Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974
^ 22*0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS' 21190 21188
tel 14444*25555
p m
IBfLALEIGA car rental
»&ajr
Q*H-HTII -
Hverf isgötu 18
86060
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIONGŒn
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
SAFNAST ÞEGAR
SAMAN
^ SAMVINNUBANKINN
BILALEIGAN
UOIStS
CAR RENTAL
HlÍ 24 700
BORGARTÚNI 19
Orð - undirstaða - grunnur
„Varðarmest til allra orða
undirstaða sé réttlig fundin,“
er speki, sem vart ætti að
gieymast. Og nú þyrfti hún að
vera vakandi í huga einmitt við
afgreiðslu grunnskólafrum-
varpsins til undirstöðu um al-
menna menntun Islendinga á
næstunni.
Höfum við ratað rétta leið
með námsefni, orð og orðaforða
á jötu nemenda hin síðustu ár
og áratugi?
Hvemig hyggur grunnskóli
komandi daga að þeirri stað-
reynd, sem þar hefur skapazt?
„íslenzkan er orðafrjósöm
rnóðir," segir þar. En sú frjó-
semi, sá auður verður lítils
virði, ef hann kemst ekki inn i
vitþnd einstaklings og þjóðar
— á þar ekki grunn.
Um áratugi hefur viss andúð
á undirstöðu almennrar þekk-
ingar og grunni máls og menn-
ingar verið rikjandi í uppeldis-
og fræðslumálum Islendinga.
Það er andúðin á hinum svo-
nefnda þululærdómi — utan-
bókarnámi — en sú andúð hófst
sem öfgar gegn öfgum þululær-
dóms í ljóðum og kveri liðinna
tíma.
Og nú er komið svo, að börnin
sjálf eru farin að sýna þulu-
námi fyrirlitningu, enda er það
eðlilegt. Þau bergmála þar að-
eins skoðanir kennara, fræði-
manna og jafnvel presta.
Lítum aðeins á málavexti út
frá almennu og hversdagslegu
sjónarmiði. Það var þáttur í
sjónvarpi um daginn, sem vakti
til umhugsunar um þessa eyðu,
sem er að verða í námsgrunni
Islendinga, svo að þar verður
sandur i stsð bergs.
Nokkrar vel greindar mann-
eskjur, sem fylgdust raunar vel
með í hversdagslífinu kunnu
ekki versið: „Nú árið er liðið í
aldanna skaut.“ Slíkt hefði þótt
hlægileg saga til næsta bæjar i
skólalausri sveit fyrir 60 árum.
Segja má, að einu gildi um vers-
ið, þótt það sé nú upphaf að
einni perlu íslenzkrar ljóðlist-
ar, ef það væri ekki dæmi eða
tákn um annað meira. „Því
læra börnin málið, að það er
fyrir þeim haft,“ en annars
ekki.
Hvar á fólk að læra sáima —
og ljóð yfirleitt nú á dögum?
Það sækir litt kirkjur, þeir eru
ekki kenndir í skólum, útvarpið
hefur öðrum hnöppum að
hneppa með allt sitt ,,popp“ og
,jass“ en flytja sálma. Ekki
eyðir það lengur tima i útfarar-
athafnir. En það er ekki útvarp-
ið eitt. Meira að segja hjóna-
vigslur og skirnir teljast ágætar
athafnir án söngs. — Það þykir
víst bráðum fínna að spara allt
þess háttar gamaldags garg og
„dellumeik". Því hefur meira
að segja verið lýst yfir til
ánægju fyrir börn og fjöldann
yfirleitt, að allur þululærdóm-
ur og sálmagaul sé lagt niður
við fermingarundirbúning sem
upphaf þess, er koma skal. En
samt er þetta kannski ekki hið
alvarlegasta.
Fólk notar nefnilega ekki
þau verkfæri, sem það aldrei
fær i hendur, og ekki þau orð,
sem það aldrei fær i huga eða
eru á tungu þess lögð.
Þar er hægurinn á til að
sanna mín orð um grunninn að
skólamennt framtíðar með því
að hlusta á allt það stam og japl
og jaml og fuður „e-e“, „að, að“,
„og, og“ sem likist oft fremur
jarmi en tali i samtalsþáttum
fjölmiðla, ekki sízt i munni og á
vörum svokallaðs „hámennt-
aðs“ langskólagengins fólks.
Annað dæmi gott til sönnun-
ar væri að hlusta á orðaforða i
samtali unglinga og menntskæl-
inga nú á dögum. Þar er fram-
burður íslenzkunnar og fátækt
í orðavali sannarlega rann-
sóknarefni fyrir orðfræðinga
og prófessora í þeim fræðum.
Stundum gæti efi um hvaða
mál væri talað orðið fyrst í
huga. Að sjálfsögðu má deila
um gildi þulunáms. En eitt er
vist.vel skilið og skýrt utan að
lært efni er hið fullkomnasta
stig mannlegrar þekkingar.
Ekki sízt ef jafnfram er kennt
að beita talfærum rétt við fram-
burð og framsögn órða.
En þar má jafnvel fólk orðs-
ins í sjálfum orðsins musterum
t.d. leikhúsunum gæta sín að
standa jafnfætis öldruðu fólki
úr afdal í meðferð móðurmáls-
ins.
Enn má telja, að orðfæð og
orðafátækt hamli jafnvel áhuga
til andlegra iðkana alla leið upp
í deildir háskólans í norrænu-
deild og guðfræðideild. Slikt
hefur flogið fyrir, en er von-
andi ekki á rökum byggt.
Eitt er víst, grunnskólafrum-
varpið með nýrri námsskrá ætti
sannarlega að gera ráð fyrir
vissu magni af 1 jóðum, sálmum
og andlegri speki, sem hverju
mannsbami í landinu með
meðalgreind eða meira væri
ætlað að læra utan að, svo að
hugtök yrðu ekki síður tiltæk
en handtök á komandi timum.
Það er ýmislegt, sem fyrir
eyru og augu ber, þegar gægzt
er út um gluggann, ekki sízt um
áramót.
Frá Tafl- og bridgeklúbbn-
um.
Úrslit i 6. umferð sveita-
keppninnar urðu þessi:
Meistaraflokkur:
Sveit
Rafns vann Kristínar 11:9
Bernharðs vann Gests 20:0
Þórarins vann Jóns B. 18:2
Þórhalls vann Guðlaugs20:0
Tryggva vann Signðar 13:7
Staðan i meistaraflokki:
Sveit
Þórhalls Þorsteinssonar 99
Bemharðs Guðmundssonar 81
Kristinar Þórðardóttur 73
Tryggva Gíslasonar 70
Þórarins Árnasonar 69
Rafns Kristjánssonar 50
úrslitíl. flokki:
Sveit
Sigurjóns vann Þorsteins 11:9
Birgis vann Hannesar 17:3
Erlu vann Guðmundar G, 20:0
Kristínar vann Guðmundíu
20:0
Guðmundar P. vann Gísla 20:0
Staðan i I. flokki:
Sveit
Birgis ísleifssonar 108
Erlu Eyjólfsdóttur 91
Guðmundar Pálssonar 87
Kristínar Ölafsdóttur 80
Sigurjóns Tryggvasonar80
Þorsteins Erlingssonar 80
*
Frá Bridgefélagi Kópavogs.
Sjö kvölda barometerkeppni
er nú lokið með glæsilegum
sigri Lárusar Hermannssonar,
Armanns J. Lárussonar og
Magnúsar Ingimarssonar, en
Magnús spilaði sem varamaður
Ármanns.
Röð efstu para varð annars
þessi:
Ármann J. Lárusson —
Lárus Hermannsson 420
Valdimar Þóraðarson —
Haukur Hannesson 343
Ragnar Stefánsson —
Sirrý Astþórsdóttir 337
Þorvaldur Þórðarson —
Garðar Þórðarson 326
Guðmundur Pálsson —
Öli Andreasson 309
Sverrir Ármannsson —
Hermann Lárusson 212
Guðjón Sigurðsson —
Ragnar Halldórsson 159
Arnar Guðmundsson —
StefánGunnarsson 159
Kári Jónasson —
Grimur Thorarensen 143
Bjarni Pétursson —
Sævin Bjarnason 122
Helgi Benónísson —
Guðmundur Gunnlaugsson
119
Á fimmtudaginn var hófst
svo aðalsveitakeppni félagsins.
Spilað er i tveimur flokkum,
meistara- og fyrsta flokki.
*
Að sjö umferðum loknum i
meistarakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur hefur sveit
Hjalta ennþá örugga forystu,
en bilið hefur minnkað hjá fjór-
um næstu sveitum.
Röð og stig efstu sveitanna er
sem hér segir:
Sveit
Hjalta Elíassonar 127
Þóris Sigurðssonar 104
Guðmundar Péturssonar 104
Harðar Arnþórssonar 100
Gylfa Baldurssonar 99
Hannesar Jónssonar 68
Braga Jónssonar 58
Sigurður Sverrissonar 58
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 í
Domus Medica.
*
Næstsíðasta umferð Reykja-
nesmótsins verður spiluð í dag
kl. 13. Spilað er í Skiphóli í
Hafnarfirði
A. G. R.
Bjarni Ingimarsson skipstjóri:
Reiði um borð í Neptúnusi
I Alþýðublaðinu 25. janúar
s.l. birtist á baksíðu grein undir
fyrirsögninni „Vildu meira
hreinlæti — voru reknir fyrir“.
Greinin er frá upphafi til enda
áróður af versta tagi. Mætti
e.t.v. hafa eitt orð um hana alla:
lygaþvættingur. Þess vegna
svara ég henni að nokkru hér.
Ummæli, sem sögð eru höfð
eftir Jóni Matthíassyni og Hall-
dóri Fannar, sem mun vera
Ellertsson, voru m.a. þessi: Jón
Matthíasson: „Heldur vildi ég
vera dauður þorskur í lestinni á
Neptúnusi en lifandi háseti í
lúkar.“ Eitthvað hefur þessum
manni snúist hugur, þar sem
hann fór út á Neptúnusi í næsta
túr. Ég talaði við Jón, þegar
Neptúnus kom inn úr túrnum
8. febrúar og sýndi honum
greinina. Hann sagði ummælin
vera uppspuna, og fór með
stýrimanni sfnum upp á rit-
stjórn Alþýðublaðsins til að
mótmæla þessu, en ekki hef ég
heyrt eða séð, að þau mótmæli
hafi komið fram í Alþýðu-
blaðinu.
Þá segir Alþýðublaðið: „Þeir
félagar sögðu, að öll skips-
höfnin væri sammála um það,
að ýmsu varðandi þrifnað um
borð væri ábótavant, og þegar
þeir komu í land eftir siglingu
fyrir fáum dögum, var þess far-
ið á leit við útgerðina, að úr
þessu væri bætt.“ Ég sé um
umbeðnar viðgerðir og fullyrði,
að allt, sem um er beðið, er
samviskusamlega gert af fag-
mönnum. Skipshöfnín er öll
mjög reið yfir þessum um-
mælum, því það er þeirra að
hafa þrifalegt um borð í skip-
inu og öll umgengni þeirra um
að hugsa. Óþrifnaður og trassa-
skapur er á þá borinn í þessum
skrifum og þeim er því alls
engin þökk í slíku.
Lítil mynd fylgir skrifum
þessum f Alþýðublaðinu og er
sagt: „Örin ofarlega til vinstri á
myndinni bendir á lúguna, þar
sem sjórinn gusast inn.“ Sann-
leikurinn er sá, að þetta er litið
kringlótt gat, sem haft var á
skipinu nýju efst undir báta-
dekki og hefur verið þar síðan,
til að taka þar út ljósakapal í
svonefnt blakkarljós. Er þetta
gert til þæginda fyrir blakkar-
manninn, svo að betur sjáist til
að taka 1 blökkina. Mun svo
vera á öllum síðutogurum.
Þá skrifar Alþýðublaðið:
„Skrifuðu þá sjö hásetar og
netamenn undir plagg, sem á
stóð einfaldlega: Okkur vantar
meiri þrifnað um borð i Nep-
túnus.“ Segist Halldór Fann-
ar Ellertsson að sögn
Alþýðublaðsins hafa fengið
mér þetta plagg og titlar mig
útgerðarstjóra, sem ég er ekki.
Þetta plagg hefur mér
vitanlega aldrei verið til nema 1
skrifum Alþýðublaðsins nema í
skrifum Alþýðublaðsins og
e.t.v. í hugarórum Halldórs
Fannars. Orð, sem eiga að vera
eftir mér þarna, eru alfjör upp-
spuni.
Enn skrifar Alþýðublaðið:
„Urðu sjömenningarnir því eft-
ir 1 gærkvöldi, þegar togarinn
hélt út, en það var um sexleytið
og sagði Halldór við fréttamann
blaðsins um sjöleytið, að líklega
biðu þeir á ytri höfninni eða
færu til Grindavikur og biðu
þar eftir því að skrapað yrði í
fulla áhöfn.“
Sannleikurinn er sá, að að-
eins einn varð eftir og það var
einmitt þessi Halldór Fannar
Ellertsson. Siðan er haft eftir
Halldóri: „Þeir hirða upp ein-
hverja róna, sem ekkert vita
hvað þeir eru að gera.“ Sjálfur
var Halldór „hirtur upp“ eins
og hann kallar það, og farið
með hann til Þorlákshafnar og
því er hann að sjálfs síns dómi
einn af þessum rónum, sem
hann kallar, enda þurfti að fá
honum tvær skyrtur, tvennar
buxur og peysu. Hefur senni-
lega ekki átt neitt að fara i.
Ég hef verið á sjó í 40 ár og
vil ekki bendla neinn sjómann,
sem ég hef kynnst við þetta
,TÓna“ nafn, nema þá helst ef
það væri þessi Halldór Fannar,
sem ég þekki ekkert, hef einu
sinni séð hann, 1 það skiptið,
sem hann var „hirtur upp“
(eins og hann kallar það) og
fluttur til Þorlákshafnar.
Bjarni Ingimarsson
skipstjóri.