Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIM MTUDAGUR 7. MARZ 1974
— 5% gefa . . .
Framhald af bls. 1
verða þvf allir þessir nýju tekju-
liðir ríkisins 7.557 milljónir
króna, sem að frádreginni tekju-
skattslækkun að uppiiæð 2.800
milljónir króna gera nettótekjur
ríkisins af skattkerfisbreyting-
unni 4.757 milljónir króna eða 4,8
milliarða króna.
Eins og áður skal þetta reikn-
ingsdæmi til glöggvunar sett upp
í eftirfarandi yfirlit yfir þessar
tekjubreytingar ríkissjóðs:
Tekjur:
í millj. kr.
Hækkun söluskatts
um 5 stig ............... 4.000
1% viðlagasjóðsgjald,
sem rennur í rikis-
sjóð (oliusjóður) ......... 800
Verðbólguaukning á
11 % söluskatti.......... 1.430
Tolltekjur af
viðlagasjóðshúsum ......... 477
Tekjuaukning af
bensinsölu................. 300
Launaskattur .............. 550
Samtals 7.557
TekjuskerSing:
Tekjuskattslækkun sam-
kvæmt frumvarpi ......... 2.800
Hreinn tekjuafgangur
vegna skattkerfis-
breytinga ríkis-
stjórnarinnar ........... 4.757
Samtals 7.557
Óþarft er að taka fram, að ríkis-
stjórnin hyggst verja þessum
tekjum umfram tekjuskatts-
lækkunina til hinna ýmsu fram-
kvæmda.
— Lausn
Framhald af bls. 1
jafnfraint í skyn, að hann myndi
þrátt fyrir veika stöðu stjórnar-
innar berjast fyrir því, að hin
róttæku stefnumál hennar t.d.
varðandi víðtæka þjóðnýtingu,
kæmust í framkvæmd.
Launamálaráð ríkisins hvatti í
dag til þess, að námamönnum yrði
boðin allt að 30% kauphækkun
vegna hins áhættusama starfs
þeirra og mikilvægis kolavinnslu
fyrirlandið allt.
Þingflokkur íhaldsflokksins
lýsti í gær yfir eindregnum stuðn-
ingi við Edward Heath sem leið-
toga flokksins.
— Spenna
Framhald af bls. 1
hernaðaraðgerðir Sýrlendinga I
Golanhæðum.
Sjálfur sagði Moshe Dayan i
sjónvarpsviðtali í kvöld, að fleiri
sýrlenzkir hermenn væru nú
saman komnir við vopnahléslín-
una íGolanhæðum en fyrir stríðið
í október í fyrra, en hins vegar
gaf hann ekki í skyn, að um sér-
staka aðflutninga hermanna eða
hergagna væri að ræða. Hann
lagði einnig áherzlu á, að mikil-
vægt væri að ekkí aðeins styrkja
og framfylgja vopnahléinu,
heldur fyrst og fremst finna
varanlega lausn á vandamálum
þessara nkja. Dayan kvað Henry
Kissinger utanríkisráðherra
Bandaríkjanna bezta sáttasemjar-
ann í þeim efnum.
— SUF og FUF
Framhald af bls. 2
4) Það er viðurkennt, að at-
kvæðaseðlum var dreift til manna
áður en þeir komu á aðalfundinn
og með þvi sköpuð stórfelld hætta
á kosningamisferli, enda með því
brotin þýðingarmiki 1 grundvallar-
regla fundarskapa.
5) Það telst viðurkennt, að
félagsskírteini voru afhent án
þess að félagsgjöld væru greidd.
Með því var viðkomandi mönnum
veittur atkvæðaréttur án þess að
þeir uppfylltu skilyrði félagslaga
tilþess að taka þáttí kosningum á
fundinum.
Að framansögðu athuguðu
verður talið, að undirbúningur og
framkvæmd aðalfundar FUF í
Reykjavík 1973 hafi verið haldinn
þvílíkum ágöllum og að lög félags-
ins og almennar félagsvenjur hafi
ekki verið virtar, að skoða verði
hann ólögmætan. Af því leiðir, að
efna ber til nýs aðalfundar þegar
í stað.“
— Hafnarverka-
menn
Framhald af bls. 2
ur að koma 1 þessum málum“,
sagði Eðvarð. Af Dagsbrúnar
hálfu hefði verið litið svo á, að í
þessum störfum þyrfti nú orðið
sérþjálfun og hálfgert nám —
sem eldri verkamenn hefðu raun-
ar þegar fengið í starfi — en fyrir
þessa sérþjálfun fengju verka-
mennirnir líka nokkuð í sinn hlut.
,,Það gerist líklega ekkert í
þessu máli nú í bili,“ sagði Eð-
varð. „Samningurinn var felldur
rækilega, — en sjálfsagt hugsa
báðir aðilar um þessi mál áfram
og athuga sinn gang. En ekkert er
hægt um það að segja að svo
stöddu, hvað mun gerast.“
Þá hafði Mbl. tal af Óttari Möll-
er forstjóra Eimskipafélagsins, en
hann kvaðst ekkert vilja um mál-
ið segja að svo stöddu.
— Vísitölukvöð
Framhald af bls. 14
ingu eða á afhendingartima, þá
má miðað við reynslu og miðað
við þá verðbólgu, sem hér hefur
ríkt, gera ráð fyrr, að verð yrði
miklum mun hærra heldur en þó
tiðkast í dag. En i þessu sambandi
er líka rétt að hafa í huga, að það
eitt, að ákvæði um vísitölukvöð
verði dæmd ógild, getur haft i för
með sér, að skaðabótakröfur
ógildi samninga ogþar af leiðandi
fjöldagjaldþrot hér í þjóðfélaginu
langt út yfir það, sem menn gera
sér grein fyrir. Er þá höfð hlið-
sjón af því, að flestallir bygg-
ingaraðilar áskilja sér verðtrygg-
ingu, svo og allir verktakar, hvort
sem þeir semja við einstaklinga
eða opinbera aðila.“
Bjarni Guðnason (Ff) sagðist
telja það mjög vafasamt, að gera
kaupanda skylt að greiða vísitölu-
bætur ofan á kaupverð. Þannig
væri aðeins um verðtryggingu
gróðans að ræða. Ef farið væri út í
slíkar aðgerðir hlyti það að vera
skilyrði fyrir kaupandann, að
honum væri unnt að binda lán til
framkvæmdanna sams konar
ákvæði.
Miðað við það ástand, sem væri
á fasteignamarkaðnum í dag, þar
sem framboð væri mun minna en
eftirspurn, þá þýddi samþykkt
þessa frumvarps aðeins það, að
kaupendur væru ofurseldir selj-
andanum.
Ellert B. Schram sagðist aðeins
vera að fara fram á, að Alþingi
staðfesti þá venju, sem skapast
hefði. Það hlyti að liggja í augum
uppi, að við samningsgerðir
sem þessar yrði að taka tillit til
þeirrar gífurlegu verðbólgu, sem
hér væri. Með þessu ákvæði væri
bara komið í veg fyrir, að sel jend-
ur færu einhverjar „bakleiðir" til
að verðtryggja framkvæmdirnar,
og yrði slíkt síst til hagsbóta fyrir
kaupendur, eins og hann hefði
komið inn á í fyrri ræðu sinni.
— Gífurlegt
kaupæði
Framhald af bls. 2
stjóri h)á Heimilistækjum í Hafn-
arstræti, hafði sömu sögu að
segja. Hann sagði, að feikileg
eftirspurn væri eftir frysti-
kistum, en þær væru uppseldar i
bili. Þá væri einnig spurt mikið
um kæliskápa og þvottavélar.
William sagði, að alla jafna væri
VörubílstjórafélagiÖ
P^róttur tilkynnir
Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1 973 liggja
frammi á skrifstofunni 7. —14. marz n.k.
Stjórnin.
haustið bezti sölutíminn og hæfist
hann venjulega í ágústmánuði.
Greinileg rherki væru þess, að
fólk byggist við miklum
hækkunum. William sagði, að í
verzlun Heimilistækja í Sætúni
væri sömu sögu að segja.
Guðmundur Jóhannsson, verzl-
unarstjóri hjá Heklu h.f., sagði,
að mikið kaupæði hefði verið
síðustu daga. Mikið væri spurt um
frystikistur, isskápa og þvotta-
vélar. Þetta kaupæði hefði hins
vegar komið þeim hjá Heklu gjör-
samlega í opna skjöldu, þvi að
lítið sem ekkert væri til af
þessum varningi. Uppþvottavélar
væru einnig uppseldar. En fólk
fengi ekki þá vöru, sem til væri
nú, erþað kemur inn í verzlunina,
kaupir það bara aðrar vörur, þær,
sem til eru, svo sem eins og grill-
ofna, strauvélar o.fl. Greinileg
hræðsla væri við söluskatts-
hækkunina meðal fólks.
Jónas G uðmundsson, verzlunar-
stjóri í Rafbúð SÍS, sagði, að
gífurleg eftirspurn væri eftir
heimilistækjum. Oft hefði hann
munað eftir mikilli eftirspurn, en
aldrei eins og nú. Jónas sagði, að
Sambandið hefði verið mjög vel
sett með birgðir, þar sem Toll-
vörugeymslan hefði verið fulL En
daglega yrðu einstakar vöru-
tegundir uppseldar og þrátt fyrir
miklar birgðir, bjóst hann við að
SÍS myndi geta i flestum til-
fellum annað eftirspurn út næstu
viku, en lengra þorði hann ekki
að spá. Augljóst væri, að fólk
byggist við miklum verðbreyt-
ingum. Strax og verkfalli lauk
hefði þessi gífurlega eftirspurn
hafizt og sagði Jónas, að hún ykist
dag frá degi og gæti það verið
vegna þess, að aðrar verzlanir
væru orðnar uppiskroppa með
heimi listæki.
— Nýtt slökkvi-
efni
Framhald af bls. 2
á hreyfilinn, þar sem eldurinn
er.“
Hilmar sagði, að þegar óhappið
gerðist, hefðu þeir verið að taka
hjól þotunnar upp. „Eg sá eðli-
lega sjálfur ekki út um gluggann,
en aukaáhafnarmaður var fyrir
aftan okkur og sá fuglana út um
gluggann hægra megin við vélina.
Svona lagað gerist á sekúndum,
hið næsta sem við urðum varir við
var smáhnykkur á vélina og rétt á
eftir kom aðvörunin um, að eldur
væri kominn upp í hreyflinum yzt
hægra megin. Við sáum aldrei
sjálfan eldinn, en eftir því sem
mér skilst stóðu smá eldglæringar
aftur úr vélinni, sem ekki er
óeðlilegt við slíkar kringumstæð-
ur. Viðbrögð farþega um borð
voru með eindæmum góð eftirþví
sem mér skilst, allir sýndu fyllstu
stillingu, enda varla tími til þess
að verða hræddur."
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Svein Eiriksson slökkvi-
liðsstjóra á Keflavíkurflugvelli.
Hann sagði, að slökkvistarfið
hefði gengið eins og í sögu og
tjónið eins lítið og frekast mætti
reikna með í svona tilvikum —
aðeins hreyfillinn væri ónýtur.
„Um leið og vélin hafði stöðvazt
á flugbrautinní var hreyfillinn al-
elda. — Þegar okkur tókst loks að
opna hann sáum við hvers vegna
— allar olíuleiðslur voru í sundur
og hitinn hefur verið gífurlegur
þarna inni. Okkur tókst fljótt að
ráða niðurlögum eldsins, en við
vorum í tvo tima að komast algjör-
lega fyrir hann,“ sagði Sveinn.
Við slökkvistarfið var notað til-
tölulega nýtt slökkviefni — létt
vatn, sem Sveinn kvað mjög dýrt
efni. Kvað hann kostnað við þessa
aðgerð hafa numið um 200 þús-
und krónum. „Þetta efni er nú
farið að nota alls staðar hjá sjó-
hernum bandariska, en er mjög
óvíða notað á almennum flugvöll-
um vegna þess, hversu dýrt það
er. Við dældum þvi fyrst inn í
sjálfan hreyfilinn, á vænginn og í
kring til að koma í veg fyrir, að
eldurinn breiddist út. Þetta efni
hefur þá eiginleika, að það loðir
mjög vel við og í öðru lagi bland-
ast það eldsneytinu, sem venju-
legt vatn gerir ekki. Það er sagt
500% áhrifameira en gamla froð-
an við að slökkva í flugvélum,"
sagði Sveinn.
— Engin samúð
Framhald af bls. 32
arar þingsályktunartillögu, að
þeir kæmu óskum á framfæri við
vini sína i Atlantshafsbanda-
laginu um að látið yrði af ofsókn-
um á hendur rithöfundum í
aðildarlöndum bandalagsins.
Loks kvaðst hún vilja lýsa and-
úð og viðbjóði á málflutningi
Morgunblaðsins og sjálfstæðis-
manna eins og fyrr er greint.
Sverrir Ilermannsson (S) lýsti
furðu sinni á framkomu Svövu
Jakobsdóttur, og sagðist hafa
talið, að hún hefði átt annað
erindi í ræðustói en að níða Morg-
unblaðið, þegar slíkt mál sem
þetta væri á dagskrá. Hefði hann
vænzt þess að heyra afstöðu þing-
mannsins í máli þessu, ekki sízt
fyrir það, að hún væri sjálf rithöf-
undur. Nú þegar lagt væri til að
Sýnaþessum snillingi vináttuvott,
þá hefði þessi þingmaður ekki
annað til málanna að leggja en að
lýsa andúð og viðbjóði á skrifum
Morgunblaðsins og flutnings-
mönnum tillögunhar.
Halldór Blöndal (S) sagði, að
staðreyndin væri sú, að þessi
þingmaður, Svava Jakobsdóttir,
þyrði ekki að horfast í augu við
það, að barátta Solzhenitsyn væri
orðin tákn fyrir frelsisbaráttu
kúgaðra manna í hinum ófrjálsa
heimi. Þá hefði þingmaðurinn tal-
að um þá, sem töluðu máli rithöf-
undarins i þriðju persónu, og þar
með undanskilið sjálfa sig. Kvaðst
Halldór vona, að þar hefði verið
um mismæli að ræða, en Svava
Jakobsdóttir hreyfði hvorki legg
né lið og sat þegjandi undir þess-
ari gagnrýni.
— Arvakurs-
frásögn
Framhald af bls. 19
segir í ofangreindri athugasemd
sinni: „Hins vegar var á Kjarvals-
stöðum i frásögn minni skýrt frá
atburðum eins og þeir stóðu sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum, sem
borizt höfðu ríkisstjórninni“: Til
þess að koinast til botns í því hver
ábyrgðina ber á þeim röngu upp-
lýsingum, sem Hannes Jónsson
gaf á blaðamannafundinum, er
nauðsynlegt að vita hvers konar
upplýsingar bárust frá Árvakri.
Vill ekki blaðafulltrúinn beita sér
fyrir þvi, að skeytin frá Árvakri
um þennan atburð verði birt? Þá
kemur væntanlega hið sanna í
ljós.
Fundur stúdenta
frá M.R. 1959
STUDENTAR frá Menntaskólan-
um i Reykjavík 1959 boða til
fundar í Víkingasal Hótels Loft-
leiða laugardaginn 9. marz kl. 14.
Rætt verður um aðild að gjöf til
skólans i tilefni 15 ára stúdents-
afmælis og ákveðin hátíðahöld
árgangsins i vor.
— Söluskattur hækkar
Framhald af bls. 32
verður mun hærri krónutala í
hæsta jaðarskatti, 40%, en ella
hefði verið.
Fyrsti kafli frumvarpsins hefst
á ákvæðum um stofnun heimilis.
Frádráttur vegna stofnunar heim-
ilis er hækkaður úr 55 þúsund
krónum í 84.700 krónur, enn-
fremur er heimild til að frátelja
iðgjald af lífeyri hækkuð úr 25
þúsund krónum í 38.500 krónur
og heimild til að draga frá iðgjald
af liftryggingu er hækkuð úr 15
þúsund krónum i 23 þúsund krón-
ur. Frádráttur vegna hlífðarfata
sjómanna er hækkaður úr 800
krónum í 1.232 krónur. Venju-
legur sjómannafrádráttur hækk-
ar úr 5 þúsund krónum í 7.700
krónur.
Þá er í frumvarpinu heimild til
þess að draga frá skattskyldum
tekjum einstæðs foreldris, sem
heldur heimili og framfærir þar
börn sín, upphæð, sem nemur 96
þúsund krónum, að viðbættum 11
þúsund krónum fyrir hvert barn.
Skattafsláttur fyrir einstætt for-
eldri, sem framfærir börn sín, er
6.500 krónur og að auki 600 krón-
ur fyrir hvert barn. Kemur þessi
afsláttur til viðbótar þeim af-
slætti, sem aðrir skattþegnar
hafa.
I frumvarpinu segir, að skattaf-
sláttur megi aldrei verða hærri en
6 % af skattsky ldum tekjum fram-
teljenda. Sé manni ákveðinn
hærri skattafsláttur en nemur
tekjuskatti og þá eins þegar
tekjuskattur er enginn, skal rikis-
sjóður leggja fram fjárhæð sem
þessum mun nemur. Þessu fé skal
fyrir hvern mann ráðstafað sem
hér segirí þessari forgangsröð:
„1. Tii greiðslu þinggjalda, sem
á manninn eru lögð á greiðsluár-
inu.
2. Til greiðslu útsvars og ann-
arra gjalda til sveitarsjóðs, sem á
manninn eru lögð á greiðsluárinu,
að undanskildum fasteignagjöld-
um.
3. Sé framlag ríkissjóðs skv. 3
mgr. þessa liðar hærra en
greiðslur samkvæmt 1. og 2. hér
að framan, skal því, sem umfram
þær er, ráðstafað sem hér segir:
a. Til jöfnunar á námskostnaði,
sbr. lög nr. 69/1972, og til Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna eða
annarrar fjárhagsaðstoðar ríkis-
ins við námsmenn, þegar í hlut
eiga menn, sem njóta frádráttar
vegna námskostnaðar á skatt-
árinu.
b. Til greiðslu ógoldinna þing-
gjalda mannsins frá fyrri árum og
síðan til greiðslu fasteignagjalda
hans og ógoldinna gjalda tilsveit-
arsjóðs frá fyrri árum, þegar í
hlut eiga aðrir menn en um gat í
a. hér að framan.
4. Sé fé enn óráðstafað að lokn-
um greiðslum skv. 1. til 2. hér að
framan, skal hann greiddur við-
komandi manni.
Ráðherra ákveður með sér-
stakri reglugerð alla meðferð
skattafsláttar skv. þessum lið.
Þar sem innheimta þinggjalda
og gjalda til sveitarsjóðs er sam-
eiginleg, er heimilt í reglugerð
þessari að kveða svo á, að þing-
gjöld og gjöld til sveitarsjóðs
skuli vera samhliða í forgangsröð-
inni.“
Annar kafli frumvarpsins fjall
ar um hækkun söluskatts. Þar
segir í 7. grein: „Af andvirði
seldrar vöru og verðmæta, endur-
gjaldi fyrir hvers konar starfsemi
og þjónustu, úttekt til eigin nota
og af innfluttum vörum til eigin
neyzlu eða nota innflytjenda skal
greiða 11% — ellefu af hundraði
— söluskatt og auk þess 5% —
fimm af hundraði — söluskatts-
auka, eftir því sem nánar er
ákveðið í lögum þessum." Hér er
ekki tiltekið 2% viðlagasjóðs-
gjald, sem nú hefur verið skipt
með öðrum lögum, þannig að 1%
rennur áfram í Viðlagasjóð og 1 %
í svonefndan olíujöfnunarsjóð.
Samanlagt verður þvi söluskattur
18%. í athugasemdum við þessa
grein um söluskattinn segir:
„Eins og nú' er háttað eru lögð
þrjú mismunandi gjöld á sölu-
skattsstofn, söluskattur, viðlaga-
gjald og sérstakt gjald til að draga
úr áhrifum olíuverðhækkana.
Með þessu frumvarpi er gert ráð
fyrir fjórða gjaldinu — sölu-
skattsauka. — Þessi margbrotna
gjaldtaka veldur ýmiss konar fyr-
irhöfn og öhagræði við framtals-
^erð og skýrslugerð skattskyldra
aðila og hjá skattyfirvöldum. Hér
er því lagt til, að í reglugerð megi
ákveða einfaldari meðferð þess-
ara gjalda og að heimilt verði i
hagræðisskyni að tala um eitt
gjald — sölugjald — í fram-
kvæmdinni. Á framtalseyðublöð-
um fylgdu.þó skýringar um sam-
setningu gjaldsins."
Þriðji kafli frumvarpsins fjall-
ar um launaskatt, sem hækkaður
er um eitt prósentustig, sem
renna skal í byggingasjóð fyrir
láglaunafólk. Launaskattur var
fyrir 2Vi%, en verður við sam-
þykkt frumvarpsins 3, l‘A%.
Fjórði og siðasti kafli lagafrum-
varpsins fjallar síðan um það, að
Kauplagsnefnd skuli ekki taka til-
lit til þeirrar hækkunar á vísitölu
framfærslukostnaðar, sem hlýzt
af 5% söluskattsauka og skal
nefndin meta hverju sinni, hve
miklu þessi hækkun nemur.