Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ.FIMMTUDAGtJR 7. MARZ1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA ERIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 48 — En þá var enginn við. En í öllu falli lofaði hann að senda kommóðuna heim til mín í fyrra- málið. Hann sagðist gjarnan vilja koma sjálfur með hana, og ég sagði, að það væri nú til ofmikils ætlast, þó að það væri náttúrulega mjög elskulegt. — Gott. Og fórstu svo? — Nei. Ég var um kyrt góða stund. — Var erfitt að tala við hann? — Ekki segi ég það. Hann virt- ist vera hálffeiminn. — HvaðTöluðuð þið um? — Um umferðina og að Stokk- hólmur hefði verið miklu skemmtilegri borg áður fyrri. Og svo sagði ég að það væri mjög erfitt að vera einmana i stórborg og hann sagðist vera mér sam- mála að sumu leyti, enda þótt honum félli ágætlega að búa einn. — Heldurðu, að hann hafi haft gaman af að tala við þig? — Já, ég held það nú. En auð- vitað gat ég ekki setið þarna til eilífðarnóns. Hann sagði að sér þætti gaman að fara stöku sinnum i bíó, en annars færi hann ekki mikið út. Svo var það eiginlega ekki annað, svo að ég fór. Hann fylgdi mér til dyra og var ósköp kurteis. Hvað eigum við að gera núna? — Ekkert. Bíða. Tveimur dögum seinna fór Sonja Hansson aftur upp I flutn- ingafyrirtækið. — Ég ætlaði bara að þakka fyrir hjálpina og segja yður, að kommóðan komst heilu og höldnu til skila. Mér þykir leitt, hvað þetta varð mikil fyrirhöfn fyrir ykkur. — Það var sannarlega ekkert, ungfrú Hansson, sagði Folke Bentsson. — Þér verðið endilega að koma til okkar aftur, ef þér þurfið á okkur að halda. Svo kom maður aðvifandi, sem var greinilega yfirmaður og þau slitu talinu. Þegar hún gekk fram fann hún að Bengtsson fylgdist með henni og þegar hún var komin fram leit hún við og mætti augnaráði hans gegnum glerdyrnar. Vikan drattaðist af stað og ekk- ert var gert i bili. Svo var tilraun- in endurtekin. Það var stutt síðan hún hafði fengið ibúðina í Rune- bergsgötu, svo að hún hafði ekki safnað öllu saman, meðal annars nokkrum erfðagripum, sem lengi höfðu verið í geymslu á ýmsum stöðum. Eftir fimm daga til viðbótar stóð hún þar rétt fyrir fimm, bara vegna þess að hún hafði átt leið hjá og fannst tilvalið að líta inn. Sonja var niðurdregin, þegar hún hringdi. — Sýnir hann engin viðbrögð? — Ósköp lítil. Ég held ekki það geti verið hann. — Hvers vegna ekki? — Hann er svo feiminn. Og hann hefur ekki áhuga á mér sem kvenmanni. Eg hef verið vægast sagt alláleitin. Níu af hverjum tiu karlmönnum hefðu setið úti fyrir dyrunum hjá mér og ýlfrað fyrir meira en viku. Ég hef greinilega ekkert aðdráttarafl. Hvað á ég að gera? — Halda leiknum áfram. — Þið ættuð að lita í kringum ykkur eftir einhverri annarri. — Ekki missa kjarkinn. — Halda áfram. Ekki missa kjarkinn. En hversu lengi? Eftir því sem dagar liðu fór augnaráð Hammars að verða æ meira spyrj- andi þegar hann leit á Martin Beck. Nú voru liðnar þrjár vikur síð- an aðalæfingin var haldin. Ekkert benti enn tilþess að nokkur frum- sýning yrði. Maðurinn, sem hét Folke Bengtsson lifði tilbreyt- ingarlausu, kyrrlátu lífi, borðaði súrmjólkina sína, stundaði sína vinnu, svaf í níu klukkutíma á hverri nóttu. Þetta var einkenni- leg aðstaða sem þau voru komin í hugsaði Martin með sér. Hann starði fýlulega á svarta simtólið, sem ekki hafði gefið frá sér hljóð í þrjár vikur. Sonja Hansson mátti aðeins nota hann i Nú verður þú að ákveða þig snarlega — Hvaða pels viltu? Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Enn um raforku mál á Akranesi Magnús Oddsson, rafveitu- stjóri á Akranesi, skrifar: „Velvakandi góður. Ég sendi þér nokkrar línur vegna athugasemda, er skrifstofu- stjóri Rafmagnsveitna rikisins, Guðjón Guðmundsson, gerði í dálki þínum þann 24. f.m. við svar mitt til eins bréfritara þíns og þú birtir fyrir nokkru um verðlag á raforku til húshitunar hér á Akra- nesi. Skrifstofustjórinn telur, að sannleikurinn um þátt Rarik (Rafmagnsveitna ríkisins) í mál- inu hafi komizt illa til skila. Éger á öðru máli og leyfi mér því að gera athugasemdir. Skrifstofustjórinn segir rétti- lega, að nýtingartími Andakílsár- virkjunar s.l. ár hafi verið 5107 klst. Hins getur hann ekki, að það ár var algjört metár hvað þetta snertir. T.d. var nýtingartíminn árið 1969 3669 klst. og árið 1967 3363 klst.. í tilfellum sem þessu tel ég vera sanngjarnt að miða við nýtingartíma nokkuð margra und- angenginna ára, en ekki einhver metár í aðra hvora áttina. Meðal- nýtingartími s.l. 10 ár er 4355 klst. samkvæmt upplýsingum, sem ég hef fengið frá Andakílsárvirkjun. Þegar ég hins vegar miðaði við 4000 klst. nýtingatíma í svari mínu, þá var það af því, að ég tel það vera nýtingartíma rafhitunar. Fúslega skal viðurkennt, að hér eru ekki allir á einu máli, en ég minnist þess, að við skrifstofu- stjórinn og nokkrir rafveitustjór- ar ásamt fleirum vorum á fundi í des. s.l., þar sem fjallað var um rafhitunarmál, og var þá miðað við 4000 klst. nýtingartíma beinn- ar rafhitunar. Við það gerði skrif- stofustjóri Rafmagnsveitna ríkis- ins ekki athugasemd eftir því sem ég man bezt. Mismunur þessi í nýtingartíma skiptir samt ekki höfuðmáli í sam- bandi við svar mitt. Orkan komin í hérað miðað við 4000 klst. nýt- ingartima kostar kr. 1.76 kr/kwh. Ef nýtingartíminn er lægri, er verðið enn hærra, en getur í met nýtingarári (viðmiðun skrifstofu- stjórans) farið niður I 1.44 kr/kwh. Fyrirtæki héraðsbúa bera síðan 10% orkutöp, og er hluti orkunnar svo seldur til raf- hitunar á Akranesi á kr. 1.30 kr/kwh. Það, sem ég var að benda á I svari minu, var, að orkan er seld á lægra verði til rafhitunar, en meðalsöluverð hennar er frá þeim aðila, er flytur orkuna í hér- að. Athugasemdir skrifstofustjór- ans staðfestaaðeinsþessaniður stöðu. Þetta veðlag hefur valdið því, að mörgum, sem á undanförn- um árum hafa óskað eftir rafhit- un hér á Akranesi, hefur verið synjað um slík viðskipti. 0 Álagning Anda- kílsárvirkjunar 3% Skrifstofustjórinn segir í bréfi sínu, að Andaktlsárvirkjun taki við orku hér á Akranesi og flytji hana upp í Borgarfjörð, þar sem Rarik taki við orkunni að nýju til dreifingar. Þótt hér sé að mínu mati að talsverðu leyti um orku- skipti að ræða, sem algengt er um samtengd svæði, er ég samt sam- mála skrifstofustjóranum um, að Andakilsárvirkjun flytji orkuna þessaleið, enda er oft sagt, að hægt sé að flytja orku í tvær áttir eftir sömu línunni. Skrifstofu- stjórinn getur þess hins vegar ekki, að álagning Andakílsár- virkjunar fyrir þennan flutning er aðeins liðlega 3% miðað við gjaldskrárverð. Hins vegar segir skrifstofustjórinn, þegar hann betrumbætir sannleikann, sem komst illa til skila, að 11.3% álag Rafmagnsveitna ríkisins „muni vera lægsti flutningskostnaður, sem þekkist hér á landi, ef frá er talinn flutningskosnaður til ál- versins." Þetta finnast mér léleg- ar endurbætur. Skrifstofusjótinn telur mig halla sannleikanum, ei»ég segi, að álagning Rariks fyrir flutning á orku til Akraness sé tæp 20%, og telur álagið vera 11.3%. Þetta er rétt, efeingönguermiðað viðtöl ur I gjaldskrám, en með því móti er ekki allur sannleikurinn sagð- ur. Hluti af álagningu Rariks byggist á þvi, að raforka í heild- sölu er að stórum hluta verðlögð eftir toppálagi, er myndast á ein- um hálftíma í ári hverju eða fjór- um hálftímum. Lítil líkindi eru á, að toppálag margra rafveitna myndist á sama hálftima ársins, og kemur hagnaður Rarik fram i því, að nýtingartími þess fyrir- tækis verður hærri en meðalnýting artimi þeirra, er af þeim kaupa. Þetta sést betur, ef miðað er við meðalsöluverð og meðalinnkaups- verð. Meðalsöluverð Rarik til Andakílsárvirkjunar miðað við núverandi verðlag og nýtingar- tíma s.l. árs er 1.44 kr/kwh, en meðalinnkaupsverð Rarik miðað við þeirra nýtingartíma í inn- kaupum við Elliðaár ás.l. ári er kr. 1.16/kwh. Söluverðið er 22% hærra en innkaupsverðið. Ef mið- að er við nýtingartíma beggja aðila frá árinu 1972 er meðalinn- kaupsverð kr. 1.123/kwh, en meðalsöluverð kr. 1.53/kwh. Sölu- verðið er 36% hærra en innkaups- verðið. Nú selur Rarik einnig orku, keypta við Elliðaár, til 5 rafveitna á Suðurnesjum, og ætla ég, að söluverð á þeirri orku sé frá 20—40% hærra en innkaups- verðið, en söluverð þess hluta, sem seldur er til flugvallarins er mjög lágt, vegna mjög góðs nýt ingartíma, og mun sú sala lækka talsvert meðalálagningarprósent- una. Ég held enn, að ég hafi sízt ofáætlað álagningu Rariks á sölu til Andakílsárvirkjunar, er ég taldi hana vera tæp 20%. Að miða eingöngu við tölur í gjaldskrám, er ekki að koma sannleikanum betur til skila í þessu máli, heldur en ég gerði. Reyndar eru nokkur atriði önn- ur í bréfi skirfstofustjórans, sem ástæða væri að gera athugasemd- ir við, eh ég mun þá gera það á öðrum vettvangi, enda bréf þetta orðið nokkuð langt og tæknilegt fyrir birtingu í dálki eins og þin- um. Með þökk fyrir birtingúna. Magnús Oddsson. Akranesi.“ 0 Fórnarvika kirkjunnar K.H. skrifar, og biður Velvak- anda að koma á framfæri áskorun og ítrekum á óskum sóknarpresta og annarra vegna fórnarviku kirkjunnar, að á hverju heimili verði sparað í mat n.k.sunnudag. K.H. segir, að með þvi að gefa það fé, sem þannig sparast, sé hægt að bjarga lifi margra sveltandi og deyjandi Konsóbúa. K. H. leggur til, að hvert heimili í landinu leggi fram fimm hundr- uð krónur, og segir, að þannig sé hægt að bjarga mörgum mannslíf- um. Velvakandi vill taka undir með K.H. þar sem sagt er, að við eigum að styrkja sveltandi þjóðir og styðja kirkjuna í hjálparstarfinu. Hins vegar finnst Velvakanda ekki nægilegt, að hvert heimili dragi aðeins úr ibúrð í matargerð einn sunnudag á ári. Við þurfum að verða virkari þátttakendur í þessu hjálparstarfi en svo. Áður hefur verið bent á það í þessum dálkum, að hægt sé að aðstoða þjóðir, sem búa við ör- birgð og hungursneið, með ýmsu móti. Sum ríki leggja fram ákveð- inn hundraðshluta af þjóðartekj- um sínum til aðstoðar við vanþró- uð ríki. Hins vegar hlýtur markið að vera það, að hugsunin komi frá einstaklingunum sjálfum, — að hver og einn finni hjá sér þörf til að leggja fram eftir efnum og ástæðum. Þá fyrst getum við rætt um samúð og samhjálp. Til eru stofnanir víða um heim, sem hafa það verkefni að hafa milligöngu um „fósturbörn" í vanþróuðum rikjum. Þessi starf- semi fer sífellt vaxandi, en ekki hefur borið á henni hérlendis. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir hjálparstofnun kirkjunnar eða aðra aðila að hafa forgöngu um slikt? Þess má geta, að pyngja meðalfjölskyldu á Islandi myndi ekki léttast átakanlega við það að brauðfæða 1—2 börn. 0 Úthlutun listamannalauna Aðalsteinn Gunnarsson, Hraunteig 20, Reykjavík, hefur beðið Velvakanda fyrir eftirfar- andi: „Ég harma þau vinnubrögð hjá úthlutunarnefnd listamanna- launa 1974 að Örlygur Sigurðsson, einn mesti listamaður þjóðarinn- ar, hafi verið settur i neðsta launaflokk. Aðalsteinn Gunnarsson." Kirkjudagur að Egilsstöðum ÆTLUNIN er, að kirkjudagur verði árlega haldinn í Vallanes- sókn. Byrjað var í fyrravetur með kirkjukvöldi i Vallaneskirkju, en að þessu sinni verður kirkju- dagurinn haldinn að Egilsstöðum nE. sunnudag. Sunnudagaskóli verður kl. 11 f.h., þar sem gestir munu syngja, spila og tala við börnin. Kl. 2 e.h. verður guðsþjónusta. Sr. Guðjón Guðjónsson, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, prédikar, en sóknarpresturinn, sr. Gunnar Kristjánsson, þjónar fyrir altari. Kvöldvaka hefst svo kl. 8.30 e.h. Formaður sóknarnefndar, Þórður Benediktsson, flytur ávarp, æsku- lýðsfulltrúi sér um þátt, Bjarni Amþórsson, fulltrúi, segir frá kynnum sínum af safnaðarstarfi vestan hafs og sýnir myndir þaðan, ungt fólk frá Reykjavík syngur og spilar og kirkjukórinn syngur nokkur lög. Dagskráin fer öll fram f skólanum. Laugardaginn 9. marz munu tveir erindrekar Kristniboðssam- bands Islands halda kynningar- samkomu í skólanum kl. 8.30 e.h. Munu þeir kynna starf tslenzkra kristniboða í Konsó og sýna myndir þaðan. Fórnarvikan stendur núna yfir og verður fram- lögum til hjálparstarfsins i Eþíópíu veitt móttaka á kirkju- deginum. SINCLAIR vasareiknivélin, sem gerir allt nema kosta mikla peninga. ★ Fljótandi komma, Ýr 4 reikningsaðferðir, ★ +, —, X, + ★ Konstant. 'k Sýnir 8 stafi. ^ Vinnur vikum saman ★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl. ★ Stærð aðeins: ★ 50x110x18 mm. heimilistæki sf Sætún 8, sími 15655,24000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.