Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 12

Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 Rögnvaldur Rógnvaldsson. Aðal- steinn var að mála gluggana á húsinu þar sem Rögnvaldur er húsvörður og i gegn um glugga- rúðuna studeraði hann andlit Rögnvaldar með þessum árangri. „Hvar málar þú?" „Ég mála í geymslu í kjallaran- um hjá mér og það er fínt. Þó maður komi líka seint upp að sofa. þá er alltaf vitað hvar maður er," bætti Aðalsteinn við og hló um leið. „Hefur þú sýnt áður?" „Já tvisvar, fyrst sýndi ég skömmu eftir að ég lauk námi og síðan aftur fyrir einu og hálfu ári með 25 Akureyringum. Þetta er afslöppun hjá mér þó þetta sé eins og sýki, sem heltekur mann. Það hefur verið mjög hvetjandi að vinna að þessum sýningum með félögum minum, en það sem er mest hvetjandi fyrir mig í þessu er það hvað krakkarnir í skólanum geta látið sér detta margt snjallt i hug og gera stór- kostlega hluti. Þau gera miklu betri myndir en ég, það er sann- leikurinn." . „Ég byrjaði að mála á mennta- skólaárunum í MA," sagði Óli G. Jóhannsson, 28 ára Akureyr- ingur, I hópi fjórmenninganna sem sýna nú i Norræna húsinu. „Ég vann oft að ýmsum skreyt- ingum," hélt hann áfram, „og öðru með skemmtilegum hóp sem ég var samskipa í skólanum. Við unnum mikið saman og smit- uðum hvert annað. Siðan hef ég fengist við þetta. en siðan við stofnuðum Myndlistarfélag Akur- eyrar 1972 hefur áráttan ágerzt til muna. Stofnun félagsins virk- aði á mann eins og vitamin- sprauta og mest hef ég málað síðan." „Hvert sækir þú þinar fyrir- myndir?" „Þær sæki ég mest í endur- minningar minar, frá þeim dög- um, sem ég var i sveit og i sam- bandi við siglingar á Pollinum og út fjörðinn. Eins frá þeim tima þegar þeir voru að drepa smásíld- ina á Pollinum. Ég sæki líka oft fyrirmyndir i fugla. Ég hef bæði gaman af þvi að skjóta fugla og mála fugla. Þá hafði það einnig áhrif á mig að fara i ferðalag suður til Spánar. Það hitaði svo lítið í mér." „Hvernig vinnuaðstöðu hefur þú?" „Ég hef enga vinnuaðstöðu „Sæki mest í endurminningar mínar” núna. Ég er að byggja hús og þar byggi ég 55 fm bilskúr, sem ég mun nota fyrir vinnustofu. í blokkinni, sem ég bjó í, málaði ég á nóttunni þegar konan og börnin voru komin i ró. Þá lagði ég undir mig stofuna." Óli er póstmaður á Akureyri og kennari við Vélskóla fslands á Akureyri, en hann er jafnframt formaður hins nýstofnaða Mynd- listarfélags Akureyrar. „Að hverju er helzt starfað i félagi ykkar?" „Við beitum okkur fyrir eflingu myndlistar á Akureyri með kennslu og sýningum. Við erum búnir að halda 8 sýningar siðan félagið var stofnað." „Hvernig er aðstaða til sýninga á Akureyri?" „Það er skemmtilegur lítill salur i Landsbankanum þar og það var stórmerkt framtak hjá bankanum að koma sUkri að- stöðu upp. í þeim sal höfum við fjórar fastar sýningar á ári og einnig sýnum við i Myndasmiðj- unni. Þar höfum við okkar bæki- stöðvar og þar er hægt að breyta tveimur kennslustofum i einn sal. Við innréttuðum þetta i gömlu húsi með aðstoð frá Akureyrar- bæ, en Akureyrarbær hefur veitt 65o þús. kr. til skólans á siðustu fjárhagsáætlun." „Þinar myndir bera ævintýri með sér." „Já, þær eru mest ævintýri, enda þarf hver mynd að vera ævintýri eins og Veturliði sagði. Allar minar myndir eru gerðar með acryl litum, plastmassa, og þær eru mest unnar með spaða. Þó er olíukritarivaf í myndunum einnig, en ég teikna mikið með olíukrít." „Hvernig hafa Akureyringar tekið tilþrifum Myndlistarfélags- ins?" ., Þeir hafa sýnt okkur afskap- lega mikinn skilning og sjálfur þarf ég alls ekki að kvarta. Árið 1973 var ég með einkasýningu og þá seldi ég mest af minum myndum," Nú er listmálunin hins vegar algjört skemmtiatriði fyrir mér. Ég vinn i málningu fyrir hádegi og kenni eftir hádfegið, en oft geri ég skissur á vinnustað ef eitthvað leitarámig." Krummi „Hvaða viðfangsefni hrífa þig mest?" „Ég velti mikið fyrir mér birt- unni og ég staðset myndir minar ekki endilega eftir staðnum, sem ég er að fást við. Ef mér finnst birtan kalla á eitthvað annað, þá fær hún að ráða. Birtan er það sem mest leitar á og hefur alltaf gert. Enda kemur það oft fyrir að fólk þekkir ekki endilega mynd- irnar mínar frá ákveðnum stöðum." Aðalsteinn við eitt verka sinna, Sólskin i desember. „Hvenær byrjaðir þú að mála aftur?" „Ég byrjaði aftur fyrir rúmum tveimur árum, en það hafði fyrst og fremst legið niðri vegna dag- legs amsturs." „Birtan í lífi nágrennisins” Tveir tala saman. Óli og persóna í einni af myndum hans. Frá höfninni. „Ég sæki mínar fyrirmyndir út a götuna og úr lifinu í nágrenni við mig," sagði Aðalsteinn Vest- mann, listmálari frá Akureyri, þegar við röbbuðum við hann á sýningunni i Norræna húsinu. Aðalsteinn er fæddur 1932. Hann stundaði nám í Myndlistar- og handíðaskólanum um 1950 og tók kennaradeildina i tvö ár. Hann vinnur sem teiknikennari fyrir Norðan við barnaskóla Akureyrar. „Ég hætti að mála skjótt eftir að námi lauk," sagði Aðalsteinn, „og fór i málaraiðnina, en ég er einnig starfandi málarameistari fyrir norðan. Ég hef eiginlega ekki málað myndir í mörg ár, en þó málaði ég leiktjöld um árabil fyrir Leikfélag Akureyrar. f dagsins önn. , Síldarævintýri. list í borgarreisu Textl: Árnl Johnsen Myndlr: Olalur K. Magnússon AKureyrar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.