Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 7

Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 7 forum world features Eftir Stephen Fay Neyðin í Bretlandi ÞEGAR brezka ríkisstjórnin til- kynnti um miðjan desember síð- astliðinn, að nauðsynlegt yrði að stytta vinnuvikuna þar i landi niður i þrjá daga, voru frétta- skýrendur yfirleitt þeirrar skoð- unar, að þessar ráðstafanir væru ónauðsynlegar. Héldu sumir þvi fram, að með þessu væri Edward Heath forsætisráðherra að reyna að hræða námaverkamenn til þess að hætta við yfirvinnubann í námunum, og bentu á, að svo stutt vinnuvika stofnaði efnahag landsins í stórkostlega hættu. Þremur vikum seinna voru margir þessara sömu fréttaskýr- enda farnir að ræða um nauðsyn tveggja daga vinnuviku, eða jafn- vel eins dags vinnuviku. Forstöðu- mannaflokksins á stefnu rikis- stjórnarinnar er Tony Benn (Anthony Wedgewood Benn), sem er iðnaðarráðherra í „skuggaráðu- neyti" Verkamannaflokksins. Hann heldur þvi fram, að þessar ráðstafanir rikisstjórnarinnar séu alls ekki nauðsynlegar, þvi stjórn- in hafi gefið villandi upplýsingar um kolabirgðirnar. Þvi miður fyrir Benn þá virðast útreikningar hans varðandi kolabirgðirnar ekki siður villandi. Rikisstjórnin hefur ekki mót- mælt þeirri staðhæfingu Benns, að orkuráðstafanirnar kosti Breta tvo milljarða sterlingspunda á mánuði i minnkaðri framleiðslu. Þetta er ekki vegna þess, að stjórnin vilji ekkiandmæla, heldur leg ástæða fyrir þessu vandræða- ástandi er þvi eingöngu sam- bandið milli rikisstjórnar og náma- manna. Þegar Eðward Heath tók við embætti forsætisráðherra, af- neitaði hann hugmyndinni um opinber afskipti af launamálum. Seinna snerist honum hugur, og nú er hann ákveðinn fylgismaður þeirrar stefnu. Launamálastefna stjórnarinnar hefur verið fram- kvæmd í þremur þrepum, og stjórnin heldur jafn fast við þriðja þrepið og við það fyrsta, þótt for- sendur þess séu ekki lengur fyrir hendi (reiknað var með örum efna- hagsvexti á árinu 1974, eins og málin standa nú verður ekki um neinn vöxt að ræða). Telur stjórnin Orkuskorturinn f Bretlandi menn ýmissa iðjuvera hafa meir að segja komið með tillögur um að hætta allri framleiðslu, þar til samið hefur verið við námamenn. Aðalástæðan fyrir þessari svart- sýni er stálframfeiðslan, en fyrir tæpum hálfum mánuði skýrði dr. Monty Finniston, aðalforstjóri British Steel Corporation, frá þvi, að bráðlega yrði nauðsynlegt að minnka stálvinnslu niður i þriðj- ung þess magns, sem framleitt var, áður en orkuskorturinn gerði vart við sig. Vandamálið er aðallega það, að obbinn af því kolamagni, sem unnið er í námunum, fer beint í orkuverin til að tryggja sem mesta framleiðslu rafmagns, en stáliðju- verin eru látin sitja á hakanum. Þó er það svo, að mest allur iðnvarn- ingur Bretlands þarf á stáli að halda, allt frá bifreiðum niður i niðursuðudósir. Erfiðleikar þjóðarinnar virðast svo til engin áhrif hafa á náma- verkamennina, sem standa fast á kröfum sinum. í heilan mánuð hafa fulltrúar námamanna og námastjórnarinnar staðið í samn- ingaviðræðum til að finna leið til lausnar deilunni (sem enn varðar aðeisn yfirvinnubann, en ekki verkfall), en án árangurs. Eru menn nú helzt á þvi, að deilan geti enn dregizt á langinn, og'að hún leysist ekki fyrr en annað hvort ríkisstjórnin eða námamenn hrein- leggefast upp. Ríkisstjórnin má eiga það, að hún sá fram á þessa þróun mála, þegar hún lögleiddi þriggja daga vinnuviku. Tilgangurinn með þessari styttingu vinnuvikunnar var að halda sem lengst í rýrnandi kolabirgðir, svo aðgerðir náma- manna leiddu ekki skyndilega til algjörrar stöðvunar iðnaðarins. Stefnir ríkisstjórnin að því að koma sér upp það sterkri varnar- stöðu, að hún þurfi ekki að vera á undan námamönnum að gefast upp. Gallinn á þeirri stefnu er hins vegar sá, að ríkisstjórnin hefur meiru að tapa en námamennirnir, sem eru enn I fullu starfi og hirða sín laun. Helzti gagnrýnandi Verka- nauðsynlegt að standa vörð um þriðja þrepið, að því er varðar kaupgjald og verðlag. Námamennirnir eru stjórninni ekki sammála, þótt stjórnin hafi gengið þannig frá þriðja þrepinu, að námastjórninni var heimilað að bjóða þeim mun meiri kauphækk- anir en öðrum stóð til boða. Eins og er stendur námamönnum til boða 16,5% kauphækkun, sem flestar aðrar stéttir væru fljótar að samþykkja. Námamennirnir telja hins vegar, að svo einfalt sé vandamálið ekki. Þeir vilja, að ríkisstjórnin bæti nú fyrir fyrri sundir sínar og fyrri ríkisstjórna. Námamenn hafa verið hafðir út- undan allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar, laun þeirra hafa ekki verið of góð, og hundruð námamanna leita frá námunum á viku hverri. Svo þeir krefjast veru- legra hækkana nú. Eru þeir allir á einu máli um þá kröfu. William Whitelaw, sem nú er vinnumálaráðherra, er sammála námumönnunum um, að þeir eigi skilið betri laun. Það er erfitt að finna nokkurn, sem ekki er á sama máli. En hann er ekki sammála þeim um, að öll hækkunin þurfi að koma til framkvæmda nú. Hann væri reiðubúinn til að bjóða náma- mönnum að láta nú þegar fara fram nákvæma rannsókn á kjörum þeirra og heita þeim verulegum kjarabótum, þegar þriðja þrepinu lýkur. En hann er ákveðinn í því, að fyrr verður það ekki hægt. Nú er svo komið, að Iftil hreyf- ing virðist möguleg í þessu máli, og þær raddir gerast æ háværari, sem vilja nýjar þingkosningar fljótlega. Margir íhaldsmenn eru hrifnir af hugmyndinni um kosn- ingar, sem snerust um það „hver stjórnar Bretlandi?" og fáir telja miklar líkur fyrir því, að breyting verði á valdastöðu flokkanna. Mikil ringulreið ríkir innan Verka- mannaflokksins. En við vitum, hver stjórnar Bretlandi. Það er ríkisstjórnin, og erfitt er að sjá, á hvern hátt gæti orðið um stór- vægilega breytingu að ræða á þessu sviði, þótt sú staðreynd yrði staðfest í kosningum. Rakstur við gasljós. af því hún getur það ekki. Enginn veit enn, hve mikið stytting vinnu- vikunnar kostar í minnkandi fram- leiðslu og atvinnuleysisbótum, nema hvað i lok fyrstu stuttu vinnuvikunnar höfðu um 750 þús- und manns verið skráðir atvinnu- lausir, og sú tala fer daghækk- andi. Það er því erfitt að reikna út afleiðingarnar, en Ijóst er, að efna- hagur landsins er á leið í strand. og það tekur langan tíma að koma honum á flot á ný. Þó erfitt sé að spá um framtiðina, er Ijóst, hvað hefur gerzt og hvað ekki. í fyrsta lagi þá hefur olíuskömmtun Araba haft takmörkuð áhrif. Það er oft erfitt að fá benzín á benzinstöðv- um, sérstaklega i London, og minnkandi aðflutningur oliu hefur, aukið á vandræðin vegna kola skortsins, en önnur riki Efnahags- bandalagsins, sem eru á sama báti, hafa komizt vel af. Vandræðin stafa heldur ekki af þvi, að lestarstjórar hafa ákveðið að vinna aðeins eftir settum regl- um; aðgerðir þeirra hafa haft mjög óþægilegar afleiðingar, sérstak- lega fyrir þá sem sækja vinnu frá úthverfum Lundúna, en efnahags- áhrifin hafa verið litil. Raunveru- BANDPÚSSIVÉL OG HEFIL BEKKUR óskast keypt Upplýsingar í slma 501 28 ÁTEIKNLfÐ PLINTHANDKLÆÐI gömlu mynstrm Hannyrðaverzlunin Erla, ' Snorrabraut 5 FWI MIÐSTÖÐVARKETILL óskast keyptur Upplýsingar í sima 501 28 ÍBÚÐ OSKAST Ung hjón óska eftir 2ja herb. ibúð. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. i slma 37390 UNGT REGLUSAMT PAR með eitt barn óskar eftir lítilli ibúð með eldhúsi I Hveragerði/Sel- fossi. Þeir, sem vildu sinna þessu, hringi i sima 1 1 434. FORD BRONCO '72 Til sölu fallegur og vel með fannn Ford Bronco árg 1972. 8 cyl spod Nánari upplýsingar i sima 83764 PLAST til sölu 4ra tommu plast ásamt klefahurð með karmi og læsingu, pressa og mótor, spiralar. Simi 92 — 1 665 ÍSLENZK MYNT íslenzk myntsöfn, compl 1 922 — 1 973 og einnig án gullpenings Jóns Sigurðssonar i möppum til sölu. Tilboð merkt: „Mynt — 4860" sendist Mbl SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl Pantið tíma sém fyrst. Simar 41095 og 85789. Framtalsþjónustan MagnúsA. Bjarnason. Þórólfur Kristján Beck. IESIÐ |R«jTrsttnlilíií)iíi DRCLECD Herbergi nálægt miðbænum, helzt með eldhúsaðgangi og ein- hverjum húsgögnum, óskast fyrir útlending. Upol í sima 1 5555. Hafnarfjörður Ófullfrágengið kjallarapláss, 80—90 ferm. til leigu í Norðurbænum í Hafnarfirði. Sérinngangur. Ýmislegt kemur til greina. Nánari upplýsingar í símum 52045 og 52453. ÚTBOÐ fj! Rilboð óskast t að steypa gangstéttir ásamt jarðstrengjalögnum og götulýsingu t Breiðholtshverfi I. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 6. febrúar 1974 kl. 2.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 VIÐTALSTIIMII Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstaeðisflokksins i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00. í Galtafelli. Laufásvegi 46 Laugardaginn i 9. janúarverða til viðtals: Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, Gísli Halldórs- son, borgarfulltrúi og Elín Pálmadóttir, varaborgarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.