Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 29

Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 29 FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL CXÍ PER WAHLOO A XTIVT A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ANJNA ÞÝDDI 30 Eftir allangan aðdraganda kom síðan „Díana“. Þar sást Roseanna McGraw og hún horfði upp á við, eins og hún hafði gert á sumum hinna myndanna. — Þarna er hún, hrópaði lög- reglustjórinn upp yfir sig. — Ja hérna, sagði Kolberg. Útsýni yfir höfnina, skuggar, myrkur. Ljósið var kveikt og maður í hvítum slopp opnaði dyrnar í hálfa gátt. — Þetta verður aðeins augna- blik. Ég á í smávantíræðum með sýningarvélina. Ahlberg sneri sér að Martin og þeir horfðust þegjandi í augu. Svo var ijósið slökkt á ný. — Jæja, nú er um að gera að nota augun, strákar, sagði lög- reglustjórinn. Utsýni yfir höfnina aftur, vél- inni beint að brúnni á ,,Díönu“ og þar kom sænski fáninn í Ijós. Frú Bellamy nokkurí sólbaði. — Gáið í bakgrunninn, sagði lögreglustjórinn. Hvergi sást Roseanna McGraw. Það voru sýndar myndir af brúm, kvikmyndað í land, þegar „Díana“ fór nálægt og ekki var með sanngirni hægt að segja, að myndatakan væri listræn. — Hvar erum við núna? sagði lögreglustjórinn. — Rétt hjá Hávringe, sagði Martin Beck. — Eitthvað milli fimm og sex. Skipið liggur kyrrt vegna þokunnar. Sýnt aftur á þilfar, auðir sól- stólar, hvergi sálu að sjá. Myndavélinni beint til hægri og síðan aftur með smáhnykk. Rose- anna McGraw kom niður stigann á A-þilfari, sokkalaus í sandölum, I þunnri regnkápu yfir gula kjóln- um með regnhettu á höfði. Fram- hjá björgunarbátnum og beint í myndavélina, litið kæruleysislega á kvikmyndarann, andlitið rólegt og enga spennu að sjá. Baksvipur- inn á henni og hún beygir sig niður til að klóra sér í fætinum. Sólarhring frá dauðanum. Martin hélt niðrí sér andanum. Enginn sagði neitt. Konan hvarf af film- unni, sem lauk í þeirri svipan. Næsta filma. Þokunni hafði létt. Miðaldra hjón í sólstólum með teppi yfir fæturna. Ekki sól- skin, en farið að létta til. — Hvaða fólk er þetta? sagði lögreglustórinn. — Bandarísk hjón, sagði Kol- berg, — þau heita Anderson. Næstu „skot“ voru frá Karls- berg og Söderköbing, andlit ým- issa farþega, sáust, svona heldur ókipulega. Nýr viðkomustaður, enn mynd frá þilfarinu. Þar sást hún aftur. Hún var f svartri peysu. Margt fólk í grendinni. Hún sneri andlitinu að myndavél- inni og var að hlæja. Síðan ekki meira. Svo kom næsta mynd frá Malarstrand. Martin Beck var farinn að svitna. Tíu klukkutíma átti hún eftir. Hafði hún hlegið? Stutt mynd af þilfarinu og nokkrar hræður á kreiki. Hvítir deplar, filman á enda. — Er þetta Roxen? sagði lög- reglustjórinn. — Asplángen, sagði Ahlberg. Fölkið gekk á land. — Norsholm, sagði Ahlberg. — Nú er klukkan kortér yfir þrjú. Myndavélin var beint inn á land. Tré, kýr, bóndabæir. Lítil stúlka með tíkarspena og í bláum kjól. Einhver kastaði til hennar peningi. Konuhönd með hálfan dollar milli fingra sér. Frú Bella- my, æst á svip, um leið og hún kastaði myntinni. Stúlkan á bryggjunni stóð nú með hendurn- ar fullar af peningum, allráðvillt á svip. Martin sá þetta ekki. Hann heyrði Ahlberg draga djúpt and- ann og hann varð var við, að Kol- berg rétti sig snögglega upp í sæt- inu. Fyrir aftan þessa örlátu frú Bellamy var Roseanna McGraw og gekk nú yfir þilfarið frá vinstri til hægri. Hún var ekki ein á ferð. Við hlið hennar hafði verið karl- maður. Með derhúfu á höfði. Hann var allmiklu hærri en hún og eitt sekúndubrot sást vanga- svipur hans. Allir höfðu séð hann. — Stöðvið filmuna, sagði lög- reglustjórinn. — Nei, nei, sagði Ahlberg. Myndavélinni var ekki beint aftur að skipinu. Grænir akrar og slegin tún og nú var „Diana“ að komast til Roxen. Svo var sýnd mynd af „Diönu“. Martin skildi hvað það þýddi. Sá, sem hafði tek ið kvikmyndina, hafði farið í skoðunarferð og nú voru farþeg- arnir að koma til skips aftur. Martin þekkti þar tyrkneska stúd- entinn Gúnes Fratt. Hann gekk fremstur og baðaði út höndunum. Svo kom hann auga á hana. Tvær mannverur komu gang- andi. Roseanna í dökku peysunni og ljósum buxum. Sami maður inn gekk við hlið hennar. Þau voru enn í mikilli fjarlægð. Bara að hann sýni sem mesta af göngunni, hugsaði Martin. Þau komu nær. Kvikmynda- tökumaðurinn hafði ekki fært sig Ur stað. Gætu þeir greint andlitin? Hann sá hávaxna manninn taka um hönd hennr, eins og hann vildi aðstoða hana. Sá þau nema staðar og líta á bátinn, sem sigldi hjá. Svo voru þau horfin. En herra Beleamy var þrjózkari en nokkru sinni fyrr. Roseanna McGraw gekk hjá og sást nú í fullri stærð og hún gerði einhverja höfuðhreyfingu i átt til mannsins, sem var með henni. En þessu var ekki enn lokið. Farþegarnirivoru komnirum borð. Frú Bellamy á leið í borðsalinn. Roseanna McGraw gekk fyrir aft- an hana, hrukkaði ennið, hló og sneri sér síðan að einhverjum, sem gekk við hlið hennar. Það grillti í manninn en svo var þessu lokið. Hvað eftir annað hafði hann sézt I svip, en enginn þeirra hafði þekkt hann af far- þegalistanum. Melander svaraði spyrjandi augnaráði Kolbergs. — Nei, ég hef aldrei séð hann áður. Ahlberg strauk sér yfir ennið, Þreytulega. — Gæti verið þilfarsfarþegi. Hann snéri sér að Martin og sagði: — Manstu eftir þvi, að maður- inn frá útgerðarfélaginu sýndi okkur hvar ferðamenn gætu feng- ið að búa um sig í svefnpokanum. Og ég tók eftir því, að vélhjólið var ekki á fyrstu myndunum. En á myndunum frá Söderköping sá égþað þó nokkrum sinnum. Hann tók fram pípuna sína. Melander sagði: — Maðurinn með húfuna var líka með þar. Ég sá 'einu sinni baksvipínn á honum. Þegar þeir skoðuðu filmuna einu sinni enn sáu þeir, að þetta var rétt. 20. kafli. Snjóflyksurnar svifu til jarðar. Þetta var fyrsti snjór vetrarins. Flyksurnar bráðnuðu um leið og þær lentu á rúðunum og runnu í taumum niður glerið. Þótt klukkan væri aðeins tólf á hádegi, var svo rökkvað á skrif- stofunni, að Martin varð að kveikja ljós. Hann drap í síðustu Florida- sigarettunni sinni, lyfti öskubakk- anum og blés korn, sem lent höfðu utanhjá, af borðplötunni. Hann var svangur og sá eftir að hafa ekki farið með þeim Kolberg og Melander upp í matstofuna. Tíu dagar voru liðnir síðan þeir höfðu skoðað kvikmyndina, sem Kafka hafði sent þeim, og enn biðu þeir þess, að eitthvað gerðist. Eins og jafnan áður í þessu máli, höfðu þeir tapað slóðinni. Eini ljósi punkturinn nú var, að enn hafði ekkert komið fram, sem benti til, að sú kenning væri röng, að karlmaðurinn, sem hafði verið i fylgd með Roseönnu, hefði verið á ferðamannaplássi og flest rök sýndust hniga að því, að hann hefði komið um borð i Mem, Söderköping eða Norsholm og hefði farið með skipinu til Gauta- borgar. Það var heldur ekkert, sem mælti gegn því, að þessi far- þegi hefði verið fremur hávaxinn, sumarlega klæddur og notað húfu. Og líklega hefði hann verið með bifhjól með sér. VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Gufubaðstof- urnar á hinum opinberu baðstöðum borgarinnar Rannveig Sigurðardóttir skrifar: „Velkvakandi. Eins og margoft hefur verið minnzt á, bæði í dálkum þínum og annars staðar, eiga ekki allir upp á pallborðið hjá opinberum bað- stöðum hér í borginni. Gufubaðstofur eru bæði í Sund- laug Vesturbæjar og Sundlaug- inni í Laugardal, en á hvorugum staðnum eru þær opnar kvenfólki um helgar. Reyndar hefur kven- fólk ekki tækifæri til að sækja gufubaðstofurnar nema tvo daga í viku — allir hinir dagarnir eru fráteknir fyrir karlmenn. Því hef- ur verið borið við, að karlmenn- irnir séu nefnilega miklu iðnari við að stunda gufuböðin en kven- fólkið. Það má vel vera að þetta eigi við einhver rök að styðjast, enda þótt ég efi það stórlega. Hins vegar er það með öllu óþolandi, að gufuböðin á báðum þessum stöð- um sk.uli um helgar einungis vera ætluð karlmönnum. Það vill nefnilega svo til, að hér í Reykja- vík er fullt af kvenfólki, sem á jafn óhægt með að komast i gufu- bað um helgar og karlmennirnir, og þess vegna ætti það að vera sjálfsagt réttlætisatriði, að kven- fólkið geti um helgar komizt að á öðrum staðnum. % Daufheyrzt við óskum Oft og mörgum sinnum hefur verið eftir þvi óskað, að þessi líði- lega ráðstöfun yrði lagfærð, en hingað til hefur það ekki borið neinn árangur. Hvers vegna ekki er hægt að kippa svo einföldu máli í lag með hraði, þegar vakin hefur verið athygli á þessu, er óskiljanlegt. Ef þeir, sem einhverju ráða hjá þessum baðstöðum, hafa áhuga á að kynna sér þetta mál nánar, þá ættu þeir að gera út manneskju til að fara út á Hótel Loftleiðir um næstu helgi. Þar er opið gufubað fyrir karla og konur samtímis alla daga vikunnar — lika um helgar. Þá geta þessir aðilar sannfærzt um það, að það eru ekki færri konur en karlar, sem vilja fara í gufubað um helgar. Sú litla bað- stofa, sem þarna er, er nefnilega troðfull af kvenfólki, og oft er þar svo margt um manninn, að ösin er langt út á gang, og maður þarf að bíða lengi til þess að komast að. Þessar baðstofur hafa sennilega í upphafi verið ætlaðar hótelgest- um, en reyndin hefur orðið sú, að þeir eru þar í miklum minnihluta. Eg get vel borið um þetta því að ég er þarna reglulegur gestur. Þarna er boðið upp á mjög góða þjónustu, langtum fullkomnari en þá, sem er í sundlaugunum, — en þó er aðgangseyririnn ekki nema tuttugu krónum hærri en í laug- unum. 0 Lagfæringu á stundinni! Mergurinn málsins er þessi: Kvenkyns skattgreiðendur hérna f þjóðfélaginu eru að minnsta kosti jafn margir og karl- arnir, og fróðlegt þætti mér og skemmtilegt að sjá framan i þann, sem leyfði sér 'að halda því fram upphátt, að kvenfólkinu beri ekki sömu réttindi og karlfólkinu. Svona mismunun er óþolandi, og þess vegna er það bein og um- búðalaus krafa, að nú þegar verði séð svo um, að kvenfólk eigi jafn greiðan aðgang og karlmenn að þessum dýrmætu heilsulind- um, sem kostaðar eru af fé skatt- greiðenda. Svo oft hefur verið tal- að um þetta mál, að enginn þarf að bera það fyrir sig, að þetta hafi ekki heyrzt áður, en það er bara anzi hart að þurfa að gera þetta að blaðamáli. Þetta er upplagt mál fyrir kjörna fulltrúa í borgarstjórn — hvar í flokki sem þeir standa. Fyrst starfsmenn sundlauganna hafa ekki kippt þessu í lag fyrir löngu, þurfa þeir, sem kosnir eru í opinberum kosningum til þess að gæta hagsmuna hins almenna borgara, að láta þetta mál til sin taka, og það fyrr en seinna. Ég nenni ekki að fara að senda þessum mönnum neinn rauð- sokkutón, en skora á þá að lag- færa þetta strax. Rannveig Sigurðardóttir.“ % Ekkiviðhæfi barna Maður nokkur hringdi til að amast við því, að sýndar væru kvikmyndir í sjónvarpinu, sem væru ekki við hæfi barna. Hann sagðist vera undrandi á því, að hér væri starfandi kvik- myndaeftirlit, sem hefði umsjón með því að myndir væru bannað- ar börnum innan ákveðins aldurs, og síðan væri litið eftir því, að börn innan þessa aldurs færu ekki inn í kvikmyndahúsin þegar þessar myndir væru sýndar, — á sama tíma og sýndar væru svaka- legar myndir eða atriði úr slíkum myndum í sjónvarpi, en engin tök væru á að fylgjast með þvi, að börn horfðu ekki á það, sem þeim sýndist i sjónvarpi. Hann sagðist vera viss um það, að flestir krakkar sæktust sérstaklega eftir því að horfa á það, sem sagt væri, að ekki væri við þeirra hæfi. Þannig væri jafnvel skárra að minnast ekki á það einu orði, ef mynd væri ekki við hæfi barna. Velvakandi kemur ekki auga á það i fljótu bragði hvernig leysa ætti þennan hnút. Það fer að verða vandlifað ef maður á ekki að fá að sjá neitt í sjónvarpi nema það, sem er við hæfi pelabarna. Svo má líka líta á það, að svívirði- legar misþyrmingasenur hljóta að vera fólki á öllum aldri ógeðfelld- ar — á sama hátt og væmnar myndir vekja kligju með mörgu fólki. Athuga- semd Ég má úl með að gera nokkrar athugasemdir við frásögn af fundi i borgarstjórn Reykjavikur, sem birtist á 2. síðu í Morgunblað- inu s. 1. laugardag. Við þessa frá- sögn er höfð slík viðhöfn, að hún er sett í ramma, enda segir í fyrir- sögn, að borgarfulltrúi framsókn- ar hafi orðið tvísaga og Kristján Ben. hafi ekki tekið boði borgar- stjóra um að hlusta á hljóðritun af eigin ræðu. Um fyrra atriðið vil ég segja, að ekki kemur það fram i umræddri frétt, að ég hafi orðið tvísaga, svo sú fyrirsögn er með öllu úr lausu lofti gripin og ber vissulega að harma slik mistök hjá blaðinu i vali á fyrirsögnum. Þeir, sem áhuga hafa, geta fullvissað sig um þetta með þvi að lesa fréttina. Varðandi boð borgarstjóra er hins vegar rétt með farið. Ég tók ekki þessu höfðinglega boði, enda vissi ég fullvel, hvað ég hafði sagt og þurfti ekkert að rifja upp I því sambandi. Hins vegar kemur það fram í fréttinni, að borgarstjóri hefur talið vinnutíma sínum s. 1. föstudagsmorgun best varið með því að hlusta á ræðu mina, sem flutt var í borgarstjórninni deg- inum áður og notið við það félags- skapar blaðamanns Morgunblaðs- ins. Ég hef síður en svo á móti því, þótt borgarstjóri verji tima sinum á þennan hátt. Miklu fremur held ég, að hann gæti ýmislegt af því lært að hlusta af og til rækilega á það, sem við, andstæðingar hans í borgarstjórninni, höfum til mál- anna að leggja. Ekki nenni ég að elta ólar við að leiðrétta missagnir í umræddri blaðafrétt í Mbl. eins og þær, að i bókun A.G. sé talað um girðingu um vallarsvæðin i Laugardal. Hins vegar er það staðhæft, að ég hafi neitað einhverjum fullyrð- ingum, sem hljóðritun hafi leitt í ljós, að ég hafi viðhaft á borgar- stjómarfundinum. Ég neitaði því á umræddutn fundi að hafa sagt, að A.G. hefði verið á móti skauta- svelli í Laugardal. Öðru neitaði ég ekki enda spurði borgarstjóri ekki um annað sbr. þau orða- skipti, sem prentuð eru í lok frétt- arinnar i Mbl. Þetta var tilefni hins höfðing- lega boðs borgarstjóra á skrif- stofu hans s. 1. föstudagsmorgun. Nú er upplýst, að umræddan föstudagsmorgun sátu borgar- stjóri og blaðamaður Mbl. yfir hljóðritun af ræðu minni í leit að þeim ummælum, sem ég hafði neitað, þ. e. að A.G. .jnyndi verða á móti þvf“ (þ. e. skautasvellinu í Laugardal) eins og borgarstjóri komst að orði á fundinum. Þar sem umrædd ummæli mfn komu ekki í frétt Mbl. s. 1. laugar- dag, þótt ýmislegt sé þar tfnt tiL eru það vinsamleg tilmæli mfn til borgarstjóra að hann hlutist til um að þau verði birt á næstunni. Vænti ég þá þess, að það, sem eftir mér er haft, verði ekki slitið úr eðlilegu samhengi. Ýmsum verður það á að grípa i hálmstrá, þegar illa er komið fyrir þeim. Slik strá duga venju- lega engum, þegar til lengdar læt- ur, ekki heldur borgarstjóra. I stað þess að ræða efnislega um iþróttamannvirkin i Laugardal og þau breyttu viðhorf, sem skapast hafa tilþeirra hjá meirihlutanum eftir bókun A.G., sem birt er hér á öðrum stað, hóf borgarstjóri að þexa, líkt og skólastrákur, um það, hvað ég hefði sagt fyrr á fundinum. Nú vil ég gjarnan, fyrst umræð- ur af þessu tagi eru orðnar blaða- matur, að þau ummæli mín verði birt, sem borgarstjóri taldi mig hafa viðhaft, og ég á að hafa neit- að. Um aðrar fullyrðingar borgar- stjóra varðandi afstöðu A.G. til þessara mála skal ekki rætt að þessu sinni. Kristján Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.