Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 23
félk f
fréttum
Mark Spitz á
barmi gjaldþrots
Ekki blæs byrlega hjá Mark Spitz þessa dagana og fjarri virðast
þær dýrlegu stundir í Miinchen, er hann tók á móti hverjum
gullverðlaununum á fætur öðrum, alls sjö peningum. Þótt ekki hafi
hann skort alls kyns atvinnutilboð eftir sigurgönguna á Ölympiu-
leikunum, rambar hann nú á barmi gjaldþrots. Hann hefur reyndar
grætt heil ósköp á þvi að koma fram i auglýsingamyndum, en hann
hefur ekki haft vit á að fjárfesta í réttum eignum. Hann hefur keypt
sér lystisnekkju og glæsilegt hús — og afborganirnar eru nú meiri
en tekjurnar, sem hann á erfitt með að auka.
Þeir einustu, sem ekki hafa gleymt honum, eru rukkararnir.
— Mark Spitz er búinn að vera. Hann er ekki söluvara lengur.
Viðskiptavinirnir vilja sjá önnur andlit, segja menn i auglýsingafyr-
irtækjunum.
Þess vegna hefur Mark neyðzt til að slá lán og nú er hann að leita
að vinnu, svo að hann geti séð fyrir konu sinni, Susan.
Möguleikarnir á að hann geti hafið fyrra „starf“ að nýju — orðið á
ný bezti sundmaður heims — eru taldir sáralitlir. Hann hefur
nefnilega alveg gleymt að halda sér i þjálfun.
A myndinni sjáum við Aristóteles Onassis kyssa þá ljóshærðu, og
greinilegt er á svip Jackie, að hún er ekki beint hrifin af þessu.
Hér blossar afbrýðissemin upp
Kvöldið var vel heppnað. Kvöldverðurinn á hinum fræga veitinga-
stað Maxim í París var — auðvitað — vel heppnaður. Aristoteles
Onassis var þarna á ferð í fylgd með konu sinni, Jackie, dóttur sinni
Christinu og núverandi fylgdarsveini hennar, Gerd Flick, og öll
fjögur voru i góðu skapi. Þess vegna ætluðu þau að halda áfram að
skemmta sér.
En þá dundu ósköpin yfir. Fyrir utan næturklúbbinn Club Privé.
Gríski milljarðamæringurinn, sem ekki liggur á liði sínu, þegar
fagrar konur eru nærri, hitti unga, ljóshærða leikkonu, sem hann
þekkti. Enginn vafi um það. Því að þau nærri köstuðu sér i fang
hvort öðru — og Jackie horfði á. Hún varð að vonum bæði öskureið
og afbrýðisöm og strunsaði hið snarasta á brott — karli sínum
augljóslega til mikillar skemmtunar. Hann bauð bara þeirri ljós-
hærðu í næturklúbbinn í staðinn.
Hvað gerðist, þegar næturklúbburinn lokaði um síðir, er ekki
vitað.
Utvarp Reykjavík
Fjör hjá forsetanum
Lobna, elzta dóttir Anwars
Sadats Egyptalandsforseta,
gekk á dögunum að eiga Abdel
Khalek Sarwat verkfræðing.
Athöfnin fór fram í garði for-
setabústaðarins í úthverfi
Kaíró-borgar. Við þetta tæki-
færi trúlofaðist ungri dóttir
Sadats, Nuha, Hassan nokkrum
Marei, syni Sayed Mareis, að-
stoðarmanns Sadats. Meðal
gesta voru nokkrir egypzkir
hermann, sem særzt höfðu í
októberstríðinu gegn Israel og
Idris, fyrrverandi konungur
Líbýu, sem hefur dvalizt i
Kaíró siðan honum var steypt
af stóli árið 1969 af Gaddafi.
Rétt andrúmsloft
I Salinas í Kaliforníu er hús i
viktoríönskum stíl. Þar fæddist
rithöfundurinn John Stein-
beck. Kvennasamtök í Salinas
hafa nú ákveðið að gangast fyr-
ir því, að húsinu verði breytt í
veitingahús, þar sem gestir geti
notið góðra veitinga í húsa-
kynnum, sem minna á híbýli
söguhetjanna í bókum Stein-
becks, t.d. „Austan Edens" eða
„Ægisgötu“. Allur ágóði af
rekstri veitingahússins verður
gefinn til góðgerðastarfsemi.
Hefur Sophia
misst fóstur?
Svo virðist sem brennandi
vonir Sophiu Loren hafi brost-
ið. Fyrir nokkrum vikum til-
kynnti hún, að hún ætti von á
barni — því þriðja í röðinni.
En nýlega kom Sophia, sem
nú er 39 ára gömul, óvænt til
Genfar í Sviss, þar sem hún var
lögð inn á einkasjúkrahús hins
fræga kvensjúkdómalæknis,
prófessors Hubert de Watte-
ville. Og er hún fór af sjúkra-
húsinu nokkrum dögum síðar,
virtist hún mjög þreytt og and-
lega niðurbrotin. Hélt hún
beint til Rómar með einkaflug-
vél.
Prófessorinn er — auðvitað
— þögull sem gröfin, þegar
spurt er um ástæðuna fyrir vist-
un Sophiu, en fregnir herma,
að hún hafi enn einu sinni
misst fóstur.
Hún og eiginmaður hennar,
leikstjórinn Carlo Ponti, eiga
saman tvo syni, Carlo fimm ára
og Edoardo tæplega tveggja
ára. Og Sophia hefur sjálf sagt
það heitustu ósk sína að eignast
dóttur.
Myndin af Sophiu var tekin í
Genf í Sviss, er hún kom til
einkasjúkrahúss kvensjúk-
dómalæknisins kunna.
Enn ein ástar-
sagan af sjúkrahúsi
Þeir ku velta vöngum í stór-
hertogadæminu Lúxemborg
þessar vikurnar. Marie-Astrid
prinsessa, 19 ára gömul, elzta
dóttir Jeans stórhertoga og
Josephine-Charlotte prinsessu,
er farinn að heiman og flutt í
heimavist hjúkrunarnema við
Sacre Coeur-sjúkrahúsið í
Lúxemborg.
Af opinberri hálfu hefur ver-
ið sagt, að hún ætli að mennta
sig sem hjúkrunarkona. Og
Marie-Astrid er líka byrjuð að
læra; en aðrar heimildir herma,
að hún hafi flutzt að heiman
gegn vilja foreldra sinna og í
mótmælaskyni við þau.
Ennþá eru aðeins uppi get-
gátur um orsakirnar fyrir þess-
ari óánægju stúlkunnar. En
margt þykir benda til, að það sé
einn af ungu læknunum við
sjúkrahúsið, sem skyndilega
hafi vakið áhuga prinsessunnar
á hjúkrunarstarfinu.
FÖSTUDAGUR
15. febrúar
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kL 7.30.
8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kL 7.55.
Morgunstund bamanna kL 8.45: Vil-
borg Dagbjartsdótti r les framhald sög-
uhnar „Börn eru bezta fólk“ eftir
Stefán Jónsson (10).
Morgunleikfimi kL 9.45. Tilkynningar
kl.9.30.
Þingfréttir kL 9.45. Létt lög á milli
atriða.
Spjallað við bændur kL 10.05
Morgunpopp kl. 10.25: Osibisa, Yes og
Jimi Hendrix leika og syngja
Morguntónleikar kL 11.00: Einleikarar
og Scola Cantorum Basiliensis flytja
forleik og svítu eftir Telemann /
Renato Zanfini og Virtuosi di Roma
leika Óbókonsert í c-moll eftir Vivaldi /
Milan Turkovic og Ysayekammersveit-
in leika Fagottkonsert í F-dúr eftir
Stamitz.
12.00 Dagskráin. Tónieikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.05 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: „Dyr standa opnar“
eftir Jökul Jakobsson
Höfundurles sögulok (12).
15.00 Miðdegistónleikar
Paradisarþátturinn úr óratóríunni
„Friði á jörðu“ eftir Björgvin
Guðmundsson viðl jóðaflokk Guðmund-
ar Guðmundssonar. Svala Nielsen,
Sigurveig Hjaltested, Hákon Oddgeirs-
son og söngsveitin Filharmónía syngja
með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjórnandi Garðar Cortes.
jt
A skjánum
FOSTLD.VGLR
15. febrúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandariskur kúrekamyndaflokkur.
3 þáttur. Skuggi fortíðar
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
PYé t taskýr i ngaþátt u r um innlend
málofni.
U msjónanhaður Guðjón Einarsson.
22.05 (iestur kvöldsins
Bandariski þji'iðlagasöngvan nn Bete
Seeger sj-ngur bresk og bandarísk lög
og leikur sjálfur undir á gítar og lianjó.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
22.35 Dagskrárlok.
L.VL’G.VRD.VGL'R
16. ft4)rúar 1974
17.00 Iþróttir
Meðal efnis eru n\vndir frá innlendum
iþróttaviðburðum og m> nd úr ensku
knat tspy rnunni.
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
19.15 Þingiikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjönarmenn Bjöm Teitsson
Björn Þorsteinsson.
19.45 III é
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska f jölskyldan
í kvöld kl. 19.30 flytja þeir
Ólafur R. Grímsson og Þor-
steinn Eggertsson tvö síðustu
erindin í erindaflokki þeim um
varnamálin, sem verið hefur á
dagskrá nú í vikunni. Eins og
áður hefur verið greint frá,
mun lokaatriðið í f lokki þessum
verða umræðuþáttur þar, sem
flytjendurnir sex munu koma
fram, og er umræðuþátturinn
fyrirhugaður næsta sunnudag.
Hvert gagn útvarpshlust-
endur hafa haft af þessum er-
indum getur verið umdeilan-
legt, en allavega verður það að
segjast hér, að málflutningur
þeirra tveggja, sem fram hafa
komið í þáttunum til þessa, og
mótfallnir eru því, að hér séu
varnir, hefur jafnvel jaðrað við
það að vera málefnalegur,
a.m.k. málflutningur Þorsteins
Vilhjálmssonar, sem talaði s.l.
þriðjudag, og var það sannar-
lega ánægjulegt nýmæli.
í kvöld kl. 21.25 verður
Landshorn, og stjórnandinn að
þessu sinni er Guðjón Einars-
son.
Þar verður fyrst fjallað um
verkfalls- og samningamál, sem
ofarlega eru á baugi í innan-
*
15.45 Lesin dagskrá næstu viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphornið
17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Jói f ævin-
týraleit“eflir Kristján Jónsson
Höfundur byrjar lesturinn.
17.30 Framburðarkennsla I dönsku
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 FYéttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
19.00 Veðurspá.
Fréttaspegill
19.15 Þingsjá
Ævar Kjartansson sér um þáttinn.
19.30 Varnarmálin
Tvö stutt erindi flytja:
Ólafur Ragnar Grímsson prófessor og
Þorsteinn Eggertsson stud. jur.
20.00 Sinfónfutónleikar
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innarí Frankfurtí októbers.L,
a. Sinfónia í Es-dúr (K 543) eftir
Wolfang Amadeus Mozart.
b. „Dafnis og Klói“, sinfónísk atriði úr
samnefndum ballett eftir Maurice
RaveL
20.55 Hálföld á Hrafnkelsdal
Kristján Ingólfsson ræðir við hjónin
Aðalsteinog Ingibjörgu á Vaðbrekku
21.30 (Jtvarpssagan: „Trfstan og !sól“
eftir Joseph Bédier
Ðnar öl. Sveinssom í^lenzkaði. Kristin
Anna Þórarinsdóttirles (5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passíusálma (5)
22.25 Kvöldsagan: „Skáld pís larvættis-
ins“eftirSverri Kristjánsson
höfundur les (3).
22.45 Draumvfsur
Sveinn Árnason og Sveirm Magnússon
kynna lög úrýmsum áttum.
23.45 Fréttir í stuttu máli Dagskrárlok.
Bandariskur söngva- og gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
20.50 L'gla sat á kvisti
í þessum þætti verður enn rífjuð upp
dans- og dægurtónlist f rá liðnum árum.
Brugðið verður upp mynd frá litlum
dansstað, eins og hann hefði getað litið
út á árunum 1945—50.
Hljómsveit Björns R. Einarssonar,
skipuð hIjóðfæraleikurum frá þeim
tíma. leikur jass- og Dixielandtönlist,
og einnig verða flutt \inis skemmti-
at riði.
U msjónarmaður Jónas R Jónsson.
21.30 Alþýðulýðveldið Kfna
Breskur fræðsl umyndaflokkur um
Kínaveldi n útímans.
6. þáttur
Þýðandiog þulur Gylfi Pálsson.
21.55 HeiLsa fylgir hóf i
Stutt teikniinynd um heilsusamJega
lifnaða rhæt ti.
22.05 ! skóla Iffsins
(Le chemin deséeoliers)
Frönsk biömynd frá árinu 1959. byggð
á sögu eftir Mareel Ayme.
Leikstjóri Miehel Borismnd.
Aðalhlutverk Franeoise Arnoul. Alain
Delon og Jean-Claude Bríaly.
Þýðand i l>»ra Ha fs teinsdót ti r.
Myndin geríst í Parísarborg i heims-
styrjöldinni síðarí. Ungur skólapiltur
kemst i kynni við svartamarkaðs-
braskara. og í hópi þeirra er ung og
tælandi stúlka. sem honum fellur afar
vel i geð.
23.35 Dagskrárlok.
landsmálum þessa stundina. Sá,
sem reifar þessi mál, er Elías
Snæland Jónsson, blaðamaður
á Tímanum, en hann hefur nú
komið í stað Baldurs Öskars-
sonar, sem nú dvelst i Tanzan-
íu.
Þá mun Guðjón ræða við
Júlíus Sólnes, prófessor, og
Ragnar Stefánsson, jarð-
skjálftafræðing, um byggingar
húsa og annarra mannvirkja
hérlendis með tilliti til jarð-
skjálfta. Júlíus lærði bygginga-
verkfræði með sérstöku tilliti
til jarðhræringa í Japan, því
mikla jarðskjálftalandi, en
einnig starfaði hann í Dan-
mörku um árabil.
Þá ræðir Vilmundur Gylfa-
son við Guðlaug Þorvaldsson,
háskólarektor um útþensluna í
skólamálum fyrir neðan há-
skólastigið á síðustu 10 árum,
og spurninguna um það hvort
tími sé til kominn að takmarka
aðgang að háskólanum að öðru
leyti en þvi er tekur til
stúdentsprófs.
Að lokum mun Vilborg Harð-
ardóttir fjalla um málefni van-
gefinna og þá sérstaklega að-
stöðumun þeirra í dreifbýli og
þéttbýli.
fclk f
fjclmiélum