Morgunblaðið - 17.03.1974, Side 1
48 SIÐUR OG LESBOK
64. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Olíufundir um helgina:
Líklegast óbrey tt
olíuverð um sinn
Vínarborg, 16. marz.AP—NTB.
OLlUMALARAÐHERRAR
þeirra þréttán ríkja, sem aðild
eiga að samtökunum OPEC (Sam-
tökum olíuútflytjenda), komu
saman til fundar f Vínarborg í
morgun til þess að fjalla um olíu-
verðið. A sunnudag verður síðan
sérstakur fundur ráðherra
aðildarríkja OAPEC, þ.e. ara-
bískra olíuútflytjenda, en aðild
að þeim samtökum eiga öll
Arabarfkin, sem eru í OPEC auk
Egyptalands, Sýrlands og
Rahreins, sem ekki eiga aðild að
OPEC. Búizt er við hörðum deil-
um á báðum fundunum, bæði um
Ylur sólar-
geislanna
Það hefur sannarlega birt yfir
landi og fölki í blfðviðrinu að
undanförnu. Jafnvel þúfnakoll-
arnir kættust, þegar þeir fundu
yl sölargeislanna og brostu til
Ijösmyndara Morgunblaðsins,
Ólafs K. Magnússonar, sem tók
þessamynd fvikunni.
það hvort hækka eigi olíuverð eða
lækka og hvort aflétta skuli olíu-
sölubanni á Bandaríkin eða ekki.
Ahmed Zaki Yamani olíumála-
ráðherra Saudi-Arabíu sagði við
fréttamenn í morgun, að hann
mundi leggja til á OPEC-fundin
um í dag, að verðið yrði lækkað
frá 1. apríl að telja. Libyski ráð-
herrann, Ezzedin Mabruk, sagði,
að önnur aðildarríki OPEC væru
þeirrar skoðunar, að halda skyldi
verðinu óbreyttu enn um sinn;
olíumálaráðherra Venezuela,
Valentin Hernandez Aœsta,
sagðist ekki sjá neina ástæðu til
að lækka olíuverðið, því að þær
röksemdir, sem legið hefðu fyrir
verðákvörðuninni um síðustu ára-
mót, væru enn í fullu gildi,
iðnaðarrikin hefðu ekki enn náð
tökum á verðbólgunni heima
fyrir. Loks sagði olíumálaráð-
herra Alsír, Belaid Abdesselam,
að hann vildi heldur ræða, olíu-
hækkun en um lækkun.
Egypzka blaðið ,,A1 Ahram"
hefur spáð því síðustu daga, að
verðið verði áfram óbreytt um
sinn og væntanlega verði sam-
þykkt á fundunum í Vínarborg að
auka eitthvað olíuframleiðsluna í
Arabaríkjunum, en samdráttur
hennar miðað við sl. ár nemur nú
um 15%.
Alls er óvíst, að oliusölu-
banninu á Bandaríkin verði af-
létt, enda þótt bæðí Egyptaland
og Saudi-Arabfa séu því mjög
fylgjandi. „A1 Ahram“ segir, að
banninu gegn Hollandi verði
haldið áfram um sinn, en Þýzka-
land og Italía hafi verið sett á
lista yfir þær þjóðir, sem taldar
eru vinveittar Aröbum. Haft er
eftir heimildum i Libyu, að ekki
verði tekin endanleg ákvörðun á
Framhald á bls. 47
Enn ólga innan portú-
galska hersins
Miðla Bretar málum
milli EBE og USA?
Lissabon, 16. marz, AP — NTB.
HERSVEITIR portúgölsku
stjórnarinnar afvopnuðu f dag
liðsmenn herdeildar einnar, sem
virt höfðu að vettugi skipun ríkis-
stjórnarinnar um að halda sig í
herhúðunum. Ilafði deildin reynt
að fara fótgangandi til Lissabon
úr norðri, en fékk ekki þann
stuðning, sem hún hafði búizt við.
Var henni snúið aftur til herbiíð-
anna og þar^var hún afvopnuð.
Herinn í landinu er enn f við-
bragðsstöðu vegna ókyrrðar þeirr-
a, sem komið hefur upp eftir
brottvikningu tveggja yfirmanna
hersins, da Costa Gomes og de
Spinola, en þeir höfðu haldið þvf
fram, að Portúgölum muni ekki
takast að vinna hernaðarlegan
Grikkland:
Stjórnmálaleið-
togi handtekinn
Aþénu, 16. marz.NTB.
GRÍSKA öryggislögreglan hefur
handtekið leiðtoga Miðsambands-
ins f Grikklandi, Georg Mavros,
að því er fjölskylda hans upplýs-
ir.
Ekki er vitað, hvert Mavros var
fluttur og engin skýring hefur
verið gefin á handtöku hans. Hins
vegar er talið, að hún sé tilkomin
vegna þess, að Mavros lét í ljós
ánægju sína yfir því, að brezka
stjórnin skyldi aflýsa flotaheim-
sókn til Grikklands og sýna þar
með í verki hug sinn til grisku
herforingjastjórnarinnar.
sigur á þjóðernisöflunum f ný-
lendum landsins í Afríku.
Q Héldu ungir Iiðsforingjar mót-
mælafund við strfðsskólann í
Lissabon í dag, þar sem þeir lýstu
stuðningi viðyfirmennina ogmál-
stað þeirra. I gærkvöldi um-
kringdu hersveitir úr þjóðvarðlið-
inu skólann, en þá hylltu liðsfor-
ingjarnir ákaft yfirmennina fyrr-
verandi sem fram komu í fyrsta
sinn opinberlega eftir brottrekst-
Framhald á bls. 47
London, 16. marz.NTB.
LÍKLEGT er, að ummæli þau
sem Nixon forseti Bandarfkjanna
lét falla f gær um samskipti
Bandaríkjanna og Evrópu, verði
aðalefni viðræðna utanrfkisráð
herra Bretlands og V-Þýzkalands
þegar þeir hittast í Bonn eftir
helgina. Haft er eftir góðum
heimildum f London, að hörku-
tónninn í ummælum Nixons hafi
komið nokkuð á óvart í búðum
brezkra stjórnmálamanna, enda
Herlið gegn Kúrdum
Beirút, 16. marz, AP.
ÞRJtJ frönsk herfvlki, sem njóta
stuðnings skriðdreka, hafa tekið
sér stöðu f olíuhéruðunum í norð-
urhluta íraks og búa sig undir
stórsókn gegn 20.000 manna
skæruliðaher Kúrda undir for-
ystu Mustafa Barzani, samkvæmt
blaðafréttum í Lfbanon í dag.
Herliðið hefur sótt inn i
Sulaimaniya, mikilvægan bæ um
40 mflur frá landamærum írans
til þess að koma i veg fyrir, að
hann falli i hendur Barzanis.
Yfirmaður írakska herliðsins er
Taha Chakargi, sem hefur oft áð
ur stjórnað herferðum gegn
Kúrdum. Sulaimaniya hefur verið
eitt helzta vígi Kúrda i flestum
fyrri átökum þeirra við stjórnar-
herinn.
Samkvæmt öðrum fréttum hafa
Kúrdar ráðizt á þorpið
Chemchemal, 25 mílur austur af
olfubænum Kirkuk, til þess að
loka þjóðveginum milli Kirkuk og
Sulaimaniya og umkringja
írakska herliðið í Sulaimaniya.
Uppreisnarmenn kveiktu í
stjórnarbyggingunni og lögreglu-
stöðinni og rændu þorpslæknin-
um samkvæmt fréttunum.
Barzani er sagður hafa fariðfrá
aðalstöðvum sínum í Gallala og
komið sér upp nýjum aðalstöðv-
um í Hajj Omran, þar sem landa-
mæri íraks, Tyrklands og Irans
mætast.
Útvarpið i Bagdad hefur ekkert
sagt um bardagana siðan fréttir
um þá bárust fyrir fjórum dögum.
þótt öllum hafi verið ljóst, að
talsverður og all-alvarlegur
ágreiningur væri með Banda-
ríkjunum og aðildarríkjum Efna-
hagsbandalagsins, sérstaklega þó
Frökkum.
Búizt er við, að brezka stjórnin
reyni að hafa milligöngu um það á
næstunni, að bilið mílli þessara
ríkja verði brúað og að James
Callaghan utanríkisráðherra
muni leggja skýrt afmarkaða
stefnu brezku stjórnarinnar fyrir
Henry Kissinger utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þegar hann
kemur til London á næstunni,
sennilega eftir dvölina í Moskvu,
en þangað fer hann 25. marz nk.
Nú eru komnir til London tveir
nánir aðstoðarmenn Kissingers,
þeir Arthur Hertaman aðstoðar-
utanríkisráðherra og Helmunt
Sonnenfeldt ráðgjafi hans, og
verða þeir þar til sunnudags.
Sovétstjórnin fyrirskipar:
Bókasöfn fjarlægi öll
ritverk Solzhenitsyns
Moskvu, 16. marz, NTB.
SOVÉZK yfirvöld hafa gefið
öllum bókasöfnum ( Sovétríkj-
unum fyrirskipun um að fjar-
lægja öll ritverk eftir Alexand-
er Solzhenitsyn, sem gefin hafa
verið út í Sovétríkjunum. Telja
bókmenntamenn í Moskvu
þetta jafngilda boði um hóka-
brennu, því að þessi ráðstöfun
vfirvalda gerir það að verkum,
að sovézkir lesendur hafa engin
tök á að ná í ritverk höfundar-
ins með löglegum hætti og imnt
verður að leggja hald á þau,
hvar sem þau finnast. Verður
almenningi þar með Ijóst, að
hætta er í því fólgin að eiga
bækur hans, en meðal þeirra er
hið vinsæla rit „Dagur f lífi
Ivans Denisoviehs".
Það vekur Ifka athg.vli, að
skipan yfirvalda nær til allra
þeirra skrifa Solzhenitsyns,
sem birt voru í tímaritinu
„Novi Mir” á sfnum tfma, en
fyrrverandi ritstjóri bess, sem
nú er látinn, Alexander Tvar-
dovsky hélt verndarhendi yfir
Solzhenitsvn meðan honum var
það fært, en hann féll sjálfur í
ónáð áður en vfir lauk. Um
nokkurt skeið hefur, að sögn
NTB verið erfitt að fá bækur
Solzheni tsyns í almennings-
söfnum. Sjálfur kvartaði Solzh-
enitsyn yfir þvf þegar árið
1967, að svo virtist sem sett
hefði verið óopinbert útláns-
bann á bókina „Dagur í lffi
Ivans Denisoviehs".