Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974
Nýtt slökkviefni að góðum notum þegar eldur
kom upp í hreyfli Loftleiðaþotu 1 gærmorgun
ELDUR kom upp f einum hreyfli
Loftleiðaþotu skömmu eftir að
hún hafði hafið sig á loft frá
Keflaukurflugvel li í gærmorgun.
Flugmenn urðu varir við, að
aðvörunarljós kviknaði í mæla-
borði, er gaf til kvnna, að eldur
væri kominn upp I einum hreyfl-
inum og var þá þegar snúið við og
lent aftur. 1 vélinni voru 95 far-
þegar, þar af þrír Islendingar auk
áhafnar og voru þeir teknir út úr
vélinni um neyðarútganga — á
uppblásnum rennibrautum.
Engan sakaði nema hvað einn
maður hlaut skrámur í andliti við
að komast út úr vélinni. Engar
skemmdir urðu heldur á þotunni
utan það, að hreyfillinn er ónýt-
ur. Rannsókn hófst þegar í gær og
voru teknar skýrslur af áhöfn og
farþegum.
I fréttatilkynningu fráLoftleið-
um iim þetta óhapp s'egir svo:
Aætlunarflugvél Loftleiða LL-200
frá New York varð fyrir nokkrum
töfum á Keflavíkurflugvelli, er
hún hóf sig til flugs kl. 08.13 í
morgun á leið til Luxemborgar.
Það atvikaðist þannig, að skömmu
eftir að flugvélin var komin í
loftið, eða u.þ.b. er hjólin voru
tekin upp, sáu flugmenmrnir
fugla framundan og skipti þá eng-
um togum, að vélin varð fyrir
höggi og kviknaði á viðvörunar-
Ijósi, er gaf til kynna, að eldur
væri i yzta hreyfli hægra megin.
Ahöfmn gerði umsvifalaust við-
eigandi ráðstafanir til að kæfa
eldinn — flugvélinni var jafn-
skjótt flogið inn til lendinga’’
aftur og lent sjö mínútum eftir
flugtak. Þegar lent var, var eldur
ennþá í hreyflinum. en slökkvilíð
flugvallarins brá skjótt við, var
komið að flugvélinni um leið og
hún stöðvaðist og réð niðurlögum
eldsins.
Öryggisbúnaður flugvélarinnar
var notaður strax og hún stöðvað-
ist og farþegum hjálpað við að
komast út um neyðarútganga á
uppblásnum rennibrautum. Eng-
inn slasaðist nema einn maður,
sem skrámaðist lítillega í andliti.
Með flugvélinni voru 95 farþegar
og héldu þeir áfram ferð sinni
með annarri vél til Luxemborgar
um 12 leytið i dag. Flugstjóri var
Hilmar Leósson og flugáhöfn auk
hans, aðstoðarflugmaður, flugvél-
stjóri ag sex flugfreyjur.
Flugstjörinn Hilmar Leósson
hefur flogið hjá Loftleiðum í 18
ár og hann sagði í samtali við
Morgunblaðið, að það væri sem
betur fer afar sjaldgæft að svona
nokkuð kæmi fyrir, kvaðst aldrei
hafa orðið fyrir því fyrr. „Þegar
svona hlutir gerast gengur þetta í
rauninni alveg sjálfkrafa fyrir
sig,“ sagði hann, ,,um leið og við
fáum aðvörun um, að eldur sé í
hreyflinum eigum við að gera
ákveðna hluti, við eigum að
slökkva á hreyflinum, skrúfa
fyrir oliuna og setja slökkvitækin
Framhald á bls. 18
GOÐ FRYSTILOÐNA
ÖLLUM A ÓVART
TUTTUGU og tvö loðnuveiðiskip
höfðu f gær fengið 3.775 tonn af
loðnu og var obba þess magns
landað á höfnum við Faxaflóa.
Gott veður var á miðunum við
Suðvesturland, en hins vegar var
slæmt veður eystra og fréttist
þaðan ekkert.
Steinar Gunnarsson hjá loðnu-
nefnd sagði í gær, að sú loðna,
sem hér hefði veiðzt út af suð-
vesturhorninu, værí mjög góð
frystiloðna — hin bezta, sem sézt
hefði á vertíðinni nú. Sagði Stein-
ar, að enginn hefði átt von á svo
góðri loðnu, sem enn væri ekki
komin að hrygningu og væru
hrognin föst og góð í fiskinum.
Mestallt það magn, sem veiddist í
gær, mun hafa farið í frystingu,
en sums staðar mun það hafa
loðnunnar, að enginn átti von á
svo góðri frystiloðnu nú. Erþessi
loðna góð búbót, sagði Steinar
Gunnarsson.
Unnið við að slökkva í hrevflinum.
Flugfreyjur ræða við manninn,
sem slasaðist f andliti við að kom-
ast út úr vélinni. (Ljósm. Mbl.
Heimir Stfgsson).
Bartok-konsert hjá
Sinfóníunni í kvöld
SINFÓNÍUHLJÖMSVEIT Is-
lands heldur 11. reglulegu
tónleika sfna í Háskólabíói f
kvöld kl. 8.30. Stjórnandi er Páll
P. Pálsson, en einleikari með
hljóms veitinni er ungverski
píanóleikarinn Laszlo Simin.
Flutt verður Vatnasvita eftir
Handel/Harty, píanókonsert nr. 3
eftirBartok, Till Eulenspiel eftir
Richard Strauss og frumflutt
verður nýtt verk eftir stjórn-
andann, sem hann nefnirDialoge.
Gífurlegt kaupæði hefur
gripið um sig meðal fólksins
GlFURLEGT kaupæði hefur
gripið um sig meðal fólks og hafa
verzlanir, sem verzla með
heimilistæki, kæliskápa, þvotta-
vélar, frystikistur, uppþvotta-
vélar o.s.frv., svo tiltæmzt undan-
farna daga. I samtölum, sem Mbl.
átti I gær við nokkra verzlunar-
st jóra, kom fram, að orsakir kaup-
æðisins eru aðallega ótti við
Hafnarverkamenn felldu
sérsamninga við Eimskip
ER almennir kjarasamningar
verkalýðsfélaganna voru undir-
ritaðir á dögunum, var einnig
undirritaður af hálfu Dagsbrúnar
og Eimskipafélagsins sérsamn-
ingur um breytta vinnuti Ihögon
við uppskipunarvinnu úr skipum
Eimskipafélagsins í Reykjavík.
Er samningur þessi var borinn
undir atkvæði á sérstökum fundi
hafnarverkamanna, sem starfa
hjá E.í., á þriðjudag, var hann
felldur með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða, um 170 atkvæðum
gegn rúmlega 50.
Helztu atriðin i sérsamningnum
voru þessi: Komið yrði á sérþjálf-
Aldraður maður
varð fyrir bíl
UMFERÐARSLYS varð á mótum
Nesvegar og Kaplaskjólsvegar
rétt fyrir hádegið á miðvikudag.
Maður á 84. aldursári varð fyrir
bifreið, er hann var að ganga yfir
Nesveginn. Var hann fluttur í
sjúkrahús og reyndist hafa farið
úr mjaðmarlið.
un verkamanna við þessa vinnu
og fyrir slíka sérþjálfun yrði
greiddur kaupauki, 8% við upp-.
haf þjálfunar og 16% við lok
hennar. Eldri starfsmenn, sem
hefðu hlotið slika þjálfun í starfi,
væru ekki skyldaðir til að gangast
undir slika þjálfun sérstaklega.
Fjöldi starfsmanna við hvert verk
gæti verið breytilegur, allt eftir
mati yfirverkstjóra hverju sinni,
en ekki fastbundinn við 8 manna
„gengi“ eins og verið hefur.
Felldur yrði niður kaffitíminn á
morgnana, en fyrir hann greitt
sérstaklega og verkamönnunum
væri heimilt að drekka morgun-
kaffi í starfi, þegar færi gæfist.
Síðdegiskaffitími yrði einungis,
ef um eftirvínnu væri að ræða, en
ef ekki væri unnin eftirvinna,
hættu verkamenn störfum fyrr,
sem næmi kaffitímanum.
Eðvarð Sigurðsson formaður
Dagsbrúnar sagði í samtali við
Mbl. í gær, að þessi sérsamningur
hefði komið til vegna þeirrar
tækniþróunar, sem hefði orðið í
flutningamálum að undanförnu
og væri fyrirsjáanleg. Henni
fylgdi breytt vinnutilhögun og
röskun á venjum verkamann-
anna, en þeir væru vanafastir „og
skilja ekki alveg alltaf, hvað hlýt-
Framhald á bls. 18
hækkun söluskatts, en einnig
óttast fólk mjög, að gengi krón-
unnar fari að falla. Verzlanir eru
ekki viðbúnar þessari miklu eftir-
spurn nú, þar sem þessi árstími
er alla jafna mjiig rólegur sölu-
tími. Því voru engar birgðir til af
heimilistækjum. Fái fólk hins
vegar ekki þann hlut, sem það
spyr um, þegar það kemur í
verzlunina, kaupir það eitthvað
annað, sem til er.
Viðar Kornerup-Hansen, verzl-
unarstjóri hjá Fönix, sagði að t.d.
væri litil sala í frystikistum, nema
á haustin. Nú fást ekki frysti-
kistur í Reykjavík, þær eru alls
staðar uppseldar. Viðar sagði, að
þessi aukna eftirspurn hefði fyrst
gert vart við sig á fyrstu dögum
verkfalls verzlunarmanna. Væri
salan i heimilistækjum eins og
hún væri bezt á haustín. Fólk
óttaðist mjög söluskatts-
hækkunina, en einnig hefði
hækkun flutningsgjalda sín áhrif,
þar sem hún hefði á síðustu
mánuðum hækkað um tæplega
40%. Getur f lutningsgjalda-
hækkunin ein numið á þriðja
þúsund kröna á meðalstórum
ísskáp. Þá hefði einnig heyrzt á
fólki hina síðustu daga, að það
óttaðist gengislækkun.
William Gunnarsson, verzlunar-
Framhald á bls. 18
SUF krefst nýs aða
fundar í FUF í Rví
SERSTÖK rannsóknanefnd, sem Sem kunnugt er, urðu harðar þvi leiddar, að svo haf
SERSTÖK rannsöknanefnd, sem
stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna setti á stofn í nóv
ember sl. í kjölfar deilna á aðal-
fundi Félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavfk, hefur sakað
forráðamenn félagsins um brot á
liigum þess við undirbúning og
framkvæmd aðalfundarins. I
fregn á síðu SUF í Tímanum í
gær er birtur úrskurður rann-
sóknanefridar þessarar, þar sem
þessi ásökun kemur fram, og sagt,
að skoða verði aðalfund FUF
ólögmætan og efna beri til nýs
aðalf’-’.idar þegar ístað.
Sem kunnugt er, urðu harðar
deilur á aðalfundi FUF sl. haust
og lyktaði þeim á þann hátt, að
hluti fundarmanna hvarf af fundi
og efndi til annars fundar og voru
kosnar tvær stjórnir fyrir félagið.
í svonefndum úrskurði rann-
sóknanefndar SUFsegir:
„Samkvæmt framansögðu telur
nefndin, að ekki verði hjá því
komizt að leggja eftirtalin atriði
til grundvallar niðurstöðu sinni:
1) Það telst sannað, að á spjald-
skrá félagsins voru færð nöfn
a.m.k. fimm manna, sem ekki
voru félagsmenn, og likur eru að
því leiddar, að svo hafi og ve
um allt að 116 menn aðra.
2) Það telst sannað, að á aí
fundinn mættu 10 menn, s
ekki voru á spjaldskrá félagsi
Ekki er ennþá vitað, hvort sa
máli gegnir um einhverja úr h
80 félagsmanna til viðbótar.
3) Það telst sannað, að li%m
um félagsmönnum var meinað
neita félagsréttinda sinna á ai
fundinum, ýmist með þvf
meina þeim aðgang að fundin
eða með því að meina þeim
neyta atkvæðaréttar.
Framhald á bls.