Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
31 skip með afla
þrátt fyrir lönd-
unarerfiðleika
ENN ER nokkur loðnuveiði
þrátt fyrir gífurlega lönd-
unarerfiðleika. Skipin þurfa
nú oft að bíða í 2—3 sólar-
hringa eftir löndun, og ástandið
versnar með hverjum deginum
sem líður. Frá því ki. 20. í fyrra-
kvöld til kl. 19.00 í gærkvöldi
tilkynnti 31 skip um afla til
loðnunefndar, samtals 5500 lestir.
Flest fóru skipin á Austfjarða-
hafnir, en mörg ætluðu að reyna
að koma loðnunni í frystingu á
Ekið á kyrr-
stæða bifreið
AÐFARARNÖTT sunnudagsins
9. febr. sl., frá kl. 01 til kl. 09 um
morguninn, var ekið á bláa Ford
Escort-bifreið, R-33563, við Grett-
isgötu 20 og vinstra afturbretti
hennar dældað og rifið. Þeir, sem
kynnu að geta gefið upplýsingar
um ákeyrsluna, eru beðnir að láta
lögregluna vita.
Suðvesturlandshöfnum, en það
gekk misjafnlega af ástæðum,
sem frá er greint annars staðar f
blaðinu.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla: Skagaröst KE með 55 lestir,
Hilmir KE 130, Fífill GK 350,
Sigurbergur GK 180, Tungufell
BA 240, Bergur VE 90, Guðrún
GK 100, Arsæll GK 140, Kópur RE
100, Haraldur AK 90, Sæunn GK
120, Halkion VE 280, Steinunn Sf
75, Þorbjörn 2. GK 70, Albert GK
120, Sigurvon 65, Gullberg VE
105, Pétur Jónsson KÓ 350, Heim-
ir SU 420, Kap, 2. VE 45, Ásborg
RE 70, Höfrungur 2. AK 60, Haf-
rún ÍS 60, Skinney SG 210,
Bjarnarey VE 50, Álftafell SU
250, Sæberg SU 250„Grímseying-
urGK 100, Baldur RE 50, Oddgeir
ÞH 140, Ljósfari ÞH 230, Hrönn
VE 50, Ottó Wathne NS 80, Dag-
fari ÞH 200, Ölafur Magnússon
EA 160, Járngerður GK 160, Von-
in KE 60, Ársæll Sigurðsson GK
90, Kap 2. VE 20, ísleífur 4. VE 80
og Venus GK 20 lestir.
Myndin er af kapalskipinu, sem unnið hefur að viðgerð vatnsleiðslunnar. Myndin er tekin, er það fór til
þe ss að kanna aðstæður fyrir nokkrum dögum. — Ljósm.: Sigurgeir.
Víðari vatnsleiðslan til Vest-
mannaeyja aftur í lag í dag?
Vestri sökk úti af Akranesi:
r
Aburðarfarmur á
dekki kastaðist til
FLUTNINGASKIPIÐ Vestri sökk
f gærmorgun um 4 sjómílur und-
an Skipaskaga. Skipverjar 8 að
tölu björguðust um borð í gúm-
björgunarbát og síðan var þeim
bjargað um borð f Harald frá
Akranesi. Bezta veður var þegar
Vestri sökk, en skipið var að
flytja áburð frá Gufunesi til
Borgarness, og mun áburður, sem
var á dekki skipsins hafa kastast
þannig að skipið lagðist á hliðina.
Skipverjar af Vestra komu til
Reykjavíkur kl. 14.15 f gær með
Akraborg frá Akranesi og vildu
þeir ekkert við fréttamenn ræða.
Voru sumir þeirra blautir og
Heiðurs-
flokkurinn
óbreyttur
hraktir og klæðlitlir. Hins vegar
náði Júlíus Þórðarson, fréttarit-
ari Morgunblaðsins á Akranesi,
tali af leiðsögumanninum í þess-
ari ferð, þegar skipbrotsmenn
komu með Haraldi til Akraness,
en það var Þórður Guðmundsson,
fyrrum skipstjóri á Akraborg.
„Við vorum á leið til Borgar-
ness með hátt f 500 lestir af
áburði," sagði Þórður, „og um 100
lestir stóðu ofanþilja á vöru-
pöllum á leigum skipsins. Þeg-
ar Vestri var staddur
úti af Róðrabaujunni, sem
er rétt fyrir utan Akranes
var stefnan sett á Borgarnes. Þeg-
ar skipið breytti um stefnu hallað-
ist það, sem svarar 10 gráðum og
við það rann áburðurinn, sem var
á pöllunum á framlúgu skipsins
út af þeim og yfir í bakborðshlið-
ina. Skipið lagðist nú enn meira
og áburðurinn, sem var á aftur-
iúgunni rann nú líka af stað og
Framhald á bls. 18
*
KAPALSKIPIÐ, sem beðið hefur
veðurs f Vestmannaeyjum, svo að
unnt yrði að tengja vatnsleiðsl-
una, sem fór sundur í gosinu, gat
framkvæmt verkið í gær. Fýrir
hádegi var lokið við að tengja
nýja viðbótarspottann við leiðsl-
una fyrir utan hraunið, en sfð-
degis f gær var leiðslan svo tengd
fyrir innan hraun. Að sögn Páls
Zophanfassonar bæjartækni-
fræðings stóðu vonir til að unnt
TRÚNAÐARMANNARÁÐ Hins
íslenzka prentarafélags felldi á
fundi sínum fyrir helgi með 13
atkvæðum gegn 7 að boða til
vinnustöðvunar hinn 19. febrúar,
svo sem önnur launþegafélög
hafa gert. Með þessu segir HlP
sig úr þeirri samstöðu, sem verið
hefur innan Alþýðusambands Is-
lands um vinnustöðvun. Þórólfur
Danfelsson, formaður HÍP, hefur
nú sagt af sér störfum formanns
félagsins, þar sem hann lítur svo
á, að afstaða trúnaðarmannaráðs-
ins sé f andstöðu við fyrri vilja
þess, m.a. er það sendi hann sem
fulltrúa sinn á kjaramálaráð-
stefnu ASt á sfðastliðnu hausti.
r
yrði að hleypa vatninu á í dag.
Páll sagði, að aðalatriðið hefði
verið að koma leiðslunni inn fyrir
Klettsnef, og hefði það tekizt í
gær. Leiðsla þessi er sú er síðar
komst f gagnið, og er hún all-
nokkru víðari en sú fyrri. Með
loðnuvertíðinni hefur vatnsnotk-
un stóraukizt í Eyjum og stóð
mjög tæpt að ekki yrði vatnsskort-
ur, þar sem aðeins önnur leiðslan
erhvergi nærri nóg.
Morgunblaðið ræddi 1 gær við
Þórólf og spurði hann um þetta
mál. Hann sagði að allt frá því að
HÍP fól formanni sfnum að vera
fulltrúi sinn á kjaramálaráð-
stefnu ASÍ hafi það verið skoðun
trúnaðarmannaráðsins, að prent-
arar ættu að eiga samstöðu með
öðrum iðnaðarmönnum í kjara-
baráttunni. Síðan sagði hann, að á
annarri kjaramálaráðstefnunni
hefðu fulltrúa prentaranna verið
falin nefndarstörf, sem fulltrúa
iðnaðarmanna og þar sagðist Þór-
ólfur hafa barist fyrir þeim hug-
myndum, sem talin voru hags-
munamál allra iðnaðarmanna.
Sagði Þórólfur, að meirihluti
Viðgerð á vatnsleiðslunni er
aðeins til bráðabirgða, þar sem
eftir er að leggja hana á þann
stað, sem hún er á að liggja á f
framtiðinni. En með því að koma
vatninu á nú er leystur sá vandi,
sem skapast fyrir fiskiðnaðinn
vegna vatnsskorts. Síðar verður
gengið frá leiðslunni til frambúð-
ar, og hún lögð á þá staði, sem
hún á að liggja á.
trúnaðarmannaráðsins hefði
ávallt verið þeirrar skoðunar, að
Prentarafélagið ætti að berjast
með heildarsamtökunum og að
það samrýmist stefnu þess á
öllum tímum.
Þörólfur sagði ennfremur, að
öllum hefði verið ljóst, að sami
tími hentaði ekki prenturum allt-
af til kjarabaráttu og öðrum stétt-
um. Flestir hefðu verið þeirrar
skoðunar, að haustið væri hinn
heppilegasti tfmi, en Ijóst hefði
verið undanfarin tvö ár, að ekki
yrði sérlega skemmtiíegt fyrir
þann formann prentarafélagsins,
sem yrði við stjórnvöl í félaginu
1973, þegar samningarnir frá
1971 rynnu út, því að þá yrðu
Framhald á bls. 18
Deilt um verkfall innan HIP
Þórólfur Daníelsson segir af sér formennsku
SAMEINAÐ Alþingi samþykkti í
gær þingsályktunartillögu um,
hverjir hljóta skyldu heiðurslaun
listamanna skv. fjáriögum fyrir
árið 1974. Er þar um að ræða hina
12 sömu listamenn og heiðurs-
launin hlutu sl. ár. Þeir eru:
Ásmundur Sveinsson, Brynjólfur
Jóhannesson, Finnur Jónsson,
Guðmundur Böðvarsson,
Guðmundur G. Hagalín, Gunnar
Gunnarsson, Halldór Laxness,
Kristmann Guðmundsson, Páll
Isólfsson, Ríkarður Jónsson,
Tómas Guðmundsson og Þór-
bergur Þórðarson.
Samtals var nú úthlutað 3
milljónum króna, og hlaut hver
framangreindra listamanna
250.000.00 kr. í sinn hlut.
Hannibal Valdimarsson mælti
fyrir þingsályktunartillögunni og
sagði hana flutta af menntamála-
nefndum beggja þingdeilda í
sameiníngu. Væri tillagan flutt í
samræmi við ákvæði í fjárlögun-
um, sem segði, að 3 milljónum kr.
skyldi verja í heiðurslaunin, skv.
ákvörðun Alþingis. í fyrra hefðu
12 listamenn hlotið heiðurslaun
og hefðu þá komið kr. 175.000,00 í
hlut hvers þeirra. Nú hækkaði
þessi upphæð í kr. 250.000,00, en
ekki væru lagðar tíl breytingar á
skipan heiðursflokksíns.
Var tillagan síðan samþykkt
með samhljóða atkvæðum.
0VEÐRH) A NORÐURLANDI
Rafmagnslaust
á Dalvík
DALVÍK var rafmagnslaus í allan
gærdag og til þess að unnt væri að
dæla heita vatninu upp úr borhol-
um Dalvíkinga, varð hitaveitan að
tengja disilrafstöð við dælurnar.
Mikið óveður var á Dalvík í gær
og kubbuðust sundur sjónvarps-
loftnet. Sáu Dalvíkingar því ekki
sjónvarp í gærkvöldi.
Tugir háspennu-
staura brotnir
Siglufirði, 12. febrúar.
EINS OG annars staðar á Norður-
landi hefur verið hér rysjótt veð-
ur með snjókomu og hvassviðri.
Línan frá Skeiðfossvirkjun er
óvirk og er ekki nákvæmlega
vitað, hve miklar skemmdir eru á
línunni, en sennilega skipta
staurar, sem brotnað hafa tugum.
Víða hafa llnur slitnað innan-
bæjar. Þó má þakka það atorku og
dugnaði rafveitustarfsmnna, að
ekki slitnuðu fleiri, því að starfs-
menn voru við alla síðastliðna
nótt að berja ísingu af loftlínum.
Þó eru Siglfirðingar ekki
rafmagnslausir, þar sem vararaf-
stöð Rafveitu Siglufjarðar er I
gangi. Þó þarf fólk að spara raf-
orku um háálagstoppana til þess
að komast hjá skömmtun.
Jafnframt þessu er verið að
undirbúa gangsetningu annarrar
dísilrafstöðvar Síldarverksmiðja
ríkisins, en hún hefur ekki verið
notuð eða gangsett síðustu 5 árin.
Von er til að þau 270 kW, sem hún
framleiðir, komi I gagnið bráð-
lega, því að fyrirsjáanlegt er, að
langan tíma tekur að lagfæra
Skeiðfosslínuna.
í morgun, þegar fólk var að fara
til vinnu sinnar, kom I ljós, að
einn vélbátur var að slitna frá
bryggju, svo og togskipið Dagný,
sem ekki var I hættu, þar sem
akker var úti. Einn 8 til 10 lesta
bátur sökk i höfninni. Mikil ófærð
er I bænum og póstbáturinn
Drangur, sem lagði af stað frá
Akureyri til Siglufjarðar, sneri
við. Veður virðist I svipinn vera
að ganga niður. — Steingrímur.
Hættu bræðslu vegna
hættu á sn jóflóðum
Seyðisfirði 12. febrúar
LOÐNUBRÆÐSLU var hætt I
síldarverksmiðju Hafsíldar á
Seyðisfirði I dag vegna hættu á
snjóflóðum. Mörg snjóflóð féllu í
morgun úr norðurhlíðum Seyðis-
fjarðar, en ekkert þeirra hefur
enn valdið tjóni. Bræðslu hjá
Hafsfld var eingöngu hætt.örygg-
isins vegna og hefst hræðsla á ný,
um leið og sýnt þykir að snjó-
flóðahættan hafi minnkað.
Fréttaritari Morgunblaðsins fór
í dag út með Seyðisfirði að norð-
anverðu og er þar hver snjóskrið-
an við aðra, sem komið hefur úr
fjallinu Bjólfi, en engin þeirra
er mjög stór. Mjög snjóþungt er .
nú á Seyðisfirði og þök á tveimur
húsum eru fallin undan snjó-
þunganum. Eru það hús, sem
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur á
leigu og notar sem véla- og tækja-
hús, en er I eigu Borga h.f. og
salthús, sem er i eigu Haföldunn-
ar h.f.
Bræðslu hjá Hafsíld var hætt
kl. 15, og var eingöngu verið að
hugsa um öryggi þeirra manna,
sem vinna þar. Keyrt var útaf
vélum verksmiðjunnar, en ekki
var slökkt á kötlum hennar og
ætlaði verksmiðjustjórinn, Krist-
inn Sigurjónsson, að vera i verk-
smiðjunni I nótt og halda heitu
undir kötlunum.
Hafsíld er búin að bræða um
5000 lestir af loðnu og I birgða-
tönkum verksmiðjunnar eru tæp-
ar 5000 lestir. I verksmiöjunni
vinna 22 menn á tvískiptum vökt-
um.
Sveinn.
Atvinnulíf á Akur-
eyri lamað vegna
rafmagnsskorts
Akureyri, 12. febrúar —
RAFMAGN hefur verið skammt-
að naumt á Akureyri sfðan
klukkan 6,30 I morgun, þegar
allur rafstraumur fór skyndilega
af bænum. Lengi vel vissi enginn
hvað olli rafmagnsleysinu, en
þegar kom fram á morguninn var
Framhald á bls. 18