Morgunblaðið - 05.03.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
17
Andrök
Matthlas
Johannessen:
í þessum greinum minum um APN-
fréttastofuna á íslandi hef ég gert því
skóna, að vænta mætti fullyrðinga af
ýmsu tagi, þar sem reynt yrði að gera
skoðanir mínar og afstöðu á einhvern
hátt tortryggilegar, enda i anda þess
þjóðfélags og þeirrar lýðræðislegu skoð-
anamyndunar, sem guði sé Iof enn ríkir í
landi voru. Þó hef ég orðið áþreifanlegar
en oft áður var við jákvæðar undirtektir
og margir hafa haft orð á því, að þeir
geri sér nú betur grein en áður fyrir
þeim vinnubrögðum, sem eru allsráð-
andi h)á fréttamiðli þessum. Er það vel.
Einhver hefur þá árangurinn orðið. Við-
brögð i herbúðum lengst til vinstri eru
engin. Það eitt segir sina sögu. Kannski
verður látið nægja að hefja hvíslherferð
um, að þetta sé „ekkert mál“.
En ég hef heyrt þá rödd frá ungum
lýðræðissinna (skoðanir annarra hafa
ekki áhrif ámig), að það hafi verið rangt
af mér að kref jast þess, að APN á Islandi
væri lokað. „Við eigum ekki að nota
sömu aðferðir og þeir“ — og það er rétt.
Vafalaust telja einhverjir, að við eigum
að umbera allan óhroða, sem hugsazt
getur — en það er rangt. Sízt af öllu er
ég veikur fyrir slíkri afstöðu, þó að ég sé
allur af vilja gerður til að skilja hana og
þola, enda eðli lýðræðis samkvæmt. En
mér dettur ekki í hug að fallast á hana,
því að mér er gjörsamlega ómögulegt að
ganga undir það jarðarmen, að þjóðfé-
lag, sem er frjálst og lýðræðislegt,
eigi að taka við hvaða rusli sem
er; t.a.m. er ég þeirrar skoðunar, að
ekkert blað, sem vill rækja skyld-
una við heiður sinn og samfé-
lag, geti — hvað þá eigi að dreifa
augljósum lygum (sbr. viðbrögðin við
framkomu blaðafulltrúa íslenzka ríkis-
ins á toppfundi Nixons og Pompidou),
svo að ekki sé talað um að bera í bæti-
fláka fyrir glæpastarfsemi af ýmsu tagi.
Ef hér væri rekin innlend — hvað þá
erlend — ,,fréttastofa“, sem hefði slíka
iðju að megintilgangi, gengi ég í lið með
þeim, sem krefðust þess, að henni yrði
þegar í stað lokað. Mér dytti ekki í hug
að kaupa mér frið við einn né neinn með
hlutleysi gagnvart slikri starfsemi, svo
að ekki sé talað um að taka upp hanzk-
ann fyrir hana. En sjálfsagt yrðu ýmsir á
báðum áttum. Ég hlyti að vísu að virða
rétt þeirra til að hafa andstæða skoðun á
málinu, en jafnframt mundi ég berjast
gegn henni af oddi og egg. Af þeim
sökum einnig hef ég rakið raunasögu
APN og gagnrýnt starfsemi þessarar
sovézku „fréttastofu" eins harkalega og
mér hefur verið unnt.
Ég hef einnig verið spurður um, hvaða
munur sé á því að krefjast þess, að APN
sé lokað hér á landi og þeirri valdníðslu
Sovéta að þagga niður í Solzhenitsyn og
flytja hann nauðugan úr landi. Að vfsu
verð ég að játa, að kröfur mfnar til
lýðræðissinnaðs fólks eru meiri en svo,
að mér þyki ástæða til að svara slíkum
spurningum. Til þess að fá rétt svar
verða menn að spyrja réttra spurninga.
En samt vil ég ekki skjóta mér undan að
svara, þó að mig bresti gjörsamlega
skilning á að unnt sé að blanda svo
óskyldum hlutum saman. En þar sem
ekki er endilega spurt af illvilja eða til
að drepa alvarlegu máli á dreif er
ástæðulaust að taka spurninguna óstinnt
upp. En á þessu tvennu er ekki stigs-
heldur eðlismunur:
Soldienitsyn hefur gagnrýnt glæpi í
eigin Iandi og það stjórnarform, sem
hefur verið forsenda þeirra og ástæða.
Skáldið fullyrðir með réttu, að Sovétar
verði að horfast í augu við glæpina í
Gulag-eyjahafinu, játa afbrotin og refsa
þeim, sem ábyrgðina bera, rétt eins og
Þjóðverjar hafa orðið að gera — og hef-
ur þeim svo sannarlega ekki verið sárs-
aukalaust að sitja uppi með glæpi þýzkra
nasista, sem fórnuðu djöfli sínum millj-
ónum manna.
Aðalatriði þessa máls er ekki Solz-
henitsyn sjálfur, heldur þær milljónir,
sem látið hafa lifið og kvalizt í þrælabúð-
um í Gulag-eyjahafinu, endá eru þræla-
búðir þessar einn ljótasti — kannski
alljótasti bletturinn á sögu þessa volaða
mannkyns. Robert Conquest sýnir fram
á það í hrikalegu verki, The Great Terr-
or, að 12—14 milljónir manna hafi verið
í Gulag-eyjahafinu fyrir styrjöldina síð-
ustu og 15—17 milljónir á árunum eftir
1945. Af þessu fólki dóu um 3 milljónir
manna f þrælabúðunum á einu ári,
1937—’38, þar af var um 1 milljón líflát-
in. Einhverjir slóruðu af.
Skiptirslik sóun kannski engu máli?
Það er beinlinis skylda skálds að vera
ekki hlutlaus gagnvart svo ógnvekjandi
lifsháska, sem þrælabúðir bera vitni um.
Solzhenitsyn var fluttur nauðugur úr
föðurlandi sínu vegnaþess að hann sagði
sannleika, sem valdhafar þoldu ekki og
þora ekki — af einhverri ástæðu, þótt
maður fari nærri um hana 1) ■>— að
horfast í augu við.
Sá, sem spyr fyrrnefndrar spurningar
hlýtur að ætla, að ég þjáist af einhverj-
um svipuðum siðferðisbresti.
APN á hinn bóginn er, þó að annað sé
látið í veðri vaka, fréttastofa opinberra
aðila í Sovétrikjunum og því ríkisstofn-
un hvað sem hver segir. Aðrar stofnanir
eiga ekki upp á pallborðið í kommúnista-
ríkjunum, eins og hver heilvita maður
veit. „Fréttastofan" er starfrækt í nán-
um tengslum við sovézka sendiráðið hér
og yfirmenn þess eru raunverulegir
Gerzkir
gjörningar
við, en algerlega háð flokknum að því er
snertir fyrirmæli, fjármagn og skipun i
stöður."
Það ætti því ekki að þurfa frekari
vima við. APN er í engu lik þeim frétta-
stofum, sem við þekkjum á Vesturlönd-
um, óháðum og tiltölulega heiðarlegum
fréttamiðlum, sem nauðsynlegir eru f
hverju lýðfrjálsu landi. Hér er því ekki
um stigs- heldur eðlismun að ræða. Það
er sovézka sendiráðið hér á landi fyrir
hönd sovézkra stjórnvalda, sem ber
ábyrgð á starfsemi APN. Fréttastofan
hefur farið langt út fyrir mörk dipló-
matískrar starfsemi, gerzt sek um íhlut-
un um okkar mál, rægt og m'tt rússneska
frjálshyggjumenn —það varðar við lög á
íslandi að níða fólk og rægja — og nítt
önnur n'ki, sem einnig hafa stjórnmála-
samband við okkur, svo að ekki sé talað
um þær svívirðilegu árásir, sem gerðar
hafa verið beint og óbeint á það stjórnar-
form, sem við aðhyllumst, (a.m.k. enn).
5" Th* Chr«ti*n Sci«no« MonKor
stjórnendur hennar og ábyrgðarmenn
gagnvart sovézkum stjórnvöldum og
Miðstjórn Kommúnistaflokksins. TASS
(Telegrafnoye agentstvo Sovietskovo
Soyuza, þ.e. fréttastofa Sovétríkjanna)
var stofnuð 1925 til að sjá um áróður
flokksins. Það þótti takast heldur óhönd-
uglega, svo augljóst sem eyrnamark
stjórnvaldanna er á öllum „fréttum”
þessarar áróðursmiðstöðvar, svo að
reynt var að villa um fyrir lýðnum með
APN (Agentstvo pechati Novosti, þ.e.
fréttastofa Novosti) 1961, og var látið i
veðri vaka, að hún væri ekki „opinber"
eins og TASS. Engum, sem þekkir til
starfsemi APN, dettur i hug annað en
fréttastofan sé opinbert áróðurstæki
Sovétstjórnarinnar, enda partur af
sendiráði Sovétrikjanna hér og hafa
Sovétar sjálfir ekki farið dult með það
hingað til.
1 bókinni How the Communist Press
Works eftir Antony Buzek segir, að APN
sé áróðursstofnun fremur en fréttastofn-
un, og enn segir höfundur, að hún „ein-
beiti sér eingöngu að áróðursgreinum"
Og loks: .Jsiovosti er aðeins enn ein opin-
ber sovézk áróðursstofnun, dulbúin út á
Ég vil I þessu sambandi minna á, að
ríkisstjórn íslands vfsaði blaðafulltrúa
brezka sendiráðsins hér úr landi í fyrra
þegar hann hóf fréttastarfsemi, sem kom
illa við stefnu okkar í landhelgismálinu.
Ástæðan var sögð sú, að hann hefði farið
með lygi. Þá rauk ekki svokallað frjáls-
lynt fólk upp til handa og fóta og full-
yrti, að hér væri um ólýðræðislegar að-
ferðir að ræða. Þó var starfsemi Bret-
anna eins og krækiber móts við þá aur-
skriðu, sem APN hefur dembt yfir al-
menning hér á landi af lygum og
óhróðri, og þótti þó flestum nóg um
,,fréttamennsku“ brezka blaðafulltrú-
ans.
Er einhver eðlismunur á starfi hans og
Sovétanna?
Ég gef lítið fyrir frjálslyndi, sem er
ósamkvæmt sjálfu sér, tek ekki undir að
„fyrirmyndarskapgerðin er skapleysi”.
Hitt skal ég taka undir, að sízt af öllu
hef ég löngun til að leika sama leik og
þeir, sem frömdu glæpina á Solzhenit-
syn, enda held égþeir einir ætli mér það,
sem af einhverjum ástæðum vilja, að svo
megi sýnast.
Mér er ljúft að játa, að sá stjórnfræð-
ingur (eða siðfræðingur), sem ég met
mest og vitnaði til hér að framan, John
Stuart Mill 2), segir í Frelsinu: „Ef
skoðun er meinað að njóta sin, þá er
gervallt mannkynið rænt eign sinni.“ Og
ennfremur: „Fullkomið frelsi til andófs
og árása er einmitt réttlæting þess, að
við ætlum skoðanir okkar nógu sennileg-
ar til að hafa þær að leiðarljósi i lífinu.“
Og Mill leggur áherzlu á „samvidcu-
frelsi", sem ég tel mjög mikilvægt.
APN hefur ekki sent frá sér skoðun,
heldur mð, róg og lygar.
Mill segir einnig: „Það er tómt tilfinn-
ingaraus, að sannleikurinn sem slíkur,
en lygin ekki, hafi þann innri kraft, að
hann sigrist á dýflyssum og brennandi
báli. Menn eru oft engu áfjáðari að hlýða
á sannleikann en lygina ...“
Og á þessi orð Mills vil ég leggja
sérstaka áherzlu: „í frumreglu frelsisins
er ekki fólgið, að manni skuli frjálst að
vera ófrjáls “
Mill lagði áherzlu á frelsi í öllum
myndum, en gerði samt fyrirvara eins og
þá, sem að ofan greinir, sagði ennfrem-
ur, „að einstaklingurinn beri ábyrgð
gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum
sínum, sem skaða hagsmuni annarra".
Ég tel að þetta eigi einnig að gilda um
„fréttaþjónustu" eins og APN á íslandi.
Auk þess bendi ég á, að APN hefur oft
verið flækt i njósnastarfsemi í ýmsum
löndum — en ekki er mér kunnugt um,
að Solzhenitsyn hafi haft slika starfsemi
með höndum (!!)
Að lokum: Ég hef með dæmum og
rökum í fimm greinum sýnt fram á, að
APN hefur unnið sér til óhelgi með
starfsemi sinni hér á landi. Ég treysti
mér því ekki til að taka undir þá fullyrð-
ingu, að við eigum að lofa Sovétum að
halda iðju sinni öhindrað áfram, þvi að
„það er þeim sjálfum fyrir verstu. Það er 1 2
nauðsynlegt, að fólk sjái málflutning
þeirra, það gæti læknað einhverja.“
Ef fólk þarf á slíkri lækningu að
ha{da, er ástandið á íslandi verra en ég
hafði gert mér grein fyrir. En þetta er að
sjálfsögðu sjónarmið út af fyrir sig. Ég
leyfi mér samt að kalla slíkar fullyrð-
ingar andrök. En ef fólk getur ekki án
þeirra tekið réttan pól í hæðina (sem ég
neita að trúa að óreyndu), væri ástæða
til að íhuga, hvort við ættum ekki að
óska eftirþví, að Sovétar stórauki frétta-
miðlun sína hér — og jafnframt gætum
við boðizt til að greiða hana að hluta.
Á annan hátt treysti ég mér ekki til að
svara þessari síðustu fullyrðingu — eða
andrökum, sem ég hef að vísu aðeins
heyrt útundan mér úreinni átt.
Ég sagði eitthvað á þá leið í einni
þessara greina minna, að ég trúi þeim,
sem handtaka helzta skáld sitt og flytja
nauðugan f útlegð, til að hertaka hvaða
smáþjóð sem er, hvenær sem væri. Um
helgina heyrði ég ásamt fleira Morgun-
blaðsfólki Guðrúnu Á. Símonar segja, að
maður þyrfti ekki að vera nema fimm
vikur f Sovétríkj unum til að vita, að
Rússar „láta okkur aldrei í friði“ eins og
hún komst að orði. Ekki verður Guðrún
ásökuð fyrir andúð á Rússum. Þeir tóku
henni opnum örmum, þegar hún kom til
Sovétrikjanna, söng og sigraði. Guðrún
Á. Símonar er mikil söngkona. En ég
vissi ekki að hún væri jafn raunsæ á
„söguleg rök“ og hún er mikill lista-
maður. Það er sjaldgæft. Oft lifa lista-
menn og hrærast í andrökum.
Of oft — ekki sfður en aðrir.
1) í framhaldi Gulag-eyjahafsins eru nú-
verandi valdhafar Sovétrfkjanna teknir
til bæna, að sögn.
2) Sjálfstæðisfólk og raunar aðrir lýð-
ræðissinnar ættu að huga nánar að kenn-
ingum Mills, sem eru jafn brýnar nú og
þær voru fyrir 100 árum — og eftir-
minnilegt svar við jafngömlum marx-
isma. A vorum rauðsokkudögum er vert
að minnast þess, að Nietzsche kallaði
Mill fífl vegna eldlegs áhuga hans á
jafnrétti karla og kvenna. Borgaralegir
flokkar eiga allir rætur í verkum Mills
og engin tilviljun að útgáfa Bókmennta-
félagsins á Frelsinu var helguð Bjarna
Benediktssyni, konu hans og dóttursyni.