Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 30

Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 30 Steinar Guðmundsson; ER AÐ ROFA TIL? 13303 — síminn hringir. Ég heyri neyðarópi hvíslað. Mér vefst tunga um tönn. Guð gaf mér málið svo ég gæti tjáð mig, en kökkurinn, sem nú varnar mér máls, er jarðneskrar ættar. En hvað ég finn sárt til getu- leysisins — og ég sem hélt að hægt væri að hjálpa hvaða drykkjumanni sem er — bara að hann bæði um hjálp. „... vertu sæll, og fyrirgefðu. Fyrirgefðu — og vertu sæll.“ Sambandið rofnaði og enn einu örvæntingarópinu hafði verið bættí sáfn mitt. Og aftur hringir síminn — 13303. Og aftur svara ég. „Fyrirgefðu, en mig langar til að tala við þig, — má ég það?“ er spurt af ljúfri einlægni með þurri strigaröddu. Glaður depla ég aug- unum til símans og kinka kolli um leið og ég jánka, því raddblærinn er svo notalegur. Hann smitar þessum hljóðláta en samstarfs- fúsa og aðlaðandi en hikandi keim hins uppgefna drykkju- manns, sem ófullur — eða rétt aðeins afréttur — leitar hjálpar. í mér hlakkar löngunin til að leysa frá skjóðunni, til að lýsa veginum, — leiðinni, sem öllum er fær bara ef þeir bera gæfu til að skilja leiðarmerkin. Og ég bíð og hlusta — röddin veit hvað hún er að segja. 1 henni er engin uppgerð. Þetta er ör- þreytt rödd stödd í hverfipunkti skyns og skynvillu, uppíloft í lá- deyðu getuleysisins, — drykkju- maður, sem unun gæti verið af að mega leiðbeina. „Hvað ertu gamall?" „Þrjátiuogeins.“ „Giftur?" ,4á.“ „Börn?“ „Já, — tvö, — en hún ætlar vist að taka þau með sér, — hún ætlar víst aðskilja eða fara.“ „Vinnurðu?" „Já, það er vist ekki búið að rekamig ennþá, — aðég held.“ Og fyrr en varir er áætlun um endurskipulagningu þessa unga heimilis komin í gang þarna í simanum. Tólin mala hreinskiln- ina báðum megin frá, — stað- reyndirnar eru tíndar saman og undirstaða þess sem koma skal hlaðin af natni. „... ég vei t ekki hvernig ég á að komast út úr þessu, — ég meina túrnum,“ heyri ég sagt við eyrað á mér. Ég hrekk við. Ég var búinn að gleyma því að hann var ekki kominn út af fylliríinu, sem þjarmað hafði svo að honum að hann sá sig tilneyddan að hrópa á hjálp og leggja spilin á borðið. Þessu símtali lauk svo eins og öllum hinum: „... ég hringi seinna, — vertu sæll. Vertu sæll og þakka þér fyrir, — ég hringi seinna —, annað kvöld, — eða í hádeginu hinn daginn, — þá verð ég farinn að vinna. Vertu sælL“ Ég sit og horfi á þögult sima- apparatið og berst við kökkinn, sem er að flækjast einhversstaðar fyrir brjóstinu á mér. Þarna missti ég enn af einum. Ef hann hringir aftur þá hringir hann ekki fyrr en næst þegar hann gefst upp, eða þá þarnæst, og þá stend ég enn í sömu sporum því ég get ekki afvatnað hann og missi því takið á sálu hans og samstarfsvi lja. Mér finnst sem ég verði að bölva einhverjum fyrir eitthvað, — en ég veit ekki hverjum ég á að bölva. Heilbrigðisráðherra sagði mér fyrir 2 og 'A ári, að þessu yrði kippt í lag — en engu hefir verið kippt í lag. Borgarstjóri sagði mér fyrir 5 árum, að þessu bæri að kippa í lag, en allt situr við það sama. Læknar segja, að geðlækn- um beri að leysa vandann, og geð- læknar látast gera það en gera það ekki. Alþingismenn virðast standa í þeirri villu að ofdrykkju- mál séu ekki þjóðmál. Prestum má ekki bölva. Og enn hringir síminn. „. . . hún er búin að vera full í sjö daga og maður hennar veit ekkert um það, því hann er erlendis og kemur heim þá og þegar.“ ....... stálpuð börnin geta ekki trúaðþví að enginn vilji hjálpa henni stjúpu þeirra...ég er búin að reyna Klepp, en þeir vilja hana ekki og heldur ekki á Flóka- deildinni, nema hún komi þangað ófull á þriðjudaginn klukkan fimm — þeir tala víst ekki við drykkjufólk nema á þriðjudögum, — ég skil þetta ekki, — af hverju vill enginn hjálpa manneskju sem er að fyrirfara sér í gáleysi?" Éfe lít á klukkuna. Hún er rúm- lega átta og það er laugardags- kvöld. Það er 9. febrúar 1974. Oft hefir síminn verið óþekkur, — en sjaldan eins og nú. Ætli þessi törn hafi ekki byrjað í gærmorgun um áttaleytið með kaupsýslumannin- um sem átti fleiri en eitt fyrir- tæki og var umkringdur svo miklu ágætis starfsfólki, að hann mundi ekki hvað það voru margir mánuðir síðan hann síðast var ófullur. Helv. síminn, — ég snerti hann ekki meir. Og svo velti ég mér f huganum og læt mig fljóta vikuna aftur- ábak og stöðvast suðrí Keflavík, þegar ég á sunnudaginn var hlust- aS á geðlækninn Ölaf Jónsson halda þar erindi um alkoholisma. Það var á opnum A.A.-fundi. „Ég veit að það eru slysavarnastöðvar drykkjumanna sem okkur vant- ar,“ sagði læknirinn. „Ég þykist vita að þær verði að koma, — ofdrykkjuhjálp án afvötnunarað- stöðu er tilgangslaust." Og á and- liti hans mátti sjá, að hann meinti það sem hann sagði. Mér fannst salurinn þeirra Keflvíkinganna ljóma. í hugan- um sá ég brezka geðlækninn dr. Lineoln Williams, þegar hann um 1950 skar sig út úr geðlæknahópn- um og hrópaði: „Við höfum engan rétt til að einoka alkoholisma sem geðveiki. Alkoholismi er alko- holismi — samfléttun sjúklegrar áráttu og félagslegrar flækju. Styðjum drykkjumanninn til sjálfshjálpar í stað þess að út- skúfa honum eða hneppa hann í fj;tra.“ (Dr. Lincoln Williams lifði það að sjá brautryðjanda- starf sitt verða að veruleika, en hann lézt 1970. Brezka heilbrigðis og félagsmálaþjónustan breytti um stefnu og nú nýtur brezki drykkjumaðurinn mannréttinda til jafns við hina). Framhald á bls. 31 Frikirkjusöfnu&urinn í Reykjavik Aðalfundur safnaðarins verður haldinn sunnudaginn 10. marz n.k., eftir messu, kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Safnaðarstjórnin. Framtíðarvorubillinn Helmingi sterkari grind en áður, sem er samt fímm kg. léttari á hvern metra. Nýtt hús, sem gerir nýtingu framöxulþunga betri, - nú 6,5 tn. Minni fjarlægð frá pallenda til framöxuls gefur 600 mm. meira pallrými - dýrmætir mm. Talið við Jón Þ. Jónsson í Volvosalnum um yfir- burði Volvo N.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.