Morgunblaðið - 17.03.1974, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 7 Kvikmyndir : 7 Eftír Bförvt Vlgvti Sigurpálsson ■ ■ ■ ■ - j Paramount 1974 Bandaríska kvikmyndafyrir- tækið Paramount hefur nú opin- berað verkefnaskrá sína fyrir þetta ár. Slíkt er nokkuð óvenju- legt í bandarískum kvikmynda- heimi. þar sem yfirleitt rfkir tals- verð leynd yfir framtiðarverk- efnum kvikmyndafélaganna. Á verkefnaskrá Paramount kennir margra grasa, eins og vænta má. Frá sumum þessara mynda hefur þegar verið sagt i þessum þætti, eins og t.d. mynd Nicolas Roeg Don't Look Now — með Donald Sunderland og Julie Christie i aðalhlutverkum, og frá The Great Gatsby, stórmynd Paramount þetta árið. en hún verður frum- sýnd vestra i næsta mánuði. Af öðrum myndum má nefna Serpico, sem ætlar að verða Para- mount drjúg tekjulynd i ár. Hún var frumsýnd i byrjun ársins og hefur fengið góðar viðtökur, bæði gagnrýnenda og kvikmyndahús- gesta. Myndin er gerð eftir met- sölubók um sannsögulegt efni — lögregluþjón, sem sker einsamall The Conversation m upp herör gegn mútum og spill- ingu innan lögregluliðsins. Frank Serpico var um margt óvenjuleg lögga — hann var unnandi óperu og ballets, átti ibúð i Greenwich Village og klæddist eins og hippi. I augum margra samstarfsmanna sinna innan lögreglunnar var hann talinn stórhættulegur maður — heiðarleg lögga. Þá er þessa dagana verið að frumsýna vestan hafs myndina The Conversation. Francis Ford Coppola frumsamdi handrit og leikstýrir myndinni, en í aðalhlut- verki er Gene Hackman. Þetta er sálfræðileg hrollvekja — um Chinatown mann. sem hefur að atvinnu að fylgjast með öðru fólki en fær nú á tilfinninguna. að einhver sé að fylgjast með honum. Von bráðar er hann flæktur í heldur óhugnan- legt manndráp. Nú er búið að frumsýna mynd Franks Perry — Man on the Swing. Eins og Don't Look Now ber hún vitni um vaxandi áhuga Bandaríkjamanna á dulrænum efnum. Cliff Robertson leikur lög- regluforingja, sem er að fást við erfiða morðgátu, þegar miðill nokkur (Joel Grey — dansstjórinn úr Cabarett) setur sig 1 samband við hann og býður lögregluforingj- anum aðstoð sina. Grey hefur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir framlag sitt til þessarar myndar. Þá er að geta Dove og The White Dawn — tveggja útilifs- mynda. Hin fyrrnefnda sækir titil sinn i 24ra feta skútu með þessu nafni, sem 16 ára drengur sigldi 33 þúsund mílna vegalengd um allan heim og tók ferðin fimm ár. Joseph Bottoms leikur drenginn, leikstjóri er Charles Jarrot en Gregory Peck framleiddi myndina. j The White Dawn fóru leikarar og kvikmyndagerðarmennirnir norð- ur fyrir heimskautsbaug til að mynda þessa sögu um þrjá hval- veiðimenn, sem eru I sjálfheldu á ísnum. Hún lýsir samskiptum þessara manna við samfélag Eski- móa og menningarlegum árekstr- um. í myndinni Shanks. sem frum- sýnd verður í maí, býður Para- mount upp á Marcel Marceau. látbragðsleikarann annálaða, í fyrstu bandarisku kvikmynd sinni. Marceau leikur þar mállausan strengjabrúðumeistara og einnig fer hann með talhlutverk 80 ára visindamanns. sem að sjálfsögðu er kolbrjálaður. Frumkvöðull þess- arar myndar er William Castle. sem framleiddi Rosemary's Baby á slnum tíma og þekktur er fyrir ýmsar hrollvekjur. The Parallax View er ekki ósvip- uð mynd — gerð af Alan J. Pakula. sem gerði Klute fyrir fá- einum árum. Hér er forsetamorðið enn á dagskrá: I þessari útgáfu er það kandídat til forsetakjörs, sem er myrtur. Rannsóknarnefnd kannar málið og úrskurður hennar er á þá leið, að ekki sé á ferðinni samsæri. Þau Warren Beatty, Paula Prentiss og William Daniels uppgötva, að sjö af tiu vitnum hafa látizt með dularfullum hætti . . . og þau eru númer átta, niu og tiu. Myndin verður frumsýnd i júní. Sama gildir um Daisy Miller, sem Peter Bogdanovich — höf- undur The Last Picture Show og What’s Up Doc? — gerir eftir samnefndri sögu Henry James frá 1878. Frederic Taphael gerði handritið. í júli er svo von á nýrri mynd eftir Roman Polansky, sem kallast Chinatown. Myndin gerist á fjórða áratugnum, þegar glæp- irnir voru ekki eins flóknir og áhugaverðir, eins og segir i kynn- ingunni, enda er þetta töff og glaðbeitt sakamálamynd. Jack Nicholson leikur einkaspæjarann en Fay Dunaway er blondínan, svo að samanburður við Sam Spade eða Philip Marlowe eróhjákvæmi- legur. Með haustinu teflir Paramount fram helztu stjörnum sinum F þremur myndum. Þannig er Burt Reynolds aðalmaðurinn i The Longest Yard, mynd eftir Robert Aldrich, og segir hér frá fótbolta- keppni i fangelsi einu milli fanga- varða og fanga, þar sem meira er i húfi en að vinna leikinn. Upprenn- andi stjarna, Jeannie Berlin, fær að spreyta sig i aðalhlutverki i Sheila Levine — um unga New York stúlku i sjálfsmorðshugleið- ingum og James Caan, sem lék Sonny Corleone i Godfather, leik- ur prófessor með fjárhættuspila- æði i mynd Karel Reisz — The Gambler í jólamánuðinum frumsýnir Paramount svo tvö tromp — söngvamyndina The Little Prince eftir sögu Antoine de SaintExu- péry og Godfather II. Litli prinsinn kemur hér i kvikmyndabúningi fyrir tilstilli þeirra Alan Jay Lerner og Frederick Loewe, sem gerðu My Fair Lady en leikstjóri er Stanley Donen. Guðfaðirinn, seinni hluti, er beint framhald af fyrri myndinni, og þar koma fyrir allir sömu leikarar og hinni fyrri, svo fremi að persónurnar voru ekki dauðar fyrir lok þeirrar mynd- ar. Francis Ford Coppola leikstýrir einnig þessari útgáfu, og Mario Puzo gerir handritið. TILSÖLU WILLY'S JEPPI árgerð 1946. Upplýsingar í síma 50570. FIAT 1500 1968 til sölu Upplýsingar I sima 71452 eftir kl 7 næstu daga ANTIK HÚSGÖGN Borðstofusett úr eik (danskt). Stak- ir skápar og stólar. Upplýsingar í síma 20738 ÍBÚÐTILLEIGU Lítil 3ja herb ibúð til leigu, helzt fyrir roskin hjón Tilboð merkt .. 1459" sendist afgr blaðsins. VIL KAUPA mynd eftir Kjarval. Má vera teikn- ing. Uppl. í sima 22421 á kvöldin CHEVROLET IMPALA 1 966 hardtop til sölu. Mjög góður bíll. Uppl. i sima 33060—82393. VW 1302 '71 til sölu ekinn 39 þús. km, einn eigandi Orginal bensínmiðstöð. Góður bill Verð kr. 280 þús. Lán. Upplýsingar i sima 8481 9. RÆSTINGARKONA Viljum ráða konu til ræstinga á skrifstofuhúsnæði Upplýsingar á skrifstofunni. PÁLL Þ0RGEIRSS0N & CO Ármúla 27. LÍTIÐ HÚSNÆÐI hentugt fyrir skartgripaverzlun óskast, helzt nálægt Miðbænum. Upplýsingar eftir kl 18.00 i sím- um 82434 og 82469 CITROEN 2 CV, ÁRG.1971 til sölu. Billinn er i mjög góðu standi. Ekinn 37 þús km. Upplýsingar i sima 26771 eftir kl 5 STÝRIMANN OG HÁSETA vantar strax á 75 lesta bát, sem rær með þorskanet frá Grindavlk. Vanir menn, hærra kaup. Simi 35450 og 86758 SUMARBÚSTAÐUft eða land (litið býli) óskast til kaups Get skipt á litilli ibúð i Reykjavik. Tilboð sendist afgr. Mbl merkt: „Trúnaður — 4584" VANIR FLAKARAR óskast í frystihús. Faxavík h.f., Súðarvogi 1, simi 35450. NÝ SENDING smyrnamottur og púðar Fallegar fermingagjafir. Hannyrðabúðin, Linnetsstig 6, Hafnarfirði, simi 51314. ÚTTALIN OG ÁTEIKNUÐ puntuhandklæði. Iðnaðarmynd- irnar allar komnar aftur. Antik- myndir i hör. Hannyrðabúðin, Hafnarfirði. HÉR ER ALLT TIL ÚTSAUMS og uppsetninga á sama stað og daglega eitthvað nýtt. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, simi 51314. FÓSTRUSTARF — HVERAGERÐI Fóstra óskast að leikskólanum í Hveragerði frá 1. júní n.k. Upplýsingar I sima 4217 frá kl. 7—8 á kvöldin. Brynhildur Jónsdóttir. FALLEGU ÚTSKORNU puntuhandklæðahillurnar, filter- hulstrin og stokkarnir brennd og i litum, komið aftur. Hannyrðabúðin, Hafnarfirði. TilboÓ óskast í neðangreindar bifreiðarskemmdar eftir tjón: Bronco sport árg. '72 Ford Cortina árg. '67 Bifreiðarnar verða til sýnis að Dugguvogi 9 — 11, Kænu- vogsmegin, á mánudag. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en þriðjudaginn 1 9. marz. sjúvAtryggingarfélag isiandsh Bifreiðadeild, Suðurlandsbraut 4, sími 82500 GdLFTEPPI m A ALLA Ullarteppi verð frá kr. 2.1 50 - ferm. Acrylteppi verð frá kr. 1.695,- ferm. Rayonteppi verð frá kr. 760 -ferm. Nylonteppi verð frá kr. 875.- ferm. 1. flokks vara. K.B. Sigurðsson, hf Höfðatúni 4. Sími22470.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.