Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 ístak hreinsarmið- bæjarhraunið í Eyjum Stjórn Viðlagasjóðs hefur ákveðið að taka tilboði ístaks um hreinsun hrauns að hluta úr mið- bæ Vestmannaeyjakaupstaðar, al Is 30 þús. rúmmetra. Gerð hefur verið áætlun um hreinsun hrauns í 6 áföngum og spannar þessi framkvæmd tvo fyrstu áfangana að sögn Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns Eyjamanna. Kostnaðaráætlun fyrir þessa framkvæmd áður en hún var boð- in út hljóðaði upp á 22 millj. kr. en auk Istaks gerðu tvö önnur fyrirtæki tilboð f verkið. Tilboð Góð veiði — slæmt veður GÓÐ loðnuveiði var allan síðasta sólarhring og er nú svo komið að skipin eru farin að streyma til Siglufjarðar og Raufarhafnar með aflann, svo miklir eru löndunar- erfiðleikarnir. 1 gærkvöldi var vitað um Tálknfirðing BA, Gletting ÁR, Halkion VE, Vörð ÞH, Isleif VE og Sigurð RE, sem voru á leið til Raufar- hafnar og Siglufjarðar. Skipin lögðu af stað norður fyrir Langanes þrátt fyrir að veður- spá var ekki sem bezt, og sýnir það hve mikil örvænting hefur gripið um sig meðal loðnu- sjómanna vegna löndundar- erfiðleikanna. Aflahæstu skipin síðasta sólarhring voru: Sigurður RE með 700 lestir, Harpa RE 330, Héðinn ÞH 420, Öskar Magnússon AK 420, Asgeir RE 340 og llelga Guðmundsdóttir BA með 350 lestir. Istaks var 9,9 millj. kr., tilboð Loftorku um 20 millj. kr. og tilboð Þórisóss um 38 millj. kr. Að sögn Páls Sigurjónssonar hjá ístaki verður að öllum líkind- um hafist handa við verkið strax, en einnig kemur til greina að hefja hreinsunina á miðju sumri. Hrauninu verður ekið á Eiðið milli Heimakletts og Klifsins þannig að vörn hafnarinnar móti norðri mun styrkjast til muna. í fyrstu tveimur áföngunum verður hreinsað hraun þannig að rúnturinn í miðbænum opnast aftur og einnig verður Strandveg- urinn opnaður aftur austur á Hraðfrystistöð. 300 rafmagnsstaurar brotn uðu í snjóflóðum og ísingu UM 300 rafmagnsstaurar brotn- uðu í óveðrinu, sem herjað hefur á norðanvert landið að undan- förnu. Verst var ástandið í Eyja- firði, á Vestfjörðum, Snæfells- nesi og í Húnavatnssýslu. Við- gerðarflokkar eru byrjaðir að gera við og lýkur viðgerð á næstu dögum. „Við erum að taka saman heildarskýrslu um ástandið,“ sagði Valgarð Thoroddsen raf- magnsveitustjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, „og það tekur nokkra daga því víða er símasamband slitið. Þo' er til dæmis vitað um 40 brotna staura á Vestfjörðum, þar af 20 í önundarfirði, en víða hafa staur- ar brotnað. Á Vestfjörðum eru þó Furðufregn Þjóðviljans um norska orðsendingu FURÐULEG frétt birtist i Þjóð- viljanum í gær, þar sem því er haldið fram, að engin orðsending hafi borizt frá norsku ríkisstjórn- inni til hinnar íslenzku um varn- armálin! Einar Agúsísson, utan- ríkisráðherra staðfesti það f við- tali við Morgunblaðið fyrir nokkru, að slík orðsending hefði borizt. Hún var afhent fslenzku ríkisstjórninni í september, en þá var stjórn Lars Korvald við völd I Noregi. Afrit af þessari orðsend- ingu var sent meðlimum utan- rfkisnefndar Alþingsi sfðast í nóvember. Þar situr Gils Guð- mundsson fyrir hönd Aiþýðu- bandalagslns og ætti hann að geta staðfest tilvist þessarar orðsend- ingar við Þjóðviljann. Efni orð- sendingarinnar hefur ekki verið birt. Síðan orðsending þessi var send, hafa stjórnarskipti orðið f Noregi og Verkamannaflokkur- inn tekið við stjórnartaumunum undir stjórn Trygve BrattelL Stjórn hans hefur enga yfirlýs- ingu gefið opinberlega um af- stöðu til þessarar orðsendingar, en vitað er, að hún er samþykk efni hennar. Varnarmálaráðherra Norðmanna hefur lýst þvf yfir í blaðaviðtali, að íslenzku ríkis- stjórninni sé kunn afstaða Norð- manna til þessa máls. Er þar ber- sýnilega átt við orðsendingu þessa. varadiselstöðvar og neyðarástand er því ekki nema á einstaka býli. Geysimikil bilun varð við austan- verðan Eyjafjörð til Grenivíkur og þar hafa líklega um 60 staurar brotnað. Grenivík varð þá algjör- lega straumlaus, en við fengum lánaða diselstöð frá Akureyri til þess að bjarga verðmætum á staðnum og rafmagn er nú Varðbergsfund- ur á Akureyri Á MORGUN gengst Varðberg á Akureyri fyrir almennum fundi um Vestræna samvinnu og varnir Islands. Erindi og ávörp flytja Bárður Halldórsson menntaskólakennari, Bjarni Einarsson bæjarstjóri, Björn Bjarnason, fréttastjóri, og MarkúsÖrn Antonsson ritstjóri. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu. Hefst hann kl. 2 e.h., og eru allir áhugamenn um málið hvattir til að koma á fund- inn, sem er öllum opinn, eins og áður segir. skammtað þar. Annars eru vand- ræði um allar trissur og allt að 300 staurar hafa brotnað víða á Norðurlandi og Vestfjörðum, en Suðurland slapp alveg, Austur- land svo til alveg og Vesturland, nema Snæfellsnes. Flestir staurarnir hafa brotnað vegna snjóflóða, en einnig hefur ísing ráðið miklu og varð allt að 20 sm þykkur ís á rafmagnsvír- unum.“ Valgarð kvað aðalstarfið nú Framhald á bls. 20 Mótmæltu við rússneska sendiráðið HEIMDALLUR, samband ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík stóð fyrir mótmæl- um við rússneska sendiráðið í Reykjavík í gær til þess að mótmæla meðferðinni á Solzh- enitsyn. Hópur ungs fólks tók sér stöðu við sendiráðið með áletruð spjöld þar sem með- ferðinni á rússneska rithöf- undinum var mótmælt. Þá af- henti Már Gunnarsson, for- maður Heimdallar, mótmæla- skjal, sem starfsmaður sendi- ráðsins tók við eftir nokkurt þóf, en hann vildi ekki taka við því í fyrstu. Mótmælastaða þessi fór f alla staði mjög prúðmannlega fram. Sendinefnd Palestínu- F Araba kemur á vegum SHI VÆNTANLEG er til landsins þriggja manna sendinefnd frá Palestínu-Aröbum á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands. Hafa þeir verið á ferð um Norður- lönd til að kynna málstað Pal- estfnu-Araba að sögn Jóns Sveins- sonar varaformanns Stúdenta- ráðs. Sagði Jón, að S.H.I. hefði Skuttogarar landa í Færeyjum ÁKVEÐIÐ hefur verið, að flestir skuttogarar Austfirðinga Iandi í Færeyjum á næstunni, eða á meðan loðna er fryst af krafti f frystihúsunum eystra. Það er ekki fyrr en nú alira sfðustu daga, Vinstri stúdentar: Saka Alþýðubandalagið um undanslátt EKKI linnir ásökunum ungra vinstri manna á hendur Alþýðu- bandalaginu um undanslátt f varnarmálunum. 1 gær skýrði Morgunblaðið frá ályktun liðs- fundar Samtaka herstöðvaand- stæðinga þar sem Alþýðubanda- lagið er harðlega gagnrýnt. Morg- unhlaðinu hefur einnig borizt ályktun frá Verðandi, félagi rót- tækra stúdenta við Háskóla ís- lands sama efnis. Ennfremur ályktun fulltrúaráðsfundar Æskulýðssambands Islands, sem er undir stjórn vinstri manna, þar sem Alþýðubandalagið er gagn- rýnt. Ályktun Verðandi er nánast samhljóða ályktun Samtaka her- stöðvaandstæðinga. I ályktun Verðandi segir að félagið „hafni einnig þeim undanslætti, sem felst í ályktun miðstjórnar Al- þýðubandalagsins frá 28. janúar sl. og bendir á, að ályktunin brýt- ur í bága við ákvæði málefna- samningsins og yfirlýsta stefnu Alþýðubandalagsins... Félagið gagnrýnir einnig þann undanslátt forystu Alþýðubandalagsins að ljá máls á áframhaldandi hernað- araðstöðu NATO hér á landi og fallast þannig á, að ísland hafi skuldbindingar við NATO þvert ofan í það samningsákvæði frá 1949, að hér skuli ekki vera er- lendur her né herstöðvar á friðar- tímum." í ályktun fulltrúaráðsfundar Æskulýðssambands Islands segir: „Fundurinn hafnar þeim undan- slætti frá ákvæði málefnasamn- ingsins um brottför hersins á kjörtimabilinu, sem felst i álykt- un miðstjórnar Alþýðubandalags- ins frá 28. janúar. Sérstaklega lýs- ir fundurinn furðu sinni á þvi, að miðstjórnin skuli fallast á frestun á brottför hluta herliðsins fram yfir lok kjörtímabilsins." sem frystihúsin á Austfjörðum hafa byrjað á loðnufrystingu svo einhverju nemur. Astæðan fyrir þvf er sú, að skuttogararnir hafa aflað það vel, að vart hefur hafst undan að vinna fiskinn úr þeim, og þvf er gripið til þess ráðs að láta togarana landa í Færeyjum. Landa skipin í Færeyjum fyrst og fremst vegna þess, að þangað er styst af miðum skipanna, en undanfarið hafa þau verið að veiðum um 50 sjómflur undan SA- landi. Þrátt fyrir að fiskverð í Færeyjum sé hærra en á íslandi þá hefur hvorki útgerð né áhöfn meira út úr því að landa þar, þar sem 8% af heildarverðmæti aflans fara í útflutningsgjöld. Einn íslenzkur togari, Karls- efni seldi ígær íGrimsby. Skipið seldi 122.5 lestir fyrir 35.400 sterlingspund eða 6.9 millj. kr. Meðalverðið er kr. 56.20. Togarinn Rán seldi í Grimsby í fyrradag, alis 82,2 lestir fyrir 27.370 sterlingspund eða5.3 millj. kr. Meðalverðið, sem Rán fékk, var kr. 64.30. Það liðu aðeins 11 dagar frá því að Rán fór á veiðar og þangað til skipið seldi í Grimsby, og þótti fiskurinn eink- ar ferskur. fengið bréf frá Aröbunum með heiðni um að taka á móti þeim hér á landi. Hefði S.H.Í. orðið við þeirri beiðni. Jón Sveinsson sagði, að Palest- ínu-Arabar væru í tengslum við I.U.S. (International Union of Students), sem eru alþjóðleg stúdentasamtök með aðsetri í Prag í Tékkóslóvákiu. Kæmu þeir væntanlega hingað 20.—25. febrúar n.k. Mundi S.H.l. gangast fyrir a.m.k. einum fundi með sendinefndinni. Smyslov teflir fjöltefli SMYSLOV, fyrrverandi heims- meistari i skák, teflir fjöltefli við stúdenta í stofu 301 í Arnagarði kl. 8 í kvöld. Þátttaka er bundin við 40 manns, sem verða að hafa með sér töfl. Þátttökugjald er 300 kr. Stúdentaráð H.Í. gengst fyrir fjölteflinu. Engin ákvörðun um mótmæli MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Einar Agústsson ut- anríkisráðherra og spurði hann hvort erindi rússneska sendiráðs- starfsmannsins, sem klagaði Magnús Torfa Ólafsson, hefði ver- ið mótmælt eins og skorað var á Einar að gera á alþingi i fyrradag. En sendiráðsstarfsmaðurinn kom í utanríkisráðuneytið og kvaðst vona að slík ummæli, sem menntamálaráðherra hafði um mál Solzhenitsyns og Sovétríkin, myndu ekki endurtaka sig. Utanríkisráðherra kvað enga á- kvörðun hafa verið tekna i því efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.