Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974
15
Er popp-topp-
urinn óvinn-
andi vígi?
Það er eftirtektarvert þegar lit-
ið er á popptónlistarlíf hér á ís-
landi, að hverfandi llti 1 endurnýj-
un hefur átt sér stað í hópi þeirra.
sem fremst hafa staðið í þessari
tegund tónlistar. Vinsælustu
hljömsveitir okkar í dag eru skip-
aðar mönnum, sem byrjuðu að
hasla sér völl í poppinu um svipað
leyti og Bítlarnir eða á næstu
árum þar á eftir þ.e.a.s. flestir
þeirra voru byrjaðir að spila fyrir
árið 1967. Menn hafa velt því fyr-
ir sér hvað valdi þessari þróun, —
hvort hin raunverulega skýring
sé sú, að þeir sem reynt hafa að
brjótast í gegn eftir 1970 séu
hreinlega ekki nógu góðir til að
standast hinum reyndari snúning
eða hvort hér megi um kenna
fhaldssemi þeirra sem njóta tón-
listarinnar.
Það er vissulega eðlilegt að
álykta, að menn sem fengist hafa
við popptónlist um nokkurra ára
skeið hafi með árunum og reynsl-
unni náð að þróa tónlist sfna til
þeirrar fullkomnunar sem hæfi-
leikar þeirra gefa tilefni tiL En
það er heldur ekki fráleitt að
leiða hugann að þeirri hættu sem
þessi þróun kann að hafa í för
með sér, hættunni á stöðnun, og
það sem meira er, hættunni á því
að hæfileikamenn glatist vegna
þessa múrveggjar, sem virðist
einangra toppinn. Staðreyndin er
nefnilega sú, að margir ágætir
hæfileikamenn hafa staðið í
skugganum um árabil vegna þess-
arar þróunar og aðrir hafa hrein-
lega lagt árár í bát áður en hæfi-
leikar þeirra voru ful Ireyndir.
Sú hugsun hefur hvarflað að
mér, að ef til vill eigi fjölmiðlar
hér töluverða sök á. Poppsíður
dagblaða og tímarita eru jafnan
fullar af fréttum af þekktum
nöfnum, sem ekki er óeðlilegt þar
sem vitað er, að fólk hefur meiri
áhuga á að lesa um þekkta menn
en óþekkta, og þegar talað er um
hræringar í poppheiminum er
undantekningarlaust átt við til-
færslur manna úr topphljóm-
sveitum í aðrar sem áður voru á
toppnum eða þá að meðlimir
tveggja slíkra hljómsveita stokka
upp og stofna tvær nýjar, —
mennirnir eru þeir sömu, aðeins
er skipt um nöfn. En á poppsíðun-
um gleymist oftast að geta nýrra
hljómsveita hvað þá að nokkuð sé
fylgst með þeim sem reyna við
illan leik að krafsa I bakkann,
enda gufa flestar þessara hljóm-
sveita upp, þegjandi og hljóða-
laust.
En hvað er til ráða? Er hugsan-
legt að þessi þróun kynni að
breytast ef nýjum nöfnum yrði
gert hærra undir höfði á poppsíð
unum, —eða er núverandi ástand
fullkomlega eðlilegt og ofan-
greindar hugleiðingar því út í
hött? — Rúm það sem poppskrif-
arar fá til umráða er af skornum
skammti og enn sem fyrr hljóta
skrif þeirra að mótast að miklu
ieyti af því sem hinar þekktari
hljómsveitir eru að gera, a.m.k. á
meðan þeim er áfram um að ein-
hverjir lesi skrif sín.
Hvað segja lesendur SLAGSÍÐ-
UNNAR? Er þetta allt í lagi? —
Ef ekki hvað er þá til ráða. Sendið
okkur línu um þessi mál og ekki
þarf að taka það fram, að álit
hljóðfæraleikara sjálfra yrði
mjög kærkomið.
Sv. G.
Ösk spyr:
Hvernig á að skrifa „að-
dáandi" á ensku?
Svar: Enska orðið fyrir ,,að-
dáanda“ er ,,fan“ — sem líka
þýðir vifta og má segja, að
þetta tvennt snúist hraðar en
auga á festir.
Einar spyr:
Er ekki hægt að koma í fram-
kvæmd kosningum um hver sé
vinsælasta hljómsveitin, söng-
vari'nn o.s.frv.?
Svar: Heldur er SLAGSÍÐ
-AN mótfai lin því að standa fyr-
ir slíkum kosningum — og eru
ýmsar ástæður fyrir því. Aðal-
ástæðan er þó sú, að slíkar
kosningar, þegar þær hafa ver-
ið haldnar hérlendis, hafa
kostað mikla vinnu, en árang-
urinn nánast undantekningar-
laust verið lítilfjörlegur, því að
úrslitin hafa augljóslega ekki
gefið rétta mynd af vinsældum
listafólksins. Ræður þar mestu
sú aðferð, sem notuð er við
atkvæðagreiðslu, en hún býður
heim alls kyns hættum, m.a.
fölsunarhættu o.fl. — Hins
vegar er vel athugandi að birta
helztu úrslit úr slíkum kosn-
ingum erlendis frá — sem
mark er á takandi vegna þess,
að þátttakan i þeim er svo
gífurleg, að enginn heilvita
maður myndi freista þess að
hafa áhrif á þær með fölsunum
atkvæðaseðla — það væri svo
brjálæðislega mikil vinna.
Sigrfður spyr:
Þarf fullt nafn og heimilis-
fang að fylgja bréfunum til
þess að þið svarið þeim?
Svar: Já, það er regla, sem
SLAGSIÐAN hefur sett — en
sjálf brotið nokkrum sinnum,
aðallega þegar um hefur verið
að ræða bréf, sem hafa að
geyma ósköp saklausar spurn-
ingar, sem auðvelt hefur verið
að svara. SLAGSÍÐAN er
nefnilega dálítið góð sál. EN —
stórt EN — héðan í frá — sfð-
asta aðvörun — verður ekki
reynt að leita svara við öðrum
spurningum en þeim, sem fullt
nafn og heimilisfang fylgir.
Hins vegar eru spurningarnar
birtar með dulnefni, ef óskað
er sérstaklega — nema þegar
sérstök ástæða þykir til að
birta nafn bréfritara.
Anonymus X spyr:
Hver syngur lagið „Drift
away“?
Svar: Hann heitir Dobie
Gray og er bandarískur — og
okkur minnir að hann sé svart-
ur.
Einn forvitinn úr Tungun-
um spyr:
Svarar SLAGSÍÐAN öllum
spurningum, sem hún veit svör
við?
Svar: J á, það var nú hug-
myndin — en það getur tekið
tíma að finna svörin. Á rit-
stjórnarskrifstofum SLAG-
SÍÐUNNAR er mikið af alls
kyns uppsláttarritum og
heimildarritum og alls kyns
gögnum, en aðalvinnan er að
fletta í gegnum þetta allt.
Og sá úr Tungunum heldur
áf ram:
Hví er ekki stækkað bréfá-
plássið á SLAGSÍÐUNNI?
Svar: Það hefur lengi staðið
til, til að grynnka á bréfabunk-
anum, en okkur hefur legið
svo margt annað á hjarta, að
bréfadálkarnir hafa mætt af-
gangi — því miður.
Og áfram heldur Tungólfur:
Getur SLAGSÍÐ AN ekki birt
enska og bandaríska vinsælda-
listann i hverri viku?
Svar: Eiginlega hefur SLAG-
SÍÐAN ekki lagt út f það,
vegna þess að það hefur reynzt
afar tilviljanakennt, hvort list-
arnir hafa borizt henni á rétt-
um tíma eða ekki og stundum
— og það er oftar en hitt —
hafa þeir alls ekki komið. En
vissulega verður þetta atriði
haft í huga.
Akureyringur, Birgette
Elegant frá Selfossi og Þórunn
í Kópavogi biðja um upp-
lýsingar um hljómsveitina
Nazareth:
Upphaflega voru þeir allir
félagarnir, Dan McCafferty,
söngvari, Manuel Charlton,
gítar, Pete Agnew, bassi, og
Darrell Sweet, trommur, i
hljómsveit í heimalandi þeirra
Skotlandi, sem hét The
Shadettes. Síðan var Nazareth
stofnuð árið 1969 (nafnið á sér
engar trúræknislegar rætur)
og hafa þeir nú sent frá sér
einar sex — sjö litlar plötur. Sú
fyrsta, sem komst á lista, var
„Broken Down Angel“. Stórar
plötur munu vera 4 — 5 talsins.
Persónulegar upplýsingar:
Fæðingardagar: Dan — 14.
október 1946, Manuel — 25. júlí
1941, Pete — 14. september
1946, Darrell 16. maí 1947.
Fýrri atvinna: Dan — verk-
fræðistörf, Manuel — raf-
magnsfræðistörf, Pete — að-
stoðarmaður arkitekts, Darrell
— bókhaldari. Tónlistarlegir
lærimeistarar: Dan— fólk, sem
hann hittir, sjónvarpið, Manuel
— Elvis Presley, Buddy Holly,
Beatles, Cream, Pete — Little
Richard, Ernie Ford, Darrell —
hinir og þessir trommarar.
Uppáhaldsalbúm: Dan —
„Crazy Horse" með Crazy
Horse, Manuel — „Live at the
Fillmore East“ með Allman
Brothers Band, Pete — „Little
Feát“ með Little Feat, Darrell
— „Superlungs“ með Terry
Reed.
Arnar Petersens aðdáandi,
Þorsteinn Ingimarsson og
Þórunn biðja um upplýsingar
um brezku hljómsveitina Mud:
Hljómsveitina skipa Ray
Stiles, bassi og flauta, Dave
Mount, trommur, Les Gray,
söngur og trompet og Rob
Davies, gitar. Þeir hafa allir
þekkzt síðan i barnæsku, gengu
í sömu skóla í bænum Mitcham
í Surrey, og Dave og Rob
byrjuðu að leika saman þegar
þeir voru tveggja ára. Fyrir
átta árum stofnuðu þeirfélagar
svo hljómsveitina Mud, og gáfu
út einar fimm litlar plötur áður
en lagið „Crazy“ sló í gegn i
febrúar í fyrra. Síðan komu
,Jlypnsis“, og „Dynamite '. Og
svo persönulegar upplýsingar
fyrir þá, sem vilja: Fæðingar-
dagar: Ray — 20. nóvember
1946, Dave — 3. marz 1947, Les
— 9. april 1946, Rob — 1. októ-
ber 1947. Hára- og augnalitur:
Ray — dökkbrúnt, blá, Dave —
dökkbrúnt, hnotubrún, Les —
dökkbrúnt, blá, Rob — jarpt,
blá. Fyrri atvinna: Ray —
aðstoðarmaður arkitekts, Dave
— rafvirkjanemi, Les — höf-
undur sjónvarpsauglýsinga,
herrafatasali, Rob —
bókhaldari. Áhugamál: Ray —
kvikmyndun, plötusöfnun,
Dave — matreiðsla, sjónvarps-
gláp, Les — söfnun eldspýtna-
stokka, stuðningur við Leeds
United, Rob — nám i klassisk-
um gitarleik, Yoga. Það allra
helgasta: Ray — kvæntur, Dave
— ókvæntur, Les — skilinn,
Rob — ökvæntur.