Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
38. tbl. 61. árg.
FÖSTUDAGUR 15. FEBRtJAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Togarinn
Togarinn Bylgja frá Reykjavík, sem verið hefur á loðnu-
veiðum að undanförnu, sökk skammt austur af Hjörleifs-
höfða í gærkvöldi. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var
vitað að flestir skipverjar voru komnir úr gúm-
björgunarbátum um borð í Þórunni Sveinsdóttur frá
Vestmannaeyjum og var Þórunn væntanleg til Eyja
milli kl. 3 og 4 í nótt. Helga RE, Héðinn ÞH og fleiri
bátar voru þá komnir á staðinn þar sem Bylgjan fórst.
Bylgjan var í eigu útgerðarfyrirtöekisins Sjótak, en áður
hét togarinn Jón Þorláksson og var í eigu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur til ársins 1973.
Bylgjan tilkynnti um vandræði
í talstöðina kl. 20.15 í gærkvöldi
og heyrði Vestmannaeyjaradíó
kallið. Bað Bylgjan þá um aðstoð
og hafði Helga RE strax samband
við skipið og einnig Þórunn
Sveinsdóttir og fleiri skip. Var þá
komin slagsiða á Bylgjuna.
Togarinn, sem var 550 lestir að
stærð var smíðaður í Goole í
Bretlandi árið 1948. Hann var
með 450 tonn af loðnu um borð
þegar hann sökk. Helga hélt
þegar til togarans, en hún var þá
út af Skarðsfjöruvita, um tveggja
tima stím að togaranum, sem var
rétt út af Alviðruhömrum austur
af Hjörleifshöfða.
Bátarnir voru síðan stanzlaust í
sambandi við Bylgjuna þar til síð-
ast heyrðist frá henni kl. 21,35 er
skipstjórinn tilkynnti að kominn
væru 45 gráðu halli á skipið og
þeir væru að fara i björgunarbát-
ana.
Þegar siðast fréttist var vitað að
flestir skipverja voru komnir um
borð i Þórunni, en ekki náðist
Togarinn Bylgja, en hann hét áður Jón Þorláksson. Fyrir skömmu var skipinu breytt f loðnuskip.
talsamband við bátinn þar sem af Bylgjunni voru a.m.k. i tveim- voru á þessum slóðum f gær-
einn af sendum Vestmannaeyja- ur gúmbjörgunarbátum. kvöldi, hægur sjór, en gekk á með
radiós er bilaður. Skipverjarnir 6 vindstig af austnorðaustri byljum. Tólf voru á skipinu
By lg j an sökk
Solzhenitsyn víða velkominn
óvíst hvar hann sezt að
Var sakaður um landráð og hótað 10-15
ára fangabúðavist færi hann ekki úr landi
Bonn, Oslo, Stokkhólmi,
14. febr. AP—NTB
# Sfmskeyti, bréf og blóm hafa
borizt f stríðum straumum f dag
til heimilis v-þýzka rit-
höfundarins Heinrichs Bölls, þar
sem sovézki rithöfundurinn
Alexander Sofzhenitsyn átti sína
fyrstu nótt sem útlagi úr eigin
landi. Hann sagði við blaðamenn f
morgun, þegar þeir BöII fengu
sér dálitla göngu eftir morgun-
verð, að hann hefði sofið vel og
gerði sér góðar vonir um að fjöl-
skylda sín fengi að koma til hans,
hvenær það yrði vissi hann hins
vegar ekki. Hann hvaðst ekki
hafa tekið ákvörðun um búsetu f
nánustu framtfð.
0 Fjöldi blaðamanna var saman
kominn við hús Bölls f Langen-
broich skammt frá Bonn og
fjölgaði stöðugt f hópnum eftir
þvf sem á leið daginn. Rit-
höfundurinn vildi hins vegar
engar yfirlýsingar gefa né blaða-
viðtöl yfirleitt og endurtók það,
sem hann sagði f gær. „Ég hef
veitt svo mörg viðtöl heima f
Moskvu, þar talaði ég, hér mun ég
þegja.“ Ritari Bölls gerði blaða-
mönnum sfðan Ijóst, að engin von
væri til þess að Solzhenitsyn
Lögfræðingur Solzhenitsyns,
Fritz Heeb,
veitti þeim viðtöl næstu daga
hann mundi a.m.k. alls ekkert
segja fyrr en f jölskylda hans væri
komin til hans.
Framhald á bls. 20.
Er röðin
komin að
Kohout?
Prag, 14. febr.
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum í Prag, að þvf er herm-
ir f NTB-frétt, að tékkneskir lög-
reglumenn hafi komið á heimili
Framhald á bls. 20.
Pompidou hellir
sér yfir Nixon
París, 14. febr. NTB.
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum f París f dag, að
Alexander Solzhenitsyn er
hér að árita eintak þýsku
útgáfunnar af Eyjaklasan-
um Gulag fyrir einn af
hundruðum blaðamanna,
sem þ.vrptust að heimili
Heinrichs Bölls f gærmorg-
un. Myndin var tekin, er
þeir Solzhenitsyn og Böll
(t.h.) komu út til að fá sér
morgungöngu.
George Pompidou, forseti Frakk-
lands, hafi á ráðuneytisfundi f
Parfs í dag gefið tilfinningum
sfnum f garð Bandaríkjamanna
fullkomlega lausan tauminn og
farið óþvegnum orðum um Rich-
ard Nixon, forseta Bandaríkj-
anna, og stefnumið hans.
Pompidou dró enga dul á reiði
sína í garð Nixons og hélt þvfi
fram, að hann hefði boðið til
orkuráðstefnunnar í Washington
11. febr. sl. i þeim tilgangi einum
að tryggja tak sitt á þeim hluta
Framhald á bls. 20.