Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓN TÓMASSON, andaðist að Hrafnistu þriðjudaginn 5. marz. Börn og tengdabörn. Eiginkona mín t SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR, Hafrafellstungu, Öxarfirði, lézt 5 mars s.l Karl Björnsson Móðir okkar, t andaðist 5 marz ELÍNBORG GÍSLADÓTTIR, Laufási, Vestmannaeyjum, Börnin. t Hjartkær eiginkona mín. móðir okkar, dóttir og systir okkar, MARGRÉT AUSTMANN JÓHANNSDÓTTIR, lést laugardaginn 2 marz Jarðarförin auglýst síðar Ómar Pétursson, Helena og Sigurðn Ómarsdætur, Þórhalla Karlsdóttir, Jóhann Eymundsson, Úlfhildur Þorsteinsdóttir, Pétur Árnason og aðrir ættingjar. _________ t Útför móður okkar MARGRÉTAR JÓNASDÓTTUR, frá Syðri-Brekkum, verður gerð frá Fossvogskirkju, laugardaginn 9. marz kl. 10 30 fyrir hádegi. Pálína Guðvarðardóttir, Ingunn Guðvarðardóttir, Kristín Guðvarðardóttir,. t Eiginmaður mínn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi JÓHANN GUOMUNDSSON kaupmaður, Steinum. AusturEyjafjallahrepp verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardagmn 9. marz kl 14 00 Jónína Jónsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarna- börn. t RAGNHILDUR ERLENDSDÓTTIR, frá Syðra-Vallholti, Skagafirði sem lézt að Hrafnistu 1 marz, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, 8. marz kl 1 3 30 Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ástríður H, Gunnarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi, KRISTJÁN TRYGGVASON, klæðskerameistari, sem andaðist að heimili sínu Hafnarstræti 6, ísafirði, föstudaginn 1. marz sl. verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju, laugardaginn 9 marz kl. 2 e h Margrét Finnbjörnsdóttir, Elísabet G. Kristjánsdóttir, Gréta L. Kristjánsdójttir, Sverrir Hermannsson, og barnabörn. Minning - Guðmar Jón Kristinsson ,,Hve skjótlega ber að skýjakast og skyggjandi éliðsvarta“ Það var dapurlegt að frétta að Jón Kristinsson, þessi glaði og góði félagi væri skyndilega horf- tnn yfir landamæri lífs og dauða. Fyrst fyllir söknuður hugann, en síðan vakna ótal margar minning- ar úr lífi og starfi og maður finn- ur að dýrmæt eftir dvelja sporin. Guðmar Jón Kristinsson var fæddur 25. september 1926 í Ölafsfirði, en fluttist á fyrsta ári með foreldrum sínum, Kristni Ás- grímssyni og Pálínu Árnadóttur, til Hriseyjar og þar ólst hann upp ásamt 5 systkinum sínum. Systir- in Gígja er búsett í Ólafsfirði, en bræðurnir, Björn á Akureyri, Magnús Bæríngur í Kópavogi, Árni Garðar í Reykjavík og Stefán á Austurlandi. Frá Hrísey liggur leið Jóns til Skagastrandar. Hann gengur í Iðnskólann á Siglufirði, leggur stund á rafvirkjanám og lýkur því. Þann 17. júní 1950 kvæntist Jón sinni ágætu konu Ólöfu Friðriksdóttur ættaðri frá Raufarhöfn. Eignuðust þau 3 börn, þau eru: Sæbjörg, sem er gift og búsett 1 Reykjavik, Frið- rik, sem lézt á barnsaldri og Krist- ín, sem er við nám í Gagnfræða- skólanum á Ólafsfirði. Nokkru eftir 1950 flyzt Jón í Torfalækjarhrepp oggerist vél gæzlumaður við Laxárvatnsvirkj- un. Við sveitungarnir komumst brátt að því að Jón f Rafstöðinni, eins og við kölluðum hann, var óvenju fjölhæfur maður og greið- vikinn með afbrigðum. Hann var mikill hagleiksmaður og átti furðulega auðvelt með að smiða hina ólíkustu hluti og gera við, hvort sem það voru vélar eða annað. T.d. smíðaði hann hlið- grindur úr járni fyrir einn bónda í sveitinni. Hafði hann þær í stíl hinna gömlu islenzku burstabæja. Jón var einn af stofnendum Karlakórsins Vökumenn, enda var hann söngelskur mjög og lék á mörg hljóðfæri. Kom það ósjald- an fyrir að hann orti sjálfur og söng gamanvísur á skemmtisam- komum. Einnig tók hann þátt i leikstarfsemi, æfði og setti á svið sjónleiki og lék jafnframt sjálfur. Jón var teiknari góður og átti auðvelt með að teikna manna- myndir á skammri stundu og voru sumar þeirra listilega gerðar. Einnig málaði hann í litum og bera málverk hans vitni um list- ræna hæfileika. Á þessu má sjá að Jón var óvenju listfengur maður Veiztu, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöf um skipta, fara at finna oft. og það hvarflar að manni að hann hefði getað náð langt á því sviði, ef sú braut hefði verið gehgin. Jón tók þátt í fleiri sviðum félagsmála, enda áhugamálin mörg. Hann starfaði i Iðnaðar- mannafélagi A-Húnvetninga og átti um skeið sæti i stjórn þess og síðustu árin var hann félagi í Lionsklúbbi Blönduóss. 1 hreppsnefnd Torfalækjar- hrepps átti Jón sæti í tvö kjör- timabil eða nær 8 ár, þar til hann flyzt til Blönduóss seint á árinu 1969. Þá hafði hann byggt sérþar íbúðarhús og unnið mikið að þeirri byggingu sjálfur i sfnum tómstundum. Og árið 1970 er Jón kjörinn í hreppsnefnd Blönduóss- hrepps og starfar í henni þar til hann flytur til Hríseyjar s.l. sumar. Þá er hann aftur kominn heim á æskuslóðirnar, en andast 26. febrúar s.l. aðeins 47 ára að aldri. Það var heimilislega notalegt að koma til þeirra hjóna, Jóns og Ölafar i Rafstöðinni og rabba við þau. Gleymdist þá gjarnan tím- inn, þegar rædd voru ólíklegustu viðfangsefni og naut þá oft kimni- gáfa Jóns sin i rfkum mæli. Það mætti skrifa langt mál um Jón svo minnisstæður verður hann vinum sínum, en það var ekki ætlunin nú, heldur aðeins nokkur þakk- lætis- og minningarorð frá mér og nokkrum sveitungum mínum. Góðar minningar eru perlur, sem ljóma f hugskoti manna og verða frá engum teknar. Ég sendi konu hans og dætrum og vandamönnum öllum inni- legustu samúðarkveðjur. Stefán Á Jónsson. Vin sínum skal maður vinr vesa ok gjalda gjöf við gjöf. Hlátr við hlátri skyli hölðar taka, en lausung við lygi. Matthías Sœvar Stein- grímsson - Vinarkveðja t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR, Hliðarbraut 1, Hafnarfirði, sem lést af slysförum, 28. febrúar sl., verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju, föstudaginn 8. marz kl. 14. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnarfélag íslands Finnbogi Ingölfsson, Aðalsteinn Finnbogason, Hulda Sigurðardóttir, Karl Finnbogason, Helga Finnbogadóttir, Rúnar Finnbogason. Bragi Finnbogason, ída Nikulásdóttir, Steinar Þorfinnsson, Elínbjörg Ágústsdóttir, og barnabörn. t Útför eiginmanns mín, föður okkar, tengdaföður og afa, ANGANTÝS EINARSSONAR, Suðurgötu 3 b, Hveragerði, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 8 þ.m. kl. 1 0.30 f.h. Fyrir mina hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Kornelfa Jóhannsdóttir. t Þökkum hluttekningu, samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU TÓMASDÓTTUR B. Óli Pálsson Smári Ólason Tómas Grétar Ólason Guðlaug Gfsladóttir. Pálmar Ólason Sigurveig Sveinsdóttir og barnabörn t Öllum þeim, sem minntust ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Stóra Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, með samúð og vináttu, færum við hjartans þakkir. Þökkum kvenfé- laginu „Fjólu" innilega veitta aðstoð Börn, tengdabörn og barnabörn. Kær vinur minn, Matthías Sævar Steingrímsson, lézt af slys- förum 31. janúar sl. Það voru mikil sorgartíðindi. Ég votta öl 1- um aðstandendum hans djúpa samúð mína. Okkar leiðir lágu fyrst saman í Verzlunarskóla Islands og þar hófst okkar vinátta. Það var gott að vera í návist hans. Matthías var mikill vinur vina sinna. Alls staðar þar sem hann var og fór voru allir sammála um, að þar væri eða færi góður drengur. Matthías var frábær námsmaður, enda átti hann til slíkra að telja. Matti Steingrfms var mikill unn- andi skfðaíþróttarinnar og góður skíðamaður sjálfur. Hann var alltaf fullur af lífsþrótti og starfs- gleði. Svo kom kallið mikla, sem enginn veit, hvenær kemur, tók hann frá okkur, sem okkur þótti svo vænt um. Það var vilji Guðs. En minningin um góðan dreng mun alltaf lifa og er okkur til huggunar á skilnaðarstund. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama. En orðstírr dey.r aldrigi, hveims sérgóðan getr. Axel Sigurgeir Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.