Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.1974, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 _____Þióðhátíðarheit:_ Milljarður til landgræðslu og gróðurvemdar 1974—1978 ' .1« ....... Flugvél Landgræðslu ríkisins dreifir fræi og áburði, en þessa flugvél gaf Flugfélagið Landgræðslunni. íslendingar munu vænt- anlega minnast 1100 ára byggðar í landinu með ákvörðun um stórátak í landgræðslu- og gróður- vernd, sem á vel við með tilliti til þess, að talið er, að meira en helmingur gróð- urlendis hafi tapazt á þeim 1100 árum, sem þjóðin hef- ur búið í landinu. Eðlilegt takmark þeirrar kynslóðar, sem nú byggir landið og þeirra, sem við þvf taka, er að græða eins mikið af landinu og kostur er, svo að gróið land verði a.m.k. jafnvíðlent og það var við landnám. Hefur þar til skipuð nefnd lagt fram land- græðslu- og gróðurvernd- aráætlun fyrir árin 1974— 1978 og leggur þar til, að stórátak verði gert á þess- um tíma. Leggur nefndin til, að á næstu fimm árum verði í heild varið eitt þús- und milljónum króna í þetta og komi það fjár- magn til viðbótar þeim fjárveitingum, sem nú er varið til þessara mála á fjárlögum og verði ekki dregið úr því á tímabilinu, en heildarfjármagnið tapi ekki verðgildi sínu. I erindisbréfi nefndar- innar var henni falið að vinna að heildaráætlun um alhliða landgræðslu og skipuleggja nýtingu lands- gæða. Er áætluninni skipt í 4 þætti: I. Gróðurverndar- og landgræðsluáætlun, það er þann hluta þessara mála, er fellur undir starfsemi Landgræðslu ríkisins. II. Skógræktar- og skógarverndaráætlun á vegum Skógræktar ríkisins og fylgja þar með rann- sóknir á sviði skógræktar. III. Rannsóknaráætlun, sem fjallar um þær rann- sóknir, sem brýnast er að efla á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýt- ingar. IV. Annað, sem miðar að því að auðvelda og bæta meðferð og nýtingu lands- ins, svo sem gerð afréttar- vega eða útivistarvega, ráðunautaþjónusta, um meðferð og nýtingu beitar- landa og stuðning við áhugamannasamtökin Landvernd. Stærð gróins lands hefur ekki verið mæld með viðunandi ná- kvæmni á landinu öllu, enn síður er vitað með vissu hve mikið af landinu var gróið við upphaf landnáms. Að hvoru tveggja hafa þó verið leiddar líkur og verða hér nefndar þær tölur, sem taldar eru næst sanni, segir í aðfaraorð- um álits nefndarinnar. Á land- námsöld er talið, að helmingur til tveir þriðju hlutar landsins hafi verið grónir, eða um 50—60 þús- und ferkílómetrar, og að þar hafi skógar og kjarrlendi náð yfir 20—30 þúsund ferkílómetra. Nú er talið að aðeins einn fimmti til einn fjórði hluti lands- ins sé gróinn eða 20—25 þúsund ferkílómetrar. Þar af þekja skóg- ar og kjarr um eitt þúsund fer- kólómetra. Eftir þessu hefur meira en helmingur gróðurtendis tapazt á þeimllOOárum, sem þjóð- in hefur búið í landinu. Þess vegna þyrfti að græða sem svarar allt að þriðjungi af heildarstærð landsins. Þá ályktun má draga, að unnt sé að græða að nýju mikið af því landi, sem áður var gróið, en það færi ugglaust ekki saman við það, sem hagfellt getur talizt að græða, miðað við tilkostnað. Nefndin leggur áherzlu á, að takmarkið hljóti að vera: a) að stöðva uppblástur, sand- fok og aðra jarðvegseyðingu b) koma i veg fyrir hvers konar gróðurrýrnun c) koma gróðurnýtingu og beitf það horf, að gróðri fari fram d) að friða þau skóglendi, sem þess eru verð og tryggja að þau gangi hvergi úr sér e) leggja grundvöll að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar, þar sem það hentar f) stuðla að endurgræðslu ör- foka og ógróinna landa, sem æski- legt er, að breytist í gróðurlendi g) efla rannsóknir á þessum sviðum, þannig að sem traustast- ur grundvöl lur fáist. Áætlunin er mikið verk, og stórt, um 200 bls. að stærð og miðast við það, að þjóðhátíðarárið verði tekin ákvörðun um svo myndarlegt átak í þessum efnum, að örugglega marki spor 1 þessa átt, og það slíkt, að verðugt sé til minningar um ellefu alda byggð 1 landinu. Með áætluninni á að tak- ast að bjarga þeim jarðvegi og gróðri, sem nú er i hættu og snúa vörn upp i sókn, segir þar. Telur nefndin, að verði fjármagni varið i samræmi við tillögur þær, sem gerðar hafa verið, eignist Islend- ingar betra land og að það verði þjóðinni i hag. Nefnd þá, sem skipuð var til að hægt yrðir að minnast 11 aldar byggðar landsins með heildar- átaki i landgræðslu og gróður- vernd og alhliða skipulagningu landsnytja, eins og sagði í erindis- bréfi hennar, skipa: Eysteinn Jónsson, formaður, Jónas Jóns- son, Haukur Ragnarsson, Pálmi Jónsson, Sigurður Blöndal og Þor- valdur G. Jónsson. Árni Reynis- son aðstoðaði nefndina við gagnasöfnun, fundarhöld o.fl. En störfin voru öll unnin i góðri sam- vinnu við bændur landsins og fé- lagasamtök þeirra og við þau áhugamannafélög, sem vinna að landgræðslu og skyldum málum, svo og þær stofnanir, sem fjalla um landgræðslu og skyld efni. Á fyrsta fundinum var sam- staða um, að leggja áherzlu á það 1 starfi, að landgræðslan og gróður- nýtingin væru í raun réttri tvær greinar á sama meiði og því væri rétt að tengja þessa þætti saman 1 starfi nefndarinnar frá byrjun. 1 samræmi við það var strax leitað eftir upplýsingum frá öll- um búnaðarsamböndum og gróð- urverndarnefndum á landinu og fengnar upplýsingar um nýtingu gróðurs í heimalöndum og á af- réttum, landþrengsli, afurðir, landeyðingu og skemmdir á landi, tillögur um aðgerðir og hvaða breytingar á búskaparháttum mætti telja æskilegar í héraðinu, miðað við hagkvæma og hóflega landnýtingu. Tóku þeir Sveinn Runólfsson sandgræðslustjóri og Stefán H. Sigfússon að sér ásamt Ingva Þor- steinssyni að vinna úr þeim um- fangsmiklu gögnum, sem bárust, og fella efni saman við þá vitn- eskju, sem fyrir hendi var hjá Landgræðslu ríkisins og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Fékkst þannig vorið 1973 yfirlit yfir þessi mál, er orðið gæti grundvöllur nefndarinnar um landgræðsluþátt verkefnisins. Jónas Jónsson, Pálmi Jónsson og Þorvaldur G. Jónsson skipuðu nefnd, sem skoða skyldi sérstak- lega hina félagslegu hlið þessara mála, ráðstafanir til hagnýtingar gróðurs o.fl. og þeir Haukur Ragnarsson og Sigurður Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.