsmið, sem gefur út minnis- peninga í tilefni af Þjóðhátiðinni '74 eins og áður hefur komið fram. Bárður skýrði frá því, að áhugi á peningunum hefði verið mikill og væru nú uppseldir þeir 100 gullpeningar, sem hann gæfi Ut. Hver gullpeningur kostar 37 þúsund krónur. Þá sagði Bárður, að verulegt magn af silfur- og koparpeningum hefði einnig selzt og mundi hagnaður af þessari minjapeningaútgáfu renna til líknarmála, þannig, að 30% hagn- aður færi í heyrnarhjálp, en land- læknir mundi ákveða í samráði við listamanninn, hvernig afgang- inum yrði varið. fengnir til að rannsaka gerð mannvirkisins, og fyrir síðustu jól hefðu þeir skilað frá sér skýrslu um, hvernig halda ætti áfram með gerð vöruhafnarinnar. Leggja þeir fram ákveðnar tillögur um, hvernig áfram skuli haldið, og gera ráð fyrir, að gerð mann- virkisins verði breytt. Er nú unn- ið að hönnun þess hjá Vita- og hafnarmálastjóra. Fjármagns til bryggjugerðar innar var að mestu aflað með bráðabirgðalánum úr Byggðasjóði og ríkisframlögum, sem komu seinna, en hrukku skammt. Byggðasjóður hefur nú viljað fá þessi lán greidd, en að vonum eru Framhald á bls. 20. Hátíðarfundur Isafoldar HÁTIÐARFUNDUR í stúkunni Isafold f tilefni 90 ára afmælis hennar var haldinn f Hótel Varðborg 11. jan sl., daginn eftir afmælisdaginn, að viðstöddum stórtemplar, Ölafi Þ. Kristjáns- syni, umboðsmanni hátemplars, Eiríki Sigurðssyni, og öðrum gestum og stúkufélögum. Æðsti- temirtar stúkunnar er Sveinn Kristjánsson. Daginn áður hafði verið farin blysför með 12 blys að Friibjarnarhúsi, þar sem 12 menn höfðu stofnað stúkuna á nákvæmlega sama tfma dags og i* var farin. (Ljósm. Mbl. Sv.P.) 40 amerískir stúdentar FJÖRUTÍU bandarískir stúd- gntar og þrir prófessorar frá háskólum og menntaskólum i Bandarikjunum komu til íslands í gær, en með þeim er fræðslufull- trúi alþjóðasambands hótelsölu- stjóra i New York. Stúdentar þessir eru allir við nám i hótelrekstri og ferðamálum og munu þeir sitja hér námskeið aðHótel Loftleiðum dagana 18. til 20. janúar. Námskeiðið er haldið á vegum skóla i Bandaríkjunum og alþjóðasambands hótelsölu- stjóra. Skyr 61,30 kr. 1974 24,50 1971 Hækkun f tíð vinstri stjórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.