Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 7 Ný menningarbylting í Kína Er verið að blása lífi í byltingaranda alþýðu eða berjast gegn Chou En-lai? FREGNIR, sem borizt hafa að undanförnu frá AlþýðulýSveldinu Kína, benda til þess ótvlrætt að hafin sé ný menningarbylting þar I landi — eða nýr þáttur þeirrar menningarbyltingar. sem þar fór fram á siðasta áratug með þeim afleiðingum, að hrikti I stoðum hins kínverska samfélags og efnahagslif landsins varð fyrir margháttuðum áföHum. Rauðu varðliðarnir i menningarbyltingunni fyrri W/Wi 4jjf Wh 4 ^ jf ^ i m i \ Vaxandi gagnrýni hefur heyrzt frá Kína á vestræna list og menn- ingu svo og gamlar menningar- hefðir. Mótmælagöngur hafa verið haldnar viða um landið og fjölda- fundir með þátttöku tugþúsunda manna. Viðtækar umræður eru sagðar hafa farið fram um skóla- kerfið og hugmyndafræðilegar árásir verið gerðar á tvo kunna Kinverja. heimspekinginn Kon- fúsius og Lin Piao fyrrverandi landvarnaráðherra, en þá skilja 2.400 ár — aðeins. Fyrir nokkrum dögum birti svo Dagblað alþýðunnar i Peking kröfu um, að kínversk alþýða tæki virkan þátt i þeirri baráttu. sem nú væri háð, og kvartað var yfir því, að sam- band milli alþýðu manna og forystumanna i flokkunum og framleiðslugreinum hefði breytzt til hins verra frá þvi menningar- byltingin frá síðasta áratug hjaðnaði. Ekki eru allir á eitt sáttir um tilgang þessarar nýju byltingar- hrinu, en Ijóst er, að miðstöð hennar og þungamiðja er borgin Shanghai, eins og menningarbylt- ingarinnar fyrri. Sumir telja, að byltingunni sé beint gegn Chou En-lai forsætisráðherra og þeirri stefnu hans að vingast við Vestur- veldin og þá sérstaklega Banda- ríkin; aðrir, að tilgangurinn sé einungis að blása lifi í byltingar anda almennings og sýna jafn- framt fram á, að stefnubreyting- unni i utanrikismálum muni og þurfi alls engin breyting að fylgja i innanríkismálum. Mao Tse-tung formaður kinverska kommúnista- flokksins er sagður persónulega ábyrgur fyrir þessari nýju róttæku öldu, en alkunna er, að kona hans, Chiang Ching, er mjög róttækur byltingarsinni og hefur um langt skeið verið Chou En-lai andstæð. Ferðamenn frá Shanghai flytja þær fréttir, að borgarlifið þar beri í sivaxandi mæli merki menningar- byltingar. Fréttaveggspjöldunum, sem fræg urðu í fyrri byltingunni, fjölgi i sífellu, fjöldagöngur og fundir verði æ tiðari bæði i skólum, á vinnustöðum og opin- berum vettvangi. Haft er fyrir satt, að forstjóri einnar stærstu skipasmiðastöðvar Shanghai- borgar hafi verið rekinn úr starfi eftir fjöldafund verkafólksins, fyrir dálæti á fínum fötum og að vinna ekki nægilega að hagsmunum starfsfólksins. Sömuleiðis hefur kennurum og skólastjórum verið gefinn að sök skortur á stéttar- vitund og fastheldni við gamlar og borgaralegar hefðir. Eru þeir m.a. sakaðir um að láta einkunnir einar og frammistöðu i námi ráða þvi, hverjir komast áfram á mennta- brautinni. Par með hafi „hreinir" alþýðuunglingar uppfullir af bylt ingar- og baráttuanda fallið á prófum, sem ungmenni úr gömlum borgarastéttum hafi náð vegna þess að þeir stunduðu námið af meira kappi en sinntu félagsstarfi og byltingarstarfsemi þeim mun minna. Innan skólanna virðast og sér- staklega sterkar raddir þeirra sem fordæma sigildar bókmenntir og tónlist, sem virðist siðustu ár hafa átt vaxandi vinsældum að fagna. Má t.d. geta þess, að á liðnu ári hafa þrjár stórar vestrænar sinfóníuhljómsveitir farið til Kina og leikið þar við feikna góðar undirtektir. Hafa forystumenn í menningarmálum á Vesturlöndum gert sér vonir um, að unnt væri að auka samskipti við Kinverja á þessu sviði, en sýnt er, að þau muni mæta verulegri andstöðu hinna róttæku. Svipuð klögumál og aðofan grein ná til starfsemi kommúnista- flokksins og í þeim efnum eru árásirnar á Konfúsius tengdar nafni Chou En-lais. Konfósius er fordæmdur fyrir að hafa jafnan boðað trúnað við hefðir og viður- kenndar siðaskoðanir og staðið gegn hverskonar breytingum, og nú er sett fram gagnrýni á flokks- forystuna fyrir svipaðar sakir, m.a. fyrir að hafa sett aftur til starfa i flokksdeildunum ýmsa menn, sem reknir vor í menningarbyltingunni. Er á það bent, að F nýkjörinni miðstjórn kinverska kommúnista- flokksins séu 52 menn, sem rauðu varðliðarnir höfðu fengið rekna þaðan. og þeirra á meðal sé Teng Hsiao-ping, fyrrum aðalritari, sem mjög var lítilsvirtur á þessum árum. Þá hafa byltingarmenn nú gagnrýnt vaxandi samskipti við erlend ríki — en þótt þeir vari eindregið við þvi, að Kinverjar verði of háðir viðskiptum við Vesturlönd er megináherzlan lögð á að gagnrýna Lin Piao fyrrverandi landvarnaráðherra fyrir að hafa leitað trausts og halds hjá „sovézkum heimsvaldasinnum". Dennis Bloodworth fréttamaður brezka blaðsins Observer rekur upphaf þessarar nýju menningar- byltingar til Wang Hung-wens, unga mannsins frá Shanghai, sem komst i efstu röð framkvæmda- stjórnar flokksins á siðasta flokks- þingi og skrifað var um þá sem hugsanlegan arftaka Maos for- manns. Hung-wen kom einmitt fram i sviðsljósið í menningar- byltingunni i Shanghai um miðjan siðasta áratug og sl. haust hvatti hann „alla góðabyltingarmenn" til að „beita sér gegn straumnum", eins og hann komst að orði. I blöðum birtust siðan greinar, þar sem minnihluti flokksmanna var hvattur til að beita sér gegn minnihlutanum sem héldi öllum valdataumum flokksins i Peking — og var þar látið að þvi liggja, að forystumenn þar væru á villi- götum. í grein frá NTB-fréttastofunni um þetta mál segir, að valdabar- áttan hafi fram til þessa verið innan skynsamlegra marka og borið merki hófsemi og aga, en nú bendi fréttir frá Shanghai, Suchow og Wuhan til þess, að stjórnleysi setji á hana æ meiri svip. Með timanum hafa þeir orðið háværari, sem halda þvi fram, að forystan i Peking hneigist til borgaralegra hátta og hugmynda og innan hennar þurfi nauðsyn- lega að gera róttæka byltingu. Þeir hafa aflað fylgis við þessar skoðanir innan hinna ýmsu fram- leiðslugreina. einkum iðnaðarins, og i skólum og haldi svo áfram má búast við auknum átökum. Bloodworth segir hins vegar, að eingöngu tvær af tuttugu og niu héraðsstjórnum kommúnista- flokksins kinverska hafi tekið undir málflutning hinna róttæku, þegar deilurnar voru lagðar fyrir þær; hinar hafi viljað viðhalda- stefnu meirihlutans og aga flokks- forystunnar, enda þótt allir virðist fúsir að taka undir það vigorð Maos formanns, að án byltingar sé uppbygging útilokuð. Sama máli gegnir um herinn, að sögn fréttamannsins, hann er á lang- mestu leyti fylgjandi forystu flokksins og þvi dregur Blood- worth þá ályktun, að enda þótt þessi nýja menningarbylting kunni að hafa i för með sér átök í fram- haldsskólum og e.t.v. brottvikn- ingu einhverra flokksstarfsmanna úr starfi, muni hún ekki ná að skekja grundvöll og skipuleg hins kinverska samfélags á sama máta og byltingin á siðasta áratug. — mbj. TILSÖLU Ford Mustang Monteago árg. '69 sjálfskiptur, vökvastýri og power bremsum Mjög vel útlítandi bUI Uppl. í síma 86402 MOHAIR-GARN Saba-garnið er svissnesk gæða- vara og er einnig ódýrt. Verzl. Hof Þingholtsstræti 1. LÖBERAR OG DÚLLUR Gobelin borðdúkar sem selt var i Litlaskógi er selt nú að Nökkvavogi 54, sími 34391 Sendum gegn póstkröfu. MÆÐGIN óska eftir að taka á leigu 2—3 herb íbúð nú þegar eða í vor Algjör reglusemi Tilboð leggist inn á afgreiðslu Mbl fyrir febrúar- lok merkt: „1974—3235". CHEVROLET VEGA G.T árg. 1972 (sportmodel) rauð- ur 52 5 þús., nýinnfluttur. Uppl. i sima 1 3285 —34376 TILSÖLU Volkswagen 1200 árg '72, ek- inn 28 þús km.. sem nýr. Uppl. i sima 37157. 2JA HERBERGJAÍBÚÐ óskast fyrir fullorðin hjón Uppl. i stma 83672 í dag TILSÖLU 3ja—4ra herb. íbúð í Stóragerði. Uppl. í síma 81719. ÖNNUMST VIÐGERÐIR og sprautun á barnavögnum, kerr- um, reiðhjólum og hjálparmótor- hjólum Upplýsingar eftir kl 7eh Opið öll kvöld og um helgar. Leiknir s/f, simi 35512. IRorgim&lntofc mRRCFRLDRR mÖCULEIKR VDRR 1 oo lesta stálsklp til solu og afhendingar strax, nýstandsett. Neta- og trollútbúnaður fylgir Aðalskipasalan, Austurstræti 14, sími 26560, heima 301 56/82219. mikill ACherr legt útlit. F jður. Stórt jrseiginleikar framúr Ocm.hseðfrávegi - Auglýsing um umlerð I Kópavogl Athygli skal hér með vakin á því, að umferðarreglum í Kópavogi hefur nýlega verið breytt á þá leið, að Borgar- holtsbraut og brú yfir vegargjána á Hafnarfjarðarvegi hafa nú aðalbrautarrétt, auk Digranesvegar, sem áður hafði hann. Er athygli vegfarenda sérstaklega vakin á því, að jafn- framt eru niður fallin öll aðalbrautarréttindi, sem hinn gamli Hafnarfjarðarvegur (vestan nýja vegarins) naut, en hann gegnir nú hlutverki tengibrautar. Bæjarfógetinn í Kópavogi. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.