Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 10

Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 Nokkru siðar hélt ég svo aftur til Hamborgar og að þessu sinni til að Ijósmynda. Eftir að hafa leitað uppi gamla kunningja og komið mér þannig fyrir að ég féll inn í umhverf- ið byrjaði sjálft starfið. Það tók tvö ár að ná þeim mynd- um sem ég taldi að gæfu hugmynd um raunverulegt líf þessa fólks sem lifði og hrærðist á Lehmitz-knæpunni allar nætur. Ein aðferðin sem ég notaði til að ná sambandi við fólkið og vinna trúnað þess var að taka myndir sem ég gaf síðan viðkom- andi. Fyrsta sýningin sem ég hélt á þessum myndum var haldin á búll- unni sjálfri og fékk þá hver sem vildi að taka sér mynd til eignar. Þetta voru rúmlega hundrað og sjötíu Ijós- myndir sem upphaflega voru hengd- ar upp. Nú hangir þarna aðeins ein mynd. Hafa þessar myndir nokkurt gildi fram yfir að vera heimildir um ömur- legt mannlíf? Nei. . . en ef til vill skiljum við líf og örlög þessa fólks betur með hjálp myndanna. Hamborg græðir milljón- ir marka árlega á orðrómnum um sundlifnaðinn á Reeperbahn og Her- bertstrasse í St. Pauli og það þykir mjög arðvænlegt að fjárfesta pen- inga með þvi að byggja hóruhús, enda þjóta þau upp eins og gorkúlur og ferðamannastraumurinn eykst stöðurgt Unga fólkið sem lendir i þeirri villu að leggja leið sina i skuggahverfi Hamborgar í atvinnuleit á yfirleitt ekki glæsilega framtið fyrir sér. Stúlkurnar verða fljótt gamlar og eldast illa. Þegar þær eru ekki lengur fallegar er þeim sparkað út á götuna. Hvað tekur þá við? Því verður varla lýst með orðum. Ég hef búið I St. Pauli með þessu utangarðsfólki, sem raunar er bara eins og þú og ég, og það sem ég hef reynt að gera með mínum Ijósmynd- um er að lýsa lífi þessa fólks, ef lif skyldi kalla. Daglega koma langferðabilar troð- fullir af ferðamönnum til að skoða syndina úr hæfilegri fjarlægð. Rúnar Gunnarsson o Ljósmyndir — Kvikmyndir — Sjónvarp *.*.•*• • •'• • # • • I i • « HAMBORG Lærðir Ijósmyndarar og áhugaljós- myndarar velja sér flestir eitthvert sérsvið innan Ijósmyndunar að glíma við og vinna þar hin ýmsu verkefni með mjög svo mismunandi árangri. Einn þeírra ungu Ijósmyndara sem lætur hvað mest að sér kveða í dag er svíinn Anders Petersen. Eftir nokkrar vikur kemur út i Þýzkalandi Ijósmyndabók sem hann hefurunnið og eru flestar myndirnar i bókinni teknar á alræmdri knæpu i skugga- hverfi Hamborgar, ..LEHMITZ" við Reeperbahngötu þar i borg. Auk þessarar bókar er Anders með Ijós- myndasýning i London og í síðustu viku kom út i Stokkhólmi, á vegum Ijósmyndablaðsins Aktuell fotografi, bók með myndum sem allar voru teknar i Tívoli Stokkhólms, Gröna lund. Það sem einkum vekur athygli i sambandi við Ijósmyndastil Anders Petersen er hversu mikil nálægð er í myndum hans. Það rengu likara en hann gjörþekki hvert andlit. hverja sál, og við að skoða myndir hans er eins og maður sé sjálfur staddur mitt í rás viðburðanna þar sem myndirnar eru teknar. Það leikur þvi ekki vafi á að bók hans um Hamborg, sem seld verður um alla Evrópu, á eftir að valda miklum úlfaþyt, einkum i Þýzkalandi, þar sem skuggahverfi Hamborgar er opinbert leyndarmál og vandamálin eru látin óleyst þar sem aumingjaskapurinn og spillingin er söluvara sem veitir borginni óhemju tekjur. Mér lék forvitni á að vita hvers vegna ungur sænskur Ijósmyndari velur sér að verkefni að Ijósmynda mannlega niðurlægingu i ömurleg- asta skuggahvergi Vestur-Evrópu. Á Ijósmyndastofu Anders. allt á rúi og stúi, Ijósmyndavélar, myndir, pappír og filmur. Andrúmsloftið dæmigert fyrir vinnustofu Ijósmynd- ara. Við fáum okkur kaffi úr pappirs- bollum. Hvers vegna Hamborg Anders? Þegar ég var átján ára sendu for- eldrar minir mig til Þýzkalands til að læra málið. Ég bjó þá hjá milljónera- fjölskyldu i útjaðri Hamborgar en þar hélst ég ekki við nema i þrjár vikur, kunni illa við mig og byrjaði að leita í skuggahverfin þar sem ég hitti stúlku. jafnöldru mina, sem var gleðikona. Við fórum að búa saman og þannig kynntist ég þessari htið lifsins, sem ég hafði ekki áður þekkt né um vitað, skuggahliðinni. Á þessum árum var ég ákaflega róman- tiskur og viðkvæmur, en hjá þessari stúlku og þessu misheppnaða fólki fannst mér ég mæta hreinskilni sem ég hafði ekki áður kynnst. Þarna dvaldi ég svo i hálft ár en hélt siðan heim til Stokkhólms þar sem ég hóf nám i Ijósmyndun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.