Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 7 Konungur á Spáni ÁRIÐ nltján hundruð sjötíu og fjögur er ár ákvörðunarinnar fyr ir Spán. Það er að minnsta kosti álit margra Spánverja, sem telja, að á þessu ári setjist konungur I hásætið, sem staðið hefur autt I rúma fjóra áratugi. Maðurinn, sem verið er að búa undir að verða konungur, er Don Juan Carlos, 36 ára sonarsonur siðasta rikjandi konungs Spánar, Alfonso XIII, og sonur Don Juans greifa af Barcelona, sem gerir tilkall til krúnunnar og býr í hálf- gerðri útlegð. Það sem meira er, að þvi er varðar Don Juan Carlos, er að Francisco Franco hershöfð- ingi hefur útnefnt hann arftaka sinn að völdum og framtiðarkon- ung landsins. Franco hershöfðingi er nú 81 árs og hefur verið einvaldur á Spáni undanfarin 35 ár, eða frá lokum borgarastyrjaldarinnar. Hann tilkynnti ákvörðun sina um Don Juan Carlos fyrir nokkrum árum, en eins og hann orðaði það þá vildi hann að prinsinn tæki undan kom fram i ræðu Carlos Arias Navarro, sem tók við emb ætti forsætisráðherra að Carrero Blanco látnum. f stefnuræðu sinni i spænska þinginu 12. febrúar sagði Arias, að Spánverj- ar mættu ekki lengur láta alla ábyrgð á rikisrekstrinum hvila á „göfugum öxlum" Francos hers- höfðingja. Þykja þessi ummæli hans hin merkustu og gefa vis- bendingu um, að ekki megi búast við því, að Franco geti endalaust gegnt embætti sínu og jafnvel, áð valdataka pn'nsins sé ekki langt framundan. Juan Carlos er i nokkuð erfiðri Juan Carlos prins ásamt Francisco Franco einvaldi. við, þegar Guð gæti ekki lengur gefið honum sjálfum nægan styrk til að halda um stjórnartaumana. Vildi Franco þvi skipta þeim tveimur embættum, sem hann skipaði, það er að segja embætti rikisleiðtoga og forsætisráðherra, og láta Don Juan Carlos taka við embætti rikisleiðtoga með tak- markað framkvæmdavald. f fyrrasumar skipaði Franco gamlan félaga sinn og nánasta samstarfsmann, Luis Carrero Blanco aðmírál, í embætti forsæt- isráðherra, og var það i samræmi við yfiriýsta stefnu hans um að skipta völdunum. Carrero var i þvi embætti í hálft ár og fylgdi i einu og öllu stefnu Francos og hefði haldið því áfram. Hann var hins vegar drepinn i sprengjuárás i Madrid i desember, og stóðu öfgasamtök Baska, ETA, að árás- inni, Fáir hafa trúað þvi, að Franco láti af rikisleiðtogaembættinu meðan hann heldur lifi, nema þá að heilsu hans hraki svo að ekki verði hjá því komizt, en hann þjáist af Parkinsonsveiki. Að undanförnu hefur Franco undir strikað það i verki, að hann er enn ríkisleiðtoginn, þótt ákveðið sé, að Don Juan Carlos taki siðar við. Þannig var það til dæmis, þegar síðast var haldið upp á Sigurdaginn, sem minnzt er ár- lega siðan borgarastyrjöldinni lauk, að Franco stóð fremstur á heiðurspallinum, en Don Juan Carlos tveimur skrefum aftar. f dag er ýmislegt, sem bendir til þess, að Franco sé að skipta um skoðun og muni jafnvel fall- ast á, að Juan Carlos verði krýnd- ur áður en árið er á enda runnið. Er sá möguleiki mikið ræddur i Madrid um þessar mundir, að Franco viki fyrir prinsinum og verði sæmdur einhverjum heiðurstitli, eins og til dæmis „Verndari spænska rikisins". Þessar vangaveltur eru byggð- ar á meiru en venjulegum orð- rómi. f fyrsta lagi er bent á, hve itarlega allir fjölmiðlar fylgdust með ferð Juans Carlos i opinbera heimsókn til Saudi-Arabiu, Filips- eyja og Indlands nú nýverið. Spænskir fjölmiðlar eru undir rikiseftirliti. og voru óvenju lang- orðir um þessa ferð, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki átt að fylla forsíður blaðanna dag eftir dag, eða taka upp hálfan fréttatíma sjónvarps. Á Spáni er bersýnilegt, að ástæða hlýtur að vera fyrir svona frá- sögnum. Þá þótti athyglisvert, að Juan Carlos var tekið sem þjóð- höfðingja við komuna bæði til Saudi-Arabiu og Filipseyja að sögn spænska utanrikisráðuneyt- isins. f för með Juan Carlos voru kona hans, Sofia prinsessa, og Pedro Cortina utanríkisráðherra Spánar og var áberandi, hve fjöl- miðlarnir létu utanrikisráðherr- ann falla i skugga prinsins. Önnur athyglisverð ábending um hugsanlega breytingu fram- aðstöðu. En hverjar eru framtið- arhorfur hans i landi, þar sem meirihluti þjóðarinnar hefur sennilega lítinn áhuga á að end- urvekja konungdæmið? Þótt gert sé gys að „Carlitos", og hann sagður einfaldur glaum- gosi, sem ekki hafi áhuga á öðru en iþróttum og siglungum, er Juan Carlos enginn ónytjungur. Hann hefur vaxið i áliti á undan- förnum árum. Hann er vel gefinn maður, talar fjölda tungumála og hefur öðlazt töluverða stjórn- vizku auk þess sem hann er al- þýðlegur og hefur mjög góða framkomu. Hann hefur sýnt ein- lægan vilja til að þjóna landi sinu og þjóð eftir beztu getu. Spánn er i dag enn konungsriki án konungs. Verði sæti konungs skipað á þessu ári, er enginn maður liklegri til að skipa það með sóma en Juan Chalos prins. 7 Jtb THE OBSERVER Eftir William Cemlyn-Jones Ung stúlka óskar að taka á leigu 2ja herb. ibúð, sem fyrst. Meðmæli ef óskað er Uppl í síma 35320 kl. 9—5 á daginn. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891. KEFLAVÍK Til sölu ný 4ra herb. ibúð, fullfrá- gengin. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. símar 1 263 og 2890. NÆTURVARZLA! Gætið eigna yðar! Áreiðanlegur og reglusamur maður vill taka að sér næturvörzlu alla vikuna. Frekari upplýsingar i sima 14604. Vogar Höfum kaupanda að einbýlishúsi i Vogum, Vatnsleysuströnd Fasteignasala Vilhjálmsog Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík Símar 1 263 og 2890. HÚSNÆÐI TIL LEIGU i Hveragerði. Vel staðsett. Hent- ugt fyrir léttan iðnað eða aðra starfsemi. Aage Michelsen Sími 99-4166 og 99-4180. ÍBÚÐ ÓSKAST Roskin hjón vantar 3ja herb. ibúð frá 1. mai n.k. Ekki í kjallara. Helzt i Vesturbænum, þó ekki skilyrði Upplýsingar i sima 21 909. HAMRAKJÖR OG KJÖTBÚÐ SUÐURVERS AUGLÝSA: Héðan i frá eru verzlanirnar lokaðar frá kl. 12.30—14 Verið velkomin i Hamrakjör og KjötbúS Suðurvers, Stigahlíð 45—47. HERBERGIÓSKAST Læknanema vantar bráðnauðsyn- lega herbergi, helst I Vesturbæn- um, fyrir 10.—12. þ.m. Uppl. isíma 34874. KEFLAVfK — SUÐURNES Góð 3ja herb risíbúð til sölu. Ennfremur hús og ibúðir af öllum stærðum. Skipti oft möguleg. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90. Simi 1234 HÖFN í HORNAFIRÐI íbúð óskast i 3—6 mánuði eða lengur. (Fyrirframgreiðsla). Helzt frá 1. april. Tilboð merkt „1439" óskast sent Mbl. fyrir 20. marz n.k. KEFLAVÍK Til sölu gott raðhús Stór bilskúr. Æskileg skipti á 2ja—3ja herb. ibúð. Góðir skilmálar Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Sími 1234. HÚSMÆÐUR Aðstoða við heimaveizlur, fram- leiðslustörf og ýmislegt fleira. Uppl. frá kl. 1 1 til 2, simi 34286. KEFLAVfK Til sölu 4ra herb rishæð. Ný- standsett eldhús. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík simi 1420 HVER VILL LEIGJA ungum hjónum með tvö börn 2ja—3ja herb. ibúð. Gjarna gegn húshjálp eða barngæzlu. Hús- næðið má þarnast lagfæringar. Uppl. i sima 23293. KEFLAVÍK Höfum til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. ibúðir. Góðir greiðsluskil- málar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik sími 1420. FUNDIST HEFUR húsateikning í veitingabúð Hótel Loftleiða. Uppl. gefnar í gestamóttöku. HÁRGREIÐSLUSTOFA Til sölu er hárgreiðslustofa við Miðbæinn. Gott verð ef samið er strax. Upplýsingar i sima 86361 Sófasett tii sölu 3ja sæta sófi og 2 stólar. Vel með farið. 5 ára gamalt. Upplýsingar í síma 51 144. CHRYSLER REW YORKER RROUGHAM 1973 2|a dyra hardtop Glæsileg bifreið með fullkomnum útbúnaði. Ekinn aðeins tæpa 10000 — tíu þúsund — km. Til sýnis og sölu í JL-Húsinu — Vesturenda. / |H JÓN LOFTSSON HF !■ Hringbraut 121 @10 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.