Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 44
IfSIO *rjjunl DDGLEOIl **pittfrfofrife Htor®iMtl>toí>iþ nuGLVsinGnR ^-•22480 SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 Ahrif verkfallsins: Loðnu fyrir 35-40 millj. kr. dælt í sió? ÁHRIF verkfallsins eru nú farin aS segja til sín og næstum öll þjónusta í landinu er nú lömuS. Miklar líkur eru á a3 dæla verði þúsundum tonna af loðnu í sjóinn eftir helgina, vegna verkfallsins. Þá bendir margt til þess að framkvæmdir við Sigölduvirkjun geti tafizt um ófyrirsjáanlegan tíma og svona má lengi telja. Þá er orðið mjög erfitt að fá nauðsynlegustu neyzluvörur og telja má fullvfst að vandræði skapist vegna mjólkurskorts eftir helgina. Ef ekki verður búið að leysa Akranesi, sýnir aðeins það verkfallið fyrir mánudag, má bú- ast við að allt að 10 þúsund lestum af loðnu verði dælt í sjóinn. Ef af verður, verður_ hráefni að verð- mæti 30—40 milljónir kastað i sjóinn og yrði það einhver mesta hneisa í sögu þjóðarinnar, og þá sérstaklega rikisstjórnarinnar, og er hún þó með marga hneisuna að baki sér. Loðnuskipin eru nú flest með fullfermi og aðeins er tekið á móti loðnu á fjórum stöðum á landinu, þ.e. Grindavík, Vest- mannaeyjum, Seyðísfirði og Vopnafirði. I öllum þessum höfn- um er fjöldi skipa, sem bíður eftir löndun og er stytzta bið fram á mánudagskvöld. Loðnan þolir í mesta lagi að vera þrjá sólar- hringa i skipunum, en úr því fer hún aðskemmast. Það voru ekki fögur orð, sem heyrðust frá skipstjórum loðnu- skipanna í gær. Þeir sögðust bók- staflega vera ráðþrota og ekki skilja í háttalagi rikisstjórnarinn- ar. Bezt væri að hún segði af sér híð fyrsta, úr því hún gæti ekki leyst verkfallið. Ráðamenn þjóð- arinnar kvörtuðu undan því, að ekki fiskaðist nóg til að afla þjóð- arbúinu tekna, en svo þegar nóg fiskaðist þá virtist þeim vera sama þó hráefni fyrir tugi milljóna væri hent í sjóinn. Já, rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar væri beturgeymd á öðrumstað en í stjórnarráðshúsinu. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Loðnunefnd um hádegis- bilið í gær biðu t.d. skip á Akra- nesi með nokkuð á annað þúsund lestir. Þessi skip geta ekkert ann- að gert en að bíða og skipstjórar þeirra verða að vona að verkfallið leysist fyrir mánudag, ef það ger- ist ekki, verða skipin að láta úr höfn og dæla loðnunni I Faxafló- ann. Ástand eins og er nú á ástand, sem er orðið og er að verða á flestum löndunarstöðum loðnuskipanna. Öll olíudreifing liggur nú niðri í landinu, nema þar sem verkfall er ekki enn skollið á. Af þessum sökum munu mörg fiskiskip stöðvast á næstunni og sömuleiðis flutningaskip, en annars stöðvast þau yfirleitt um leið og þau koma í höfn, þar sem þau eru hvorki losuð né lestuð. Hins vegar er talið líklegt, að undanþága verði veitt fyrir sölu á þeirri olíu, sem seld er til húsahitunar, þannig að fólk þarf ekki að sitja i kuldanum. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að í verkföll- um undanfarimlá ára hefði ávallt verið veitt undanþága þegar um væri að ræða olíu, sem færi til húsahitunar. Væri það gert til þess, að fólk þyrfti ekki að sitja i kuldanum. Híns vegar lægi öll olíusala niðri um helgina og áhrif verkfallsins á olíudreifingu kæmi ekki í Ijós fyrr en eftir helgina. FRAMKVÆMDIR VIÐ SIGÖLDUSTÖÐVAST Framkvæmdir við Sigölduvirkj- un stöðvuðst strax og verkfallið skall á. Við framkvæmdirnar i Sigöldu starfa nú um 60 manns og að sögn Eiríks Briem, forstjóra Landsvirkjunar, eru mennirnir enn í Sigöldu, en ef ljóst verður að verkfallið verður langvinnt, koma mennirnir til bæjarins eftir helgina. Eiríkur sagði, að ef verkfallið stæði lengi, þá gæti það haft mikl- ar og alvarlegar afleiðingar á virkjunarframkvæmdirnar. Fyrir lok marzmánaðar, eða áður en vorflóðin koma, á að veita Framhald á bls. 2 E !il i'.M* 1% **! fH pi r rt r-1 »«»|i t|f i»t w •*» **t m i*í m í?t itt i I m m ttt «f * ♦ ii3 n j t rr? m ii iii ii m iii iii iii itt mrn Mm»v4 **■». ■■■■ m* # ttttftt f H i|i iii m in in iii 1 th iii iii in Stærri myndin er tekin í fyrradag. Þá lék allt í lyndi og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan í Örfirisey malaði þjóðarbúinu gul 1. Öllu ömurlegri sýn blasti við í gær, eins og minni myndin sýnir — rekstur þessarar verksmiðju hafði þá stöðvazt á miðnætti og hið sama gildir um flestallar mjölverksmiðjur landsins. — Stærri myndina tók Öl.K.M., en hina minni Sv. Þorm. Loðnubátar til Færeyja: Héðinn lagði af stað í gær Mjög góð loðnuveiði var í allan gærdag og si. sólar- hring tilkynntu skipin um rösklega 17 þúsund lesta afla til Loðnunefndar. Nú er hins vegar sá hængur á, að skipin geta ekki losnað við aflann nema í Iitlum mæli og má því búast við, að stærstu skipin reyni að sigla til Færeyja með afl- ann. Fyrsta skipið, Héðinn ÞH 57, lagði af stað til Færeyja í gær með 3 ráðherrar — 6 sáttasemjarar og 150-200 samningamenn SAMNINGAFUNDIR stóðu til klukkan 03 í fyrrinótt og aftur var boðað til funda í gærdag klukkan 14. Óvíst var, hvort ríkisstjórnin eða sáttanefnd legði fram nýja sáttatillögu, en eins og kunnugt er felldi samninganefnd ASl sáttatillöguna frá í fyrradag, en vinnuveitendur samþykktu. Sú tiliaga var í raun aðeins hugmyndir að sáttatillögu, því að hefði svo ekki verið, átti að ganga til atkvæða um hana í stéttarfé- lögunum og talið var óráðlegt, eins og staðan var þá, að tefja samninga- viðræður á þvf. Ilugsanlegt er, að ný sáttatillaga verði þess efnis, að nauðsynlegt reynist að bera hana undir atkvæðagreiðslu í félögunum. EINS OG skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær tókust samningar milli tveggja ríkisfyrirtækja og starfsmanna þeirra í fyrrakvöld. Efni þess samnings, sem Sements- verksmiðjan og Áburðarverk- smiðjan eru aðilar að, hefur ekki fengizt birt, en í honum mun þó ekki vera talað um neina pró- sentuhækkun, þess i stað er þess getið, að sama prósentuhækkun á laun gildi og um semst í heildar- kjarasamningunum. Þá er í samn- ingnum m.a. ákvæði umstarfsmat innan fyrirtækjanna og er ríkis- valdið að þessu leyti að brjóta blað í samningagerðinni. Tekin er upp sama stefnan og verkalýðsfé- lögin hafa haft gagnvart íslenzka álfélaginu h.f., að semja um kaup og kjör fyrir alla starfshópa fyrir- tækisins í einu. Náist ekki sam- komulag um starfsmat innan 3ja mánaða, er samningurinn upp- segjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Sex sáttasemjarar reyna nú að miðla málum á Loftleiðahótelinu, og þar hafa þrír ráðherrar haldið til að meira eða minna leyti í rúma viku. Sáttasemjararnir eru Torfi Hjartarson, Ólafur Björns- son, Logi Einarsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Halldór Jakobsson og Jóhannes Elíasson, en hann er sérlegur trúnaðarmaður Ólafs Jó- hannessonar forsæhsráðherra við samningagerðina. Lúðvík Jóseps- soji og Björn Jónsson hafa verið mest við samningagerðina, af ráð- herrunum svo og Halldór E. Sig- urðsson fjármálaráðherra. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu leggst söluskattshækkun- in, sem fyrirhuguð er, mjög ójafnt á atvinnuvegi. Iðnaður, sjávarút- vegur og verzlun munu eiga að bera um hálfan milljarð króna I auknum byrðum vegna hækkun- arinnar. Skiptast þessar 500 millj- ónir þannig niður á þessa at- vinnuvegi, að verzlun og sjávarút- vegur bera hvor um sig fjórðung byrðarinnar, en iðnaðurinn helm- inginn, um 250 milljónir króna. Reynt hefur verið að leiðrétta þetta misrétti, eins og Björn Bjarnason formaður Landssam- bands iðnverkafólks kallaði það I viðtali við Mbl., en það hefur ekki tekizt. Hefur Landssamband- ið tekið saman höndum við Félag íslenzkra iðnrekenda tilþess að fá Framhald á bls. 2 rösklega 300 lestir, en í Færeyjum á einnig að fara fram viðgerð á gír skipsins, sem er lítil- lega bilaður. Vegna fjarlægðar og hættu á slæmum veðrum eru það ekki nema stærstu skipin, sem geta siglt með aflann til Færeyja, og skip, sem þangað geta farið með eitthvert magn að ráði, eru t.d. Börkur, Guðmundur, Loftur Baldvinsson, GIsli Árni, Reykja- borg, Eldborg, Sigurður og Héð- inn svo einhver séu nefnd. Til Færeyja er um 30 tíma sigling af loðnumiðunum. í Færeyjum er ein bræðsla, sem getur tekið á móti loðnu. Er hún í Fuglafirði, en ekki var blaðinu kunnugt um i gær, hvaða verð er greitt fyrir loðnu í Færeyjum. Merkjasala SVFÍ 1 dag er hinn árlegi merkjasöludagur kvenna- deildar Slysavarnafélags ís- lands líér I Reykjavík.' Hefur deildin frá fyrstu tíð unnið mjög merkilegt starf í þágu slysavarna í landinu og til þess hafa farið allir þeir peningar, er konurnar hafa aflað fyrir deildina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.