Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 23 hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Allsherjarverkfall skall á um miðnætti á föstui dagskvöld og er þaðl með víðtækari verkföllum, sem orðið hafa hér á landi. Þegar þetta er ritað fyrrii hluta laugardags er að sjálfsögðu ekkert vitað um, hver þróunin hefur orðið síðdegis á laugardag og að- fararnótt sunnudags. Hitt er ljóst, að enginn getur sakað vinnuveitendur um, að þeir séu valdir að þessu víðtæka verkfalli. Aðfararnótt föstudags lagði sáttanefndin fram ákveðnar hugmyndir um lausn deilunnar. Þær mundu hafa leitt til nær 24% beinnar kauphækkun- ar á samningstímanum og verulegur hluti hennar hefði komið til útborgunar á þessu ári. Vinnuveitend- ur samþykktu þessa sátta- tillögu, en hið óvænta gerð- ist, þrátt fyrir þessa miklu kauphækkun, að samninga- nefnd ASf felldi tillöguna. Afgreiðsla tillögunnar í ASÍ-nefndinni var mjög furðuleg, svo ekki sé meira sagt. Tillagan var í raun og veru ekkert rædd inn an nefndarinnar. Hún var ekki skýrð fyrir nefndar- mönnum og þeir gátu því ekki gert sér fulla grein fyrir því, hvað í henni fólst. Þessi afstaða ASÍ kom mönnum mjög á óvart og þá ekki síður málsmeð- ferðin. ari vinnudeilu. Og undan- farna daga hafa hvorki meira né minna en þrír ráðherrar hangið yfir samningamönnum. Um síð- ustu helgi kröfðust þeir þess, að skattamál og hús- næðismál fengju forgang og yrðu afgreidd þegar í stað. Þeir píndu samninga menn ASÍ til þess að sam- þykkja skattabreytingar, sem engin samstaða var um og mikil óánægja er með. Á viðkvæmasta tíma deilunnar fór á annar sól- arhringur í að afgreiða þessi mál ráðherranna. Þar með tapaðist dýrmætur tími, sem betur hefði verið notaður í beinar samninga- viðræður milli launþega og vinnuveitenda. Eftir að þessi mál ráðherranna höfðu verið afgreidd, héldu þeir áfram að liggja í samningamönnum ASÍ. I fyrradag var orðið Ijóst, að mæla frekari afskiptum ráðherranna af samninga- málunum. Þar með liggur alveg ljóst fyrir, að sökin á því, hvernig komið er, ligg- ur fyrst og fremst hjá ríkis- stjórninni. Ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur sjálf til- nefnt sig stjórn „hinna vinnandi stétta“. Hún hef- ur þó ekki sýnt það f verki nema síður væri. En í samningaviðræðunum nú hefur fyrst kastað tólfun- um. Ráðherrarnir hafa pínt í gegn samþykki meiri- hluta samninganefndar ASÍ við tillögur um sölu- skattshækkun, sem engin trygging er fyrir, að meiri- hluti sé til fyrir á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir eða er með í und- irbúningi skattahækkanir, sem nema yfir 4 milljörð- um króna. Og ráðherrarnir SOK RIKISSTJORNARINNAR Það er þessi afstaða ASÍ, sem leiddi til þess, að alls- herjarverkfall skall á. Þess vegna er nauðsynlegt að finna viðhlítandi skýringar á henni. Ein skýringin er sú, að forystumenn samn- inganefndar ASÍ hafi gert sér ákveðnar vonir um að ná hagstæðari samningum en sáttatillagan gerði ráð fyrir. Hún stenzt þó ekki. Önnur skýring er nærtæk- ari. Síðasta hálfan mánuð- inn hefur ríkisstjórnin haft mikil afskipti af þess- þessi afskiptasemi ráðherr- anna hafði mjög neikvæð áhrif á afstöðu verkalýðs- foringjanna, sem af skilj- anlegum ástæðum vilja ekki láta standa sig opin- berlega að því að vera tæki í höndum ríkisstjórnarinn- ar þótt þeir haf i í raun látið hafa sig í það í sambandi við skattabreytingar og húsnæðismál. Eina hald- bæra skýringin á því, að ASÍ-nefndin felldi tillögu sáttanefndar er sú, að hún hafi þar með viljað mót- hafa haft þess konar af- skipti af samningaviðræð- um, að bersýnilegt er, að forsenda þess, að saman gangi nú um helgina er, að ráðherrarnir láti ekki sjá sig. Öll verkföll eru til tjóns, einstaklingum, fyrir- tækjum og þjóðarbúinu. Viðhöfum langa reynslu af því. Nú er allsherjarverk- fall skollið á einmitt á þeim tíma, er loðnuvertíðin stendur hæst. Það gat ekki komið á verri tíma. Gífur- leg verðmæti fara forgörð- um, jafnvel þótt verkfallið standi ekki nema í nokkra daga. Og það er fyrst og fremst sök ríkisstjórnar „hinna vinnandi stétta“, að svo er komið. Horfurnar fhamundan eru ekki glæsi- legar. Samningamönnum jafnt vinnuveitenda sem verkalýðs er ljóst, að samn- ingarnir eru þegar komnir út fyrir þann ramma, sem atvinnuvegirnir hafa bol- magn til að standa undir. Fyrirsjáanlegt er, að kaup- gjald mun með vísitölu- breytingum hækka um a.m.k. 50% á þessu ári, ef ekki meira. Gífurlegar skattahækkanir eru fram- undan. Atvinnufyrirtækin geta ekki staðið undir þess- um kostnaðarauka og ríkis- stjórnin mun ekki komast hjá því að gera einhverjar ráðstafanir til að gera þeim það kleift. Þær ráðstafanir munu enn auka verðbólgu- þróunina í landinu. Á síð- ustu tveimur árum hafa ör- ar hækkanir á fiskverði í Bandaríkjunum gert okkur kleift að lifa af verðbólgu vinstri stjórnarinnar. Nú berast engar fréttir um verðlagshækkanir. Þvert á móti virðist hækkunin hafa stöðvazt og jafnvel að koma fram verðlækkun á ýmsum fisktegundum. Verði sú verðlækkun að veruleika í einhverjum mæli mun ekki aðeins ríkja öngþveiti í okkar þjóðarbú- skap, heldur neyðarástand. Og ríkisstjórnin ræður ekki við neitt. Landið er stjórnlaust. Eftlr Glsla J. Ástbórsson Elns 09 mér sýnlst Mórallinn í sílekum krana ^ Erlend blöð eru stundum kúf- full af svonefndum heimilisdálk- um þar sem húsmæðrum er kennt að búa til kökumót úr gömlum þvottavélum eða hvernig þær eigi að fjarlægja sinnep úr rúmdýnunni eða jafnvel hvernig þær eigi að fjarlægja rúmdýnuna úr sinnepinu sem getur Ifka komið sér vel. Við kallmennirnir fáum stundum að fljóta með og þá er okkur næstum því alltaf sagt hvernig við getum sparað okkur þúsundir króna og drepleiðinlegar kjaftatarnir við kaffifreka pípulagningarmeistara með því einfaldlega að læra sjálfir að gera við kranana i eldhúsi og baði þegar þeir byrja að leka næst eins og nýtryggðar togaradruslur suður í Hafnarfirði. Ég held næstum að þeir sem sjá um þetta húsbóndahorn F heimilis- dálkum erlendu blaðanna séu með síleka krana á heilanum. Þeir reyna að visu stundum að fjalla um eitthvað einfaldara, svosem eins og hvernig hægt sé að inn- rétta alveg prýðilegt sjónvarpsher- bergi úr gömlum vindlakössum, en fyrr en varir eru þeir samt komnir með kranana aftur á dag- skrá og byrjaðir að kjamsa á þeim eins og þeir væru að éta vinber. Nú skulum við spjalla svolitið um sileka krana, skrifa þeir iðandi af tilhlökkun. Þetta lítur ósköp sakleysislega út svona á prenti af því það eina sem maður þarf að gera þegar maður er með kranabilun að sögn þeirra heilaþvegnu er að skrúfa draslið í sundur og stappa inn i það nýrri pakkningu og skrúfa sið- an heila klabbið saman á nýjan leik og þvo sér um lúkurnar. Ég gerði þetta fyrir næstum aldar- fjórðungi þegar við áttum heima í hornskakka húsinu. Það var reist af vilja fremur en mætti og við keyptum það liðlega fokhelt. Við kölluðum það hornskakka húsið af þvi ef maður reyndi til dæmis að hengja mynd á einhvern af veggj- unum þá var næstum þvi eins auðvelt að standa fyrir aftan hana eins og fyrir framan. Við hefðum lika getað kallað kofann Niðarós af þvi kjallarinn var alltaf fullur af vatni. Finnbogi Rútur var þá oddvitinn okkar suð- ur i Kópavogi og ég hringdi strax til hans og sagði honum að kjallar- inn væri fullur af vatni. Finnbogi spurði hvern fjandann það kæmi honum við. Ég sagði að það kæmi honum víst við af þvi vatnið sem flæddi upp i kjallarann minn kæmi beint uppúr gatinu. Hvaða fjand- ans gati? spurði Finnbogi. Gatinu þar sem niðurfallið er, sagði ég. Ertu viss um það? sagði Finnbogi. Ég var að enda við að kafa niður að því, sagði ég. Það var um þetta leyti sem kraninn bilaði í þvottahúsinu. Þvottahúsið var i kjallaranum eins og lög gera ráð fyrir og við gátum komist niður i það á stórstraums- fjöru og svo þegar það hafði ekki komið dropi úr lofti í tvo þrjá mánuði. Þegar það var harðskrúf- að fyrir þvottahúskranann þá hafði maður nokkurnveginn und- an að ausa, en þegar maður skrúf- aði frá þá small bunan eins og fallbyssukúla niður á þvottahús- gólfið og hrökk þaðan beint i gegnum gluggann á kompunni þar sem við geymdum hænsnin okkar og bunaði þaðan i tigulegri bunu yfir á næstu lóð sem var hinumeg- in við götuna sem lá upp i mjólk- urbúð. Nágrannarnir byrjuðu að gefa okkur illt auga þegar þeir voru að kaupa mjólkina. Þegarallt var á fullu i þvottahúsinu okkar þurftu þeir helst að fara upp í mjólkurbúð í sjóstakk. Ég hefði eflaust átt að hringja aftur á Finnboga Rút af því hann var prýðilegt yfirvald. Hann hefði sent mér kallinn sem hann sendi mér '51 þegar ég fann áhalda- geymslu hreppsins i lóðinni minni sem átti ekki að vera þar. Það var að minnstakosti jarðhús, en Finn- bogi kippti þvi strax i lag. Hann var liklega svona ágætt yfirvald af þvi hann hafði ekkert nema stimp- il, starfsorku og heldur fornfáleg- an sima.'Nú er viða búið að reisa fimm hæða höll þar sem gömlu oddvitarnir stóðu og þar sveifla nú tugir manna hundruðum stimpla og svara ekki i þúsundir sima nema á einhverju timakorni seint á fimmtudögum sem enginn veit um. Það heitir skipulagning. Finnbogi hefði eflaust sent kall- inn ef ég hefði mælst til þess eða jafnvel skondrast sjálfur eins og hann gerði stundum. Ég mætti honum einu sinni skálmandi á undan skurðgröfu þar sem þeir ætluðu að fara að grafa fyrir skolpi. • Hann var að sýna þeim hvar best væri að grafa. Eins hefði ég vitanlega getað veinað á pipu lagningarmeistara og dælt i hann nokkrum pottum af kaffi og látið mig hafa það. En ég var nýbúinn að eignast þetta herjans blað með þessum venjulega ástaróði til si- lekra krana og höfundurinn hélt þvi blákalt fram að fimm ára gam- alt barn gæti gert við svona óveru- lega bilun með bundið fyrir augun og að jafnvel fáviti gæti það. Þar var augljóslega átt við mig, og ég bretti upp ermarnar og fékk lánuð nokkur tonn af rörtöngum hingað og þangað um suðvesturlandið og þrammaði niður i kjallara. Ég man ekki hvort ég kvaddi börnin en ég hugsaði eflaust hlýlega til þeirra. Ég vildi bara óska að ég gæti sagt unga fólkinu sem er að stofna heimili i dag að þetta hefði gengið eins og í ævintýri. Það heldur að Iffið sé svo einfalt eins og maður hélt sjálfur á þessum árum. Það þykjast allir vera að keppast við að kenna þvi á lífið og allir þykjast kunna galdurinn. Allskyns sér- fræðingar hamast á þvi i blöðun- um og bækurnar sem alltaf er verið að bera f það eru líka löðr- andi af speki. Svo rennur bara upp sá dagur að þetta unga fólk f ær að spreyta sig sjálft, og þá reynast öll þessi heilræði vera meira eða minna fánýt af þvi reynsluna vant- ar. Ég vildi óska að ég hefði komið upp úr kjallaranum með sigurbros á vör, börnin að springa úr stolti yfir dugnaði pabba síns og hinir sjóklæddu nágrannar mínir ber- andi mig á gullstól um hverfið, kyrjandi lofsöngva. Það er svo sárt að þurfa að læra á lifið með þvi að reka sig á. Það væri svo langtum notalegra að geta plokk að allan vfsdóm úr btöðunum, gleypt hann i sig úr bókum, setið við fótskör meistaranna f útvarpi og sjónvarpi og svelgt í sig visku þeirra. En ef lífið er saltfiskur, eins og Salka sá af hyggindum sinum fyrir strið, þá er það Ifka glóðarauga. Það er mórallinn i þessari sögu af þvi allar sögur þurfa helst að hafa móral. Lffið er eins og silekur krani og menn verða að vera við þvi búnir að fá annað slagið á baukinn. Ungt fólk verður að læra að sætta sig við þann sannleika að stundum verða jafnvel meinlaus- ustu menn að forða sér í ofboði út um gluggann en á eftir þeim stendur bunan úr molbrotnum krana morandi i hænsnum og rör- töngum. | Reykjavfkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 23. Ofbeldi í skjóli gleymsku Nýir siðir koma með nýjum herrum. Nú þegar þrælabúðir og geðveikrahæli I Sovétríkjunum eru full af pólitískum föng- um og Solzhenitsyn vekur athygli á hryllilegu ofbeldi innan sovézku landamæranna, finna félagarnir i miðstjórn rússneska kommúnistaflokks- ins enn nýja leið til and- legrar kúgunar: þeir samþykkja á klíkufundi að láta handtaka skáldið, flytja það í fangelsi í fylgd þeirra vopnuðu varða, sem brutust inn á heimíli þess — og flytja Solzhenitsyn loks nauðugan til erlends rikis eins og hvern annan ótíndan glæpamann. Loks svipta þeir þennan virtasta og hugrakkasta son rússnesku þjóð- arinnar sovézkum borgararéttind- um, svipta hann því, sem hann hefur sjálfur lýst yfir, að sé hon- um heilagast: föðurlandi hans og þjóð. Allt hefði þetta fremur getað gerzt í óhugnanlegum glæpareyf- ara en í veruleikanum. Jafnvel herskörum þýzku nasistanna datt aldrei í hug þessi nýja aðferð fas- istanna í Kreml — og virtist þó ekki þurfa að kenna þeim vald- beitingu og hvers kyns kúgun. Skáld og rithöfundar hafa gegnt þvi mikilvæga hlutverki í Sovétríkjunum að svipta hulunni af því rotna valdakerfi, sem þar ríkir, enda eiga þau ekki upp á pallborðið hjá ráðamönnum. Hvað skyldu mörg skáld hafa ver- ið flutt á geðveikrahæli eða í þrælabúðir í Sovétríkjunuin frá því Pasternak hlaut Nóbelsverð- launin? Þessi skáld hafa ekki ein- ungis staðið trúan vörð um mann- eskjuna í Sovétríkjunum, heldur einnig — og ekki síður — hafa þau hvatt fólk i öðrum löndum til að vera vel á verði, láta ekki glepjast, sýna staðfestu og var- ast þær gildrur, sem lagðar eru fyrir velferðarþjóðfélagafólk á Vesturlöndum, sem öllu gleymir í allsnægtunum jafnóðum og það gerist: uppreisninni í Austur- Þýzkalandi, blóðbaðinu í Ung- verjalandi, innrásinni i Tékkósló- vakíu, afstöðunni til Pasternaks, ofbeldinu gegn Sinjevsky og Dan- iel — og nú- væntanlega einnig áður en yfir lýkur hinm einu sönnu hetju Sovétríkjanna, Alex- ander Solzhenitsyn, sem rússn- eski kommúnisminn hefur hent úr föðurlandi sínu svo að minnir á ,,er helsjúkur líkami hafnar heilbrigðu hjarta“ eins og Davíð Oddsson komst að orði hér í blað- inu. En þessi gleymska er auð- vitað ein aðaíförsenda þess, að einræðis- og ofbeldismenn í landi eins og Sovétríkjunum vega í sama knérunn, hvenær sem þeim sýnist. Þeir vita af reynslunni, að óhætt er að beita kúgun og ofbeldi, ofsækja beztu syni landsins, ráðast ínn í önnur lönd í þeirrí fullvissu, að senn gleymist þetta allt og enn verði unnt að vi lla um fyrir fólki. I flestum glæpasögum eru venjulega ein mistök. í þessari sögu eru místökin kannski þau, að rödd Solzhenitsyns mun áfrain heyrast á Vesturlöndum; skálds- ins, sem svipt var Iandi sínu með þeim hætti, að ekki er hægt að benda á hliðstæður þess í allri sögu mannkynsins. Það var hægt að þagga niður í Austur-Þjóðverj- um, Pólverjum, Ungverjum og Tékkum. Það verður kannski unnt að þagga niður í Sahkarov og sovézku þjóðinni. En það verð- ur ekki hægt að þagga niður í Solzhenitsyn á Vesturlöndum. Kannski var nauðungarfiutning- ur hans mistökin á hinum full- komna glæp. Að vísu er allt reynt til að sverta hann og kæfa rödd hans i þögn og gleymsku, en tím- inn einn getur skorið úr, hvernig tilmun takast. Hitt er víst, að ofbeldið gegn honum mun ekki hafa til lang- frama þau sömu áhrif og nú. Við- brögðin hafa verið eins og ávallt áður, frásagnir hinar sömu, jafn- vel marxistar svokallaðir hafa reynt að „stela senunni" eins og þegar Magnús Kjartansson og lið hans.þetta skinheilaga og hræsn- isfulla valdastreitufólk kommún- ismans á íslandi, þóttist vera að gagnrýna innrásina í Tékkósló- vakiu, en líkti henni svo nokkru síðar við ástandið á íslandi. Fjöldi ungs fólks kyngdi þeirri fullyrð- ingu, að sams konar ástand rikti á íslandi og i Tékkóslóvakíu, bæði væru löndin hernumin. Og i Rétti, sem er eitt af málgögnum kommúnista á íslandi undir rit- stjórn Einars Olgeirssonar, kvart- ar hann yfirþví með Kristni Andr- éssyni, „að engin söguleg skýr- ing skuli hafa verið gefin á harm- leikjum málaferlanna miklu, enda hefur sovézki flokkurinn hvorki reynt né getað gefið marx- istíska skýringu á þeim harm- sögulegu fyrirbrigðum í sögu sós- íalismans". Sem sagt: harmleikur- inn hefði verið fyrirgefanlegur, ef unnt hefði verið að gefa á hon- um „sögulega skýringu". Það er hin sögulega skýring, sem öllu skiptir, hvorki einstakl- ingurinn né mannslifin. 1 H Vinsamlega getið heimilda ef efnið er notað Fpéttaþjönusta APN Moskva, Pusjkinpl., APN. Reykjavik, Túngata 8, simi 25660 Nr.26. Miðv .kudagur 13.Febrúar 1974. EFNISYFIRLIT SOLZJENITSYN-OVINUR FRIÐARINS........ Eftir Jevgeni DolratovpH;.APN. Eftir D.Gajmakov, AEROFLOT I DAG............................... 5. Eftir Maja Sjebentova,APN. Rússneskur áróður gegn Solzhenitsyn, sendur fslenzkum fjölmiðlum, þýddur af „Islendingum". Svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Þórarinn Tímaritstjóri hefur kappkostað undanfarna máriuði að sanna mönnum, hvé friðsamlegt sé í heirhinum og þá einkum og sér í lagi, hve ástandið í Sovétríkjunum sé miklu betra en verið hefur. En Solzhenitsyn og nauðungarflutningurinn á honum opnuðu augu þessa sak- lausa framsóknarmanns, a.m.k. í bili. í Tímanum 14. febrúar sl. kemst hann jafnvel svo að orði: „Aðfarir valdhafanna i Sovétríkj- unum gegn Solsjenitsyn sýna, að þeir eigi margt eftir ólært áður en sambúð austurs og vesturs kemst í gott horf.“ Sem sagt: þeir 170 framsóknarmenn, sem hvöttu til undirskrifta undir kröfuna um, að ísland yrði áfram varið land, höfðu á réttu að standa, en Þórar- inn og aðrir af hans sauðahúsi hafa verið slegnir blindu sam- kvæmt tilvitnuðum orðum í rit- stjórnargrein Tímans. En því miður eru það ekki fyrst ög aðast bændurnir i Kreml, sem bera ábyrgðina á hemdarverkum eins og nú hafa verið unnin á Solzhenitsyn, heldur marxistar á Vesturlöndum eins og Magnús Kjartansson, sem ávallt reyna að leiða hugann frá þessum hermd- arverkum með ýmiss konar sýnd- armennsku og blekkingarað- ferðum (nú siðast árás á Norð- menn, hefði ekki verið nær að ráðast á einhverja aðra!) — og pólitískir sakleysingjar eins og Þórarinn Þórarins- son, sem eru fulltrúar þeirra, sem ekkert muna stundinni lengur, gleyma öllum hermd- arverkum kommúnista jafn óð- um, ýmist vegna pólitískrar nauð- synjar að þeirra dómi eða af ein- berum barnaskap — og er hvor- ugt gott. Það erum Við Vestur- landabúar, sem hina raunveru- legu ábyrgð berum. Við ættum að horfa í eigin barm. Við ættum ekki með orðaskaki og aumingja- skap að láta kommúnistum hald- ast uppi sú svívirða, sem hefur verið „söguleg afleiðing" þessar- ar helstefnu á okkar dögum. Við skulum fylgjast vandlega með þvi, hver reynir að sverta Solzh- enitsyn og við skulum hlusta á rödd hans, skáldsins og hetjunn- ar. Ekki sízt skulum við fylgjast með þeim, sem leggja að jöfnu ofbeldi gegn Solzhenitsyn og mis- tök I lýðræðislöndum. EBE og landhelgin Ekki er úr vegi að minnast á landhelgisdeilu Islendinga og Vestur-Þjóðverja og spyrja sjálfan sig og aðra, hvernig á því geti staðið, áð deilan skuli ekki enn hafa verið leidd til lykta. Að vísu ætlast enginn til neins af þeirri ríkisstjórn, sem nú situr áíslandi, þó að Ólafur Jóhannesson hafi persónulega borið gæfu til að lægja öldur þorskastriðsins, þeg- ar hann gerði bráðabirgðasam- komulagið við Heath. En hverr.ig stendur þá á þvi, að Ólafur Jó- hannesson slær ekki í borðið og gerir svipaðan eða betri samning við Brandt en Heath? Er hann hræddur við eitthvað? Eru ein- hverjir í rikisstjórninni, sem segja nei? íslenzkir sjómenn hafa áreiðanlega áhuga á að fá meira fyrir afla sinn i löndum Efnahags bandalagsins og var raunar álitið, að það yrði unnt, þegar samkomu- lagið við Breta hafði verið gert. Nú stendur deilan við Vestur- Þjóðverja í vegi fyrir þvi, að við getum hagnýtt okkur markaðinn I Vestur-Evrópu á sama tíma og Sovétstjórnin virðist hafa lítinn áhuga á viðskiptum við okkur. Athyglisverð eru þau orð, sem matsveinninn á Sigurvon lét falla i samtali við Morgunblaðið: „Því miður gerði ég þá vitleysu á sín- um tíma,“ sagði hann, „að kjósa þá flokka, sem mynda núverandi rikisstjórn, en það geri ég ekki aftur. Brennt barn forðast eld- inn“. Þannig er hljóðið i íslenzku sjó- mönnunum. Og svo koma einhver samtök erlendis, sem íslenzkir námsmenn eiga aðild að, og kalla æstustu kommúnista landsins til þess að rægja íslendinga erlendis. Þannig er Þröstur nokkur Ólafsson kall- aður til að skrifa grein um ís- lenzkt þjóðfélag og landhelgina í bók, sem eitthvert vinstri sinnað útgáfufélag gefur út á Norður- löndum og heitir það Demos. Aðil- ar að bók þessari er svokölluð Nefnd til varðveizlu fiskstofn- anna í Norður-Atlantshafi og hef- ur hún nú afhjúpað sig með þeim hætti, að eftir verður munað. Þröstur þessi er svo gífuryrtur i grein sinni, að sjaldgæft mun vera, a.m.k. þegar íslendingar skrifa fyrir erlenda lesendur, Segja má, að grein hans sé sam- safn fúkyrða og þó einkum ósann- inda, m.a. ber hann landráð upp á ritstjóra Morgunblaðsins og væri kannski ástæða tii að láta hann standa við þær fullyrðingar sínar frammi fyrir dómi og staðfesta þær. Hann segir m.a.: „í 2 ár hefur Morgunblaðið viðstöðulaust gengið erinda Breta. . Slík um- mæli hins æsta kommúnista minna á rógsherferðina gegn Solzhenitsyn í Sovétríkjunum nú um stundir, menn sömu gerðar og Þröstur þessi hafa stjórnað þeirri herferð: Júdas er Solzhenitsyn kallaður í Sovétríkjunum, land- ráðamaður, undanvillingur, róg- beri, krotari, launaður útsendari borgaralegs áróðurs, handbendi andkommúnista o.s.frv. Morgunblaðið hefur krafizt þess, að um landhelgismálið sé fjallað af fullkominni ábyrgðartil- finningu. Brigzlyrði breyta þar engu um. Kannski að Morgun- blaðið verði næst ásakað um land- ráð fyrir að hafa stutt heils hugar tillögur sjálfstæðismanna um út- vikkun landhelginnar í 200 mílur, en þá hikuðu Þjóðviljinn og Lúð- vík Jósepsson eins og kunnugt er — og hika enn. Ölafur Jóhannesson hefur gert samning við Heath forsætisráð- herra Breta og var honum fagnað hér í blaðinu. En hér í Reykjavik- urbréfi hefur áður verið spurt: Hvers vegna geta islendingar ekki náð jafn góðum eða betri samningi við Vestur-Þjóðverja? Það mundi greiða fyrir útflutn- ingi á markaði EJnahagsbanda- lagslandanna og auka verulega tekjur íslenzkra sjómanna. Ef bókun nr. 6 tekur gildi verður t.a.m. enginn tollur á frystri rækju og freðfiskflökum i Bret- landi, en frá 1. janúar sl. var 6—8% tollur á þessum útflutn- ingsvörum okkar og verður 15—20% 1977. Upphaflega var 10% tollur á þorski, ýsu, ufsa og löngu á Bretiandsmarkaði, en 15% í Vestur-Þýzkalandi. Sam- kvæmt samningi við tsland um tollalækkanir á isfiski í EBE-lönd- unum átti þessi tollur að fara nið- ur í 7% og 9% 1. janúar sl.,5% og 6% um næstu áramót og niður í 3,7% og 2% ári seinna. Upphaf- lega var 10% tollur á karfa i Bretlandi og 8% í Vestur-Þýzka- landi. Samkvæmt samningi Is- lendinga við EBE átti hann að vera 1. janúar sl. 6% og 5%, fara niður I 4% um næstu áramót og 2% ári síðar. I staðinn fyrir þessa hagstæðu þróun hefur tollur í Bretlandi hækkað f 12% 1. janúar 1974 og hækkar áfram upp í 15%. Sér hver heilvita maður, að fullkomin ástæða er til þess að huga að samningum við Vestur-Þjóðverja ekki síður en Breta til að bæta aðstöðu íslenzkrar útgerðar. Ef tekin eru tvö lítil dæmi um sölur íslenzkra fiskiskipa, má geta þess, að af 6 millj. kr. brúttó söluverði yrði tollalækkun sem tæki gildi strax, kr. 300 þús. i Bretlandi og kr.‘360 þús. í Vestur-Þýzkalandi, en samsvarandi tölur eru 550 þús. og 660 þús. af 11 milljón króna söuverðmæti. Af þessu má sjá, hve stór hluti verðmætis is- lenzkra afurða fer i tollahlítina í Efnahagsbandalagslöndum eins og málum er nú háttað. En hvað vitum við? En hvað vitum við eiginiega um samningaviðræðurnar við Vestur- Þjóðverja, um kröfur íslenzku ríkisstjórnarinnar í þeim viðræð- um og þau tilboð, sem Þjóðverjar hafa gert? Eru Þjóðverjar ekki reiðubúnir að koma til móts við okkur eins og brezki forsætisráð- herrann? Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði m.a., þegar hann mælti fyrir samningnum við Breta 8. nóv. sl., að eftir að Bretar hefðu fallizt á, að verksmiðjuskip yrðu útilokuð mundi ríkisstjórnin aldrei fallast á, að verksmiðjuskip annarra þjóða fengju að stunda veiðar innan 50 mílna markanna og bætti við orðrétt: „Við munum ségja við Vestur-Þjóðverja: Það, sem Bretar hafa samþykkt, verðið þið einnig að samþykkja." I áramótaræðu sinni skilgreindi hann, hvað við væri átt ineð „verksmiðjuskip" þannig: „Verksmiðjuskip, sem „ryk- suga" veiðisvæðin verða ekki leyfð." Þetta var mjög greinilega sagt, og hlýtur hver islendingur að geta samþykkt það. Sú spurn- ing hlýtur hins vegar að vakna, hvort Bretar og Þjóðverjar hafi notað slík „ryksöguskip" eða noti þau enn. Af þeirra hálfu er þessari spurningu svarað afdráttarlaust neitandi. Þeir bjóða okkur að sannfærast um þetta sjálfir með því að fara um borð i fiskiskip þeirra til eftirlits. Þeir viður- kenna lika þá skoðun og kröfu forsætisráðherrans og annarra ís- lendinga, að „ryksuguskip", sem stunda rányrkju með smáfisk- drápi, eigi ekki að fá að stunda veiðar við ísland. Þó að lítið sé vitað um þessa samninga er þó óhætt að fullyrða, að þeir hafi strandað á ágreiningi uin svonefnd verksmiðjuskip. Hvernig væri að gera gangskör að Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.