Morgunblaðið - 19.01.1974, Síða 32

Morgunblaðið - 19.01.1974, Síða 32
Prentum stórt sem smátt B Freyjugötu 14' Sími 17667 nucLvsmcnR ^^-»22480 LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 Pólveriar kaupa ekki loðnumjöl ajáaÉ i' :; v | jjMj • . /’ ..v SAMNINGAVIÐRÆÐUR við Pól verja, sem staðið hafa yfir í Reykjavfk undanfarna daga, strönduðu í gærkvöldi, ug munu samningamennirnir pólsku halda heim á morgun án nokkurs samn- ings. Það verð, sem Pólverjarnir vildu kaupa loðnumjöl á, var alis kostar óraunhæft miðað við verð- lag, sem er á loðnumjöli í dag, að því er Gunnar Petersen einn samningamanna tjáði Mbl. Þegar pólska samninganefndin Krónan fellur enn miðað við dollar BANDARÍKJADOLLAR heldur áfram að styrkjast og í fyrradag féll krónan miðað við dollar um eina krónu eða um 1,1% og hefur þá lækkun krónunnar gagnvart dollar frá áramótum numið hart- nær 4% Að öðru leyti hefur verið um míklar sveiflur að ræða í gjaldeyrismálum, þótt þar hafi ekki verið um nein stórstökk að ræða. Dönsk króna hafði t.d. lækkað miðað við krónuna og var f gær komin í 12,86 krónur sölu- gengi. Sterlingspund kostaði i gær 191,10 krónur og hafði þá lækkað um nærri 2% frá áramót- um miðað við íslenzka krónu. kom til landsins, bjuggust menn við, að fljótlega tækist að gera sölusamning, þar eð Pólverjar höfðu látið í ljós mikinn áhuga á að kaupa mikið magn loðnumjöls, áður en þeir komu til landsins. Var jafnvel talað um -A hluta alls loðnumjölsins. Á síðastliðnu ári keyptu Pól- verjar 25 þúsund lestir af loðnu- mjöli, og var búizt við því, að þeir myndu jafnvel kaupa meíra nú. Mjölútflytjendur eru, þrátt fyrir þetta, bjartsýnir á að geta selt mjölið, en talið er, að það geti tekið nokkurn tíma að semja um sölu á því magni, sem gert var ráð fyrir, að Pólverjarnir keyptu. Leikur í snjó — Sv. Þorm. 300 milljón króna hagnaður ríkis- sjóðs vegna hækkaðs bensínverðs FYRIRSJAANLEGT er nú, að verð á bensínlítra verði komið upp í allt að 32 krónur eftir 6 til 7 vikur og í síðasta lagi í aprflmán- uði og er þá aðeins miðað við þær verðhækkanir á heimsmarkaði, Börkur og Magnús með 750 lestir til Neskaupstaðar TVEIR bátar komu með loðnu til Neskaupstaðar í gær. Voru það Börkur, sem var með 550 lestir og Magnús með 200 lestir. Mjög mikil atvinna er nú í Nes- kaupsstað, því skuttogararnir hafa fiskað ágætlega að undan- förnu, og ekki verður atvinnan minni nú, þegar loðnan er komin Emerson Lake og Palmer á listahátíð? VONIR standa nú til, að unnt verði að fá eina frægustu popp- hljómsveit heims, Emerson, Lake & Palmer, til þess að koma hingað til lands á listahátfðina í sumar. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar framkvæmdastjóra listahá- tfðar er málið enn á umræðustigi, en fvrr í vetur sýndi hljómsveitin áhuga á íslandsför með hljóm- leikahald á listahátfð fyrir aug- um. Jasper Parrott umboðsmaður Vladimir Ashkenazys f London vinnur nú að því fyrir hönd lista- hátfðar að fá allar upplýsingar um kostnað, tímasetningu o.s.frv., og taldi Jón Steinar iíklegt, að Ijóst yrði um næstu mánaðamót, hvort af komu hljómsveitarinnar gæti orðið og með hvaða skilmál- um. Verður þá tekin ákvörðun um hugsanlegt hljómleikahald. Nánar verður sagt frá Emerson, Lake & Palmer á Slagsíðunni f blaðinu á morgun. í fyrrinótt var bræla á miðun- um úti af Norðfjarðarhorni, en þegar leið á morguninn lægði nokkuð, og fóru bátarnir þá að kasta. Sjór var nokkuð þungur og áttu sumir í hálfgerðum erfiðleik- um með að draga. Spáð var batn- andi veðri á miðunum í gær- kvöldi, og ef loðnan hefur haldið sig ofarlega í nótt, ættu bátarnir að hafa fengið einhvern afla. sem kunnar eru í dag. Bensínlítr- inn kostar nú 26 krónur og hækk- aði í þá krónutölu 8. desember sfðastliðinn úr 23 krónum. Þegar bensfn verður komið upp í 32 krónur hefur það á örfáum mán- uðum hækkað um hartnær 40%. Öll þessi hækkun er sögð stafa af olíukreppunni f heiminum. Tekjur ríkissjóðs og vegasjóðs af bensínsölu munu verða á árs- grundvelli, er þessi hækkun hef- ur átt sér stað 1.8 milljarðar, og vegna þessara hækkana aukast þær um 300 milljónir króna. Öll sú hækkun fer í ríkissjóð. A þenn- an hátt hagnast ríkissjóður mjög á oliukreppunni. Vegasjóður fær hins vegar á ársgrundvelli 987 milljónir króna, og breytist sú tala ekki við hækkun heimsmark- aðsverðs, þar sem gjaldið af hverjum lítra er föst krónutala, 9,87 krónur, en bensínsala hér- lendis er á ársgrundvelli umlOO milljónir lítra. Vegasjóðsgjaldið var hækkað fyrir rúmu ári um 2 krónur á lítra. Bensíntollur er 50% af innkaupsverði. Þegar bfleigandi kaupir einn lftra af bensíni greiðir hann í opinber gjöld 16,13 krónur og er þá vegasjóðsgjaldið inni- falið, en það er eins og áður sagði 9,87 krónur. Þegar fyrirsjáanleg hækkur er komin, greiðir bíleigandinn 18 krónur eða um það bil í opinber gjöld. Þá má geta þess, að þegar bensínlítrinn hefur náð 32 krón- um, hefur hann hækkað um ná- kvæmlega 100% frá sumri 1971. Stofnanir flytjast til Vestmannaeyja NÚ hefur verið ákveðið, að aðset ur embættis bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, sem verið hef- ur í Reykjavík frá því að eldgos hófst í Heimaey, flytjist frá og með 1. febrúar nk. til Vestmanna- eyja. Mun embættið frá þeim tfma framkvæma allar embættis- athafnir í Vestmannaeyjum. Jón Helgason, formannsefni B-listans í Einingu: Verkalýðshreyfingin verði sterk og samstillt í kjarabaráttunni í DAG og á morgun fara fram kosningar til stjórnar verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri, og er þetta f fyrsta skipti um langt árabil, sem tveir list- ar koma fram við stjórnarkjör. Kosningin fer fram f dag f Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 10—19, en á morgun, sunnu- dag, er kjörstaður opinn kl. 10—18. Morgunblaðið hefur snúið sér til Jóns Helgasonar, sem er formannsefni B-listans, en kosningaskrifstofa B-listans er að Brekkugötu 4, sfmar 21635 og 11425, og rætt við hann um kosninguna og ástæður þess, að hann hefur gefið kost á sér til framboðs á móti núverandi stjórn félagsins. — Það sem olli því, að ég gaf kost á mér sem formannsefni á B-listanum, sagði Jón Helgason, var þrýstingur frá því fólki, sem ég hef starfað með á s.l. 9 árum. Tilmæli til mín um fram- boð við stjórnarkjör í Einingú tók ég sem traust til mín fyrir það starf, sem ég innti af hendi í Einingu áður fyrr og færði mig því yfir i Einingu frá Sjómannafélagi Akureyrar, þar sem ég var varaformaður. Mér voru vel kunnar þær ástæður, sem leiddu til þess, að eftir því var leitað, að ég færi í þetta framboð. Það er sú óánægja, sem grafíð hefur um sig á sJ. ári, síðan Jón Ásgeirs- son tók við formennsku. Félags- fólk telur, að hann hafi ekki sinnt því verkefni og þeim kvörtunum, sem hafa borizt frá því, og það var a.m.k. sagt við mig, að meðan ég hefði verið starfsmaður Einingar hefði ver- ið brugðizt á allt annan hátt við slíkum kvörtunum en gert hefur verið að undanförnu. Þess má geta í þessu sambandi, að nú er starfslið mun fjöl- mennara en áður var og hefði það því átt að geta sinnt vanda- málum og umkvörtunum félagsfólks mun betur. Á s.l. ári voru 8 starfsmenn á skrifstofu Einingar.en voru aðeins 4 áður fyrr. Á s.l. vetri var ráðinn maður á skrifstofuna, Helgi Guðmundsson, sem ekkert þekkti til þessara starfa. Hann hefur meira verið í pólitiskum hugleiðingum en að vinna að hagsmunamálum verkafólks hér fyrir norðan. Enda telur fólk, að hann hafi sinnt meira Framhald i bls. 20. Þá mun Útvegsbankinn í Vest- mannaeyjum flytja aðalstöðvar sinar til Eyja 20. janúar. Af- greiðsla verður áfram í aðalbank- anum í Reykjavík og veitir Sig- hvatur Bjarnason gjaldkeri henni forstöðu. Víxlar sem greiðast eiga í Útvegsbankanum í Vestmanna- eyjum með gjalddaga 29. janúar eða síðar, eiga að greiðast í Vest- mannaeyjum. Útibússtjóri eða fulltrúar hans munu hafa viðtöl hálfsmánaðarlega einn til tvo daga í senn í aðalbankanum í Reykjavík, og mun það verða til- kynnt síðar, að því er segir í til- kynningu frá bankanum. Jafn- framt munu starfsmenn af- greiðslu útibúsins i Reykjavík hafa milligöngu um afgreiðslu ýmissa mála viðskiptavina bankans. HÆTTULEG UR LEIKUR BÖRN ogunglingar nota snjóinn gjarnan til ýmissa skemmtana. Ein er sú skemmtan, sem er öðr- um hættulegri, að það er að hanga aftan i bifreiðum á ferð. Viða eru mikil brögð að þvf, að börn leiki þennan hættulega leik. Lögreglan á Akranesi hefur t.d. undanfarið átt í miklum brösum með þetta, og leggur hún ríka áherzlu á, að foreldrar brýni fyrir börnum sín- um, hversu hættulegt þetta uppá- tæki getur verið, og svo að fólk virði útivistartíma barna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.