Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 Heldur brú yfir Hvalfjörð Samtal við Friðrik Þorvaldsson hjá Akraborginni Friðrik Þorvaldsson. í NÆSTA mánuði er væntanlegt ferjuskip til siglinga frá Reykja- vík til Akraness og á að koma í stað Akraborgarinnar gömlu, sem verður seld. Skipið kemur frá Noregi og er 8 ára gamalt, hefur verið í ferðum frá Stanvangri. En á leíðinni frá Reykjavík til fyrr- nefndra staða hefur nú verið í förum skip siðan 1932, þegar stofnað var um það fyrirtæki og Suðurlandið keypt. Síðan tók við Laxfoss, sem tvivegis strandaði og var gerður upp í milli, en lauk sinni ævi 1952, en Akraborgin tók við. Frá upphafi hefur Friðrik Þorvaldsson starfað hjá fyrirtæk- inu og séð um afgreíðslu þessara skipa. Víð hittum hann nú að máli niður við höfn og létum orð falla um að hann virtist ekkert hrifinn af þessari lausn og komu nýja skipsins. — Nei, það má til sanns vegar færa, svaraði hann. — Ég tel ferjuskipið óhentugt, en auðvitað vona ég að það reynist vel. En það kemur annað til. Ég vil láta leysa- samgöngurnar á annan hátt — með brú yfir Hvalfjörð. — Af hverju? — Skipið er seinlegra og umfram allt miklu dýrara heldur en að byggja brú. Og með brú á Hvalfjörð má spara vegagerð inn fyrir fjörðinn og viðhald á honum. Sá vegur gæti orðið ágætur sveitarvegur, þegar þungaflutninarnir fara allir aðra leið. En það munar fyrir umferð norður og vestur að losna við 30—40 km leið inn fyrir fjarðar- botninn, ef brú er komin yfir Hvalfjörðinn, t.d. hjá Laufa- grunni, skammt frá Kiðafelli. Þar væri hægt að fylla upp að mínnsta kosti fjórða hluta af leiðinni yfir En breiddin er yfirleitt 2960 m á firðinum. — Þú ert lengi búinn að berjast fyrir gerð brúar yfir Hvalfjörð, er það ekki, Friðrik? — Jú, ég hafi gerzt talsmaður brúar yfir Hvalfjörð. Mér er jafnan fast í huga afrekið við gerð hinnar traustu og ódýru Hvítár- brúar, sem vígð var 1928. Ég fylgdist vel með brúarfram- kvæmdinni þeirri og ég hefi árum saman safnað öllu, sem ég hefi getað náð í um brýr og brúarfram- kvæmdir úti í heimi. Það hefur styrkt mig 1 trúnni á að brúargerð yfir Hvalfjörð sé hið rétta. -----Þegar ég hóf fyrst áróður um brú yfir Hvalfjörð, vissi ég ekki að sú hugmynd var áður kunn, m.a. hafði Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, fyrir löngu hreyft málinu, eins og fram kemur í síðustu grein hans í Mbl. 1. júní 1966, heldur Friðrik áfram. Þar var tekið á málinu með yfirveguðum og raunsærri hætti en ég hafði gert. En jafnvel það gat ekki rofið þá dauðaþögn, sem valdhafar og fréttamenn létu sér duga. Ég lá betur við höggi, en ég hafði tekið dæmi um stór- brotin verk, einkum til að sýna hvernig framsýnir menn leysa vandamál samfélagsins. — Og þú ert alltaf að fylgjast me’ð brúargerð úti í heimi. Hvað er það nýjasta? — Frá Juneau, höfuðborg Alaska, berst nú sú frétt að um 20 ára gamall draumur um brú á þjóðvegi, sem liggur þvert yfir landið, sé nú að rætast. Þarna er landslag mjög líkt og við Hval- fjörð, firðirnir virðast hafa stælt hver annan. A sínum tíma álpuð- ust yfirvöld á staðnum til að krækja með veginn fyrir fjörðinn Knik Arm, í stað þess að brúa hann, eins og sumir vildu. En nú loksins sjá ráðamenn í Alaska yfirsjón sína. Nú krefjast stjórn- málamenn úr öllum héruðum landsins þess, að brúin verði gerð yfir fjörðinn. Auk annars sparn- aðar styttir hún ferðatímann milli Anchorage og Fairbanks um klukkustund. Þessi sparnaður er talinn þess virði að verja 200 milljónum dollara í brúna ásamt uppfyllingum. Eru framkvæmdir þegar hafnar og áætlað að þær taki 3 ár. — Hvað er helzt talið vera á móti því að gera brú yfir Hval- fjörð? — Aðalmótbáran hefur verið dýptin á firðinum og veðrin, þ.e. rokin. En til að afsanna hvort tveggja getum við tekið brúna yfir Bosphorus i Tyrklandi. Bosp- horus er hvergi grynnri en 30 m, en Hvalfjörður er frá 3 upp í 27 m djúpur með dýpri pyttum á stöku stað, sem auðvitað þarf ekki að fara ofan í með stöpla. Frá Bosp- horusbrúnni hefur verið sagt í fréttum. Þar var að verki slík framsýni og stórhugur og þarna voru unnin svo stór fjárhagsleg — og verkfræðileg afrek, að málið á erindi við okkur. Aðstöðumunur er að vísu mikill, en margt í reynslu þeirra, sem að brúargerðinni stóðu, getur orðið okkur að gagni í sambandi við brúargerð yfir Hvalfjörð. Við vorum að tala um veðrin í Hvalfírði. En fs- lenzkur skipstjóri hefur sagt mér, að á Bosphorus sé meira hávaða- rok en hann hafi fyrr eða síðar kynnzt. Og tyrkneskur skipstjóri, Temel Nail Karademir, sem í 20 ár hefur siglt um Bosphorus, segir í viðtali við heimsþekkt tímarit, að straumar geti náð 7 mflna hraða og ferjutafir i 3—4 klukkustundir séu tíðar, jafnvel allt að þremur sólarhringum. — Líklega er rétt að segja svo- litið nánar frá þessari merku brú, heldur Friðrik áfram skýringum sínum. — í skýrslu til mín, sem dagsett er 14. janúar sl., frá full- trúa Aktiengesellchaft fiir Hoch- und Tiefbauten i Essen segir, að þrátt fyrir ytri aðstæður hafi i fyrstu verði ráðgert að setja stöpla í sundið, sem hvergi er grynnra en 30 m, eins og fyrr er sagt. Frá því var þó horfið, einkum vegna mannhættu og vinnutafa, en þarna sigla um hin stærstu skip milli Miðjarðar- og Svartahafs. Skrúfurastir og snerting við vinnupalla gat einnig leitt til málaferla, jafnvel í fjar- lægum heimshlutum. Það varð því að ráði að byggja 165 m háa burðarstöpla á ströndinni báðum megin og spenna 1074 langa brú á milli þeirra. Brúin er tengd brúarsporðum, sem Asíumegin er 255 m á lengd og Evrópumegin 231 m. Þannig að brúin er 1560 m löng og 64 metra yfir meðalhaf- fleti. — Ekki verður séð, að fárviðrin þarna hafi valdið truflunum. Sir Ralph Freeman frá fyrirtæki því, sem hannaði brúna, segir að frá- gangurinn til varnar titringi vegna veðurs, hafi reynzt vel. Hann segir orðrétt á ensku: „. . . such as tends to occuor in wind- excited vertical oscillation of the structure. Furthermore, should such oscillation develop, subject- ing the hanger ropes to fluctuat- ing load, their natural hysteresis or energy-absorbing property would be brougt into play to supply a valuable element of structural damping“. Ég ætla að biðja um að hafa þetta á ensku, svo menn haldi ekki að ég hafi misþýtt. Hann segir að þolið hafi sannasti í febrúar 1973, þegar 130 km veðurhæð skall á brúnni, án þess að hreyfingar yrði vart og þó var brúargólfið ekki fullunnið né endanlega tengt við stöplana. Og Friðrik sýnir okkur bréfið til sannindamerkis að rétt sé eftir haft. Verkfræðingum hafi þarna tekist að leysa tæknilega þetta viðfangsefni, svo brúin titri ekki þó veðrin skelli á henni. — Bosphorusbrúin virðist nokk- uð breið á mynd. Hvað hugsarðu þér að brú yfir Hvalfjörð þyrfti að vera breið? — Hún þarf ekki að vera meira en þrjár akreinar á breidd. I Vancouver í Canada er til dæmis Lions Gate hengibrúin með þrem- ur akreinum og umferðinni stjórnað með umferðarljósum, þannig að græn ljós eru á tveimur akreinum í einu og þær þá báðar notaðar í þá áttina, en síðan skipt um og tvær akreinar verða í hina áttina, en ein akrein sem merkt er rauðu er notuð í gagnstæða átt við græna ljósið. Aftur á móti er Bosphorusbrúin meira en lengdin ein. Hún er 33,4 metrar á breidd. Þar í talin reinaskil, leiðslur, handrið o.fl. Til hvorrar handar eru þrefaldar akreinar hvor fyrir sig 10,5 m á breidd. Yzt eru göngubrautir, 2,5 m breiðar eða samtals 5 m. Af þessu má ráða, hvílíkt stórvirki má gera, ef stjórnvöld hafa skilning á því að samgöngur eru lífæðar þjóðfé- lagsins. Samgönguyfirvöld Tyrk- lands áttu frumkvæðið að brúar- gerðínni og eru eigendur hennar, og þau höfðu gáningu á því að kveða sér til ráðuneytis þraut- reynda menn frá Englandi, ítalíu og Þýzkalandi. Jafnframt tryggði Europian Investment Bank lán með góðum kjörum og naut til þess atbeina áðurnefndra landa, Frakklands og E.E.C. Verðið er talið 34 millj. dollarar, en ekki veit ég hvort sjálfvirka eftirlits- kerfið er þar með. — Svo var það í október sl. að Bosphorusbrúin var fullgerð, hélt Friðrik áfram. Að vísu af öðrum toga spunnin en flotbrúin, sem Darios I Persakonungur og Xerxes, sonur hans, settu á svip- uðum slóðum um 500 árum fyrir Krists burð. Yfirvöld í Istambul hafa gert að umtalsefni, hversú umferðarmál borgarinnar Istam- bul hafa breytzt til hins betra nú. Jafnvel þótt ferjur yrðu ekki veðurtepptar nema nokkra klukkutíma, varð bílatraðakið ill- viðráðanlegt. Það er nú úr sög- unni. 22000 farartæki renna tafarlaust yfir brúna daglega. — Nú má kannski segja að þú talir fyrir daufum eyrum, eins og Cato gamli forðum, sem ávallt sagði: Auk þess legg ég til að Carþagó verði lögð í eyði. Þú dregur ekki af þér að leggja til að Hvalfjörður verði brúaður? — Eg hefi verið spurður að því hvort ekki sé leiðigjarnt að tala um brú á Hvalfjörð, sem enginn ljær eyra. Það er nú öðru nær. Og allra síst nú. Sem kunnugt er, eru Japanir miklir atorkumenn og það er í frásögur fært, að þeir geri 230 m langa strengi eða vel 11 sinnum lengri en járnstubbarnir, sem keyptir voru í hringveginn. Ég hefi nú fengið upplýsingar um þetta. Japanir nota mjög hraðn- andi sement og sérstakt yfirstyrkt járn og aðferðir þeirra til brúar- gerðar eru byggðar á sérstökum aðferðum Dyckerhoff og Wid- manns í Vestur-Þýskalandi, sem þeir hafa leyfi fyrir að nota. Nú er sagt að Union Carbide ætli að gera vegabætur norðan Hval- fjarðar í sambandi við verk- smiðju. Það væri góður greiði ef þeir gerðu móttak brúarinnar þeim megin. Auðvitað verður aðalverkið við brúargerð að hvíla á okkur sjálfum, til hagsbótar fyrir alla, sem leggja leið sína til nærliggjandi byggðarlaga eða lengra. Brú yfir Hvalfjörð er meira en ágizkunarmál. Hún er hugsjón og hagfræðilegt atriði. Og hún getur borgað sig á nokkr- um árum. — Samt mun mér fara sem Guð- mundi skólastjóra og láta skrifum linna, sagði Friðrik Þorvaldsson að lokum. En að því mun koma, að tregðulögmálið mun víkja. Það er vont lögmál og mörgum áskapað. Mér er vel i minni, hve þjóðin var peningalaus, þegar Hvítárbrúin var gerð og hve við vorum fáfróð- ir á nútíma vísu. Enginn velti vöngum yfir því hvort spjöll myndu verða, ef sumarlangt væri skvampað í ánni, þar af þrjá mán- uði við stöpulinn í henni miðri. Auðvitað varð ekkert tjón og þarna hefur brúin staðið í nærri hálfa öld og mun áfram standa um langa framtíð, samtíð sinni til lofs og dýrðar. Vizkan er auðvitað aldrei ofþökkuð, en hefðum við setið uppi með suma þætti hennar 1928, trúi ég að náttúruverndar- mennirnir hefðu bannað allar til- færslur á ánni, svo að Árni Páls- son verkfræðingur og Sigurður Björnsson brúarsmiður hefðu orðið að setja dragferju yfir hana. Hin fagra brú yfir Bosphorussund, sem tengir Evrópu og Asíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.