Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 31 Tékkinn Leo Skoda sigraði I stökkkeppni af lægri palli I Lathis og varð þriðji í stökkkeppninni af hærri palli. Lathis-leikarnir HIÐ árlega skfðamót í Lathis I Finnlandi fór fram um sfðustu helgi. Þátttaka i mótinu var mjög góð og keppni skemmtileg í öllum greinum. t 10 km göngu kvenna sigraði Galina Kulakova frá Sovétríkj- unum í 34:17,6 mín. Önnur varð landa hennar Sinaida Amosova á 34:28,4 mín. og þriðja Alena Bato- sova frá Tékkóslóvakíu á 34:53,1 mín. í 50 km göngu karla sigraði Finninn Juhani Repo á 2:45,31,2 klst. Sigurvegarinn- í þessari grein frá Olympíuleikunum í Sapporo, PálTyldum frá Noregi, varð i öðru sæti á 2:46,47,4 klst. og þriðji varð Edi Hauser frá Sviss á 2:47,53,3 klst. í stökkkeppninní bar Leo Skoda frá Tékkóslóvakíu sigur úr Islandsmót ÍSLANDSMEISTARAMÓT ungl- inga í borðtennis fer fram I Laug- ardalshöllinni dagana 16. og 17. marz n.k. Keppt verður í einliða- leik pilta og stúlkna. Skráningu skal lokið og þátttökuti lkynn- ingar að hafa borizt fyrir 12. marz n.k., til íslandsmótsnefndar Borð- tennissambandsins, pósthólf 864, eða á skrifstofu ÍSÍ. býtum. Hann stökk 101,0 metra og 106.5 metra og hlaut fyrir það 225.3 stig. Í öðru sæti varð Finn Halvorsen frá Noregi með 223,2 stig og þriðji varð Karel Kodejska frá Tékkóslóvakíu með 217,9 stig. I stökki af hærri palli sigraði hins vegar Sovétmaðurinn Alexj Borovitin, sem stökk 107 metra og 99.5 metra og hlaut 219,4 stig. Johan Satre frá Noregi varð annar með 211,6 stig og Leo Skoda varð þriðji með 211,6 stig. i 15 km göngu sigraði Vasilij Rotjev frá Sovétríkjunum á 45.56.3 min. Ivar Formo frá Noregi varð annar á 46:25,0 mín. og þriðji varð Svend-Ake Lundbáck frá Sviþjóð á 46:31,2 min. Sveit Tékkóslóvakíu sigraði í 3x5 km boðgöngu kvenna, sveit Noregs varð önnur og sveitFinn- lands þriðja. I norrænni tvíkeppni sigraði s\'o Raimo Manninen frá Finn- landi, hlaut 59,368 stig. Annar varð Erik Aikala frá Finnlandi með 59,658 stig og þriðji varð Matti Leppánen, einnig frá Finn- landi með 59,845 stig. Hinn gífurlegi áhugi Finna á skiðaíþróttinni kom greinilega fram á móti þessu, þar sem um 90 þúsund manns fylgdust með keppninni. Liðakeppni í badminton LIÐAKEPPNI f badminton hefst 8. marz n.k., en þarna er um nýj- ung í badm intonstarfinu hér- lendis að ræða. Keppt verður í meistaraflokki karla, og A-flokki karla og er þátttaka í mótinu góð. í meistaraflokki keppa tvö lið frá TBR og eitt lið frá KR, en í A-flokki, keppa lið frá KR, TBR, Val, Akranesi, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Selfossi, Siglufirði og Ung- menna- og íþröttasambandi Aust- urlands. Sem fyrr greinir hefst mótið 8. marz með leik i 1. riðli í A-flokki milli Vals og TBR. í meistara- flokki hefst keppnin hins vegar ÍSLANIXSMOTIÐ í knattspyrnu innanhúss verður haldið í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík um páskana, þ.e. dagana 11., 13., og 15. apríl. Keppt verður að venju í karla- og kvennaflokki. Til- kynningarfrestur er til 20. marz nJk. og verður þátttökutilkynning ekki tekin gild, nema þátttöku- gjald fylgi, en það er kr. 1000,00 fyrir hvern flokk. (Frétt frá mótanefnd KSl). 16. marz með leik milli A-Iiðs TBR og KR. Áætlað er að keppni í meistaraflokki ljúki 27. apríl en öákveðið er hvenær keppninni í A-flokki lýkur. r Armann vann Þór EINS OG frá var skýrt i blaðinu í gær, kom kvennalið Þórs í hand- knattleik suður um siðustu helgi, en liðið lék þá hér þrjá leiki en ekki tvo, eins og kom fram í blað- inu í gær. Þriðji leikur Þórs- stúlknanna var við Armann og vann Ármann þann leik 9:8, eftir að hafa náð yfirburðastöðu í hálf- leik, 6:0. Þá var rangt farið með stöðu Ármanns i deildinni i gær. Liðið hefur leikið 9 leiki, unnið 5, gert 2 jafntefli og tapað 2 leikjum. Markaskorunin er 105:97 og hefur liðið 12 stig og er þar með í þriðja sæti í deildinni á eftir Fram og Val. ' ■ , ' ' v 0 Nær og fjær . . . . Anderlecht í forystu URSLIT leikja i belgísku 1. deildinni i knattspyrnu um síð- ustu helgi urðu þessi: Anderlecht—Berchem 5:1 Antwerpen—St.Tuiden 3:1 Standard Liega—Beveren 0:0 GlubBrugge—Lierse 3:0 Beerschot—LiegeFC 3:0 Waregem—RacingWhite 1:1 Mechelen—Cercle Brúgge 2:2 Diest—Beringen 1:1 Anderlecht hefur forystu i deildinni og er með 34 stig að loknum 22 leikjum. Racing White er í öðru sæti með 28 stig, en siðan koma Antwerpen með 28 stig, Mechelen með 26 stig, Blub Brúgge með 23 stig, Liege FC með 23 stig, Standard Liega með 22 stig, Waregem með 22 stig, Berchem með 22 stig, Cercle Brúgge með 20 stig, Beveren með 19 stig, Diest með 18 stig, Lierse með 18 stig, Beerschot með 16 stig, St. Tuiden með 14 stig og á botnin- um er Beringen með 13 stig. HILL SETTI HEIMSMET BANDARÍ KJAMAÐURINN Tom Hill setti nýtt heimsmet í 60 metra grindahlaupi, er hann hljóp vegalengdina á 7,3 sek. í innanhússlandskeppni Sovét- manna og Bandaríkjámanna i frjálsum fþróttum, sem fram fór í Moskvu nýlega. Sovét- menn unnu landskeppnina 158—124 stig. Miklar deilur urðu vegna hoðhlaups kvenna í keppninni, en þar hljóp ein sovézku stúlknanna fvrir hina 15 ára Mary Decker, sem hefur sett hvert heimsmetið af öðru að undanförnu. Sovézka sveitin var dæmd úr leik, og sú banda- ríska líka, þar sem hún mót- mælti framkomu Sovétstúlk- unnar. Nadesjda Tsjisjova frá Sovét- rfkjunum kastaði kúlunni 20,40 metra í keppni þessari en það er fjórum sentimetrum lengra en heimsmet Helenu Fibingerovu frá Tékkósló- vakíu. Hins vegar er ekki talið víst, að heimsmet Sovétstúlk- unnar fáist staðfest, þar sem kúluna vantaði nokkur grömm upp á rétta þyngd. Vestur-þýzka knattspyrnan URSLIT í vestur-þýzku knatt- spyrnunni um helgina urðu þessi: Frankfurt—Offenback 2—2 Bremen — Bayern Múnchen Hannover 96 — 1—1 Mönchengladbach 0—2 FC Köln — Hamburger SV 1—2 Schalke 04 — Fortuna, Köln Kaiserslautern — 6—1 Stuttgart Dússeldorf — Hertha, 4—0 Berlín 1—1 Duisburg — Bochum 0—0 Staðan í deildinni er nú sú, að Bayern Múnchen hefur tekið forystu og er með 34 stig eftir 24 leiki. í öðru sæti er Borus- sia Mönchengladbach með 32 stig, en síðan koma Frankfurt með 31 stig, Dússeldorf með 30 stig, Köln með 28 stig, Kaiser- lautern með 25 stig, Stuttgart með 24 stig, Hamburger SV með 24 stig, Hertha Berlín með 24 stig og Offenbach með 24 stig. Á botninum eru Hannover 96 með 16 stig og Fortuna frá Köln með 16 stig. MONA-LÍSA Á 7,2 SEK. MIKIÐ frjálsíþróttamót var nýlega haldið innanhúss í Genua á ítaliu. Meðal afreka, sem þar voru unnin, má nefna, að finnska stúlkan Mona-Lisa Pursiainen hljóp 60 metra hlaup á 7,2 sek., en önnur varð Cecilia Molinari frá Ítalíu á 7,5 sek. 1 langstökki karla sigraði Maurizio Sega frá Italíu. sem stökk 7,59 metra. Frakkinn Dominique Chauvelot sigraði í 60 metra hlaupi karla á 6,7 sek., Charles Foster frá Bandaríkj- unum I 60 metra grindahlaupi á 7,70 sek. og italinn Enzo dal Forno sigraði í hástökki. stökk 2,20 metra. VORU ORÐNIR FRISKIR! — SUMIR Íslendinganna urðu svolítið slappir af innflúensu, en þeim var alveg batnað, er þeir léku við okkur. Þannig segja dönsku blöðin frá leik Dana og íslendinga í heims- meistarakeppninni, en að von- um voru þau í sjöunda himni yfir frammistöðu sinna manna. Um leikinn við Island segja þau, að þetta hafi verið heldur slakur leikur þegar á heildina er litið. Hinn fyrrverandi lands- liðsþjálfari Dana, John Björk- lund, sem skrifar um hand- knattleik í eitt danska blaðið, segir m.a. svo frá leik islenzka liðsins: „Við hefðum heldur ekki unnið þennan leik, hefðu íslenzku markverðirnir ekki verið svona óheyrilega slakir. Það var stundum aumkunar- vert að sjá hvernig hin mjög svo auðveldu skot lentu í mark- inu framhjá islenzku markvörð- unum. Það voru einnig mikil mistök hjá íslenzka landsliðsþjálfaran- um Karli Benediktssyni, þegar hann í seinni hálfleik lét taka Jörgen Vodsgaard úr umferð. Það gaf Anders Dahl aukið rými á vellinum, og hann gat næstum því gert það, sem hann vildi.“ Southampton náði stigi Í FYRRAKVÖLD fór fram eimi leikur í ensku 1. deildar keppn- inni i knattspyrnu og tveir í 2. deild. 1 1. deildinni gerðuSout- hampton og Derby jafntefli, 1—1, og var annað stigið mjög mikilvægt fyrir Southampton, sem nú er mjög neðarlega i dei Idinni. 1 2. deildar keppninni vann Fulham Luton Town 2—1, og komu þau úrslit nokkuð á óvart, þar sem Luton Town er nú í öðru sæti I deildinni, en Fulham hins vegar inun neðar. Þá sigraði Sunderland Ports- mouth í Sunderiand 3—0. SIGURGANGA BARCELONA LIÐ Johans Cruyff, hollenzka knattspyrnusnillingsins, hefur stöðugt forystuna i spænsku 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu. Um síðustu helgi vann liðið Castellon með fimm mörk- um gegn engu. Barcelona er með 35 stig eftir 23 leiki, en Atletico Madrid er i öðru sæti með 30 stig eftir 24 leiki. Sænsk stjarna SÆNSKAR sfðaíþróttir hafa nú eignazt nýja stjörnu. Sá heitir Ingemar Stenmark og er aðeins 17 ára. Stenmark kom mjög á óvart í keppni þeirri, sem fram fór í Voss i i Noregi um siðustu helgi, en hún var liður f heimsbikarkeppninni. Stenmark varð þriðji í stórsvig- inu á eftir Gustavo Thoeni frá Italíu og Hans Hinterseer frá Austurríki. Má geta þess, að Svíinn hafði hcztan brautar- tíma í seinni umferðinni. í svigkeppninni varð svo Sten- mark annar á eftir Ítalanum Piero Gros STÓRSIGUR BAYERN VESTUR-þýzku meistararnir Bayern Múnchen unnu stórsig- ur yfir búlgarska liðinu CSKA frá Sofia I fyrri leik liðanna i átta liða úrslitum Evrópubikar- keppni meistaraliða, en Búlgararnir unnu sér það til frægðar að slá hina margföldu meistara Ajax úr í 16-liða úrslit- unum. í leiknum í Múnchen hafði heimaliðið töglin og hagldirnar í leiknum frá upphafi. Það var Svíinn Thorstei nsson, sem skoraði fyrsta markið þegar á 8. mín., Maraschieff jafnaði fyrir CSKA á 24 mín. A 33. mín. var Beckenbauer á ferðinni og skoraði, þannig að I hálfleik var 2:1. I seinni hálfleik bættu þeir Múller og Thorsteinsson mörk- um við, þannig að úrslitin urðu 4:1 fyrirBayern Múnchen. Borussia Mönchengladbach var einnig í keppni i fyrra- kvöld, mætti Glentoran frá Norður-írlandi i Belfast og sigr- aði 2:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.