Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 15. FEBRÚAR 1974
Norðmannaslagur
í Osló fyrir HM
ALLar likur eru á þvi, að lands-
liðið i handknattleik leiki við
Norðmenn áður en haldið verður
til Austur-Þýzkalands. Norðmenn
voru í fyrstu mjög neikvæðir, er
islenzka handknattleikssam-
bandið fór fram á landsleik, enda
hafa Norðmennirnir ekki að
neinu sérstöku að keppa i vetur,
þar sem þeir verða ekki meðal
liðanna 16 í Osló. Nú virðist hins
vegar sem Norðmönnum hafi
snúizt hugur og allar likur á því,
að af landsleik verði í Osló 25.
þessa mánaðar. Landsliðið færi
þá utan sunnudaginn 24. og héldi
svo til Austur-Þýzkalands 26., en
heimsmeistarakeppnin hefst 28.
febrúar.
Hvert verður
leynivopnið?
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
hefur nú boðið fram liðsinni sitt á
leikkvöldinu í Laugardals-
höllinni 20. febrúar n.k., en þar
munu fara fram þrfr stórleikir,
Hljómskálahlaup
HLJÓMSKALAHLAUP ÍR fer
fram í þriðja sinn á þessum vetri
næstkomandi sunnudag, 17.
febrúar, og hefst það eins og fyrri
hlaup við hljómskálann, kl.
14.00.
Færðin í Hljómskálagarðinum
hefur litið breytzt til batnaðar
ennþá, en ÍR-ingar vænta þess, að
fleiri mæti til keppninnar en sið-
ast og um fram allt, að þeir, sem
koma til hlaupsins, mæti timan-
lega til skráningar og númeraiit-
hlutunar.
fyrst milli úrvalsliðs úr II deild
og liðsins, sem keppti f heims-
meistarakeppninni 1964, því næst
milli blaðamanna og dömara, og
loks leikur landsliðið gegn hinu
ósigrandi liði FH. Mun Geir
Hallsteinsson leika með lands-
liðinu gegn sfnum gömlu félög-
um.
íþróttafréttamenn eru nú
famir að undirbtia sig undir
viðureign sína við dómara, en
ekkert lið hefur sýnt eins frá-
bæran árangur á íþróttavellinum
og lið íþróttafréttamanna. Er
skemmst að minnast þess, að þeir
unnu tvo leiki gegn dómurum í
fyrra með miklum yfirburðum,
(einu marki) og burstuðu svo
stjórn KSÍ i hörkuleik á Laugar-
dalsvellinum í sumar. Lið íþrótta-
fréttamanna lumar nú á hræði-
legu leynivopni og vænta þess, að
dómurum falli allur ketill i eld, er
þeir verða þess varir.
Halli, Halli og Halli. Myndin er tekin f Vestmannaeyjum og sýnir þrjá af meistaraflokksleikmönnum
ÍBV við að bæta loðnunót, Harald Gunnarsson, Harald Júliusson og Harald Óskarsson. Þeir eru reyndar
frændur og heita f höfuðið ásama afanum —Halla áGrfmsstöðum.
Æft af krafti í Evjiim
ÞÓ AÐ vertíðin sé f fullum gangi
i Vestmannaeyjum eins og öðrum
verstöðvum leyfa menn f Eyjum
sér þö að hugsa um íþróttirnar.
Knattspyrnumenn ÍBV eru búnir
að æfa af krafti í allan vetur,
fyrst undir leiðsögn Hermanns
Jónssonar. Duncan McDowell
kom til Eyja I janúar og lagði þá
línurnar um æfingar þar til hann
kæmi til starfa. Ólafur Sigurvins-
son og Friðfinnur Finnbogason
munu annast æfingarnar fram i
miðjan marz, en þá kemur
Duncan.
Stjarnan með fullt
hús stiga í 3. deild
Allir meistaraflokksmenn ÍBV
eru komnir til Eyja nema þeir,
sem eru í skólum á fastalandinu,
Kristján Sigurgeirsson og Snorri
Rútsson. Fréttir um, að stór hluti
Vestmannaeyjaliðsins yrði eftir í
Reykjavík og nágrenni hafa því
ekki lengur við rök að styðjast.
Meistaraflokkur ÍBV hefur
fengið boð frá Svíþjóð um að
koma þangað í keppnis- og
æfingaferð undir vorið og eru
allar líkur á, að því boði verði
tekið.
Fýrsti leikur Eyjaskeggja í is-
landsmótinu fer fram í Eyjum og
verða mótherjar þeirra nýliðarnir
í 1. deildinni, Víkingar. Sá leikur
fer að öllum líkindum fram á
grasvellinum við Hástein, en gert
var við skemmdirnar á vellinum
strax eftir að lokið var við að
hreinsa öskuna af honum í fyrra-
sumar. t marz verður hafizt handa
um að hlúa að vellinum þannig að
hann verði f góðu standi þegar
íslandsmótið hefst.
Kambaboðhlaup
KAMBABOÐHLAUP það, sem ÍR
og HSK gengust fyrir 1 fyrsta sinn
s.I. vetur, fer fram f annað sinn
sunnudaginn 24. febrúar n.k.
Keppt er um bikar, sem gefinn
var af Timburverzlun Árna Jóns-
sonar, en hann unnu ÍR-ingar
mjög glæsilega f fyrsta hlaupinu
sJ. vetur.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til Guðmundar Þórarins-
sonar þjálfara ÍR-inga eigi síðar
en að kveldi hins 20. febrúar n.k.
LEIKMENN Stjörnunnar í Garða-
hreppi hafa nú lokið leikjum sfn-
um f Suðurlandsriðli þriðju
deildar. Hafa þeir unnið alla and-
stæðinga sfna og eru því með fullt
hús stiga, Stjarnarn hefur sýnt
umtalsverða yfirburði í leikjum
sínum og minnsti munurinn er 4
marka sigur gegn Víði úr G arði.
Það verða því Stjörnumenn,
sem leika til úrslita í riðlinum, þó
svo að þeir hafi ekki verið sérlega
bjartsýnir i upphafi keppnistíma-
bils, en þá voru æfingatímar
þeirra af skornum skammti. Bet-
ur rættist þó úr en á horfðist, og
hafa ýmis nágrannafélög léð þeim
tíma f íþróttahúsum sínum. Ekki
er vitað, hvaða lið leikur gegn
Stjörnunni í úrslitum, en senni-
legast verður það annaðhvort
Þróttur, Neskaupstað, eða Hug-
inn frá Seyðisfirði. Þessi lið áttu
að leika saman fyrir nokkru, en af
í
Breiðabliksstúlkurnar
stefna á ný í 1. deild
leiknum varð ekki, og herma
fréttir, að upp sé komið snúið
kærumál milli þessara liða.
Síðustu leikir i Suðurlandsriðli
3ju deildar hafa endað sem hér
segir:
Afturelding — ÍA 26:22
Afturelding — Stjarnan 21:26
íA — Stjarnan 20:28
Stjarnan — Víðir 26:21
Staðan í riðlinum er þvi þessi:
Stjarnan 6 6 0 0 155:113 12
Afturé. 5 2 1 2 120:125 5
ÍA 5 0 2 3 100:118 2
Víðir 4 0 1 3 89:108 1
Mörg verkefni
fr j álsíþró ttaf ólks
FJRÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Ís
lands hefur nú gengið frá móta-
skrá sinni fyrir næsta keppnis-
tfmabil. Verður mikið um að vera
í þessari iþróttagrein, en hæst
mun bera landskeppni við íra
sem fram á að fara í Reykjavík
5.—6. ágúst. írskir frjálsíþrótta-
menn hafa náð mjög svipuðum
árangri og íslenzkir þannig að bú-
ast má við mikilli og skemmti-
legri keppni.
BREIÐABLIK stendur óneitan-
lega vel að vígi í 2. deild kvenna.
Liðið á enn eftir að leika tvo leiki
í Suðurlandsriðli deildarinnar,
en hefur hlotið fleiri stig en önn-
ur lið geta náð. Breiðablik féll
sem kunnugt er niður í 2. deild á
síðastliðnum vetri, en allt bendir
til þess, að dvölin verði ekki löng
þar. Þó er engin ástæða til að óska
Breiðabliksstúlkunum strax til þessi:
hamingju, þær eiga eftir að leika Breiðablik 8 8 0 0 126:64
gegn sigurvegaranum í ÍBK 7 4 1 2 74:69
Norðurlandsriðli, Völsungum eða UMFN 8 3 1 4 88:90
KA, sennilega Völsungum, því að Haukar 6 2 0 4 67:87
Húsavfkurstúlkurnar unnu KA Grótta 7 2 0 5 67:99
11:5 í fyrri leik liðanna. ÍR 6 1 0 5 49:72
Úrslit síðust leikja í 2. deild
kvenna hafa orðið sem hér segir:
Breiðablik — Grótta 17:7
Breiðablik — ÍBK 13:7
Breiðablik — UMFN 16:10
Grótta — ÍR 14:11
Grótta gaf leikinn gegn UMFN
Staðan í Suðurlandsriðli er nú
16
9
7
4
4
2
Breytingar á blakleikjum
MIKLAR breytingar verða
gerðar á niðurröðun leikja í
blakmeistaramóti íslands um
helgina. Svo sem kunnugt er,
áttu Víkingar að fara norður á
Akureyri um síðustu helgi og
leika þar tvo leiki, en komust
þangað ekki sökum ófærðar.
Því hefur verið ákveðið, að
Víkingur fari norður nú um
helgina og leiki þar leiki sfna.
Fyrri leikur Víkinganna verð-
ur við UMSE í íþróttaskemm-
unni kl. 20.00 á laugardag, en
kl. 14.00 á sunnudag leika svo
Vikíngar við ÍMA, einnig í í-
þröttaskemmunnni.
Leikur ÍMA og UMSE, sem
fram átti að fara f iþrótta-
skemmunni álaugardag, erþví
frestað um óákveðinn tíma, og
einnig leik Víkings og UMFB,
sem fram átti að fara f Árbæj-
arskólanum á sunnudaginn.
Munu þessir leikir væntanlega
fara fram i næstu viku.
Einn leikur verður í islands-
mótinu hér syðra og leika þá
íþróttafélag stúdenta og Ung-
mennafélag Biskupstungna i
Vogaskóla. Sá leikur hefst kl.
14.00 á laugardag.
Mótaskrá FRÍ er þannig í stór-
um dráttum:
2.—3. marz: Meistaramót íslands
innanhúss (Reykjavík)
10. marz.Innanhúsmót drengja og
stúlkna (Njarðvík)
24. marz. Víðavangshlaup íslands
22.—23. júní. Meistaramót is-
lands í fjölþrautum (Reykjavfk)
25. júní. Bikarkeppni Norður-
landa, konur, (Noregi)
9. —10. júlí. Reykjavfkurleikar
21.—23. Meistaramót islands,
aðalhluti (Reykjavfk)
27. —28. júli. Bikarkeppni FRÍ, 2.
deild (Akureyri)
5.—6. ágúst Landskeppni karla,
ísland-irland (Reykjavík).
10. —11. ágúst. Meistaramót.
Drengir, stúlkur, sveinar, meyjar.
10.—11. ágúst. Meistaramót. Pilt-
ar, telpur, strákar, stelpur, (Sel-
foss)
17.—18. ágúst. Bikarkeppni FRÍ,
1. deild (Reykjavík)
24.—25. ágúst. Norðurlandamót i
fjölþrautum unglinga (Noregur)
31. ágúst. Unglingakeppni FRÍ
1.—8. sept. Evrópumeistaramótið
í Róm
7.—8. september. Fjórðungsmót-
in
28. —29. september. Landskeppni
í tugþraut, Ísland-Bretland-Frakk
land (París)