Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 =E Vinstri höndin veit ekki, hvað sú hægri gjörir MÞinci LANDBÚNAÐARRAÐHERRA, Halldúr E. Sigurðsson, mælti í gær fyrir frumvarpi til breyt- ingar á jarðræktarlögum og frum- varpi til breytingar á stofnlána- deild landhúnaðarins. Fela bæði frumvörpin í sér, að öðrum aðila verði falið að annast hluta af verkefnum Landnáms ríkisins og að starfræksla þess verði lögð niður. Nokkrar umræður urðu um bæði frumvörpin, og átöldu sjálfstæðismenn ráðherra harð- lega fyrir það, hvernig að málum þessum hefur verið staðið. Er landbiinaðarráðherra hafði gert grein fyrir jarðræktarlaga- frumvarpinu tók til máls Ingólfur Jónsson (S) og sagði m.a., að þótt hér væri ekki um mikla breytingu að ræða í sjálfu sér mætti segja, að hún væri nauðsynjalaus. Þess- ar greiðslur hefðu verið i höndum Landnáms ríkisins til þessa og hefði ekki þurft að kvarta undan þeirri tilhögun. Nú ætti hins vegar að fara aðleggja þá stofnun niður, þótt engan veginn væri sýnt, að meirihluti þingmanna væri þeirrar skoðunar, að slíkt ætti rétt á sér. Ekki væri hægt að ræða einn angann af þessu máli án þess að taka tíllit tilþess alls,þ.e.a.s. allra þeírra frumvarpa, sem nú lægju fyrir Alþingi, er miðuðu að því að leggja niður Landnámið. Nú bærí hins vegar við, að er fjallað var um jarðalagafrumvarpið í efri deild, hefðu stjórnarþingmenn ekki verið einhuga um það, eins og fram kæmi í breytingartillög- um meirihluta nefndar. Hvað jarðalögin áhrærði, sagði Ingólfur, að þau hefðu verið send ýmsum aðilum til umsagnar, m.a. sveitarstjórnum og hagsmuna- samtökum landbú naðarins, og hefðu umsagnir þessara aðila yfirleitt verið mjög neikvæðar. Enda væri það svo, að Landnám ríkisins hefði sinnt störfum sín- um með prýði, og það væri greini- lega vilji bænda, að þessi stofnun yrði ekkí aflögð. Það sýndu um- sagnir héraðssambanda svo sem fjórðungssambands Norðlendinga glöggt. Jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna eins og Hanni- bal Valdimarsson og Steingnmur Hermannsson hefðu mælzt til þess, að starfssvið stofnunarinnar yrði aukið. Það væri hægt að segja um þetta mál eins og svo mörg önnur, sem rekja mætti til ríkisstjórnarinnar, að vinstri höndin vissi ekki, hvað sú hægri gerðí. Þessi fyrirhugaða breytingværi og sýnilega tilþess fallin að koma á fót skrifstofubákni, þar sem launuð byggðaráð ættu að taka við af landnámsnefndunum heima í byggðalögunum. I því gæti varla falizt sparnaður. Væn- legra yrði vafalítið að efla vald sveitarstjórna í þessum málum, ekki að minnka það. Vissulega væri þörf á að endur- skoða ýmsa liði landbúnaðarlög- gjafarinnar, en til þess þyrfti að gefa sér tíma, en ekki flaustra að öllum málatilbúnaði. Með því að fresta afgreiðslu þessa mála- flokks þar til í haust myndi vinn- ast tími til þess að sniða af þess- um frumvörpum ýmsa agnúa, sem væru bændastéttinni þyrnir í aug- um. Jónas Jónsson (F) sagði, að það hlyti að vera augljóst, að í því fælíst mikill sparnaður að t.d. jarðræktarstyrkur væri greiddur á einum stað í stað tveggja. Þá væri það einnig eðlilegt, að Búnaðarfélag Islands héldi jarðarskrá, þar sem sú stofnun hefS öll gögn til þess. Kvaðst hann vera þess fullviss, að þessi breyting, sem i frumvörpunum fælist, yrði landbúnaðinum til góðs. Þá skyti það nokkuð skökku við, þegar Ingólfur Jónsson minntist ekki einu orði á það, að búnaðar- þing hefði nær einróma mæltmeð jarðalögunum. Þá hefði þing- maðurinn einnig talið, að verið væri að koma á fót bákni með stofnun byggðaráðanna. Hann virtist hins vegar ekki hafa það í huga, að jafnframt yrði lagðar niður landnámsnefndir í sömu byggðarlögum. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra mælti síðan fyrir frumvarpinu til breytingar á lögum um stofnlánadeild. Kvaðst ráðherrann jafnframt viljaminna á, að frumvörp þessi hefðu verið lögð fyrir síðasta þing til kynn- ingar og drægi hann í efa, að önnur frúmvörp varðandi land- búnaðarmál hefðu verið betur kynnt. Hér væri og aðeins um að ræða að fella málaflokkana undir stofnanir, sem fyrir væru, en ekki verið að koma á fót þriðju stofn- uninni. Pálmi Jónsson (S) sagði, að ELLERT B. Sehram (S) fylgdi frumvarpi sínu um breytingu á lögum um verðtryggingu fjár- skuhlabindinga úr hlaði á AI- þingi s.l. mánudag. Gerir breyt- ingin ráð fyrir, að heimilt verði að verðtryggja hús, húshluta eða önnur mannvirki sem ekki eru fullgerð á samningsdegi þannig, að sá hluti söluverðs, sem svarar til þess byggingarhluta, sem ófullgerður er, skuli breytast í samræmi við breytingar á verð- lagsvfsitölu til afhendingardags. Þingmaðurinn sagði m.a., að það væri alkunna, að allflestir byggingaraðilar, flestir verktak- ar, sem samið hefði verið við um verk, hefðu áskilið sér vísitölu- þetta frumvarp væri endahnútur- inn á því ætlunarverki ríkis- stjórnarinnar að leggja Landnám ríkisins niður. Ráðherra hefði talið það meginmarkmiðið að bæta hagræðingu, skipulag, sparnað og þjónustu. Hann fengi þö ekki séð að það væri gert, t.d. fælist varla neinn sparnaður í þvi að setja á stofn sérstaka stofnun um Heykögglaverksmiðjur ríkis- ins, en sú starfsemi hefði hingað til verið í höndum Landnámsins. Landnám ríkisins, hefði í einu ogöllu haldið vel á sínum málum, enda væri það nú staðreynd, að a.m.k. tveir þingmenn stjórnar- flokkanna hefðu mælzt tilþess að auka starfssvið þessarar stofn- unar. Hvað varðaði skipulagsmál, þá hefði Landnámið annazt þau í nánu samráði við sveitarstjórnir kvöð. Um íbúðir hefði þetta við- gengist sem algeng og alger regla. ÍJins vegar hefðu dómsniðurstöð- ur í málum, sem risið hefðu vegna verðtrygginga í samningum, verið á tvennan veg, og skapaði það verulega óvissu. Ennfremur sagði Ellert B. Schram: Það er vissulega rétt, að það finnist mörgum kaupanda súrt í broti, að ofan á samningsbupdið kaupverð bætist veruleg upphæð, sem seljandi bætir á verðið vegna vísitöluhækkana á samningstima. En hitt verður þá í þessu sam- bandi að vera alveg ljóst, að hér er að sjálfsögðu ekki um að ræða fé, sem tekið er á þurru, eins og oglandnámsnefndir ídreifbýlinu. Það hefði gefizt mjög vel og þeirri tilhögun vildi hann ekki varpa fyrir róða. Með því hins vegar að ætla að fela skipulagsmálin byggðaráðum, skipuðum af ráð- herra, sem samráð ættu að hafa við Búnaðarfélagið, væri hætt við að þessi mál yrðu nokkuð laus í reipum. Þá sagði þingmaðurinn, að fróð- legt væri að heyra einhverjar áætlanir frá ráðherra um þann sparnað, sem í þessari breyttu til- högun fælist, einkum þá hvar ráð- herra hygðist spara. Loks gagnrýndi Pálmi þá fyrir- ætlan, að framlag til gróðurhúsa samkvæmt jarðræktarlögum ætti að standa óbreytt. Það yrði lítils virði að fáum misserum liðnum í þeirri verðbólgu, sem væri hér á landi.efþað yrði ekki hækkað. sagt er, heldur sannanleg hækkun á samningstímabilinu, kostn- aðarauki, sem bæst hefur við vegna hækkunar á launum eða efni eða öðrum tilkostnaði vegna byggingarframkvæmda. Þess er og að gæta í þessu sam- bandi, að vegna gffurlegrar verð- bólgu á síðustu timum, reynist kaupverð að viðbættri vísitölu yfi-rleitt mun hagstæðara verð en markaðs verð á þeim afhend- ingartíma, sem um er samið og má nefna mörg dæmi þess. Vísitölu- kvöðin má því að þessu leyti skoð- ast hagkvæm fyrir kaupanda, því að ef seljandi gerði enga slíka samninga, en seldi gegn afhend- Frainhald á bls. 18 ELLERT B. SCHRAM: YISITÖLUKVÖÐ I FASTEIGNAKALP- UM HAGKVÆM FYRIR KAUPANDA Sígiklar sogur itenBfai'if’s Frumskógar drengurinn Í7 eff.ir' Kurtyard KlpiiWv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.