Morgunblaðið - 02.02.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 02.02.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 17 A rgen tína dauðadœml land „ÉG elska Argentínu. .. en ég á enga von landinu til handa.“ .4 þessa leið fórust Jorge Luis Borges, einum kunnasta rithöf- undi Suður-Ameríku orð f við- tali við Ann Scott, blaðakonu bandaríska tímaritsins NEWSVVEEK fyrir sköminu. Borges er löngu frægur um heim allan fyrir sinn sérkenni- lega skáldskap, og hann hefur eins og menn muna komið til tslands, enda mikill áhugamað- ur um norrænar fornbók- menntir. En Jorge Luis Borges er einnig einn af fáum Argentínumönnum, sem hafa þorað að vera ómyrkir í máli í garð Juan Perons forseta og stjórnarhátta hans. Eftirfar- andi er viðtal NEVVSVVEEKS við Borges: — Þjáðust þér mjög fyrst, er Peron \ar \ið völd? — Þeir handtóku móður mína og systur fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum, ög þeim tókst að bola mér frá litla starfinu mínu við L'andsbóka- safnið. Eftir að þeir höfðu rekið mig buðu þeir mér stöðu yfir- manns alifuglaræktar. Auðvit- að var það aðeins móðgun, — ríkisstjórnarfyndni. — Hafiðþér orðið fyrir óþæg- indum nú, þegar Peron er aftur við völd? — Alls ekki; ég hef ekkert samband haft við ríkisstjórn- ina. Þeir vita, að ef þeir gera mér mein mun það valda al- þjóðlegri mótmælaöldu. Og ég hef hjálpað þeim. Ég hef vakið athygli heimsins frekar á Argentinu, og með því að segja af mér stöðu minni sem for- stöðumaður Landsbókasafnsins mánuði áður en þeir tóku við valdataumunum, sléppti ég þeim við þau vandræði að verða að reka mig. Mér fannst afsögn heiðarlegustu vinnubrögðin. — Hvað finnst yður um nú- verandi ríkisstjórn Perons? — Vinir mínir, sem eru að hjálpa mér með bókina mfna, eru mér nú sammála um að minnast ekki meir á stjórnmál einu orði. En ýmislegt getur gerzt hér. Þér megið taka skýrt fram, að ég er andvígur þessari rikisstjórn. — Það hefur verið sagt, að Argentína eigi sér enga sál. Haldið þér, að Peron geti hjálp- að þjóðinni til að eignast mynd af sjálfri sér? — Peron er annars flokks maður. Hann er ekkert sér- stakt, ekkert, sem skiptir máli. Þegar hann deyr verður eins og ekkert hafi gerzt. Hann mun engin áhrif hafa á þetta land. — Getið þér þá skýrt hvers vegna meir en 60% þjóðarinn- ar studdu hann f sfðustu kosn- ingum? — Studdu þau hann í raun og veru? A fyrsta valdatíma hans vildi enginn segja, að hann Viðtal við rithöfundinn Jorge Luis Borges styddi hann; menn varu hrædd- ir um að verða að athlægu Nú styðja allir hann. Menn eru að- eins á höttunum eftir atvinnu. — Eru ekki Suður-Ameríku menn hrinfnir af þriðja-heims heimspcki hans? — Það er brandari að kalla Peronisma heimspeki. Enginn hugsar um hreyfingu Peronista, heldur um eigin hagi því hvað þeir fá út úr henni. Það er ekki unnt að taka Peronisma alvarlega, eins og kommúnisma til dæmis. Ég er ekki kommúnisti, en hann hefur þó að minnsta kosti ákveðna hugmynd til grundvallar, með ljósri heims- mynd. Peronismi er ekki ein- lægur þannig. — Haldið þér að hinir vinstri sinnuðu skæruliðar hér séu einlægir? — Þeir eru aðeins f lækingar, glæpamenn — ekkert meira. En raunar er ég sjálfur ,,gorila“ (orð vinstri manna í Suður- Ameríku yfir hægri sinna, sem leggja mikið upp úr lögum og reglu). — Hvað finnst yður um Isabel Peron, hinn nýja vara- forseta Argentínu? — Lélegur staðgengill Evu. Lfka götudrós. Sú fyrsta dó, veslingurinn, svo að þeir sögðu, að við yrðum að finna einhvern f staðinn. Það er auðvelt að finna staðgengla götudrósa. — Hvernig teljið þér, að hin nýja ríkisstjórn muni hafa áhrif á menningu Argentínu — leiklist, listir, bókmenntir? — Eg er aldrei i leikhús, en mér skilst, að þeir séu að reyna að gera þau eins argentísk og þeir geta, — sem þýðir að það verður allt tóm tilgerð. Það er ekki til nein argentfnsk menn- ing. Það er háð i því að tala um menningarstigið hér. Stigið er mjög lágt.Og nú munþaðverða verra. Á siðustu árum hefur til dæmis verið mjög erfitt að flytja erlendar bækur til Argentínu. Nú er jafnvel hugsanlegt að þeir muni tak- marka innflutning blaða og tímarita. N — Margir argeutínskir rit- höfundar, t.d. Manual Puig, hafa fengið mjög góðar viðtök- ur f Evrópu og Bandaríkjunum. Spegla verk þeirra ekki þróaða menningu? — Ég hef aldrei lesið Puig — þegar ég frétti að hann hefði skrifað bók, sem nefnist „Boquitas Pintadas" („Litlar málaðar varir“) sagði ég, því- líkt þvaður. — Svo að þér teljið, að Argentína eigi sér engasál? — Eg elska þetta land — öll fjölskylda mfn hefur verið héð- an, kynslóð eftir kynslóð. En það er talað um þjóðareinkenni — hvaða þjóðareinkenni. „Gauchoana"? Það er meira af þeim í Brazilíu og Uruguay en í Argentínu. La Boca (lítríkt ítalskt hafnarhverfi í Buenos Aires)? Það er italía. Eg hef aldrei komið þar á ævinni. — Hvað teljið þér, að fram- tíðin beri I skauti sinu fyrir Argentínu? — Þetta var fyrsta latneska landið fyrir 50 til 60 árum; nú er það hið síðasta. Peset- inn er ekki mikils virði, bókmenntirnar eru ekki neitt, borgin er sóðaleg. Eg hef enga von landinu til handa. Fólkið brosir ekki, það yglir sig, og nú er það byrjað á að drepa hvert annað. Enginn vill lifa eða vinna úti í landi. Allir vilja skrifstofu- vinnu í borginni; lftill draumur það. Peron lofar þessu, — öruggu opinberu starfi. Þess vegna hefur hann stuðning. Og hann er ríkur.maður, og þannig vilja allir verða. Framhald á bls. 29. Ingólfur Jónsson: Verði jarðlagafrumvarpið að lögum er valdið dregið frá heimamönnum Frumvarp til jarðalaga er til meðferðar í efri deild Alþingis. Landbúnaðarráðherra virðist hafa áhuga fyrir því, að frum- varpið verði að lögum á yfir- standandi þingi. Búnaðarþing fjallaði um frumvarpið á liðnu ári, og átti það miklu fylgi að fagna þar. Ekki er að efa, að margir alþingismenn hafa ým- islegt við frumvarpið að at- huga. Er óliklegt, að það nái fram að ganga, nema veigamikl- ar breytingar verði á því gerð- ar. Gert er ráð fyrir, að Land- nám ríkisins verði lagt niður, en þau mál, sem sú stofnun hefur á hendi, verði flutt að mestu leyti til landbúnaðar- ráðuneytisins og búnaðarfélags íslands. Ekki verður séð, að sparnaður eða vinnuhagræðing náist með þeirri breytingu. Landnám ríkisins hefur fátt starfslið og takmarkað hús- næði. xxx í þeirri stofnun er vel unnið að margþættum verkefnum. Það væri óraunhæft að reikna með sparnaði í mannahaldi og húsnæði, þótt Landnám ríkisins yrði lagt niður, ef ætlazt er til, að unnið verði að þeim verk- efnum, sem stofnunin hefur á hendi. En þau verkefni eru margvísleg og mikilvæg. Má m. a. nefna skipulagsmál i strjál- býli, sem mótuð voru með lög- um um stofnlánadeild land- búnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Land- nám rikisins hefur unnið að framkvæmd málsins með góð- um árangri. Jarða- og ábúenda- skrá er þegar orðinn grundvöll- ur að skráningu i lífeyrissjóð bænda og til viðmiðunar, þegar lán eru veitt úr stofnlánadeiId landbúnaðarins. Einnig vinnur stofnunin að því að gera land- búnaðaráætlanir. xxx Byrjað hefur verið á landa- merkingum i samstarfi við ýms- ar aðrar stofnanir. Grunnkorta- gerð yfir landið allt, gróður- greining og skráning lands er nauðsynleg til undirbúnings eiginlegu skipulagsstarfi á ein- stökum jörðum. Lög um Land- nám rikisins ákvarða verksvið stofnunarinnar og erþað miklu viðtækara en hér hefur verið nefnt. Landnám ríkisins sér um reikningshald fyrir heyköggla- verksmiðjurnar i Gunnarsholti, Hvolsvelli og í Dalasýslu. Land- námsstjóri og fulltrúi hans eru i stjórnum verksmiðjanna ásamt heimamönnum, þar sem verksmiðjurnar eru starfrækt- ar. Stjórnunar- og skrifstofu- kostnaður með því fyrirkomu- lagi hefur reynzt ótrúlega litill. Væri það mikill skaði, ef breyt- ing yrði gerð á þvi fyrirkomu- lagi, eins og landbúnaðarráð- herra hefur lagt til i frumvarpi um heykögglaverksmiðjur rík- isins. Þar er gert ráð fyrir einni stjórn yfir öllum verksmiðjun- um. Með þeim hætti nýtist ekki þekking heimamanna, en oý stofnun með skrifstofuliði yrði stofnsett i Reykjavík. xxx Vonandi næst samkomulag um það á Alþingi, að Landnám ríkisins starfi áfram eins og að undanförnu og horfið verði frá þvi að gera breytingar, sem gæti orðið til tjóns g kostnaðar- auka. Jarðalagafrumvarpið ger- ir ráð fyrir, að stofnuð verði 23 byggðaráð með 69 mönnum og jafnmörgum til vara. Kostn- aður við byggðaráðin greiðist að hálfu úr rikissjóði og að hálfu af viðkomandi sýslufél- ögum og búnaðarsamböndum. Byggðaráðin eiga að hafa víð- tækt vald til ráðstöfunar á jörð- um og jarðahlutum. Þau eiga einnig að hafa á hendi vissa þætti skipulagsmála, svo sem úthlutun lands undir sumarbú- staði og til ræktunar og al- mennra nota. Byggðaráð verður ný stofnun með sérstöku skrifstofuhaldi og væntanlega allmiklum kostn- aði. Með stofnun byggðaráða eru sveitarstjórnirnar snið- gengnar og margháttuð völd, sem sveitarstjórnirnar hafa lengi haft, eru af þeim tekin. Landshlutasamtök og sveitar- stjórnarsambönd hafa verið stofnuð. Þau eru til aðstoðar sveitarstjórnunum. Byggðaráð- in eru því óþörf og aðeins til kostnaðarauka. Talsmenn jarðalagafrumvarpsins telja nauðsynlegt að lögfesta það til þess að koma i veg fyrir brask með jarðir og tryggja, að jarðir haldist í byggð. XXX Ekki verður séð, að frum- varpið geti náð þeim tilgangi, þótt að lögum yrði. Sveitar- stjórnir hafa þau völd lögum samkvæmt, að lagt er til, að byggðaráðin fái. Það er mikils virði fyrir sveitarfélögin, að góðar jarðir haldist I ábúð. Það mætti e. t. v. tryggja eðlilega ábúð jarða betur en verið hefur með þvi að gera ábúðarlögin nokkuð ákveðnari og auðvelda með þvi sveitarstjórnum að hyggja jarðir hæfum mönnum, hver sem kann að eiga jörðina. Ef jarðareigendum vrði full- komlega Ijóst, að skylt væri að halda jörðum i ábúð með hæfi- legum leigukjörum og nauðsýn- legu frjálsræði ábúenda um framkvæmdir, er brostinn sá grundvöllur, sem ýmsir telja, að verið hafi fyrir braski með jarðir. Það væri ekki rétt að afgreiða jarðalagafrumvarpið á þessu þingi. Það þarf að breyta þvi verulega, in. a. til þess að Ifýggja völd heimamanna. Einnig virðist vera nauðsyn- legt, að skipulagslögin verði endurskoðuð á sama tíma, til þess að tryggja samræmi i lög- gjöf uin jarðamál og skipulags- mál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.