Morgunblaðið - 19.01.1974, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974
—
SOLIN
Athugasemd:
Stelpa
svarar
strák
Þetta kort sýnir þá afstöðu jarðar, tungls og sólar, sem leiðir til
óvenjumikilla flöða.
Fimm stór-
flóð 1974
Áttunda janúar siðastliðinn
var varað við því, að ef veður
yrði vont mætti búast við mikl-
um flóðum. Menn voru hvattir
til að binda báta sína vel í höfn-
um og hyggja að eignum við
sjávarsíðuna ef einhverjar
væru. Sams konar aðvaranir
verða væntanlega sendar út 6.
og 7. febrúar næstkomandi og
svo aftur um 19. júlí og 17.
ágúst en þá má búast við jafn-
veí enn meiri flóðum.
Það er aðdráttarafl tunglsins,
sem hefur mest áhrif á sjávar-
föll á jörðinni og sólin hefur
þar einnig nokkur áhrif. Þegar
brautir þessara þriggja hnatta
færa þá í nokkurnveginn beina
línu eru breytingar á sjávarföll-
um miklu meiri en venjulega.
Það er kallað stórstraumur og
gerist tvisvar í mánuði, þegar
tungl er fullt og þegar það er
nýtt.
Háflæðin geta svo orðið
ennþá meiri þegar tunglið er
næst jörðu og aðdráttarafl þess
þar af leiðandi sterkara. Það er
þetta, sem gerist á fyrrnefnd-
um dögum á árinu 1974 og þá
verður sólin líka hvað rtæst
jörðu og hnettirnir þrír verða í
nær beinni línu. (Ef þeir væru
í alveg beinni línu yrði tungl-
myrkvi.).
Þessi háflæði eru í sjálfu sér
ekki nægileg til að valda nein-
um teljandi flóðum, en slæmt
veður, rok, getur haft alvarleg-
ar afleiðingar. Einn af vísinda-
mönnum bandarísku hafrann-
sóknastofnunarinnar minnti á
að á „venjulegu" háflæði í
marz 1965 var mikið hvass-
viðri og risu þá öldurnar
9.5 fet upp f.vrir venjulega
fjöru. Flóðin, sem af þessu
leiddi, kostuðu fjörutíu
manns lífið og eignatjón
á austurströnd Bandaríkjanna
var metin á hálfan millj-
arð dollara. Sem betur fer er
þetta ekki algengt því visinda-
menn segja, að svona eða svip-
uð þessu hafi afstaða hnattanna
verið á aðeins 20 dögum síðast-
liðin 300 ár.
— Hálfónýt
Akureyringar ekki of ákafir að
borga Iánin, þar sem ríkisstofnun
hannaði vörubryggjuna, og ætti
því að bera nokkra ábyrgð á gerð
hennar. — Nú er hins vegar
ákveðið, að vinna við gerð
bryggjunnar hefjist á ný í vor, og
hefur verið veitt fé til þess.
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á
Akureyri, sagði i gær, að upp-
skipunaraðstaða á Akureyri hefði
löngum verið mjög slæm, og með-
an svo væri, þá væri útilokað, að
bærinn gæti orðið sú upp-
skipunarhöfn, sem æskilegt væri.
Og það þyrfti að bæta alla hafnar-
aðstöðu á Akureyri, því sérstaka
höfn þyrfti að byggja fyrir skip,
sem væru í viðgerðum, ásamt
fiskihöfn. Vörubryggjan stæði á
Oddeyrínni sunnanverðri, og upp-
haflega hefði bi-yggjan verið
byggð þannig, að steinsteypu-
staurar voru reknir niður, Var
það m.a. gert til að minnka
frákast við bryggjuna, en dönsku
sérfræðingarnir legðu nú til að
stálþil yrði rekið niður.
Sagði Bjarni, að áður en
Akureyrarbær hæfi greiðslur á
lánum vildu forráðamenn
bæjarins fá einhverja skýringu
frá ríkinu á þessu máli, þar sem
ríkisstofnun ætti hér hlut aðmáli.
Hann sagði, að ráð væri fyrir því
gert, að Eimskipafélagið hæfist
handa við að reisa sína vöru-
skemmu á næsta ári, og þyrfti
sennilega að færa skemmuna um
nokkra metra, en þrátt fyrir það
væri hægt að nota megnið af
undirstöðum hússins undir
bygginguna.
— Ekki tókst Morgunblaðinu
að ná í Aðalstein Júlíusson vita-
og hafnamálastjóra í gærkvöldi til
að fá álit hans á þessu máli.
Það hlýtur víst að vera ég gamla
konan, sem þingstrákurinn, pilt-
hrúturinn og ,,hefðarherrann“
Pétur Sigurðsson, svo notað sé
hans eigið orðbragð, á við í Mbl.
17. janúar vegna smáfrétta Þjóð-,
viljans um undirskriftasafnanir á'
Hrafnistu. '
Þótt mér þyki heiður að því að |
verða aðnjótandi meðfæddrar
kurteisi þessa þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, þá verður að játa,
að ég er á ekki nema hálft lofið
skilið, þar sem tilvitnuð grein
Þjóðviljans 16. janúar er ekki
skrifuð af mér, heláur ritstjóra
blaðsins, enda ekki merkt mínum
stöfum (—vh). i
Hins vegar á ég öll hrósyrði
hans skilin fyrir klausuna um
fóstureyðingafrumvarpið 15. jan-
úar. Og ég vil ítreka þá skoðun,
að ég tel óeðlilegt og ósmekklegt,
að forstöðufólk á vinnustöðum
eða sjúkrahúsum hafi forgöngu
um söfnun undirskrifta, t.d. með
eða móti her, með eða móti fóstur-
eyðingum eða um önnur umdeild
og viðkvæm mál. Hvernig þætti
mönnum t.d. ef læknar gengju
með slíka undirskriftalista meðal
starfsfólks og sjúklinga?
Þessu meginatriði í mínum að-
finnslum svarar Pétur Sigurðsson
ekki einu orði. Hann hefur trú-
lega litla persónulega reynslu af
þvi, i hvaða mynd skoðanakúgun
birtist gagnvart launþegum og
lægra settom. Hins vegar virðist
honum býsna vel kunnugt um
stjórnmálaskoðanir starfsfólks á
Hrafnistu sl. 13 ár, hvernig sem
hann hefur aflaö sér þeirrar
þekkingar.
Vilborg Haröardóttir
blaðamaður.
Aths. ritstj.: Þær upplýsingar
blaðakonunnar, að ritstjóri Þjóð-
viljans hafi sjálfur ritað greinina
um fólkið á Hrafnistu, munu ekki
fara fram hjá neinum.
— Námskeið
Framhald af bls. 22
Veruleikinn í heimi barnsins og
á sjónvarpsskjánum (27. jan.— 1.
febrúar).
Félagslegt uppeldi í lýðháskól-
um (3.—9. marz).
Hvað er fasismi? (21.—27.
apríl).
Afbot og þjóðfélag (19.—25.
mai).
Hvað er norræn samvinna?
(9.—14. júnf).
Loks verður efnt til námskeiðs
um ný viðhorf í starfsemi |
lýðháskóla (25.—31. ágúst).
Nánari upplýsingar um framan-
greind námskeið má fá i mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Myndin er af æfingu á „Liðinni tíð“, sem frumsýnt verður I
Leikhúskjallaranum nk. þriðjudagskvöld. T.f.v.: Þóra Friðriksdótt-
ir, Erlingur Gfslason og Kristbjörg Kjeld.
Nýtt leiksvið, nýr salur
FRÁGANGI á hinu nýja sviði
Leikhúskjallarans er nú lokið og
verður fyrsta verkið á sviðinu
fullfrágengnu frumsýnt nk.
þriðjudagskvöld. Er það leikritið
„Liðin tíð“ eftir brezka leikskáld-
ið og leikarann Harold Pinter.
Á fundi með fréttamönnum
sagði Sveinn Einarsson þjóðleik-
hússtjóri, að hér væri um að ræða
meiriháttar viðburð í starfsemi
Þjóðleikhússins, þar sem I raun-
inni væri verið að opna nýtt leik-
hús, sem byði upp á mikla mögu-
leika í flutningi leikverka, m.a.
með nánari tengslum milli áhorf-
enda og leikara. Hægt er að
breyta sviðinu þannig, að bæði
má notast við hringlaga sæti i
salnum og borð, en það byði svo
aftur upp á möguleika til kaba
rettsýninga o.þ.h. Sagði Sveinn,
að þannig yrði reynt að nota svið-
ið til að ná til áhorfenda á annan
máta en tíðkazt hefur. Gat hann
þess og, að stefnt yrði að því að
nota sviðið í þágu íslenzkrar leik-
ritunar.
Leikritið „Liðin tið“ er annað
verkið eftir Harold Pinter, sem
tekið er til sýningar hér á landi.
Leikritið var frumsýnt í London
árið 1971 og hefur síðan farið víða
um heim og hlotið góðar undir-
tektir. Persónur eru aðeins þrjár,
hjón og gömul vinkona konunnar.
Gerist leikurinn allur á heimili
þeirra hjóna og er á yfirborðinu
einföld saga, þótt söguþráður
verði ekki rakinn auðveldlega.
Fjallar verkið um sálræn átök
innbyrðis valdabaráttu eigin-
mannsins og vinkonunnar um
hylli eiginkonunnar.
Leikstjóri er Stefán Baldursson
— Verkalýðs-
hreyfingin
Framhald af bls. 32
pólitiskum störfum en því verk-
efni, sem hann átti að vinna að.
Samfara þessari neikvæðu
þróun í málefnum félagsins
hefur allur tilkostnaður við
starfrækslu þess margfaldazt
frá því sem áður var. Þótt við
vitum ekki enn, hvernig staðan
er eftir s.l. ár, er ljóst, að fjár-
munum hefur verið sóað í öðr-
um tilgangi en þeim að vinna að
hagsmunum félagsfólks í
Einingu. Sem dæmi um vinnu-
brögðþessara manna má nefna,
að við vorum að hafa fregnir af
þvi rétt áðan, að búið væri að
prenta Einingarblaðið, sem
hefur eingöngu verið félags-
blað og helgað málefnum
félagsins, en við reiknum með,
að í þessu blaði verði einhver
áróður og óhróður um fólk á
B-listanum, a.m.k. þurfti að
vinna við prentun blaðsins að
nóttu til.
— Það fólk sem skipar B-list
arin er úr öllum stjórnmála-
flokkum, það er ekki valið eftir
flokkslínu heldur er um að
ræða félagsfólk, sem vill mót-
mæla starfsaðferðum þeirra
manna, sem ráðið hafa félaginu
að undanförnu. Má segja, að
með þessu framboði vilji fólk
hrista af sér einokunaraðstöðu
Jóns Ásgeirssonar og félaga
hans, en þeirri aðstöðu hafa
þeir beitt alveg miskunnarlaust
í pólitísku skyni. Þött þeir
reyni á lævísan hátt að koma
því inn hjá fólki, að þeir séu
ópólitískir, þá vita allir, að það
vakir ekkert fyrir þeim nema
eitt. Hafi einhver andmælt
þeim og vinnubrögðum þeirra í
félaginu, hefur sá hinn sami
verið talinn óhæfur meðöllu og
hafa þessir menn ráðizt á mig
vegna þess, að ég hef haldið
uppi andófi gegn þeim, talið, að
þeir hafi stigið skref aftur á
bak i starfi Einingar og unnið
verkalýðshreyfingunni tjón á
allan hátt. Það er mín skoðun,
að verkalýðshreyfingin verði
því aðeins sterk, að hún sé sam-
stillt í kjarabaráttunni, enda
sýnir það sig nú, að samningar
hafa gengið ver en nokkru
sinna fyrr, og forráðamenn
félagsins hafa ekkert getað
sýnt í verki.
— Ég vil segja það að lokum,
sagði Jón Helgason, að ég er
bjartsýnn á úrslit stjórnar-
kosninganna í Einingu. Eg
held, að það fólk, sem hefur
skipað sér í okkar hóp, sé bjart-
sýnt og einhuga um að hrinda
þessum mönnum frá áhrifum í
félaginu.
2. SQL, JÖRÐ OG TUNGL /
HÉRUMBIL I BEINNI I
6.-7. febrúar
JÖRÐIN
TUNGLIÐ
/ \
18. Janúar |
3. JÖRÐIN, MEO ÞVÍ
NÆSTA SEM HÚN
KEMST SÓLU
I 1. TUNGLIÐ,
\ MEÐ ÞVÍ NÆSTA
SEM ÞAÐ KEMST
. J JÖRÐU
Málverka-
sýning
í Galerí
SÚM
A LAUGARDAG opnaði Hall-
mundur Kristinsson málverka-
sýningu í Galerí SUM og er þetta
fyrsta einkasýning hans. Mynd-
irnar eru gerðar á árunum
1969—'74 og eru flestar unnir
með olíulitum á ýmiss konar efni.
Þá eru nokkrar myndanna með
rituðum texta.
Sýningin enopin daglega frá kl.
4—10 siðdegis til 30. janúar. —
Myndin er af Hallmundi við eitt
af verkum sinum.
— Kominn
Framhald af bls. 3
stúdentar séu ekkert mjög
hressir núna. Helgi sagðist vita
um iðnfyrirtæki, sem hann
vildi ekki nafngreina, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir blm. Þar
væru starfandi um fimmtíu
manns, sem væru á öllum aldri
og úr öllum flokkum, og ynni
það bæði við framleiðslustörf
og skrifstofustörf. Allir hefðu
skrifað undir að þremur undan-
skildum.
Helgi bætti við að lokum:
— Annars þarf varla að
spyrja fólk — það er nóg að
fylgjast með leiðaraskrifum
Þjóðviljans þessa dagana. Þau
nægja til að sannfæra hvern
sem er, enda þekki ég tvo
flokksbundna Alþýðubanda-
langsmenn, sem skrifað hafa
undir þennan móðmælalista.
— Og svo var hann þotinn
með listann undir hendinni.