Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 3 Seðlabankiiin hefur útgáfu mánaðarrits um efnahagsmál w<í" 7?„ Teikning af starfsvellinum nýja f Arbæjarhverfi, þar sem eru byggingarlóðir fyrir ungu byggjend- urna, klaufavellir fyrir nýliðana og hús fyrir föndur. Völlurinn verður malbikaður og getur verið körfuboltavöllur eða skautasvel I að vetrinum. Tveir nýir starfsvellir: Byggingarlóðir að sumrinu skautasvell að vetrinum SEÐLABANKI íslands hefur haf- ið útgáfu nýs mánaðarrits, er nefnist Hagtölur mánaðarins, og er því ætlað að flytja nýjustu tölu- legar upplýsingar um helztu þætti efnahagsmála. Er ætlunin, að rit- ið komi út 5. til 10. hvers mánaðar og flytur það tölur næstsfðasta mánaðar á undan. Er miðað við, að ritið sé handhægt upplýsinga- rit fyrir þá, sem þörf hafa fyrir það, og í því eru samanburðartöl- ur frá fyrri tímabilum. Hið nýja mánaðarrit var kynnt á blaðamannafundi í Seðlabank- anum í gær, en hann sátu allir helztu aðstandendur ritsins innan bankans. Á fundinum kom fram, að á undanförnum árum hafa orð- ið miklar framfarir á hagskýrslu- gerð hérlendis og liggja nú fyrir reglulegar upplýsingar um þróun helztu þjóðhagstærða. Er þessum upplýsingum aðallega safnað saman af þremur aðilum, Hag- stofu íslands, hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins og hagfræðideild Seðlabankans. Hafa þessir aðilar ákveðna verka- skiptingu um þetta efni. Allir að- ilarnir birta reglulega prentaðar skýrslur um ákveðna þætti þjóð- arbúskaparins. Af hálfu Seðla- bankans hafa upplýsingar aðal- lega verið birtar i Fjármálatíðind- um og ársskýrslu bankans, auk fjölritaðra skýrslna, sem dreift er meðal opinberra aðila og banka. Þött fjölmiðlar og almenningur eigi þannig aðgang að allmiklu efni um efnahagsmál, hefur vant- að handhægt rit, er kæmi út reglulega og birti nýjustu tölur um alla helztu þætti þjóðarbií- skaparins. Hefur Seðlabankinn um nokkurra mánaða skeið haft til undirbunings útgáfu mánaðar- rits, sem bætti úr þessari þörf. Hefur við þann undirbúning ver- ið höfð hliðsjón af útgáfu svip- aðra rita í öðrum löndum, en mjög er algengt, að seðlabankar hafi hana með höndum. Hefur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn unnið að þvi í nokkur ár að samræma útgáfu slíkra rita á vegum seðla- banka ýmissa landa, og hefur hag- fræðideild Seðlabankans notið góðs af reynslu og ráðleggingum hagfræðinga Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins við undirbúning hins nýja mánaðarrits. I Hagtölum mánaðrins verða birtar töflur og línurit með nýj- ustu upplýsingum um peninga- mál, starfsemi lánastofnana, greiðlujöfnuð, utanríkisviðskipti, gengisskráningu, ríkisfjármál, framleiðslu, fjárfestingu, tekjur, verðalag og atvinnu. Einnig er gert ráð fyrir þvi, að ritið flytji stuttar yfirlitsgreinar og frétta- þætti um þróun efnahagsmála. Með útkomu Hagtalna mánað- arins mun útgáfa Fjármálatíð- inda breytast þannig, að þær töfl- ur og linurit, sem birzt hafa aftast í hverju hefti, falla niður, þar sem allt það efni mun birtast i mánað- arritinu. Munu Fjármálatíðindi því framvegis eingöngu flytja rit- gerðir og greinar um efnahags- mál. Seðlabankinn segist vera opinn fyrir ábendingum í sambandi við þetta nýja rit og hvetur menn til þess að koma með þær til Kristins Hallgrímssonar hagfræðings bankans, en ritstjórar ritsins verða þeir Þráinn Eggertsson og Valdimar Kristinsson. Síðar er ætlunin, að út komi sams konar hefti á ensku og mun það fyrst í stað koma út ársfjórðungslega. TVEIR nýir starfsvellir eru nú í undirbúningi og verða væntan- lega gerðir i Reykjavík i vor. En starfsvellir eru ætlaðir fyrir at hafnasami yngstu borgaranna, og þar er oft líflegt á vorin og sumr- in, þegar allir krakkarnir eru önnum kafnir við byggingarstarf- semi. Þessir tveir starfsvellir eru gerðir eftir nýjum teikningum og eru við Rofabæ í Arbæjarhverfi og Blöndubakka í Breiðholti I. M.a. eru þeir malbikaðir þannig að megi í frostum á vetrum gera völlinn að skautasvelli, eða setja þar upp körfur fyrir körfubolta. Á svæðinu í Rofabæ var körfu boltaaðstaða, en nú verður svæð- inu breytt í starfsvöll, það malbik- að og byggt 78 fermetra hús, sem nota á fyrir föndurstarfsemi ýmis konar, og geymslur. Vellinum sjálfum er skipt i byggingarlóðir fyrir stærri börnin og geta fleiri en eitt verið saman um lóð, en göturnar heita skemmtilegum nöfnum, svo sem Naglagata, Hamrabraut, Kúbeinströð og Axartorg. En þar hjá eru svo Klaufavellir, svæði fyrir minni börnin til ýmissa athafna. í kring er svo belti með skjólgróðri.Eru byggingarlóðir 35 talsins og 12 ferm að stærð, auk klaufavalla nýliðanna. Á sama svæði og við völlinn er gæzluvöllur, sparkvöll- ur og opið leiksvæði og geta börn- in þvi flutt sig þaðan á starfsvöll- inn að því er Bjarnhéðinn Hall- grímsson á Fræðsluskrifstofunni útskýrði, en hann veitti þessar upplýsingar. Kringum völlinn, sem er 1850 ferm að stærð, verður rimlagirð- ing og skjólgróður og grasflöt á eina hlið. Er ætlunin að byrja strax í vor. Starfsvöllurinn við Blöndubakka er sams konar. Þar sem börnin nýta starfsvöll- inn mest að sumrinu er áformað að á vetrum megi koma þar upp körfum fyrir körfubolta eða skautasvelli, þegar þannig viðrar. .YltaSHHíT BIIXSAÍRV4I, ^a^talinn Bergstaðaslræti 4a Simi 14350 Dömupeysur Herrapeysur Bolir Blússur Skyrtur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.