Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1974 Æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar — III grein ÞEGAR Grikkir og aðrar forn- þjóðir fyrir daga Krists töluðu um Eþíópíu, áttu þeir ekki við þá Eþíópiu, sem mörkuð er á landabréf nú á dögum. Eþíópía var þá aðeins landið, sem lá sunnan Egyptalands. Eþíópía nútímans teygir sig miklu lengra suður á bóginn. Höfuð- borgin Addis Abeba er u.þ.b. í miðju landinu. Landinu er skipt í þrettán fylki: TTgre, Wolló, Begemidir, Godjam, Shoa, Harrar, Wollega, Illu- babor, Kaffa, Arússí, Gamu Gofa, Sidamo (með Bórana) og Erítrea. Hinir 25 milljónir ibú- ar Eþíópíu eru ákaflega marg- breytilegir og vafasamt er, hvort uppruni þeirra og skipt- ing hefur verið könnuð til nokkurrar hlítar. Málafjöldinn er ótrúlega mikill, segir það nokkuð til um fjölda kynflokk- anna. Augljóst er, að mikið bil er á milli þjóðflokkanna í marg- víslegu tilliti. Þannig er t.d. erf- itt að líkja saman negrunum við landamæri Súdans og þeim hluta fólks, sem komizt hefur í kynni við skóla og önnur gæði nútímamenningar. Flökkufólk- ið á steppunum lifir allt öðru lífi en bændurnir, sem þræla baki brotnu í hlíðum fjallanna og niðri í dölunum, rækta þar akra sínameð þúsund ára göml- um aðferðum. í stórum dráttum má skipta ibúum Eþíópíu í þrjá flokka, sem nefndir eru: Amharar, Gallar (sagt er, að þeim megi skipta í a.m.k. 200 flokka) og í þriðja lagi Sómalar og grannar þeirra Danakíl- menn, sem nefndir hafa verið „synir eyðimerkurinnar", hár- prúðir og vígfimir. Amharar Amharar hafa verið forystu- menn landsins í menningu og stjórnun allt frá því sögur hóf- ust. Amharamenn er því að finna íöllum fylkjum landsins. Amharar eru tiltölulega ljós- ir á hörund, þeir kunna á því skýringu. Þegar Guð fór að skapa manninn, mótaði hann manninn úr leiri jarðar, lét hann síðan í ofn til að brenna hann. Það tókst illa, maðurinn varð svartur. Guð gerði aðra tilraun og ætlaði að gæta sín betur, en það fór einnig illa, maðurinn varð vitlaus. Þriðja tilraun tókst eins og til var ætlazt, litarhátturinn varð rétt- ur. „Við erum árangurinn," segja Amharar stoltir. Amharar hafa játað kristna trú allt frá 4. öld. Gallar Gallar eru fjölmennastir, u.þ.b. helmingur Eþíópíu- manna. Mál þeirra, gallinja, er útbreiddasta málið í landinu. Trúarbrögð Galla eru með ýmsu móti, sumir eru Múham- eðstrúarmenn, aðrir eru kristn- ir, en mikill hluti þeirra eru heiðingjar, andadýrkendur. Trúarbrögð þessara heiðingja snúast einkum um djöfla og Satan eða Seitan. Þessir djöflar geta tekið sér bústað í trjám, steinum, ám, slöngum o.fl. Þeir vilja gera mönnum allt illt. Halda verður þeim í skefjum með gjöfum og fórnum. Ef illi andinn er ekki blíðkaður getur hann grandað lífi manna og dýra, eyðilagt uppskeruna. Þessi trú er fólkinu mikil áþján, andleg og líkamleg. Sómalar Sómalar og Danakílmenn teljast flestir vera Múhameðs- Bikila stendur við gröf konu sinnar og yngstu dóttur. Þær létust báðar fyrir tveimur dögum úr hungri. Börnin hans tvö, sem enn lifa, standa hjá honum, þeim mætti bjarga frá hungurdauða, ef hjálp bærist trúarmenn. Líklega mun ‘A allra Eþíópíumanna ver Múhameðstrúar. Þeir standa harðast gegn kristinni trú, eða svo hefur verið fram til þessa. Sjálfir vinna þeir nokkuð að trúboði. Múhameðstrúarmenn eru nokkrir I Konsó, en þeir útbreiða ekki trú sína Loks ber að nefna þá menn, er Eþíópíumenn sjálfir nefna Shankalla. Þeir eru af negra- kyni og búa einkum í heitum dölum í Vestur-Eþíópíu nálægt landamærum Súdans. Aðrir Eþíópíumenn teljast yfirleitt ekki negrar, þótt sumir séu mjög dökkir á hörund. Þó ætla menn, að Konsómenn séu eitt- hvað blandaðir negrum. UMHORF í UMSJÓN ANDERS HANSEN Herbert Ólason: ÞAÐ er jafnan fágnaðarefni þegar ungir menn láta í sér heyra á opinberum vettvangi, og ekki hvað sízt ef þeir hafa eitthvað nýtt fram að færa. Skoðunum ungs fólks er því miður ekki alltaf hampað sem skyldi, og er það raunar ekkí eingöngu hinum eldri að kenna, heldur má því miður alltof oft kenna það sleni og sofandahætti þeirra, sem vilja eftir einn „ungan“ mann í Tímanum. Rödd unga mannsins í Tíman- úm þann 15. jan. sl. (skrifuð í svörtum sorgarramma), er sorglegt dæmi um mann, sem geysist fram á ritvöllinn fullur „nýrra hugmynda", en öllum öðrum en honum einum er fyllilega ljóst, að það, sem hann er að reyna að segja, er ekkert nema innantómt bull og þvætt- Aldnir hafa orðið láta kalla sig ungt fólk. Þá kem- ur það einnig fyrir, að raddir ungra manna eru gerðar tor- tryggilegar, og er það frægt dæmi þar að lútandi, er blað- stjórnTímans birti athugasemd við hliðina á síðu ungra fram- sóknarmanna, þar sem fólk var bókstaflega varað við því að trúa nokkru orði, er þar stæði. Það var því ekkí laust við að menn læsu með nokkurri for- vitni grein er nýlega birtist ingur. Þegar svo sorglega fer, er vissulega betur heima setið en af stað farið. Þegar Sigurður Haraldsson, ungur framsóknarmaður frá Akureyri, litur yfir síðustu ára- tugi, dáist hann að þeim fram- förum og stakkaskiptum, sem orðið hafa í þjóðfélaginu til hins betra. Þá hlýtur að vera efstur i huga Sigurðar síðasti áratugurinn, áratugur mestu framfara og vaxtarskeiðs, sem islenzkaþjóðin hefur lifað. Það var margt, sem stuðlaði að þessu framfaraskeiði, og má þar nefna mikla aukningu síld- ar- og loðnuafla, hagstætt út- flutníngsverðlag og síðast en ekki sízt frjálsræðisstefnu í við- skiptum og framkvæmdum, sem Viðreisnarstjómin beitti sér fyrir. Eins og margir and- stæðingar Viðreisnarstjórnar- innar gerir Sigurður lítið úr aflabresti og verðfalli áranna 1967—1969, enda oft gott að geta lokað augunum fyrir stað- reyndum — ekki sízt ef það gæti orðið eigin málstað til ein- hvers framdráttar. Það þarf ekki skarpskyggnan mann til að sjá afleiðingarnar fyrir þá þjóð, sem byggir 80—90% af- komu sinnar á sjávarafurðum, þegar síldar- og loðnuafli minnkar úr 900 þús. lestum árið 1966 niður í 220 þús. lestir árið 1968. Ofan á allt þetta bættist svo gífurlegt verðhrun á erlendum mörkuðum, allt að 60% í sumum greinum Enginn vill hugsa þá hugsun til enda, hvað gerðist ef slíkt kæmi fyrir í dag. — Enginn vill þjóðinni svo illt, að hún þyrfti að njóta leiðsagnar Vinstristjórnarinnar yfir slík erfiðleikaár, svo vel hefur henni ekki tekizt að stýra þjóðinni í fádæma góðæri síð- ustu ára. Frelsissvipting? Þrátt fyrir þá fullyrðingu Sigurðar, að Viðreisnarstjórnin ýtti undir fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins. sem aftur leiddi af sér „frelsisvipt- ingu í einni eða annarri mynd miðað við það, sem völ er á úti á landsbyggðinni", þá kaus hann sjálfur að flytjast suður á bóg- inn. Flytjast fremur en að þrauka hér norðan heiða, enda valkostir fáir hér að hans dómi. Það er því vandséð hverjir stuðla að fólksflutningum, ein- stakir framsóknarmenn eða Viðreisnarstjórnin. Þvert ofan í umsögn Sigurðar gerði Viðreisnarstjórnin, þegar er sýnt var, að ekki var um skammtímaástand að ræða, ráð- stafanir til að tryggja atvinnu- ástandið og hagsmuni þjóðar- búsins í heild. Ráðizt var í mannfrekar framkvæmdir, svo sem virkjunarframkvæmdir o.fl. Atvinnumálanefndir voru stofnaðar til að auka atvinnu og svo mætti lengi telja. Byggða- áætlanir og landshlutaáætlanir voru gerðar með því markmiði að takast mætti að skapa ski L yrði fyrir þann vöxt í atvinnu- lífinu, sem nægja myndi til að \ stöðva fólksflutninga úr dreif- býli í þéttbýli. Þar með yrði komið i veg fyrir þá efnahags- legu og félagslegu stöðnun, sem óhjákvæmilega er fylgisfiskur slíkra fólksflutninga. Með þessum og mörgum öðr- um aðgerðum tókst Viðreisnar- stjórninni að græða þau efna- hagslegu sár, sem þjóðarbúið hlaut af völdum utanaðkom- andi og ófyrirsjáanlegra or saka og síðan að stýra þjóðinni uppá við aftur. Af öllu þessu má því ljóst vera, að allt orða- gjálfrið og órökstuddur þvætt- ingur um dugleysi Viðreisnar- stjórnarinnar er gjörsamlega úr lausu lofti gripin. Enn hlá- legri verða þó tilburðirnir í þá átt að ætla að fegra á einhvern hátt híut núverandi ríkis- stjórnar. Þau mál eru þjóðinni það kunn, að ekki er þörf á að eyða mörgum orðum í lýsingar á þeim. Það er hverjum manni ljóst, að aldrei fyrr hefur jafn ósamstæð og duglaus ríkis- stjórn setið að völdum á ís- landi. Það er ekki nóg að vera ungur að árum, og halda, að það eitt sé trygging fyrir nýjum og ferskum skoðunum. Ekkert sannar það betur en umrædd grein Sigurðar Haraldssonar. Vissulega er ástandið enn verra en oft hefur verið talið í Fram- sóknarflokknum, ef þetta eru þeir, sem landið eiga að erfa. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.