Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24, FEBRUAR 1974 Tregur bolfiskafli Grindavíkurbáta AFLI Grindavfkurbáta, sem byrjaðir eru á bolfiskveiðum, hefur verið fremur tregur það sem af er, að sögn Daníels vigtar- manns í Grindavík. 15 bátar eru nú byrjaðir á netum og þrír á línu, en nokkrir af þessum bátum eru aðkomubátar. 18 Grinda- vfkurbátar eru á loðnuveiðum og nokkrir ekki byrjaðir ennþá. Afli netabátanna hefur verið upp í 18 lestir, en þar hefur verið um meira en næturgamlan af la að ræða. Yfirleitt hefur aflinn verið frá 7—13 lestir, mest allt þorskur. Daníel sagði, að í gær hefði veiðin virzt mínnkandi aftur eftir að reytingsafli hafði verið í tvo daga þar á undan. Fjöldi loðnubáta var í Grinda- víkurhöfn í gær að landa loðnu- afla, en ekkert verkfall kom til framkvæmda í Grindavík. Vestmannaeviar: Ufsagnóttínet og troll hæsta frystihús landsins í því efni. Bolfiskaflinn, sem nú berst á land í Eyjum, er að mestu leyti ufsi. Afli Vestmannaeyjabáta í troll og net hefur verið mjög góður að undanförnu, og hafa netabátar verið með 20—30 tonn úr róðri og trollbátar allt upp I 16 tonn. Um 30 Eyjabátar eru nú á netum og trol li, flestir á netum. Feikileg vinna er nú í Eyjum, er unnið til miðnættis á hverjum degi f öllum frystihúsunum og bræðslurnar tvær framleiða nótt og dag. Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar sagði í stuttu viðtali við okkur í gær, að tæplega 200 manns væru við störf i Fiskiðjunni, eða svo til sami mannfjöldi og vertfðina fyrir gos. Sagði hann, að hin frystihúsin væru einnig með eðlilegan starfs- mannafjölda. Fiskiðjan er búin að frysta lið- lega 700 tonn af loðnu og er lang — 3 ráðherrar Framhald af bis. 44 álögunum aflétt, og viðræður hafa átt sér stað við ráðherrana þrjá. Lúðvík og Björn munu hafa sýnt vilja á að lagfæra misréttið, en sagt er, að Halldór E. Sigurðs- son hafi ekki viljað skrifa undir loforð um leiðréttingu þessara mála og borið því við, að rfkis- sjóði væri engin vanþörf á þess- um fjármunum. Gæti sjóðurinn ekki látið þá af hendi. Mikill fjöldi manns tekur þátt í samningagerðinni a Loftleiðum. Kunnugir telja, að þátttakendur séu einhvers staðar á bilinu milli 150 til 200 manns og samningsað- ilar og hin ýmsu stéttarfélög hafa tugi herbergja á leigu í hótelinu. Sem dæmi um álagið á símakerfi hótelsins má geta þess, aðþað fór allt úr sambandi í fyrrakvöld vegnaþess að það þoldi ekki þann fjölda úthringinga, sem áttu sér stað. „Stanzaðu góði, stanzaðu. Má ég sitja í? Ég er nefni- lega með bíladellu." Mynd- ina tók Sigurgeir í Eyjum einn daginn þegar reykur frá loðnubræðslunni og eld- fjallagufa rugluðu saman reytum sínum og grúfðu sig yfir höfnina 1 Eyjum. Lögregluþjónn bjargaði 5 ára dreng úr Tjörninni LÖGREGLUÞJÖNN bjargaði í fyrradag 5 ára gömlum dreng frá drukknun í vök f Tjörninni 1 Reykjavík. Drengurinn hafði far- ið út á Tjörnina með vagn, er hann hafði meðferðis. Tókst hon- um að halda í vagninn dauða- haldi, unz lögregluþjónninn, Þór- ir Þorsteinsson, kom og bjargaði honum. Samkvæmt frásögn lögregl- unnar safnaðist talsverður fjöldi fólks saman við Tjörnina og fylgdist með björgunaraðferðum Þöris. Er hann kom með barnið að landi, en talsvert frost var og kuldi, tók fólkið barnið og ók því heim til sín. Hins vegar lét lög- reglan þess getið, að Þórir Þor- AFSOKUN- ARBEIÐNI ALVEG einstök mistök urðu hér í Mb. i gær, er minningargreinar um þá Jónas Jóhannesson og Jó- hannes Finnsson ásamt myndum víxluðust. Morgunblaðið biður aðstand- endur hinna látnu afsökunar svo og greinarhöfunda. steinsson lögregluþjónn hefði orðið að ganga langleiðina á lög- reglustöðina rennblautur í frost- inu, án þess að nokkrum dytti f hug að bjóða honum akstur þang- að. Loks kom þó sendiferðabíl- stjón, sem sá aumur á Þóri og ók honum á stöðina. Barninu mun ekki hafa orðið meint af baðinu í Tjörninni, né heldur Þóri. Fernt á sjúkrahús FERNT var flutt á sjúkrahús eft- ir mjög harðan árekstur á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um kl. 1 í fyrrinótt. Áreksturinn atvikaðist þannig, að Fiat-bifreið var ekið suður Kringlumýrarbraut og Land Rover-jeppa vestur Miklubraut og skullu bilarnir saman á gatnamót- unum. Þrennt var í Land Rovern- um og mun ökumaðurinn hafa mjaðmagrindarbrotnað, og tveir farþegar í bílnum meiddust nokk- uð. Ökumaður Fiat-bílsins, sem var einn í bilnum, meiddist eitt- hvað á höfði. Skömmu áður en áreksturinn átti sér stað, höfðu lögreglumenn tekið eftir ógætilegum akstri Fiat- bílsins, en misst sjónar af honum. Kom í ljós, að ökumaður bílsins var ungur að árum og hafði hann tekið bflinn, sem var alveg nýr, ófrjálsri hendi heima hjá föður sínum. Grunur leikur á, að öku- maðurinn hafi verið ölvaður. Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosning- anna hefst á morgun, mánudag, að Laufásvegi 47. Verður kjiir- staður opinn kl. 17—19. Sjálf prófkosningin fer svo fram um næstu helgi, 2.—3. marz, á 8 kjör- stöðum, en síðan verður einn kjörstaður opinn 4. marz. Ahrif verkfallsins Framhald af bls. 44 Tungnaá f bráðabirgðafarveg, og er nú veríð að gera þennan far- veg. Ef gerð farvegarins tefst mjkið, þá veit enginn hvenær hægt verður að veita Tungnaá í nýja farveginn; því illmögulegt og mjög dýrt verður að gera hann, eftir að vorflóð byrja. Þvi getur verkfallið seinkað Sigöldufram- kvæmdunum. LITLU FLUGFÉLÖGIN HALDA AFRAM Verkfallið hefur engin áhrif á starfsemi litlu flugfélaganna, því þau hafa öll sérstaka eldsneytis- tanka og nægar birgðir. Hjá Flugstöðinni fengum við þær upplýsingar, að fyrirtækið væri með 25 þúsund lítra geymi, sem hefði verið fylltur fyrir verk- fail. Þær birgðir ættu að endast nokkuð lengi og því væri ekki hætta 'á, að starfsemi félagsins lamaðist á næstunni. Gífurlegar annir eru nú hjá Flugstöðinni, en í gær voru flestir flugvellir landsins lokaðir vegna veðurs. Til stóð að senda vél frá Flugstöðinni, sem lokast hafði á Egilsstöðum, til Frankfurt til að ná í varahluti, sem liggur á að fá til landsins. Átti vélin að fara frá Egilsstöðum um hádegisbilið í gær, ef veður leyfði. Eftir helgina á Flugstöðin von á nýrri flugvél frá Bandaríkjunum, og tekur sú vél sex farþega. ENGIN MJÓLK FAANLEG í gær var enga mjólk að fá í Reykjavík, þar sem starfsstúlkur í mjólkurbúðum eru komnar í verkfall. Að því er bezt er vitað þá verður engin mjólk afgreidd fyrr en að verkfalli loknu, og hætt er við að vandræði skapist út af mjólkurleysinu eftir helgina, sér- staklega á heimilum, þar sem ungbörn eru. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í sam- tali við Mbl. 1 gær, að fólk hefði yfirleitt birgt sig upp af mjólk á föstudaginn, en ekki mætti verk- fallið standa lengi, ef vandræði ættu ekki að hljótast af. Bændur geta heldur ekki geymt mjólkina endalaust. RÆSTING LEYFÐ í SKÓLUM? Meðal þeirra verkalýðsfélaga, sem eru í verkfalli, er verka- kvennafélagið Framsókn, en konur úr þvi félagi sjá um ræst- ingu í skólum borgarinnar. Ef ræsting fellur niður í skólunum, mun skólahald í borginni lamast á næstu dögum, en f undan- gengnum verkföllum hefur alltaf verið veitt undanþága til ræstinga á skólunum. Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að búið væri að sækja um undan- þágu til verkakvennafélagsins Framsóknar um ræstingu . í skólum og einnig hefði verið sótt um undanþágu til að hægt væri að þvo allt tau skólanna í þvottahús- unum. Dr. Ragnar Undirskriftasöfnun samtak- anna Varið land er nú orðin sú langmesta sem nokkru sinni hefur farið fram á íslandi og í gærkvöldi höfðu verið talin rúmlega 53 þúsund nöfn. Morg- unblaðið sneri sér til dr. Ragn- ars Ingimarssonar, sem hefur yfirumsjón með yfirferð og samanburði listanna, til að for- vitnast um hvernig unnið væri úr þessum ósköpum til að tryggja að listarnir væru réttir og ófalsaðir. — Við úrvinnsluna notum við meðal annars tölvu sem við fóðrum á öllum nöfnunum og hún finnur m.a. strax hvort ein- hverjar tvfritanir eru á Iist- unum. Þá tekur mannfólkið við aftur og kannar hvernig á því stendur og gerir leiðréttingar þannig að nafn sama aðila komi ekki tvisvar á listanum. Það er þegar búið að gefa tölvunni upp 44 þúsund nöfn og hún á að fara igegnum alla listana. — Það eru mjög lítil brögð að því en þó hefur það komið Talan er svo há að hún er afgerandi fyrir. Við könnun hefur komið í ljós að þetta fólk er ekkert að reyna að svindla með því að rita nafn sitt tvisvar. Við vitum að einstaka ofstopamenn hafa rifið lista og svo hafa nokkrir týnst og þetta fólk hefur ritað nöfn sín aftur fil að vera visst um að vera með. Fólk hefur líka snúið sér til okkar áður en það skrifaði nöfn sín aftur, ef það hefur haft grun um að list- inn sem það skrifaði á í upphafi hafi á einhvern hátt glatast. Við höfum sagt þessu fólki að það sé allt í lagi að skrifa tvisvar, því tölvan finni út úr því. — Þegar tölvunni sleppir taka svo starfsmenn sam- takanna til við miklu seinlegra verk og það er að bera nöfnin saman við íbúaskrár, til þess meðal annars að gæta þess að enginn sé á listanum sem ekki er orðinn tvítugur eða verði það fyrsta marz. Það hafa einnig fundist nokkur slík ti4 felli en þá hefur það oftast verið þannig að viðkomandi hefur aðeins vantað nokkra mánuði upp á tvftugt, í einu tilfellinu voru það ekki nema tveir dagar, og talið sig hafa rétt til að tjá sig af þeim or- sökum. Sem dæmi má nefna að f 6000 nafna fullunnu úrtaki í Reykjavík, fundust 38 tví- ritanir og 49 sem ekki höfðu náð tvítugsaldri. — Hvernig er svo ætlunin að afhenda þetta? Listarnir verða bundnir inn þegar búið er að yfirfara þá til fullnustu og við vonum að það verði fyrir fyrsta marz. Hug- myndin er svo að afhenda þá forsætisráðherra og forseta sameinaðs þings. — Þetta verða um eða yfir 50 prósent atkvæðisbærra Is- lendinga? — Já um það bil, en mér finnst alveg óraunhæft að miða við það. Kjósendafjöldinn sem slíkur er enginn mælikvarði. I þingkosningum eru það ekki nema 80—90 prósent kjósenda sem skila sér og er það þó mun umfangsmeiri starfsemi sem rekin er í því sambandi, þá eru kjördeildir um allt land. Þaðer líka fjöldi manns sem af ýms- um ástæðum hefur ekki fengið tækifæri til að skrifa sig á lista núna, samgönguerfiðleikar eru þar ein orsökin. Margir vilja heldur ekki tjá sig opinberlega. — En ég held sem sagt að samanburður sé óraunhæfur. Þessi tala hjá okkur er orðin svo há að hún hlýtur að vera afgerandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.