Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 33 Viflanki tifl framhaldssögn iír Hiínaþíngi ATHUGASEMD frá nokkrum sýslunefndarmönnum, Þar sem nú hafa komið í Morg- unblaðinu þættir, sem fjalla um afskipti sýslunefndar V-Hún. af sölu jarðarinnar Núpsdalstungu, verður ekki lengur hjá því kom- izt, að við gerum grein fyrir okkar gerðum í málinu. Hitt verður að liggja á milli hluta hversu heppi- leg sú þröun er að fjalla um málið í blöðum. Byrjað skal á að rekja aðdrag- anda málsins f stórum dráttum. Árið 1969 eignaðist Fr. Torfu- staðahreppur jörðina Núpsdals- tungu á þann hátt að nota for- kaupsrétt sveitarfélagsins. Jörðin er að fornu mati jafngildi beztu bújarða i Miðfirði en hefur litilla umbóta notiðsíðustu áratugi. Kaupverð jarðarinnar var kr. 1.200.000.00 Ekki var sótt um ábúð á jörð- inni næstu árin. í april 1972 auglýsir hrepps- nefnd jörðina til sölu með því skilyrði, að kaupandi taki hana til sjálfsábúðar svo fljótt sem kostur er vegna bygginga á jörðinni og hreppsnefnd ákvað, að söluerð skyldi vera það sama og upphaf- lega þegar hreppurinn keypti, að viðbættum áföllnum kostnaði. Þessa var að vísu ekki getið í auglýsingunni, en þannig var mál- ið í framkvæmd. Hins vegar var þess getið, að i ákveðnum sima i Reykjavfk væri h'ægt að fá upplýs- ingar um jörðina, en svo ein- kennilega vill til, að heimilisfólk i þeim sima var það sama og nú er I N úpsdalstungu. Segja má, að sú ákvörðun hreppsnefndar að selja jörðina á kostnaðarverði þrátt fyrir verð- hækkanir og mjög hækkaðar veiðitekjur jarðarinnar, á því tímabíli, sem hún var i eigu hreppsins, auki mjög vanda henn- ar við söluna þ.e. jörðin er ekki seld með þeim hætti að láta verð- tilboð skera úr um hver kaupum nái og jörðin væntanlega seld lægra verði en hægt hefði verið að ná með frjálsum tilboðum. Þrír aðilar gáfu sig fram sem væntanlega kaupendur. Einn þeirra var sonur oddvitans og ákvað oddvitinn að víkja sæti á meðan hreppsnefndin fjallaði um málið og við tók varaoddviti og varahreppsnefndarmaður. Akvað þá hreppsnefnd að selja manni úr Kópavogi jörðina, enda uppfyllti hann áðurnefnd skilyrði um bú- setu og uppbyggingu á jörðinni. Var oddvita falið að sjá um samn- inga við hann, en nokkru siðar tilkynnir sá maður, að hann falli frá kaupunum. Á fundi hreppsnefndar 16. júlí 1972 er fjallað um málið. Oddviti hefur þá enn ekki tekið sæti sitt í nefndinni en varamaður mættur. Var þá gerð svofelld bókun: ,,Tel- ur fundurinn, að þar sem búið var að afgreiðaþau tilboð, sem bárust í jörðina, með því að samþykkja eitt og hafna hinum séu þau úr gildi fallin, og verði hugsað um sölu jarðarinnar áfram, sé nauð- synlegt að leita eftir tilboðum að nýju.“ Ekki verður séð neitt athugá- vert við þessa ályktun hrepps- nefndar, en það sama verður ekki sagt um franhaldið, því miður. Tveim dögum siðar þann 18. júlí er enn haldinn hrepps- nefndarfundur og er oddviti þá tekinn við stjórn sveitarmálefna. Á þeim fundi var samþykkt „að leita eftir því, hvort tilboð þau önnur og framkvæmdaáætlanir, sem fram komu í ýörðina stæðu óbreytt.. .“. Við þessa málsmeðferð er það að athuga, að heppsnefnd hafði tveim dögum áður gert aðra álykt- un í þessu máli þar sem afgreiðsla varöllönnur. Það er stjórnarfarsleg venja, að þegar stjórnvald hefurgert álykt- un, þá er það, sem aðrir, af henni bundið og getur ekki gert aðra ályktun þvert við hina fyrri að svo komnu máli. Þessi almenna regla er þarna þverbrotin. Siðan hefur hvert axarskaftið rekið annað og ólik- legt að þar séu öll kurl til grafar komin enn sem komið er. Hinn 13. ágúst er haldinn hreppsnefndarfundur. Fyrir þeim fundi liggja þrjú tilboð um kaup á jörðinni ásamt upplýsing- um um væntanlega uppbyggingu jarðarinnar. Verðtilboði óskaði hreppsnefnd ekki eftir svo sem fyrr er sagt. Nú eru að nokkru komnir nýir aðilar. Að einu til- boðinu standa sömu aðilar og áður. í öðru tilboðinu er svo kall- að, að bróðir oddvitans, búsettur í Reykjavik, yfirtaki tilboð sonar oddvitans og komi til greina við kaup jarðarinnar á þann hátt, en þriðja tilboðið er nýtt, dagsett 7. ágúst 1972. Á þessum fundi er oddviti í forsæti og tekurþátt i störfum. Tilboð dags. 7. ágúst 1972 var afgreitt þannig: „Samþykkt var af hreppsnefnd að vegna sam- þykktar hreppsnefndar þann 18. júli 1972, þá væri þetta tilboð ekki til afgreiðslu að svo stöddu." Ákveðið var að selja bróður oddvita jörðina. Þessi málsmeðferð var kærð til sýslumanns og sýslunefndar af þeim aðilum, sem gert höfðu til- boðin, að bróður oddvita undan- skildum. Kærurnar eru dags. 19 og 22. ágúst og krafizt ógildingar sölunnar. Vitnað var til þess, að oddviti væri vanhæfur til að fjalla um málið, þar sem bróðir hans átti í hlut og ennfermur þess, að ekki væri hægt að skipta um aðila að tilboði sem þessu, það væri aðeins sviðsetning á sjónarspili. Síðan fara litlar sögur af málinu þar til aukasýslufundur er hald- inn 3. nóvember 1972, þá er endurtekin kæra f málinu og framlögð af kæranda. Er þess krafizt að sýslunefnd ógildi söl- una. Það kom fram strax við fram- lagninug kærunnar á fundinum, að sýslumaður taldi rök kæranda ekki þess verð, að sýslunefnd tæki þau til greina. Ekki lét sýslu maður þess getið, að þinglýsing hafði þegarfarið fram. Síðan hafa leiðir okkar og sýslumanns ekki legið saman í máli þessu. A.mk. sumir okkar munu hafa búizt við því, að sýslumaður mundi hafa lögfræðilega forystú í málinu. Sú forysta gekk í aðra átt en við hugðum rétta. Þess vegna höfum við notazt Við okkar eigin dóm- greind til umfjöllunar um mál þetta. Ekki sýndist okkur, að okk- ar valdsvið næði til að ógilda samninginn, en við gátum synjað um samþykki, ef okkur sýndist að málsatvik væru þess eðlis. Við afgreiddum því málið með svo- felldri ályktun: „í ákvæðum gild- andi sveitarstjórnarlaga er tilskil- ið að hreppsnefndir leiti sam- þykkis sýslunefnda um kaup og sölu fasteigna. Hreppsnefnd Fr. Torfustaðahrepps hefur ekki leit- að samþykkis um sölu framan- greindrar jarðar, en með tilvfsun til meðferðar hreppsnefndar á sölu jarðarinnar lýsir sýslunefnd- in því yfir, að hún muni ekki samþykkja umrædda jarðasölu, þó samþykktar hennar verði leit- að.“ Ályktunin var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Við höfum aldrei litið öðruvísi á en svo, að þessi ályktun þýddi synjun á sam- þykki sýslunefndar fyrir sölunni og þannig munu aðrir einnig hafa litið á að frátöldum sýlumanni, sem i bréfi til oddvita Fr. Torfu- staðahrepps birtu í framhaldssög- unni segir svo ........Þar sem áleit og álít, að sýslunefndin hafi ekki efnislega afgreitt málið. . Oddviti Fv. Torfustaðahrepps er sömu skoðunar og við, hvað þetta snertir, því að í bréfi til sýslunefndar dagsett 24. apríl s.l. er talað um, að sýslunefnd hafi synjað um samþykki fyrir sölunni o.s.frv- Ekki getum við séð, að synjun sýslunefndar frá 3ja nóvember 1973 fyrir samþykki á sölunni hefði valdið neinum vandkvæð- um, ef hún hefði verið virt. Allt, sem gerðist, var það, að gerður samningur fékk ekki löglega stað- festingu. Hreppsnefnd hefði sið- an getað leigt jörðina, eða-uglýst að nýju eins og samþykkt var 16. júlí, þegar varaoddviti stjórnaði fundi. Nú skal vikið að ástæðum, sem m.a. voru fyrir þvi, að við gátum ekki samþykkt sölu jarðarinnar vegna meðferðar málsins hjá hreppsnefndinni. 1. Þess er áður getið, að með þvi að fara þá leið að hreppsnefnd ákveður sjálf verð á jörðinni fyr- irfram, þá tekur hún á sig aukinn vanda við meðferð tilboðanna og verða meiri kröfur til þess gerðar, að með þau sé farið á eðlilegan hátt. Með þessu er ekki tekið tillit til verðhækkunar, sem varð frá kaupdegi jarðarinnar til söludags hennar. 2. Hreppsnefnd þverbrýtur þá reglu, að ákvörðun stjómvalds i máli, sbr. ákvörðun hreppsnefnd- ar 16. júlí og hins vegar 18. júli, hafi gildi. 3. Ekki er hægt að viðurkenna það fyrirkomulag, að hægt sé að skipta um aðila að tilboði sem slíku, sem hér er um fjallað. Nýr ábúandi hlýtur að vera nýr aðili að málinu. 4. Oddviti fjallar sjálfur um tilboð venzlamanna. Það er regla, sem flestir þekkja, að stjórnvald má ekki fjalla um málefni sín eða nánustu verzlamanna. Ekki verð- ur annað séð en hún sé einnig kunn oddvita Fr,- Torfustaða- hrepps, þar sem hann víkur sæti við afgreiðslu málsins er sonur hana á i hlut. í Ulfjóti, tímariti laganema við Háskóla íslands (1973), er ritgerð eftir Steingrím Gaut Kristjánsson héraðsdómara, sem kallast „Rétt- indi og skyldur sveitarstjórnar- manna“. Ritgerð þessi er verð- launaritgerð í samkeppni, sem Samband ísl. sveitarfélaga efndi til í tilefni 25 áa afmælis síns. Hún er endurskoðuð af dómnefnd og vafaatriða getið sérstaklega. Það verður því að telja ritgerð þessa mjög ábyggilega heimild. Þar segir svo um þetta atriði. „Ef sveitarstjórnarmaður verður vanhæfur til meðferðar máls, má hann ekki taka þátt í úrlausn þess.“ Próf. Olafur Jóhannesson hefur tekið þetta mál til meðferð- ar í riti sínu Stjórnarfarsréttur bls, 184—203. Ályktun hans er sú, „að stjórnvald sé vanhæft til ákvörðunar f máli og eigi að víkja sæti, þegar ákvörðunarefni varð- ar það sjálft eða vezlamenn þess svo sérstaklega og verulega, að almennt megi ætla að viljaafstaða stjórnvaldsins mótist að ein- hverju leyti þar af. Þessi almanna regla virðist eiga við um sveitar- stjórnannenn jafnt og önnur stjórnvöld." Við teljum því, að sú skoðun okkar, að oddvitinn hafi verið vanhæfur til ákvörðunar í þessu máli sökum náinna venzla við kaupanda, hafi við full rök að styðjast. Það er fullur vafi á því, að sölusamningur um jörðina hafi lagagildi af þeim ástæðum þó ekki komi fleira til. Sýslumaður og oddviti hreþpsnefndar vitna oft til þess, að eigi séu nein á- ákvæði í sveitarstjórnarlögum, sem kveði á um skyldu oddvita að vikja sæti í afgreiðslu máls sem þessa. Báðir þessir aðilar ættu að vita, að til eru fleiri lagabálkar, sem ber að virða, en sveitar- stjórnarlögin ein. í raun og veru þarf ekkert meira um þetta mál að segja, þó skal getið fleiri atriða. I apríl s.l. gerðu hreppsbúar kröfu um sVeitarfund um málið á löglegan hátt skv. sveitarstjórnarlögum. Flestir oddvitar hefðu undirþeim kringumstæðum boðað hann við fyrsta tækifæri og látið fara sem vildi um niðurstöðu hans. Hér er farið öðruvísi að. Þrátt fyrir fyrirmæli sýslunefndar og fleiri aðila um að halda fundinn hefur það ekki verið gert. í fram- haldsögu sýslumanns er þess get- ið, að það hafi komið „babb í bátinn“ þegar halda átti hrepps- fundinn. Þ.e. spurningin um, hvort hreppurinn gæti orðið skaðabótaskyldur í málinu „og oddvitinn vildi geta sagt satt og rétt um þá hluti, því skaðabóta- kröfur gætu numið háum upp- hæðum...“. Ur þessu hefur ekki fengizt skorið og fæst sjálfsagt ekki að sinni, svo að það getur dregizt nokkuð enn að fundurinn verði haldinn. Skaðabótaréttur getur skapazt á ýmsan hátt, en í þessu máli varla nemá fyrir mis- tök eða gáleysi þess, sem skaða- bæturþarf aðgreiða. í grein sinni kvartar sýslumað- ur yfir því, að hann hafi ekki fengið efnislega afgreiðslu á mál- inu á sýslufundi og greinargerð hreppsnefndar. Fr. Torfustaða- hrepps hafi ekki verið vísað til nefndar. Skal þessi afgreiðsla rakin eins og hún gekk til. Greinargerð hreppsnefndarinn- ar var lögð fram af oddvita sýslu- nefndar á fjórða degi fundarins og virðist því ekki hafa verið ákveðið fyrirfram, hvort hún yrði lögð fram eða ekki. Venja er, að erindi eru lögð fram á fyrstu tveimur dögum fundarins eða í síðasta lagi timanlega á 3ja degi. Stóðu þá yfir umræður um reikn- inga áðurnefnds sveitarfélags. Að lokinni afgreiðslu málsins, þar sem 5 af 8 sýslunefndarmönnum synjuðu samþykkt sveitarsjóðs- reikningsins að því er snerti jarðarsöluna og vísuðu til sam- þykktar sýslufundar frá 3. nóvem- ber 1972 sbr. hér að framan, kom fram tillaga frá oddvita sýslu- nefndar um að vísa greinargerð- inni til allsherjarnefndar. Var þá gerð fyrirspurn, hvert væri hlut- verk allsherjarnefndar, þar sem búið væri að afgreiða málið. Odd- viti sýslunefndar taldi, að eftir væri að afgreiða málið efnislega. Á það var ekki fallizt og sú tillaga felld með 4 atkvæðum gegn 3. Þeir, sem felldu tillöguna gerðu grein fyrir atkvæði sínu og töldu, að búið væri að afgreiða málið efnislega. Hefur félagsmálaráðu- neytið lýst sig samþykkt þeim skilningi. Verður þessi afstaða okkar varla vefengd, enda í fullu samræmi við það, sem að framan er rakið, að mál verða ekki tekin upp að nýju um leið og afgreiðslu þeirra er lokið. Þá er að geta um þinglýsingu og stimpiun kaupbréfsins. Um það segir svo í grein sýslumannsins. „Á sýslufundinum benti ég á, að móttaka og þinglesning kaup- samnings um Núpsdalstungu án athugasemda af hálfu sýslu- manns, oddvita sýslunefndar, sé fyrirfram samþykki f.h. sýslu- nefndarinnar, en auðvitað háð samþykki sýslunefndarinnar.“ Ekki eigum við gott með að skilja, hvernig hægt er að sam- þykkja fyrirfram, án athuga- semda, atriði, sem er háð sam- þykki fleiri aðila. Má vera að það verði skýrt í framhaldssögu siðar. Það er skoðun okkar, að eins og á stóð, hefði sýslumaður ekki átt að þinglýsa kaupbréfinu og allra sízt án athugasemda, þar sem kærur höfðu komið fram. Eins og að framan greinir, er meðferð þessa máls saga mistaka og endurtekinna axarskafta frá hendi hreppsnefndar. Þar við bætist svo móttaka og þinglesning kaupbréfs án athugasemda. Það getur komið fyrir alla að yfirsjást, um það er ekki annað að segja en það, að ætlazt er til, að þeir, sem það kemur fyrir, reyni að leiðrétta mistök sín. En það hefur ekki gerzt í þessu máli, það er arkað áfram, þótt mistökin séu öllum augljós, þess vegna er þetta furðulegt mál og orðið að „Fram- haldssögu'*. Sigurður J. Líndal sign. Óskar E. Levy sign. Aðalbjörn Kcnediktsson sign. Ólafur II. Kristjánsson sign. Gunnar V. Sigurðsson sign. Matthea Jónsdóttir. Boðin þátttaka í listahátíð hjá einni fremstu listamiðstöð Frakklands EIN fremsta listamið- stöð Frakklands, Art Contemprorain Inter- national, hefur boðið Mattheu Jónsdóttur listmálara að taka þátt i listahátíð, sem haldin verður dagana 16. til 30. marz í Lyon. Með þessu boði er listakon- unni sýndur mikill heiður, en ACI hefur á undanförnum árum sfaðið að listahátíðum og sýningum, þar sem listamenn frá fjörutíu löndum hafa sýnt verk sín, og hafa samtökin verðlaunað meira en 250 listamenn og list- iðnaðarmenn úr gjör- völlum heiminum. Matthea Jónsdóttir hefur ákveðið að þiggja boðið, mun hún senda átta verk eftir eigin vali til Frakk- lands í þessum mánuði og fara að öllum líkindum sjálf áður en sýningin verður opnuð. Á árinu 1969 og aftur árið 1971 tók Matthea þátt i stórri, alþjóðlegri listsýn- ingu í Belgíu, er var uppsett að tilhlutan Evrópuráðsins. Hlaut hún viðurkenningu fyrir verk sín á báðum þess- um sýningum og góðar um- sagnir í blöðum i Belgiu og Frakklandi. Þannig munu forstöðumenn þessarar frönsku listamiðstöðvar hafa komizt í kynni við hæfi- leika Mattheu til listsköpun- ar. Hér heima hefur hún haldið tvær sjálfstæðar sýn- ingar, í Ásmundarsal 1967 og i Bogasalnum 1970, auk þess sem hún hefur átt verk á nokkrum haustsýningum hjá Félagi íslenzkra mynd- listarmanna, á Listahátíð á Kjarvalsstöðum 1971 og fleiri samsýningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.