Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 22,00 kr. eintakið.
að er alvarlegur
rtiisskilningur, sem
fram kemur í forystugrein
kommúnistablaðsins á ís-
landi í gær, að „sovézkt
skrifstofubákn" eigi í við-
þann dóm stjórnenda
Sovétríkjanna, að sósíal-
ismi og frelsi fari ekki
saman. Þeir hafa yfir hálfr-
ar aldar reynslu af þessu
þjóðfélagskerfi og hljóta
• •
gat ekki þolað Solzhenitsyn
búsettan í Moskvu. Ber-
sýnilega hafa kommúnista-
leiðtogarnir í Moskvu
einnig komizt að þeirri
niðurstöðu, að þeir væru
ekkert betur settir með rit-
höfundinn í fangelsi,
þrælkunarbúðum eða á
geðveikrahæli, hann væri
ekki síður hættulegur
fasistisku stjórnarfari
þeirra á slíkum stöðum.
Þess vegna hafa þeir valið
þann kostinn að senda
hann úr landi og reyna
með þeim hætti að losna
við áhrif hans úr sovézku
þjóðfélagi. En áhrif rithöf-
undar verða ekki að engu
gerð með slíkum aðferðum.
Bókmenntaverk Solzhenit-
RITHOFUNDUR ,
GEGN EINRÆÐISST JORN
ureign við Alexander
Solzhenitsyn. Handtaka
og nauðungarflutningur
Nóbelsskáldsins var ekki
þáttur i átökum milli hans
og ,,skrifstofubákns“
heldur enn ein yfirlýsing
sovézkra ráðamanna um
það, að sósíalískt þjóðfé-
lagskerfi geti með engu
móti þolað frjálsa hugsun.
Slík tilkynning kemur allt-
af á nokkurra ára fresti frá
ráðamönnum í Kreml. I
ágúst 1968 var hún gefin út
í formi innrásar Var-
sjárbandalagsríkjanna í
Tékkóslóvakíu, nú með að-
gerðunum gegn Solzhenit-
syn. í sjálfu sér er engin
ástæða til að draga í efa
því að vita hvað þeir eru að
ta!a um. Fólk um víða
veröld hefur fylgzt með
herferðinni gegn hinum
sovézka rithöfundi og dáðst
að einstöku, andlegu þreki
þess manns, sem boðið
hefur stjórnendum annars
voldugasta ríkis veraldar
byrginn. Ekkert er gleggra
dæmi um það, að einræðis-
stjórn sósíalismans ræður
ekki við einstaklinginn,
sem hefur þor til að tjá
hugsanir sfnar, en sú stað-
reynd, að Sovétstjórnin
grípur til þess ráðs að
svipta rithöfundinn ríkis-
borgararétti og reka hann
úr landi.
Hið sovézka þjóðfélag
syn munu leita til Sovét-
ríkjanna og berast frá
manni til manns. Þannig
mun Solzhenitsyn með
verkum sínum halda áfram
að hafa áhrif innan Sovét-
ríkjanna og líklega eiga
áhrif hans eftir að vaxa
þar, en ekki minnka. Það
er af þessum sökum, sem
einræðisstjórnum er jafn-
an illa við rithöfunda. Þess
vegna reyna þær jafnan,
hvort sem það er fasista-
stjórnin í Sovétríkjunum
nú eða í Þýzkalandi á
tímum Hitlers, að þagga
niður í rithöfundunum,
sem ekki eru reiðubúnir að
ganga erinda þeirra. En
sagan sýnir okkur, að ein-
ræðisstjórnir fara jafnan einnig tapa viðureign sinni
halloka í viðureign við rit- við Alexander Solzhenit-
höfunda og aðra listamenn. syn um síðir.
Þannig mun Scvétstjórnin
Framkoma sov-
ézka sendiráðsins
að hefur nú ver-
ið staðfest á Alþingi, af
sjálfum utanríkisráðherra,
að sovézkur sendiráðs-
starfsmaður gekk fyrir
nokkrum dögum á fund
ráðuneytisstjórans í utan-
ríkisráðuneytinu og kvart-
aði yfir ummælum
Magnúsar Torfa Ólafsson-
ar, menntamálaráðherra,
í sjónvarpsþætti fyrir
skömmu um mál Solzhenit-
syns. Taldi sendimaðurinn
ummæli ráðherrans ekki
viðeigandi og óskaði eftir
því, að þau yrðu ekki
endurtekin. Þeirri kröfu er
svarað á verðugan hátt
með endurflutningi sjón-
varpsþáttarins í kvöld.
Hér er um svo frekleg
afskipti af íslenzkum
innanríkismálum að ræða,
að furðu gegnir. Sovét-
menn geta þaggað niður í
fólki í eigin ríki eða rekið
úr landi, en þeir hafa ekki
enn náð þeim áhrifum hér
á Islandi, að þeir geti haft
áhrif á það, hvaða skoðanir
fslenzkur ráðherra hefur á
máli sem þessu, a.m.k. ekki
allra íslenzkra ráðherra.
Utanríkisráðherra ber að
sjálfsögðu að mótmæla
harðlega framkomu af
þessu tagi og tilkynna
sovézka sendiráðinu, að
hún verði ekki þoluð.
En sú spurning vaknar
óhjákvæmilega, hvernig á
því stendur, að sovézka
sendiráðið í Reykjavík tel-
ur sig geta komizt upp með
svona háttalag. Skýringin á
því er nærtæk. Sovézka
sendiráðið hér telur sig
hafa fulla ástæðu til að
ætla, að í ríkisstjórn ís-
lands sitji tveir menn, sem
eru reiðubúnir til þess að
látaað viljaþess. Ogsovézka
sendiráðið hefur áþreif-
anlegt dæmi'um það. Fyrir
nokkrum dögum kallaði
Lúðvík'Jósepsson í skyndi
saman blaðamannafund til
þess að halda uppi vörnum
fyrir Sovétríkin, vegna af-
greiðslusvika á olíu og
tregðu þeirra á að ganga til
heiðarlegra viðskiptasamn-
inga við íslendinga. Það er
líka eftirtektarvert, að
málgagn Alþýðubandalags-
ins, Þjóðviljinn, hefur nán-
ast ekki séð ástæðu til að
skýra lesendum sínum frá
framkomu sendiráðsins,
aðeins smáklausa birtist
um þennan alvarlega at-
burð í gær. Þess vegna er
enn ríkari ástæða til að ut-
anríkisráðherra mótmæli
þessum atburði harðlega,
þar eð sovézka sendiráðið
telur ríkisstjórnina veika
fyrir „finnlandíseringu“ af
þessu tagi.
NEW YORK — Sam-
kvæmt niðurstöðum sér-
fræðinga, sem rannsakað
hafa útbreiðslu kvefs og
annarra smitnæmra önd-
unarfærasjúkdóma í
Michiganborg, er nú svo
komið, að réttara væri að
nefna fyrsta dag vikunn-
ar inflúensudag en
mánudag.
Tveir sérfræðingar í farsótt-
um við Michiganháskóla fram-
kvæmdu slíka rannsókn í borg-
inni Tecumesh, en hún er talin
dæmigerð fyrir útbreiðslu þess-
ara sjúkdóma. Niðurstöður
rannsóknarinnar birtust í síð-
asta tölublaði tímarits banda-
rísku læknasamtakanna:
,J'leiri sýktust af smitnæm
um öndunarfærasjúkdómum
á mánudögum en á nokkrum
öðrum degi vikunnar en sfðan
fækkaði tilfellunum unz þau
voru komin i lágmark á
fimmtudögum. Á föstudögum,
laugardögum og sunnudögum
virtist tilfellunum svo aftur
fara fjölgandi.“
Sérfræðingarnir tveir, dr.
Arnold S. Monto og dr. Betty
% * — — ■ r
JíeUt DaTk etmcö
^ r.N
Eftir
Lawrence
K. Altman
Smitnæmi
mest á
mánudögum:
?
W. Ullman byggðu niðurstöður
sínar á rannsókn 14.600 tii-
fella, sem komu upp á 4.905
manns og voru sjúklingarnir
valdir af handahófi úr hópi tíu
þúsund íbúa Tecumesh. Rann-
sóknartimabilið náði yfir sex
ár, frá 1965 til 1971.
Langflestir sjúklinganna,
sem voru á aldrinum 5 til 19
ára, sýktust á mánudegi og
bendir það til þess, að skólarnir
væru þeir staðir, þar sem smit-
un ætti sér helzt stað. „Smitun
átti sér helzt stað fyrstu daga
vikunnar og síðan færðist sjúk-
dómurinn í aukana unz hann
náði hámarki á næsta mánu-
degi,“ segir i skýrslunni. Sér-
fræðingarnir bentu einnig á, að
ýmsir líkamlegir þættir, til
dæmis þreyta og taugaálag
gerðu fólk næmari fyrir smit-
un, en þessir þættir hafa ein-
mitt mest áhrif í upphafi viku.
Rannsóknin leiddi einnig til
annarrar og harla óvæntrar nið-
urstöðu: tíðni smitnæmra sjúk-
dóma í fjölskyldu virðist standa
í sambandi við menntun og
tekjumöguleika hennar. Það
sýndi sig að tiðnin fór vaxandi
eftir því sem heimilisfaðirinn
hafði meiri menntun hvernig
svo sem á þvi stendur. Monto
kveðst vinna að rannsókn á
ástæðum þessa, sem enn eru
óþekktar með öllu. Áður var
vitað, að tíðni smitnæmra sjúk-
dóma færi vaxandi eftir því
sem tekjurnar minnkuðu og
staðfesti rannsóknin þetta. Sér-
fræðingar telja þetta helzt
stafa af þvf, að fátækar fjöl-
skyldur verði oft að þrengja að
sér í litlu og ef til vill slæmu
húsnæði. í skýrslunni sagði, án
þess að nánari skýringar
fylgdu: „Hið litla samband á
milli tekna og menntunar, sem
rannsóknin leiddi í ljós, kom
mjög á óvart, þar sem tekju-
möguleikarnir aukast venju-
lega með aukinni menntun.
Þetta virðist benda til þess, að
vilji menn sleppa við smitnæma
öndunarsjúkdóma, ættu þeir að
reyna að hafa sem hæstar tekj-
ur og sem minnsta menntun.
Jafnframt virðist ljóst, aðmikil
menntun og litlar tekjur fari
afar illa saman.“
Sérfræðingarnir komust
einnig að þeirri niðurstöðu, að
börn yngri en eins árs eru mun
næmari fyrir smitnæmum sjúk-
dómum i öndunarfærum en
aðrir. Reikna má með því, að
ungabörn sýkist að meðaltali
6.1 sinni á ári. Fram til þriggja
ára aldurs virðast drengir vera
mun næmari en stúlkur, en eft-
ir það snýst dæmið algjörlega
við. Tilfellum virðist síðan
fækka með aldrinum unz fólk
kemst á þrítugsaldurinn. Um
þetta sögðu sérfræðingarnir:
„Aukning smitunartilfella á
þessu aldursskeiði stendur
vafalaust í sambandí við þá
staðreynd, að þá stofna flestir
fjölskyldur. Þá er fólk i nánara
sambandi við aðra en fyrr og
verður því næmara fyrir smit-
un, einkum frá börnum sínum,
sem taka slíka sjúkdóma mjög
gjarnan. Þessi skýring stýðst
meðal annars við þá staðreynd,
að konur, sem yfirleitt giftast
fyrr en karlar, hafa yfirleitt
mesta tíðni slíkra sjúkdóma á
aldrinum 20 til 24 ára, en karl-
menn aftur á aldrinum 25til29
ára.“
Að áliti Monto kom það mjög
skýrt fram af rannsóknunum í
Tecumesh, að tilfelli smit-
næmra sjúkdóma I öndunarfær-
unum eru langflest fyrstu tvær
vikurnar í september, skömmu
eftir að skólarnir hefjast.
Rannsókn var fyrst og fremst
hafin til þess að komast að því,
hvað fólk héldi yfirleitt um
slika sjúkdóma, sem eru al-
gengasta orsök skammvinnra
veikindatilfella í Bandaríkjun-
um. Rannsóknin byggðist mjög
á tæknilegum aðstæðum, en án
afnota af tölvu hefðu sérfræð-
ingarnir aldrei getað rannsakað
svo mörg tilfelli á svo skömm-
um tíma.