Morgunblaðið - 13.02.1974, Page 16

Morgunblaðið - 13.02.1974, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasolu 22 hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100 Aðalstræti 6, sími 22 4 80. kr. á mánuði innanlands .00 kr. eintakið. 1. laugardagsmorgun gerðist sá einstæði at- burður, að íslenzkur ráð- herra, Lúðvfk Jósepsson, boðaði í miklum skyndi til blaðamannafundar til þess að afsaka það framferði Sovétríkjanna að standa ekki við gerða samninga um olíusölu til íslands og tregðu þeirra að borga heimsmarkaðsverð fyrir ís- lenzkar útflutningsafurðir á sama tíma og íslendingar borga heimsmarkaðsverð fyrir olíuvörur frá Sovét- ríkjunum. í kjölfar þessa blaðamannafundar Lúð- víks Jósepssonar birtist svo forystugrein í Þjóðvilj- anum í gær, þar sem haldið er áfram að bera í bæti- fláka fyrir afgreiðslusvik Sovétmanna og því mót- mælt, að Sovétríkin geri nú tilraunir til að beita okkur íslendinga viðskiptalegum þvingunum í því skyni að hafa áhrif á afgreiðslu varnarmálanna í ríkis- stjórn og á Alþingi. Það er út af fyrir sig dæmalaust, að íslenzkur ráðherra skuli taka að sér það verkefni að halda uppi vörnum fyrir Sovétríkin í þessu máli. Eðlilegra hefði verið, að sovézka sendiráð- ið í Reykjavík eða við- skiptaráðuneytið f Moskvu hefði sent frá sér tilkynn- ingu, þar sem því væri mót- mælt, að um viðskiptalegar þvinganir væri að ræða. En bersýnilegt er, að hvorki sovézka sendiráðið né stjórnvöld í Moskvu þurfa að gefa slíka yfirlýsingu, þar sem þessir aðilar hafa komið sér upp sérstökum talsmanni i ríkisstjórn Is- lands, Lúðvík Jósepssyni, sem gegnir hlutverki TASS-fréttastofunnar á ís- landi. í annan stað eru at- hyglisverð þau ummæli Lúðvíks Jósepssonar tals- manns Sovétstjórnarinnar á blaðamannafundinum, að það væri ,Jiættulegt“ að halda því fram, að um við- skiptaþvinganir gæti verið að ræða. Slíkar fullyrðing- ar gætu skaðað viðskipti okkar ' við Sovétríkin. Hvers vegna er það hættu- legt? Hvers vegna er hættulegt, að íslendingar velti því fyrir sér, hvernig á því stendur, að skyndileg sölutregða kemur upp á út- flutningsafurðum okkar til Sovétríkjanna og af- greiðslusvik verða á olíu- vörum frá þeim, einmitt á sama tíma og umræður um varnarmálin standa yfir hér á landi? Hvað á ráð- herrann við. Við þekkjum þess að vísu dæmi, að ná- grannaþjóð okkar, Finnar, gætir þess vandlega að segja ekkert eða gera, sem getur móðgað Sovétstjórn- ina. Þannig bönnuðu Finn- ar sýningu á kvikmyndinni Dagur í lífi Ivans Denizo- vits til þess að móðga ekki Sovétstjórnina. Sama hug- arfar virðist ríkja hjá Lúð- vík Jósepssyni, þegar hann aðvarar íslendinga um að tala ekki upphátt um hugsanlegar viðskipta- þvinganir af hálfu Sovét- ríkjanna, það geti verið okkur hættulegt og skaðað viðskipti okkar við Sovét- ríkin. Svo halda menn því fram, að ,,Finnlandísering“ geti ekki haldið innreið sína á íslandi. Svo virðist sem hún sé þegar orðin býsna áþreifanlegur veru- leiki. Það er staðreynd, sem ekki er hægt að horfa fram- hjá, að samningamönnum okkar hefur mistekizt að ná sölusamningum við Sovétríkin um sölu á freð- fiski vegna þess, að Sovét- menn vildu ekki borga eðli- legt verð fyrir fiskinn. Það er staðreynd, að Sölustofn- un lagmetisiðju hefur ekki getað náð samningum við Sovétríkin um sölu á lag- meti þangað vegna þess, að Sovétmenn vildu ekki borga eðlilegt verð fyrir. Það er staðreynd, að Sam- band íslenzkra samvinnu- félaga hefur ekki náð samningum um sölu á ull- arvörum til Sovétríkjanna, vegna þess, að Sovétmenn vildu ekki borga eðlilegt verð fyrir. Það er stað- reynd, að við náðum ekki samningum við Pólverja um sölu á loðnumjöli vegna þess, að Pólverjar buðu verð, sem er langt undir heimsmarkaðsverði á sama tíma og þeir keyptu nokk- urt magn af loðnumjöli af Norðmönnum á heims- markaðsverði, og því hefur verið haldið fram, að þarna gæti áhrifa Sovétríkjanna. Það er staðreynd, að Sovét- ríkin hafa af ástæðum, sem jafnvel Lúðvík Jósepsson segist ekki hafa fengið „glöggar skýringar af hálfu Rússa á“, svikið gerða samninga um af- greiðslu á olium til Islend- inga. Þegar allt þetta ligg- ur fyrir, fer ekki hjá því, að menn komist að þeirri niðurstöðu, að um við- skiptalegar þvinganir af hálfu Sovétríkjanna sé að ræða. Og þegar við þessar óhrekjanlegu staðreyndir bætist, að Lúðvík Jóseps- son rýkur upp til handa og fóta til þess að mótmæla því, að um viðskiptalegar þvinganir sé að ræða, og Þjóðviljinn tekur í sama streng, þá má ætla, að nán- ast liggi fyrir sönnun um það gagnstæða, vegna þess, að allir landsmenn þekkja umgengnisvenjur Lúðvíks Jósepssonar og Þjóðviljans við sannleikann. Talsmaður TASS á íslandi Hannes Pétursson: Til Helga Hálfdanarsonar Frændi minn góður. Bréf þitt til mín barst mér skilvíslega í Morgunblaðinu 6. febrúar síðastliðinn. Eins og þú nefnír undir lok þess, þá eru þau sendibréf orðin harla mörg sem farið hafa okkar á milli, en raunar öll um hendur póst- manna þar til nú. Af bréfum þinum hef ég haft bæði nyt- semd og skemmtun og geymi þau vandlega. Þetta siðasta bréf þarf ég ekki að geyma, það gerir Morgunblaðið í minn stað. Nú er það uppástunga mín, að næst sendir þú blaðinu stöku þína um „varið land“. Ég er viss um að hún fengi þar Ijóm- andisnotran umbúnað. Mér var ekki ljóst fyrr en ég las bréf þitt, að þú værir búinn að fá Silfurhestinn á heilann, eins og það er kallað. Þú hafn- aðir þessu hófaljóni hér um ár- ið, og ef til vill rekur ýmsa minni til þess. Þá kom blaðavið- tal við þig. Síðan birtirþú grein í Morgunblaðinu i fyrra, þegar Silfurlampinn datt milli þils og veggjar og skarkaðir þá um leið í hestinum. Og enn skarkar þú í hestinum. Við frændur sumir erum miklir hestamenn, þó hvorugur okkar að ég hygg, nema hvað mér virðist sem hestamennska i skrýtnum dul- búningi gægist fram í þessum þrálátu upphlaupum þínum út af Silfra. Það var hreint ekki ætlun mín að ræða í bih um Silfur- hestinn frekar en ég gerði í ávarpi mínu við afhendingu hans. Ég held, eins og ég nefndi þar óbeinlínis, að hann sé mein- laus skepna. Hann má deyja, og það gerar ekkert til; hann má lifa, og það gerir heldur ekkert til. En fyrst þú ert með þennan fyrirgang í bréfi þinu, þá er ekki úrleiðis að ég segi nokkur orð til viðbótar: Efablendni minni, þegar mér var tilkynnt um niðurstöðu þeirra gagnrýnenda sem veita Silfurhestann, olli ekki það, hvorj slikar viðurkenningar væru hégómlegar eða ekki hé- gómlegar (hugsun þin snar- snýst aftur á móti kringum það), heldur velti ég fyrir mér hinu, að hve míklu leyti Silfur- hestut-inn væri viðurkenning, úr því dagblöðin öll áttu ekki lengur aðild að veitingu hans. Mér þótti vitanlega miður, úr því hann lifði á annað borð, að hann skyldi koma í minn hlut án þeirrar fullu samkeppni sem áður var. Mér virtist þó við at- hugun, að stigatalan sýndi hlut- fall sem væri vel sambærilegt við fyrri veitingar Silfurhests- ins, og fyrir því ákvað ég að snúa mér ekki undan. Þar á ofan bættist það sem nú skal rætt verða: Þegar Baldvin Halldórsson vildi ekki Silfurlampann vegna þess hve gagnrýnendur væru vondir við leikara, þá tók Morg- unblaðið þvi mjög feginsam- lega, greip tækifærið og afréð (í forustugrein) að hætta aðild sinni að veitingu Silfurhests- ins. Lesendum var boðið upp á þá skýringu, að allt hefði ekki verið í sómanum við val þeirra höfunda sem höfðu hreppt hestinn, svo bezt væri að hætta þessum gráa leik. Asakanir blaðsins voru mjög afsleppar og illt að verjast þeim grun, að þær væru tómt yfirvarp, hin raunverulega skýring fælist i allt öðru og lægi í felum. Hversu fast sem eftir því var leitað að blaðið sannaði mál sitt, þá komu engin svör, en seinna ný undanbrögð í út- varpi. Snemma í þessum stimp- ingum skrifaðir þú grein þína í Morgunblaðið og hamaðist þar út í silfur i iömpum og hestum, jafnvel í hnifapörum, ég man það ekki svo glöggt. Grein þín kom sér mæta vel fyrir blaðið, og var henni búinn staður hið næsta forustugrein þann daginn, því nú gat Moggi hopað í skjól bak við skoðanir þínar, þótt þær hvíldu á allt öðrum forsendum en glósur hans út af veitingu Silfurhestsins, enda gerðist það ekki alls fyrir löngu að blaðið birti forustugrein um væntanlega veitingu þessa reið- skjóta og bar þá fyrir sig rit- smið þína svo sem til áréttingar því, hve málstaður þess væri saklaus og hreinn, blaðið vildi sem sagt ekki hégómaskap! Þannig varst þú, minn elsku- legur frændi, orðinn Morgun- blaðinu þarfastur þegna í leið- inlegum feluleik. Ég var lítið hrifinn af þvi, hvernig Morgunblaðið ók segl- um í þessu dylgjumáli. Og hefði ég nú, beint ofan í allt saman, hafnað Silfurhestinum, lá næst að telja það undirtektir mínar undir málstað þess.Ogég kærði mig sízt um það. Ég sé af bréfi þínu, að at- hugasemd sem ég gerði við Morgunblaðsgrein þína frá því í fyrra hefur farið fyrir brjóstið á þér. Þú fullyrtir að engu skipti, hverjir stæðu að ritverk- um, menn varðaði einungis um verkin sjálf. Ég tók undir þetta, en rakti (meira þó í gamni en alvöru) hugsunina áfram og hvert hún leiddi, ef fyllstu sam- kvæmni ætti að gæta i þessu: að langeðlilegast væri þá að nota ekki höfundanöfn. Silfurhestur og annað þvíumlíkt er af leiðing þess að höfundar eru til opin- berlega-, og slikt hyrfi sjálf- krafa, ef felld yrði niður notk- un höfundanafna, verkin yrðu í friði fyrir höfundum þeirra. Það var þetta sem ég átti við milli línanna. Þú þolir ekki, sýnist mér, skoðun sjálfs þín, þegar hún er rakin til rótar, enda yrðirðu þá að svara því, hvernig það má vera að þú skul- ir láta þín alls staðar getið, við hverja þýðingu og hverja frum- 'smið, ef engan varðar um hver skrifar það sem þú skrifar. Sá sem vill ekki, eins og þú, að höfundar séu til i viðteknum skilningi, hann á að ganga á undan með góðu fordæmi og vera nafnlaus þegar hann birtir eitthvað, anóným. Og nú vik ég að öðru. Þú leggur bókarkver min tvö frá því í haust á metaskálar. Um það hef ég fátt að segja utan þetta gamla, að svo er margt sinnið sem skinnið. Ég fékk nefnilega fyrir skömmu annað bréf, þó f pósti, frá góð- um vini mfnum fyrir norðan, manni sem þú þekkir. Hann hafði líka vigtað þessar bækur, og meiningar hans eru fullkom- in kúvending á þínum. Hann þakkar mér Rauðamyrkur „og þó fremur ljóðabréfin," segir hann, „sem eru að minni hyggju langtum betri bo'k f alla staði."...En mér finnst,“ bætir hann við, „eins og ég hef áður sagt þér, of lítið leggjast fyrir góðan dreng að skrifa um svona efni [þ.e. sakamálið i Rauðamyrkri], sem hefur mjög takmarkað gildi, enda ljótt af þér að ræna Jón Helgason þessu, þar eð vist er talið, að hann hefði þefað þessar heim- ildir uppi um sfðir, enda þótt þær liggi norðan heiða." Ég get því miður ekkert gert með skoðanamun ykkar penna- vina minna. Bækur mínar hljóta að ráta misvel til lesenda. Hitt má ég til með að leiðrétta, þegar bók eftir mig í lausu máli breyt- ist meðal manna í ljóða- bók, eins og gerzt hefur um Ljóðabréf. Þú kallar hana ljóðabók og svo hafa ýmsir fleiri gert, einnig bóksalar og ritdómarar. En hún er alls engin Ijóðabók frá minni hendi, þótt þar megi finna nokkra pistla sem nálgast prósaljóð svonefnd. Þér hefði ekki orðið þetta á, ef þú hefðir fylgzt með síðari bókum mínum í handriti Ifkt og hinum fyrri. Meðan kverið var í smfðum hét það Bréfabók, af því bréf merkir f raun réttri það sem stutt er ritað. Ég gerði mig undir lokin ekki vel ánægðan með þetta heiti, vegna þess hve pistlarnir upp og ofan eru ljóðrænir, og bjó í staðinn til heitið Ljóða- bréf. Ég vissi að það kynni að Framhald ábls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.