Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Shirley MacLaine í hlutverki sfnu f Thc Apartment. SUNNUD4GUR 17. febrúar 1974 15.00 Endurtekið efni Lygn streymir Don Sovésk framhaldsmynd. 2. þáttur. Þessi þáttur var áður á dag- skrá síðastliðinn sunnudag, en verður nú endursýndur vegna þess, hve þá voru víða bilanir í raflínum og endur- varpsstöðvum. 17.00 Valdaránið f Síle Sænsk heimildamynd um valdatöku hersins í Síle og fall stjórnar Allendes for- seta. Þýðandi og þulur Þrándur Thoroddsen. Áður á dagskrá 9. janúar síð- astl. (Nordvision — Sænska sjón varpið) 17.40 1 f jársjóðaleit Sovésk mynd um ævintýri þriggja barna, sem hyggjast finna fjársjóði í sokknu skipi. Þýðandi Lena Bergmann. Aður á dagskrá 26. desember 1973. 18.00 Stundin okkar Meðal efnis að þessu sinni er þáttur með Súsí og Tuma og mynd um Róbert bangsa. Einnig koma þar börn úr Barnamúsíkskólanum og syngja nokkur lög. Haldið verður áfram með spurningaþáttinn og loks verður byrjað á nýjum teiknimyndaflokki. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.50 Gftarskólinn Gftarkennsla fyrir byrj- endur. 2. þáttur endurtekinn. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar I HIÍAÐ EB AÐ SJA? Á sunnudaginn kl. 18.50 verð- ur endurtekinn annar þáttur gítarkennslu Eyþórs Þorláks- sonar í sjónvarpinu, en i sam- bandi við þá kennslu má geta þess, að býsn af gíturum hefur Séra Þórir Stephensen er með hugvekjuna á sunnudagskvöld- um. runnið út úr hljóðfæraverzlun- um landsins eins og heitar lummur. Hefur önnur eins gít- arsala ekki verið svo elztu menn muna. KI. 20.25 á sunnudagskvöld er rússneskur þáttur með þjóð- legri, rússneskri tónlist ogþjóð- dönsum. Er það ugglaust for- vitnilegur þáttur því dans Rússa og t.d. Baikanþjóðanna eins og Rúmena og Búlgarfu- manna, er mjög taktfastur og ákveðinn. Þátturinn heitir Birkitréð. Annars segir það sína sögu, að á sunnudeginum eru þrír af 5 dagskrárliðum dagsins rússneskir, en hinir tveir eru sænskir. Þeim, sem bera ábyrgð á efni og niðurröð- un sjónvarpsdagskrárinnar mætti vera annara um íslenzkt efni en þessi dagskrá ber með sér. Það er t.d. hægur vandi að kynna islenzk þjóðlög og Þjóð- dansafélag Reykjavíkur býr yf- ir fjölbreyttri dagskrá svo eitt- hvað sé nefnt. Á mánudagskvöld kl. 20.30 syngur Wilma Reading ásamt stórhljómsveit Félags fslenzkra hljóðfæramanna, en upptakan var gerð á tónleikum í Háskóla- bíói i nóvember s.l. Samkvæmt upplýsingum Jón- asar R Jónssonar völdu sjón- varpsmenn hálfrar klukku- stundar efni úr eins og hálfs tíma dagskrá söngkonunnar og 18 manna hljómsveitarinnar. Wilma, sem er stöðugt að verða vinsælli og vinsælli á ferðalög- um sínum um Evrópu aðallega, syngur í þessum þætti bæði poplög og sigild dægurlög, en Jónas taldi, að þessi þátturgæfi mun betri mynd af Wilmu sem söngkonu, eri þáttur hennar i jóladagskrá sjónvarpsins. Á umræddum tónleikum fór Wilma m.a. út í sal Háskólabíós og fékk áheyrendur í lið með sér. A þriðjudagskvöld geta menn brugðið sér með dönskum sjón- varpsmönnum í heimsókn til Austurlanda nær og kynnzt stjórnmálaástandinu á ein- hvern hátt, þótt vart verði sú gamla kaka afgreidd í einum stuttum þætti. Á miðvikudagskvöld er brezk heimildarmynd um njósnarann Philby og njósnir hans innan hersins um árabil. Kim Philby er kunnur sem einn alræmdasti njósnari þessarar aldar og þeg- ar hann flúði til Rússlands og upplýst varð, að hann var hinn dularfulli þriðji maður í Burg- ess og Maclean málinu, kom það af stað öngþveiti f leyni- þjónustum vestrænna ríkja, sem stendur reyndar ennþá. A föstudagskvöld er m.a. þáttur um franska stærðfræð- inginn Evariste Galois en hann lét lífið af földum sára í einvígi 20 ára gamall. Nóttina fyrir ein- vigið lagði Galois, að því er margir telja, grundvöllinn að nútíma stærðfræði, en þá nótt alla sat hann og skrifaði jöfnur. Leikstjóri myndarinnar, Alex- andre Astruc, er kunnur úr kvikmyndaheiminum fyrir svo- kallaðan camera-stil. Galois var í pólitík á sínum tíma og setti sig upp á móti ríkjandi stjórnvöldum. Telja margir, að útsendarar lögregl- unnar hafi æst hann upp í ein- vígið, en það tfðkaðist mjög á þeim tima, og var einvígið háð með byssum. Að einvíginu loknu var Galois settur á spítala vegna skotsára og lézt hann þar nokkrum dögum síðar. Á spítalanum sat faðir hans yfir honum og grét sáran, en þá sagði Galois: „Vertu ekki að gráta, ég þarf á öllu mínu hug- rekki að halda til þess að geta dáið tvítugur." Á laugardagskvöld verður sýnd Óskarsverðlaunakvik- myndin The Apartment. Mynd- in hlaut Öskarinn árið 1960, en fyrir nokkrum árum var hún sýnd í Austurbæjarbíói. Leik- stjóri myndarinnar, Billy Wild- er, er frægur leikstjóri. Hann fluttist frá Austurríki til Bandaríkjanna og settist að í Hollywood þar sem hann gerð- ist sérfræðingur i kaldhæðnum gamanmyndum. Meðal mynda hans má nefna Lost Weekend, sem einnig fékk Óskarsverð- laun, The spirit of St. Louis, Some like it hot. Handritshöfundur The Apartment er I.A.L. Diamorid, en hann og Wilder unnu tals- vert mikið saman. Jack Lemm- on Shirley Maclaine og Fred MacMurray leika aðalhlutverk- in í myndinni og er hún talin ein bezta mynd Jacks Lemm- ons. The Apartment fékk fjórar stjörnur á sinum tíma, en í stuttu máli fjallar hún um nú- tima borgarsiðgæði og k:rfið á svæðinu. 20.25 Wilma Reading og „stórhljómsveit" FlH Sjónvarpsupptaka, sem gerð var í Háskólabiói I nóvember mánuði síðastliðnum, þegar breska söngkonan Wilma Reading kom þar fram á tón- leikum. Undirleik annast tuttugu manna hljómsveit Félags ís- lenskra hljóðfæraleikara. Hljómsveitarstjóri er John Hawkins. Upptökunni stjórnaði Egill Eðvarðsson. 21.00 Lífsraunir Þáttur úr sænskum mynda- flokki um mannleg vanda- mál. I þessum þætti er rætt við f ólk, sem misst hefur atvinnu sína einhverra orsaka vegna, og fjallað um áhrif slíkra áfalla á þá, sem fyrir þeim verða. Þýðandi og þulur Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.40 Lygn streymir Don Sovésk framhaldsmynd. 3. þáttur, sögulok. Þýðandi Lena Bergmann. Efni 2. þáttar: Nokkurrar stríðsþreytu er tekið að gæta meðal Kósakk- anna. Haustið 1917 snúa þeir til síns heima og um svipað leyti hefst byltingin f Péturs- borg. Grigorf er I fyrstu fylgis- maður Bolsévikka, en faðir Sjónvarps- og útvarpsdag- skráin er á bls. 23. hans og bróðir hans, Pjotr, eru á öndverðum meiði. Hóp- ur rauðliða er tekinn hönd- um og Kósakkar frá þorpinu Tatarsk eru kallaðir til að annast aftöku þeirra. Þeir Kósakkar, sem hlynntir eru málstað byltingarmanna, reyna margir að flýja þorpið, en Grígori telur það of áhættusamt. Hann hlíðir kalli yfirvaldanna og fylgir aftökusveitinni. Skömmu síð- ar er Pjotr umkringdur af rauðliðum og drepinn ásamt liði sínu. Eftir það gengur Grígorí í lið með hvítliðum og gengur fram í bardögum af miklum ákafa. Þar kemur þó, að honum ofbýður grimmd sfn og annarra, og hann snýr heim dapur í huga. 23.30 Aðkvöldidags Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju. 23.40 Dagskrárlok /UbNUD/IGUR 18. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Birkitréð Sovésk mynd með þjóðdöns- um og þjóðlegri tónlist. 21.05 Illurgrunur Breskt sjónvarpsleikrit. Leikstjóri C. Owens. Aðalhlutverk Jack Headley, Lisa Daniely og Gillian Hills. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.55 Ceausescu Rúmenfu- forseti Frönsk heimildamynd um Rúmeníu og forseta landsins, Nicholas Ceausescu. I myndinni er rakin þróun stjórnmála og annarra þjóð- félagsmála síðustu þrjá ára- tugi. Þýðandi og þuiur Dóra Haf- steinsdóttir. 22.30 Iþróttir M.a. mynd frá heimsmeist- aramótinu á skíðum. Umsjónarmaður Ómar Ragn- arsson. 23.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.