Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 19

Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 19 Jakob Gíslason: Stjórnunarfrœðslumiðstöð JakobGIsIason Stjórnunarfélag íslands lítur svo á, að stjórnun (manage- ment) sé nokkuð, sem að veru- legu leyti er sameiginlegt fyrir allar atvinnugreinar og raunar meginhluta alls athafna- og félagslffs mannanna. Hin eiginlegu stjórnunar- fræði eru að þessu leyti mjög almenns eðlis og hin eiginlegu stjórnunarfræðsla er í eðli sínu hin sama fyrir velflest athafna- svið mannlífsins. Stjórnunarfélag islands hefur frá upphafi liaft það markmið að stuðla að bættri og fullkomnari stjórnun í íslensku athafnalífi. Það hefur unnið að þessu með margháttaðri félags- starfsemi, fundahöldum, ráð- stefnum, erindaflutningi og út- gáfustarfsemi og þannig kynnt þjóðinni mikilvægi góðrar stjórnunar og reynt að vekja áhuga hennar á að bæta og full- komna stjórnun hér á landi. Jafnframt hefur það reynt að halda uppi á eigin vegum fræðslu og þjálfún i stjórnun. Þetta hefur verið ýmsum erfið- leikum bundið. Ma. þeim erfið- leikum, að félagið hefur haft mjög litlu fé úr að spila í þessu skyni og orðið að taka kennslu- gjöld, þátttökugjöld í námskeið- um, fyrir fullum kostnaði þeirra. Þessu er islenska þjóðin ekki vön. Hún hefur verið vanin á að fá fræðslu og menntun ókeypis þ.e.a.s. kostaða af því opinbera. Og flestir aðrir en Stjórnunar- félagið, sem veitt hafa fræðslu i stjórnun, haldið námskeið o.þ.u.l. — hafa kostað þetta úr sjóðum eða af opinberu fé, en ekki tekið gjöld af nemendum eða þátttakendum, nema fyrir broti af kostnaði. Sem dæmi má nefna: Stjórnunarfræðsluna á vegum Iðnaðarráðuneytisins, Verkstjóranámskeiðin, nám- skeið Húsnæðísmálastofnunar o.fl. Stjórnunarfélagið hefur ávallt haft það viðhorf, að fagna hverri velmeintri og vel- heppnaðri ráðstöfun eða til- raun, sem gerð er til að veita þjóðinni aukna menntun í stjórnunarfræðum og efla góða stjórnun í landinu, en reyna jafnframt sjálft að vinna sífellt á þeim sviðum, sem aðrir höfðu ekki sinnt. Stjórnunarfélagið hefur þó ekki getað varist því að bera um leið nokkurn ugg i brjósti yfir þvi, að við séum á leið óheillavænlegrar þróunar á sviði stjórnunarfræðslu í okkar lida landi. Mjög sterk tilhneig- ing virðist rikja hjá okkur til að hluta Stjórnunarfræðsluna niður á allar greinar atvinnu- vega okkar og hina ýmsu þætti athafna- og félagslífs, og hver þeirra hyggst vera út af fyrir sig um að veita menntun í þessum fræðum, sem í eðli sínu eru að verulegu leyti hin sömu fyriralla þætti samfélagsins. Slíka þróun yrði að telja mjög óheppilega. Með því að skipta á þessu sviði (sem raunar oft vill verða á öðrum sviðum) kröftum okkar niður á mörg smá og dreifð, eigum við á hættu, að árangurinn verði samkvæmt því margt smátt, ófullkomið og af vanefnum gert, en ekkert myndarlegt, fullkomið og fullnægjandi. Jafnvel hjá stærri þjóðum svo sem á öðrum Norðurlönd- um hefur tekist misjafnlega vel að koma upp myndarlegum stjórnunarfræðslumiðstöðvum f hverju landi. Til þess þarf alls staðar nokkurt átak. Það þarf fjármagn, það þarf sérhæfða kennslukrafta og það þarf góðan samningsvilja. Hjá okkur gerum við smæð okkar ennþá tilfinnanlegri með því að hluta athafnalíf okkar á flestum sviðum niður i margar og því enn smærri agnir en þyrfti að vera, ef skynsamlega væri á haldið. Stjórnunarfélagið telur því hina mestu þörf á, að allir kraftar sameinist um að koma upp einni myndarlegri stjórn- unarfræðslumiðstöð sem yrði öflugur kennslu- og þjálfunar- aðili á sviði stjórnunar, svaraði kröfum tímans, og gæti á því sviði þjónað öllum atvinnuveg- um og athafnagreinum þjóð- félagsins. Félagið hefur raunar all lengi haft uppi tillögur uin slíkt og reynt að vinna að sam- einingu kraftanna á þessu sviði. Aðilar að Stjórnunarfélaginu eru félög, fýrirtæki og stofn- anir, sem ná yfir næstum allt atvinnulff þjóðarinnar svo og opinbera starfsemi og margvís- legar hliðar félagslífsins. A sín- um tíma var samantalið, að 95% af heildarframleiðslu þjöðarinnar væri í höndum þessara meðlima Stjórnunar- félagsins. Það ætti því að véra hinn heppilegasti vettvangur til að sameina kraftana í slíku máli sem stofnun myndarlegi’ar, sameiginlegrar stjórnunar- fræðslumiðstöðvar. Núverandi stjórn SÍF hefur ákveðið að beita sér fyrir stofn- un stjórnunarfræðslumið- stöðvar og mun leggja málið til endanlegrar ákvörðunar fyrir næsta aðalfund SFl. Tillögur um stjörnunarfræðslumiðstöð i einstökum atriðum eru enn ekki svo fast mótaðar, að með góðu móti sé hægt að gera nánar grein fyrir henni f stuttu ináli. Það hefur verið rætt um þá möguleika, að slfk miðstöð yrði skipulögð algerlega innan vé- banda SFÍ eða í tengslum við það sem sjálfstætt fvrirtæki. Vonandi munu velflest fyrir- tæki, félög og stofnanir innan vébanda SFH gerast aðilar að slíkri st j ór nunarf ræðslu mið- stöð, hvort skipulagsformið sem valið yrði. Loks er rétt að geta þess. að slík miðstöð gæti liaft nokkur fleiri verkefni með hinum en beina kennslu í stjórnunar- fræðum, þótt stjórnunar- fræðslan sé hennar aðalverk- efni. Kemur þar t.d. til greina vís þjónusta önnur á sviði stjórnunar, ennfremur fram- kvæmd vissra rannsökna og einhver útgáfustarfsemi. Þvf hefur einnig verið á það drepið að e.t.v. væri réttara að nefna hana „Stjórnunarmiðstöð". heldur en „Stjórnunarfræðslu- miðstöð", Væri það einnig í meira samræmi við heiti skildra erlendra stöðva, sem á ensku eru nefndar „manage- ment center". Ingólfur Jónsson: Tekjuhlutfall bænda hæst 1965 — miðað við aðrar stéttir Undanfarin 3—4 ár hafa verið hagstæð landbúnaðinum vegna batnandi tíðarfars. Við- brigðin urðu mikil, þegar hlýn- aði eftir kuldaárin 1966— 1969. Ef bændur hefðu ekki bú- ið í haginn með mikilli ræktun og ýmiss konar hagræðingu á árunum 1960—1966, hefði land- búnaðurinn staðið illa að vígi til þess að komast yfir kulda- timann. Framfarahugur bænda og dugnaður hefur verið mikill, eins og fram kemur í umfangs- miklum framkvæmdum í land- búnaðinum. A árunum 1960— 1965 ræktuðu bændur meira en dæmi eru áður um. Túnastærð var talin vera um 70 þús. hekt- arar í árslok 1959, en um 96 þús. hektarar í árslok 1965. Á 5 árum höfðu bændur ræktað 5.200 h á ári til jafnaðar. A kal og kuldaárunum var ný- ræktin minni af eðlilegum ástæðum. Mikill kostnaður og vinna fór í endurræktun túna, sem höfðu kalið og skemmzt í kuldanum. Eigi að síður stækkuðu túnin og samfara endurræktuninni var talsverð nýrækt. Stærð túna á lögbýlum þús. hektarar í árslok 1971. xxx Stækkun túna samfara mikilli endurræktun, sen nam þúsundum hektara vegna kals- ins, var því um 40 þús. hektarar frá 1960—1971. Á valdatima viðreisnarstjórnarinnar var stefna ræktunar og framfara ráðandi. Hafa framfarir í þjóð- Iffinu aldrei verið meiri en þá. Staðreyndirnar blasa við i flestum atvinnugreinum. Hafa framfarir í landbúnaði, ræktun, vélvæðingu. bygging- um, rafvæðingu og búfjárrækt aldrei áður verið nálægt því eins miklar. Sem dæmi um vél- væðinguna má geta þess, að i árslok 1971 voru meirá en 2 dráttarvél á 5. hvert býli. Það sama má segja um aðrar vélar, bæði innan húss og utan, að þær voru keyptar á næstum hvert heimili á þessu tímabili. Ef ræktunar- og framfara- stefnan hefði ekki ráðið í land- búnaði 1960—1971 hefðu kulda- og kaiárin orðið erfiðari og viðnámsþrótturinn orðið minni i landbúnaðinum en hann reyndist vera. Vissulega er framtak og dugnaður bænda lofsverður. Með vaxandi rækt- un var framleiðslan aukin. A árinu 1959 var innvegin mjólk hjá mjólkurbúunum 69 millj. kg. En árið 1971 var innvegin mjólk 105 millj. kg. Fram- leiðsluaukning var því 52% á þessu tímabili. Aukning á mjólkurframleiðslunni var nauðsynleg til þess að hafa nægilegt af þessari hollu vöru til innanlandsneyzlu. Vegna mikillar ræktunar og vélvæð- ingar var framleiðsluaukning möguleg. Ef kyrrstöðustefna hefði iráðið 1960—1971, hefði orðið mikill mjólkurskortur i landinu. Aukning á mjólkur- framleiðslunni á 12 áratimabili varð 36 millj. kg. Nokkuð var flutt út af mjólkurvörum, en það getur ekki talizt mikið miðað við heildarmagnið. Sum árin mun 8—9% af mjölkur- framleiðslunni hafa farið í vinnsluvörur til útflutnings. xxx Ef aftur kæmi kuldatimabil, gæti mjólkurkramleiðslan farið niður fyrir það, sem þarf fyrir innanlandsmarkað. Sú stefna í landbúnaðarmálum, sem nú- verandi ríkisstjórn virðist hafa áhuga á að koma i framkvæmd, ýtir ekki undir framtak, dugnað og framfarir. Ríkis- stjórnin hefur aflað sér heimildar frá Alþingi til þess og hafa lánakjör lakari til þeirra, sem hafa meira en 30 kúgilda bústærð. Rikis- stjórnin hefur eihnig með frumvarpsflutningi á Alþingi leitað eftir heimild til þess að mega borga bændum lægra verð fyrir búvörur, ef þeir framleiða yfir tilskilið mark, semekki er ætlað að vera mjög hátt. í landi kulda og ísa er þessi stefna háskaleg. íslend- ingar hafa staðið af sér harð- indi og þrengingar í gegn um aldirnar, af því að þeir hafa búið við nokkurt athafnafrelsi. Engum ætti að refsa á neinn hátt, þótt hann legði meira að sér við vi'nnu heldur en annar. xxx Rikisstjórnin leitaði eftir heimild til þess að leggja fóðursbætisskatt á landbúnað- inn. Hún hefur einnig gert tilraun til þess, að leggja niður sex manna n. í þvi formi, sem nú er, þannig að bændur semdu á óbeinan hátt við rfkis- stjórnina um búvöruverðið. Til- lögur ríkisstjórnarinnar liafa ekki náð fram að ganga vegna andstöðu bænda. Bændur vilja búa við löggjöf frá 1966 og standa vörð um, að þeim lögum verði ekki spillt. í seinni tíð hefur verið fullt samkomulag minni framleíðenda og neyt- enda í 6 manna nefnd. Búvöru- verðið hefur að sjálfsögðu hækkað mikið vegna kostnaðar- verðbólgunnar, sem geisar, en mestar hafa sveiflurnar á verði búvöru verið þegar ríkisstjórn- in er að brevta skipulags- og stefnulaust niðurgreiðslum, og stórhækka með þvf útsöluverð vörunnar Hefur það ýtt undir óánægju meðal neytenda, ett ekki það hvað bændur hafa fengið í sinn hlut. 4» XXX Landbúnaðurinn á mikið undir sól og regni. Sé árferði gott, verður framleiðslan ódýr- ari og á allan hátt öruggari. Hagur bænda ætti því að vera með betra móti nú í góðærinu. Á árunum 1960—1965 meðan árfeiði var tiltölulega gott, bötnuðu kjör bænda mikið. Árið 1960 voru lögfestar út- flutningsuppbætur á land- búnaðarvörur til þess að tryggja fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Áður fengu bændur miklu lægra vérð fyrir þær vörur, sem seldar voru á erlendan markáð. Með lögum um verðlagningu búvöru er til þess ætlazt, að bændur með fulla bústærð beri ekki minna úr býtum en aðrar stéttir, verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn. Árið 1964 höfðu meðaltekjur bænda hækkað mikið frá því sem áður var og voru það ár 84,3% miðað við tekjur áðurnefndra við- miðunarstétta. xxx Árið 1965 urðu tekjur bænda 86,2% og hefur tekjuhlutfallið aldrei verið bændum hag- stæðra en það ár. Eftir 1965 breyttist árferðið og kom þá strax í ljós, að hlutur bænda versnaði. Árið 1967 voru tekjur bænda 72,9% miðað við áður- nefndar stéttir. Árið 1969 73.9%. Árið 1970 voru þær 76.8% en 1972 aðeins meira eða 78.9%. Hvernig tekjuhlutfallið hefur verið 1973, liggur ekki enn fyrir. Vafasamt er að það hafi batnað, þrátt fyrir gott ár- ferði, vegna mikilla kostnaðar- hækkana i búrekstrinum. Enn vantai' mikið á til þess að ná þvi tekjuhlutfalli, sem var 1964 og 1965. Ef árferði verður gott áfram, ætti aðstefna i rétta átt livað þetta sncrtir. þótt verð- bólgan tefji að sjálfsögðu fyrir hagsbótum i landbúnaði eins og á öðrum sviðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.