Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 30
VALSMAÐURINN Bjarni Jóns-
son hefur síðustu ár stundað nám
í tæknifræði við tækniskóla í Ár-
ósum. Með náminu hefur Bjarni
leikið með danska handknatt-
leiksliðinu Arhus KFUMog er nú
á góðri leið með að verða Dan-
merkurmeistari með því liði. Um
síðastliðna helgi lék Arósaliðið
við Stadion, sem þá var í þriðja
sæti deildarinnar. Leikurinn fór
fram á heimavelli Stadion, en
eigi að síður sigraði Arhus með
miklum yfirburðum, 18:10, eftir
að staðan hafði verið 10:4 í leik-
hléi. Bjarni átti góðan leik og
skoraði þrjú mórk.
• ♦
Við ræddum við Bjarna Jónsson
í gær og spurðum hann fyrst
hvort lið hans ætti eftir erfiða
leiki í 1. deildarkeppninni. — Ég
er ef til vill óþarflega bjartsýnn,
en það kæmi mér sannarlega á
óvart ef við misstum af Danmerk-
urmeistaratitlinum, sagði Bjarni.
Við eigum eftir að leika fimm
leiki og þar af fjóra á heimavelli.
Útileikurinn er gegn Kaup-
mannahafnarliðinu HG og þeir
eru með átta stigum minna en við.
Helsingör er að mínum dómi eina
liðið, sem er álíka sterkt og við, en
það lið unnum við örugglega fyrir
10 dögum. Þeir eru með einu stigi
minna en við, hafa leikið einum
leik meira og eiga erfiða andstæð-
inga eftir á útivelli.
Sem kunnugt er, verða Islend-
ingar með Dönum í úrslitariðli
Heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik i A-Þýzkalandi. Ný-
lega lék danska landsliðið við það
sænska og unnu Svíarnir báða
leikina. Bjarni segir, að liðin séu
þó mjög svipuð að styrkieika úti á
vellinum, en munurinn liggi í
betri markvörzlu Svía. í desem-
bermánuði síðastliðnum lék ís-
lenzka handknattleikslandsliðið
tvo leiki við Svía hér á landi og
töpuðust báðir leikirnir. En
hverjir skyldu möguleikar okkar
manna vera gegn danska landslið-
inu, sem fékk sömu útreið gegn
Svíum?
Skólamót
í blaki
Bjarni Jónsson stekkur upp fyrir framan varnarvegg Stadion, en sendir knöttinn út aftur. Arhus
KFUM vann leikinn með yfirburðum.
— Danir hafa löngum reynzt
íslenzka landsliðinu erfiður and-
stæðingur, en þó tel ég íslenzka
landsliðið eiga mun meiri mögu-
leika nú en oft áður. Danska
landsliðið hefur ekki staðið sig
vel að undanförnu og nokkur
óeining virðist ríkja innan liðsins.
Markvörður Arhus KFUM, Klit-
gárd, hefur ákveðið að fara ekki
með til A-Þýzkalands og Flemm-
ing Hansen, einn sterkasti maður
danska landsliðsins, er einnig
dánægður þó svo að hann fari
sennilega í úrslitakeppnina, sagði
Bjarni ogheldur áfram.
— Arhus KFUM leikur tvo leiki
við danska landsliðið um næstu
helgi og mun ég punkta hjá mér
leikaðferðir Dananna og senda
heim. Það ætti að koma íslenzka
landsliðinu til góða, því Danir
breyta tæpast leikaðferðum sín-
um mikið úr þessu fram að HM.
Já, ég held að íslenzka landsliðið
eigi mikla
danska.
möguleika gegn því
Árhus KFUM kemur hingað til
lands í keppnisferð í byrjun apríl
í boði Þróttar og leikur hér fjóra
leiki. Að sjálfsögðu kemur Bjarni
hingað með liðinu og að öllum
líkindum leikur hann þá gegn sín-
um gömlu samherjum i Val. Fyr-
irhugað var, að Árósaliðið færi til
Kanada í sömu ferð, en nú hefur
verið hætt við þann hluta ferðar-
innar. Astæðan er sú, að Kanada-
menn hafa boðið landsliðsmönn
um sínum að fylgjast með úrslit-
um Heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik og að henni lokinni
hefur kanadíska landsliðið þegið
boð um að fara í keppnisferð til
Spánar og yrði liðið því rétt kom-
ið heim, er Arhus kæmi i heim-
sókn. Vildu Kanadamenn fresta
heimsókn danska liðsins, en það
hentaði ekki Bjarna og félögum,
því þá verða nokkrir þeirra önn-
um kafnir við skólanám.
2. deild
í blaki
BLAKSAMBANDIÐ hefur ákveð-
ið að efna til blakmóts fyrir leik-
menn, sem ekki taka þátt í úrslita-
keppni íslandsmeistaramótsins
1974. Rétt til þátttöku hafa öll
félög og héraðssambönd innan
ÍSÍ. Þau félög, sem hugsa sér að
taka þátt í þessu móti, tilkynni
þátttöku til Guðmundar Arnalds-
sonar í sima 43363 fyrir 17. þ.m.
NU STENDUR yfir skólakeppni í
blaki og er mjög mikil þátttaka í
mótinu, bæði í flokki framhalds-
skólanna og gagnfræðaskólanna.
Urslit leikja í framhaldsskóla-
flokknum hafa orðið þessi:
ÍKI —MR 2—0(20:4 14:10)
Hl — MR 2—0 (13:516:5 )
Hl — ÍKÍ 2—0 (11:9 12:6 )
HM —
Lindg.b 1—1 (25:2 10:12)
ML — MH 2—0 (16:1 22:5 )
ML — Lindg.b 2—0 (24:4 25:4 )
MK—Lindg.a 1—1 ( 8:12 17:1 )
HÍa— MK 1—1 (19:6 11:13)
_
Lindg. a 2—0 (20:3 17:5 )
ML, Hí a og Hí b leika um sæti
1—3 I keppninni, en iKÍ, MH og
MK leika um sæti 4—6. MR, og a
og b lið Lindargötuskólans leika
um sæti 7—9.
I keppni gagnfræðaskólanna er
nú staðan þessi:
Vogaskóli a 4 7—1 128:66 7
Víghólaskóli a3 5—1 97:59 5
Alftamýrar- skóli 2 3—1 47:31 3
Vogaskóli b 3 3—3 53:61 3
Vighólaskóli b3 1—5 48:93 1
Mýrarhúsa- skóli 5 1—9 70:142 1
Skíðakennsla fyrir al-
menning í Hveradölum
Danska
1. deildin
Urslit í leikjum helgar-
innar:
HG — Fred. KFUM 18:17
Stadion—Arhus KFUM 10:18
Virum S — Efterslægten 19:22
Stjernen — Helsingör 17:19
Staðan f deildinni er nú
þessi:
Árhus KFUM 13 250:194 22
Helsingör 14 261:227 21
Fred. KFUM 14 274:245 18
Stadion 13 226:219 15
HG 14 239:212 14
Efterslægten 14 252:248 13
Stjernen 13 209:214 11
AGF 13 198:226 10
Skovbakken 12 175:197 8
Virum S 14 215:317 2
Markhæstir í dei Idinni:
Jörgen Petersen, Helsingör
102
Flemming Hansen, Fred.
KFUM 100
Eftirtalin lið hafa dregið að
sér flesta áhorfendur:
Árhug KFUM 26.600
Fred. KFUM 23.120
„íslendingar eiga nú
að geta unnið Dani”
Meistaratitill Bjarna
Jónssonar og
Árhus KFUM
innan seilingar
KR til írlands
N.K. föstudag heldur körfuknatt-
ieikslið KR tii Cork á írlandi, en
þar mun það taka þátt i móti um
helgina. Þetta verður f annað
skipti í vetur, sem KR-ingar
keppa á Írlandi, þeir tóku þátt í
keppni í Dublin í haust, og þá var
þeim einmitt boðið að taka þátt í
mótinu íCork. — í mótinu íCork
taka þátt 7 lið auk KR, frá Hol-
landi, Skotlandi, Englandi og
Noregi auk þriggja írskra liða.
Þetta verður án alls efa mjög
sterkt mót, sigurvegararnir frá í
fyrra, Boroghmuir frá Skotlandi,
taka einnig þátt nú, en það lið
hefur 8 landsliðsmenn innan
sinna vébanda. Uppístaðan í
norska landsliðinu er úr meist-
araliðinu Bærum, sem keppir
þarna fyrir Noreg, en Bærum lék
KR illa í þessari keppni í fyrra.
Þá er hollenzka liðið án efa mjög
gott, og írsku liðin leika ávallt
skemmtilegan körfubolta.
Það verður að segjast, að sigur-
vonir KR-inga eru litlar í mótinu,
en þátttaka í slíkri keppni er
hverju liði mjög góð, enda eru
svona keppnir að verða snar þátt-
ur i körfuknattleiknum víða um
lönd. — KR-ingar halda utan á
föstudag sem fyrr sagði en heim
verður komið á mánudag. gk.
Bjarni lýkur námi sínu í nóvem-
ber næsta haust og spurðum við
hann hvað hann hyggðist gera að
námínu loknu, koma heim eða
dvelja áfram í Danmörku?
— Forráðamenn Árhus hafa
beðið mig að leika með þeim f
Evrópumeistarakeppninni — fari
svo, sem allt bendir til, að við
vinnum Danmerkurmeístaratitil-
inn. Eg reinka með, að ég geri
það, en komi alkominn heim f
nóvember. Mér hefur að vfsu ver-
ið boðið að vera áfram og leika
með Arhus KFUM næsta vetur,
en ég reikna ekki með að taka því.
Það er alltaf bezt að vera heima,
sagði Bjarni að lokum.
ÞESSA dagana stendur yfir f
Hveradölum skfðakennsla á veg-
um Skfðasambands fslands og er
kennslan ætluð almenningi.
Kennarar á þessu námskeiði eru
tveir reyndir skíðakennarar, þeir
Hannes Tómasson, sem kennt
hefur við stærsta skfðaskóla
Norðmanna að undanförnu, og
Frakkinn Gilbert en hann mun
kenna reykvísku keppnisfólki
næstu tvö árin.
I athugun er að fá fleiri skíða-
kennara erlendis frá til að setja
upp námskeið sem þetta og mun
MagnúsGuðmundsson, sem hefur
verið skíðakennari i Sun Valley í
Bandaríkjunum undanfarin 10 ár,
koma hingað í næsta mánuði.
Kennslan i Hveradölum fer
fram eftir einföldu kerfi og
nokkrar kennslustundir í viku
gefa fólki möguleika til nokkurs
undirstöðulærdóms. Kennt er f
tveggja klukkustunda önnum og
kaupir fólk sér miða fyrir þær
annir, sem því henta, kennsluann-
irnar eru sem hér segir: Frá
10.30—12.30, 14—16, 17—19 og
20—22. Kennt verður alla daga
vikunnar nema á laugardögum og
sunnudögum og er verð fyrir
kennsluönnina 500 kr, fyrir full-
orðna en 300 fyrir unglinga frá
12—16 ára aldurs, en þeir verða
með sértíma. Síðar er gert ráð
fyrir að taka upp kennslu fyrir
börn innan 12 ára aldurs.
Aldrei verða fleiri en 12 í hverj-
um kennsluhópi. Aðgangskort
eru seld í Umferðarmiðstöðinni
alla daga og er hægt að velja um
margar ferðir í Hveradali á hverj-
um degi. Með kennslu þessari vill
Skíðasambandið koma til móts við
óskir hinna mörgu, sem bætzt
hafa í hóp hinna áhugasömu
skíðaiðkenda á undanförnum ár-
um.