Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974 43 MATSEDILL VIKUNNAR Umsjón: Unnur Tómasdóttir jnatreiftslukennari Mánudagur Flök með fleski og lauksósu, (sjá uppskrift) hrátt salat, ostasúpa. (sjá uppskrift) Þriðjudagur (Sprengidagur) Saltkjöt og baunir Miðvikudagur Kálbögglar með fiskdeigi, (búnir til eins og hvítkálsbögglar), hrátt salat, sveskjugrautur. Fimmtudagur Pylsur í kryddsósu (sjá uppskrift) hrátt salat, júliönnusúpa. Föstudagur Glóðarsteiktar lifrasneiðar, m. grænmetisjafn- ingi (sjá uppskrift), hrátt salat, hálfsoðin epli með vanillusósu. Laugardagur Soðin skata með rófum, skyrhræringur. Sunnudagur Gerviönd (sjá uppskrift) hrátt salat, appel- sínubúðingur. Morgunverður Jarða be rj a j ú gu rð, hrökkbrauð, venjulegt brauð m. osti og appel- sínumarmelaði, kaffi, te og mjólk, appelsína. Flök með fleski og lauksósu V/í kg flök it salt, 250 g reykt flesk * 50 g smjörlíki * 1/2 1 mjólk * 50 g hveiti * 50 g smjörlíki * 2 laukar * pipar * Smyrjið eldfast mót. Leggið flökin í mótið, og stráið á þau salti. Sneiðið fleskið i þunnar sneiðar og raðið þeim ofan á flökin. Bakið réttinn í ofni 15—20 mín. Berið fram með heit- um kartöflum og lauksósu. Lauksósa: Mjólk er hituð, jöfnuð með smjör- bollujafningi, soðin í nokkrar mínútur. Brytjað- ur laukur látinn út i, kryddað eftir þörf. Ostasúpa 60 g hrisgrjón * 4 dl vatn, * VA 1 soð, * 1—2 eggjarauður * VA dl rjómi * 2 dl rifinn ostur * salt, 2 msk. sherry * Sjóðið grjónin í vatninu og soðinu. Rífið ost- inn, þeytið rjómann og blandið því hvoru tveggja saman við rauðuna. Smáhellið ostahrær- unni út i súpuna og keirhið. Súpuna má ekki sjóða eftir þetta. Pylsur i kryddsósu 6—8 pylsur * 2 msk. smjörliki * 2 msk. saxaður laukur a 2 msk. söxuð seljurót (ef til er) * 2 tsk. sykur * 1 tsk. vorsjestersósa * tómatsósa * 1 msk. sítrónusafi salt, pipar, paprika a Brúnið seljurót og lauk í smjörlíkinu. Brúnið síðan pylsurnar þar i. Blandið sykri, vorsjester- sósu og tómatkrafti saman víð. Sjóðið við mjög vægan hita i 5—10 mínútur. Kryddið. Þynnið sósuna, ef hún er of þykk. Agætt er að borða soðnar makkarónur með þessum rétti. Glóðarsteiktar lifrarsneiðar 4 þunnar sneiðar lifur * 4 sneiðar laukur i, 4 sneiðar tómatar, (annars tómatsósu ef vill) i, 4 sneiðar flesk *_salt, pipar * Eldfast mót er smurt, lauksneiðarnar eru lagð ar á botninn í mótinu, þvi næst lifrarsneiðar og tómatsneiðar. Lifrarsneiðarnar eru skolaðar í ediksvatni og þerraðar vel, áður en þær eru lagðar i mótið. Kryddinu stráð yfir, flesksneið- arnar eru settar síðastar yfir. Steikt undir glóð inni i ofninum i 4—5 mín.,eða þar til laukurinn er steiktur, lifrin er gegnsteikt og fleskið er stökkt. Borið fram með grænmetisjafningi. Gerviönd 400—500 g nauta- eða svínalundir ★ 75 g sveskj- ur * 150 g epli * 80 g smjör eða smjörlíki * 1 tsk. sykur * 1/2 tsk. salt * pipar á hnífsoddi * 3 dl sjóðandi vatn * Skerið í lundirnar eftir endilöngu, berjið með buffhamri og smyrjið með smjöri. Sykri, salti og pipar blandað saman og stráð yfir. Utbleyttar, steinlausar sveskjur og eplabitar (hráir) lagðir á milli, iundirnar iagðar saman og bundið utan- um þær, brúnaðar og settar i sjóðandi vatn. Soðnar í potti í 45 min. við hægan hita. Sósan er búin til úr soðinu. I lundirnar má setja saxaða steinselju í staðinn fyrir epli og sveskjur. Má einnig steikja í eldföstu fati. Borið fram með hráu salati, eða köldu kartöflusalati. Frosinn fiskur. Frosinn fiskur verður be.tri og safaríkari, ef hann er ekki látinn þiðna, áður en hann er matbúinn, hvört sem hann er soðinn eða steikt- ur. Ef fiskurinn er þíddur, áður en hann er matbúinn, verður hann að þiðna á köldum stað. Gott er þá að strá ofurlitlu salti á fiskinn, áður en hann er látinn þiðna. Látið fiskinn þiðna hægt, og matbúið hann strax og hann er þíður. (Ef fiskurinn hefur verið frystur óverkaður, verður að þiða hann, til þess að hægt sé að hreinsa hann). Frosinn pakkafiskur er látinn klökkna það mikið, að hægt sé að skera hann í sneiðar eða ná flökun- um í sundur, áður en þau eru matreidd. Það tekur venjulega um 3 stundir við stofuhita. Ivær stúlkur vinna i Völundi vi8 að lima hurðir, lakka o.fl. Ekkert erfiðari vinna en margt, sem þykir kvennavinna, segja þær Auður Skarphéðinsdóttir og Þórey Pálsdóttir. Og þær eru mjög ánægðar með starfið. — Trésmiðirnir Framhald af bls. 18 gamla húsinu, tekið myndir og spjallað við elztu starfsmennina og litið inn i hin nýju húsakynni í Iðngörðum Fyrstu stjórn Völundar, er fyrirtækið Völundarhúsið í byggingu árið 1905. Ætli það séu ekki einhverjir af smiðunum sjálfum, sem stofnuðu Völund. sem standa þarna á þakinu? var stofnað, skipuðu Hjörtur Hjartar- son, Magnús Th. S. Blöndal. Sigvaldi Björnsson, Sveinn Jónsson og Guð- mundur Jakobsson. Núverandi stjórn skipa Haraldur Sveinsson, formaður, j Sveinn K. Sveinsson, Leifur Sveins- | son, Bergljót Sveinsdóttir, sr Bragi Benediktsson — Mikið um að vera Framhald al' bls. 18 þó nokkrir erfiðleikar. Annað sumar striðsins kom ekkert efni. Þjóðverjarnir brenndu tvær skútur frá Svíþjóð með timburfarm utan við Noregs- strönd. Auk þess voru erfiðleik- ar með kol, því verkstæðið var rekið með gufuvél og varð að brenna hverju sem fékkst. — Aþeim árum og lengur var pípið frá Völundi aðaltima- merkið í borginni. Merkið var gefið kl. 6, þegar vinna byrjaði, í hádeginu og kl. 6, þegar hætt var. — Það var oft mikið um að vera hér, þegar skip komu, þvi öllu var skipað upp á bryggju Völundar hér fyrir framan. Stærstu farmarnir voru 300 standardar og við þá var þriggja vikna vinna, vika til að skipa upp og tvær vikur fóru í að raða viðnum. Það gekk oft seint. En þá var lika erfitt um vinnu, verkamennirnir eltu verkstjórana niður á bryggju til að fá vinnu við uppskipunina. Maður er enn að hitta menn á götunni, sem minnast þess, að maður gat hjálpað þeim um þriggja vikna vinnu, þegar öll björg var búin og lánstraustið þrotið, en heimilið bjargar- laust. Það var ömurlegt. Viður- inn var fluttur á fjórhjólavögn- um af bryggjunni. Venjulega fór bryggjan í aftakaveðrum á veturna, en síðar var farið að hafa flekabryggju og taka hana af. Nú er þetta allt breytt. Vél- ar til alls og allur viður kemur búntaður i skipunum. Fyrsti búntaði viðurinn kom frá Finn- landi, Haraldur fékk þá til að búnta þar. —Annars er aðall Völundar orðheldni, alltaf hefur verið staðið við það, sem sagt hefur verið i 70 ár, sögðu þeir Jón og Andrés. Aður fyrr var allt lán- að til húsbygginga. Fyrirtækin tóku sig saman og lánuðu allt, sem þurfti, þar til húsið var fullbyggt og var tekið út í veð- deildinni. Og það er spurning hvort þeir tímar voru ekki hag- kvæmari til að koma sér upp húsi en þessir tímar núna, með öllum lánastofnununum. — Við höfum verið mjög ánægðir að starfa hér hjá Völ- undi, sögðu þeir Jón og Andrés. Sveinn M. Sveinsson forstjóri var sérstæður maður og synir hans eru líka miklir sómamenn. Þetta er orðið okkar annað heimili og hér þykit okkur gott að starfa. — Breytingin Frainhald af bls. 18 hús við Eiríksgötu 25, þó að ég ætti ekkert og hefði sex manna fjölskyldu. Nú væri það ekki hægt. Það opinbera tekur svo mikið af laununum. Og alltaf eykst hlutfallslega það, sem af launamönnum er tekið. Börn- in? Þau voru 9, sem ég kom upp, 6 af fyrra hjónabandi og 3 af því síðara. Sú yngsta var að gifta sig urn daginn. Þetta rennurfram sem árstraumur. Guðjón er fæddur 1898 og er því orðinn 76 ára. — Fyrir- tækið, sem ég vinn hjá hefur sýnt mér þann sóma að láta mig ekki þurfa að flækjast burt, segir hann. Þegar maður lítur yfir farinn veg og þessa vinnu, sem maður hefur stundað, þá gæti ég ekki hugsað til þess að hætta að vera á staðnum, nefni- lega i Völundi. Að lokum lét Guðjón okkur heyra vfsu, en hann er hag- mæltur vel: Þó að lífsins hregg og hret hrelli marga svanna Ég mun áfram fet og fet frjálsar leiðir kanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.